NT - 26.03.1985, Blaðsíða 23

NT - 26.03.1985, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26. mars 1985 23 Bikarkeppnin í körfuknattleik: Stóru liðin áfram í úrslitaleikinn Haukar sigruðu Fram og KR lagði Keflavík Því varð ekkert óvænt, og ekki fyrstudeildarlið í úrslitum, enda varla von. Fyrri hálfleikur leiks KR og ÍBK var mjög jafn. Jafnt var á mörgum tölum, en slæm hittni Keflvíkinga um miðjan hálfleik- inn færði KR forystu 25-20. Keflvíkingar tóku sig þá á, og höfðu yfir 32-31. KR-ingar komust svo aðeins yfir fyrir leikhlé, og þá var staðan 37-34 KR í hag. En KR-ingar létu ekki við svo búið standa, og gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálf- leiks. Frábær vörn, ásamt eitr- aðri hittni þeirra Guðna Guðna- sonar og Birgis Mikaelssonar breyttu stöðunni í 51-34 þegarb mínútur voru liðnar, og þá höfðu Keflvíkingar ekki enn skorað körfu í hálfleiknum. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti, liöfðu yfir 67-39 þegar mest var, og leyfðu síðan vara- mönnum að spreyta sig. Úrslit urðu 87-69. Matthías Einarsson lék frá- bærlega með KR, ásamt þeim Guðna og Birgi. Jón Kr.Gísla- son var langbestur Keflvíkinga. Stigahæstir KR-inga: Birgir M. 24, Guðni 22, Matthías 18, ÍBK: Jón Kr. 24, Guðjón Skúla- son 19. Dómarar Bob Iliffe og Jóhann Dagur og leystu vel auðvelt verk. Haukar áttu í erfiðleikum með Fram franran af í Hafnar- firði. Framarar, með Símon Ólafsson fremstan í flokki, áttu rnjög góðan dag, og sýndu Haukunum klærnar. Fyrri hálf- leikur var rnjög jafn, en Haukar höfðu yfir 39-32 í leikhléi. Strax í Upphafi síðari hálfleiks juku Haukarnir muninn í 13 stig, en Framarar tóku þá kipp og minnkuðu muninn í 6 stig. Þá hrökk Pálmar Sigurðsson í gír, skoraði fjórar þriggja stigakörf- ur á skömmum tíma, og úrslitin voru ráðin. Lokatölur urðu 95- 73. Stigahæstir Hauka voru Ivar Webster með 27 stig, Pálmar 20, Hálfdán Markússon 19 og Henning Henningsson 15. Símon skoraði mest Framara, 18 stig, Ómar Þráinsson 15 og Þorvaldur Geirsson 12. Dómar- ar Jón Otto Ólafsson og Krist- inn Albertsson. V-þýski handknattleikurinn: Siggi Sveins markahæstur Gerði 10 mörk um helgina Hra (lUömundi karlssyni fréttarítara NT í V-Þýskalandi: ■ Sigurður Sveinsson er nú markahæstur' í 1. deildinni v-þýsku. Hann gerði 10 mörk í síðasta leik og þar sem Alfreð og félagar sjá svo vel um Gummersbach þá skoraði einn keppinautur Sigga, Neitzel bara 3 mörk. Sigurður hefur gert 131 mark þar af 63 úr vítum. Annar á lista er Ehret frá Hofweir með 128 mörk,71 úrvítumogNeitzelfrá Gummersbach er þriðji með 126 mörk, 43 úr vítum. ■ Þessi knái hópur tekur þátt í Evrópumeistaramóti ung- linga í badminton sem fram fer í Pressbaum í Austurríki dag- ana 31.mars-6. apríl. Keppt verður í bæði liða- og einstakl- ingskeppni á mótinu. tslenska liðið spilar í 3 styrk- leikahópi og er þar í riðii með Finnum og Frökkum. Um leið og keppnin fer fram verður haldið Ársþing Evróptr- sambandsins og munu tveir íslendingar sitja það, Vildís Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Á