NT


NT - 26.03.1985, Síða 13

NT - 26.03.1985, Síða 13
■ Það liggur við að löggan sé að takast á loft með blöðrunum. Erfitt að halda sig við jörðina fyrir nýtrúlofaðan manninn ■ Þetta var fyrsti dagur hans á vakt sem götulögregluþjónn í San Francisco, - og þá kom dálítið fyrir, sern varð þess valdandi, að götulögreglu- þjónninn var nærri orðinn að fljúgandi löggæslumanni. Kærastan hans hafði hugsað sér að gera smávegis at í vinin- um fyrsta daginn - og lét verða af því. Hún lét blása út heila tylft af blöðrum, og svo trítlaði hún ásamt vinkonu sinni út á götu, þar sem lögregluþjónn- inn gætti að umferðinni og réttu þær honum allar blöðr- urnar. Loftið í blöðrunum var það mikið, að lögregluþjónn- inn varð að berjast hetjulegri baráttu við að halda sig við jörðina! Síðan hljóp kærastan í burtu, en það fer ekki sögum af því hvernig samkomulagið var hjá kærustuparinu um kvöldið. •Hriðjudagur 26. mars 1985 13 ■ Edward Kennedy eftir erfiðan tennis- leik. Eg vann!“ ■ Að leika tennis í sólar- hita kemur út á manni svitanum. Sumir verða milljónamæringar á því að leika tennis, svo sem eins og Björn Borg o.fl. at- vinnumenn. En svo er það stærsti hópurinn sem iðkar tennis til að fá holla hreyf- ingu og iosna við nokkur pund um leið og þeir hafa gaman af leiknum. Öldungadeildarmaður- inn Edward Kennedy er í þeim hóp, sem er að reyna aö losna við spikið, en hann segist vcra í allt of mörgum veislum og þykja gaman að borða góðan mat, Hér sjáum við að Kennedy heíur lagt hart að sér við íþróttina, því það bókstaflega talað rennur af honum svitinn. ""......... Sinatra ■ Frank Sinatra söngvari hefur verið vinur for- setahjónanna, þeirra Nancý og Ronalds Reagan, frá fyrri árum og vinskapurinn haldist gegnum árin. Nýlega var haldið heiðurssamsæti fyrir Sinatra t Washington og auðvitað voru forsetahjónin þar. Sagt var að söngvarinn hefði dansað svo innilega við forsetafrúna, að manni hennar hafi þótt nóg unt, og fór út á gólfið og sagðist sjálfur ætla að dansa við konuna! Frank Sinatra eignaðist 3 börn með fyrri konu sinni, og þau eru öll uppkomin nú. Þau mættu öll til heiöurssumsælis föður þeirra, Nancy, Tina og Frank yngri Sinatra. kinin: Nancy (t.v.) o til hægri við bróðu Frank yngri

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.