myndinni eru; efri röð frá vinstri: Jóhann Kjartansson þjálfari, Haraldur Hinriksson IA, Árni Þór Hallgrímsson TBR, Snorri Ingvarsson TBR. Neðri röð frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir fararstjóri, Guðrún Júlíusdóttir TBR, Helga Þóris- dóttir TBR, Ása Pálsdóttir ÍA og Vildís Guðmundsdóttir for- maður BSÍ. ■ Það voru „stóru liðin“ sem komust áfram í bikarkeppni KKÍ í karlaflokki í gærkvöld, en þá voru leiknir báðir leikir í undanúrslitum keppninnar. Haukar sigruðu Fram í Hafnar- firði 95-73, og KR-ingar lögðu Keflvíkinga í Hagaskóla 87-69. ■ Keflvíkingar komust ekki í gegnum vörn KR-inga langtímum saman í gærkvöld. Hér er þjarmað að Jóni Kr. Gíslasyni. NT-mynd: Svcnír Landsflokkaglíman 1985: Hörð keppni og jöfn - Pétur Ingvarsson vann yfirþyngdarflokkinn ■ Landsflokkaglíman 1985 var haldin í íþróttahúsi Mela- skóla í gær og að þessu tóku 38 keppendur þátt í henni. Þingey- ingar voru mjög sigursælir í eldri flokkunum, en KR-ingar í þeim yngri. Raunar má heita að KR-ingar hafi verið þeir einu sem tóku þátt í keppni yngstu flokkanna. íslandsmeistari í yfirþunga- flokki varð Þingeyingurinn Pét- ur Yngvason, hlaut þrjá vinn- inga og vann alla sína keppend- ur. Helsti keppinautur Péturs, Ólafur Haukur Ólafsson, KR, var meiddur og gat ekki tekið þátt í Landsflokkaglímunni að þessu sinni. Rögnvaldur Ólafs- son, KR, vann í milliþyngdar- flokki, sigraði Helga Bjarnason, KR, í úrslitaglímu, en athygli vakti að allir keppendur í þess- úm flokki voru í KR. Þá sigraði Hjörtur Þráinsson, HSÞ, í létt- þyngdarflokki, lagði alla sína andstæðinga og hlaut 5 vinn- inga. Úrslit á Landsflokkaglímunni urðu sem hér segir. Yfirþyngd: 1. Pétur Yngvason, HSÞ 3 vinninga 2. Árni Þór Bjarnason, KR IV2 vinning 3. Marteinn Magnússon, KR lV2VÍnning MILLIÞYNGD 1. Rögnvaldur Ólafsson, KR 3V2vinning 2. Helgi Bjarnason, KR 3Vz vinning 3. Ásgeir Víglundsson, KR 2 vinninga LÉTTÞYNGD 1. Hjörtur Þráinsson, HSÞ 5 vinninga 2. Hjörleifur Pálsson, KR 4 vinninga 3. Geir Arngrímsson, HSÞ 2V2 vinning UNGLINGAFLOKKUR 1. Davíð Jónasson, HSÞ 1 vinning 2. Arngrímur Jónsson, HSÞ 0 vinning PILTAFLOKKUR 1. Trausti Sverrisson, HSÞ 5 vinninga 2. Lárus Björnsson, HSÞ 4 vinninga 3. Kjartan Ásmundsson HSK 3 vinninga DRENGJAFLOKKUR YFIR 6B kg. 1. Gauti Þ. Ástþórsson KR 5 vinninga 2. Hördur Ó. Guðmundss. HSK 3 vinninga 3. YngviR.KristjánssonHSÞ 3vinninga DRENGJAFLOKKUR UNDIB 65 kg. 1. Reynir Jóhannsson, KR 2V2 vinning 2. Jón Birgir Valsson KR 2 vinninga SVEINAFLOKKUR 1. Sævar Sveinsson KR 2 vinninga 2. Garðar B. Þorvaldsson KR 1 vinning 3. Jóhann B. Jónsson KR 0 vinning HNOKKAFLOKKUR 1.-2. Ingvar Snæbjörnsson KR V2 vinning 1.-2. Jón Oddur Jónsson KR V2 vinning Opna belgíska meistaramótið í júdó: Kolbeinn þriðji ■ Kolbeinn Gíslason, júdókappi úr Ármanni, varð um helgina í þriðja sæti í +95 kg flokki á opna belgíska meistara- mótinu í júdó. Mótið var allsterkt, en ekki hefur tekist að fá nánari fréttir af keppni Kolbeins, né því hverjir urðu fyrir framan hann í röðinni. Bjarni Friðriksson fé- lagi Kolbeins í Ármanni og bronsverðlaunahafí á síðustu Ólympíuleikum ætlaði að keppa á þessu móti, en komst ekki. Þeir Bjarni og Kolbeinn munu keppa á opna þýska meistaramótinu um næstu helgi. Korac-bikarinn í körfuknattleik: ítalir sigruðu ítali ■ Olimpia Simac frá Milanó sigraði annað ítalskt lið, Pall Varese 91-78 í úrslitaleik Korac- keppninnar í körfuknattleik sem fram fór f Brussel um helgina. í hálfleik var staðan 41-33. Olimpia er núverandi ítal- fumeistari og með liðinu leika þrír Bandaríkjamenn: Joe Barry Carroll, Mike D’Antoni og Russ Schoene. Þeir voru heldur betur atkvæðamiklir í úrslitaleiknum og skoruðu samtals 50 stig, þar af skoraði Schoene 31. Romeo Sachetti skoraði 28 stig fyrir Pall Varese, Riccardo Caneva gerði 17 og Bandaríkjamaðurinn John De- vereaux 14. Þingvallagangan: Hressilegir 40 km ■ Skíðafélag Reykjavíkur gekst fyrir Þingvallagöngu um helgina. Gengnir voru um 40 km, frá Hveradölum til Þing- valla. Gangan gekk vel og lögðust margir á eitt til að svo yrði. Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn fylgdist með kepp- endum alla leiðina, tilbúnir til að aðstoða ef eitthvað brygði út af. Mjólkursamsalan gaf hress- ingu á leiðinni. Fyrirtækið G.G. lánaði gám við endamarkið til að hægt væri að hressa sig er á leiðarenda kom og komast í skjól. Verðlaunaafhending fór fram í Eden í Hveragerði og hlaut sigurvegarinn Toyota- bikarinn. Úrilit: Karlar 17-34 ára: Gottlieb Konráðsson........... 2:49,40 Haukur Eiríksson.............. 3:05,16 Haukur Sigurðsson............. 3:07,48 Karlar eldri en 35 ára: Björn Þór Ólafsson.......... 3:47,40 Halldór Matthíasson......... 4:11,49 Viggó Benediktsson ......... 5:16,55 Veður var ekki hið besta meðan á göngunni stóð, skóf dálftið og gerði blint. Tennis: Martina vann ■ Martina Navratilova bætti enn einum sigrinum í safn sitt um helgina er hún sigraði á móti í New York. Hún vann Helenu Sukova frá Tékkó 6-3, 7-5 og 6-4 í úrslitaleikn- um. Þessi sigur tryggði Navratilovu 500 þúsund krónur í verðlaun. Nykaenen bestur ■ Finninn Matti Nykaenen innsiglaði sigur sinn í heimsbik- arkeppninni í skíðastökki er hann sigraði á móti í Tékkósl- óvakíu í gær. Þá var keppt í stökki af 90 metra palli og hlaut Nykaenen 225,9 stig fyrir 111,5 og 115 m stökk sín. Á laugar- Getraunir ■ í 30. leikviku Getrauna komu fram 42 raðir með 12 réttum leikjum og var vinn- ingur fyrir hverja röð kr. 10.020.- en 11 réttir reyndust vera í 724 röðum og var vinningur fyrir röðina kr. 249.00 dag sigraði hann í keppni af 70 m palli, sveif þá 85 og 88,5 m og hlaut 219,6 stig. Ernst Vettori, Austurríki varð annar í gær með 225,3 stig, en hann stökk 115,5 og 109,5 m. Landi hans Richard Schallert varð þriðji með 216,2 stig (114 og 107 m ). í keppni af 70 m palli varð Richard Schallert í öðru sæti með 219,6 stig (84 og 87,5 m) og Norðmaðurinn Vegard Opaas varð þriðji með 218,4 stig (86 og 86,5 m ). Lokastaðan í heimsbikarkeppninni i stökki varð þessi: 1. Matti Nykaenen............219 stig 2. Andreas Felder .......... 198 stig 3. Ernst Vettori ........... 156 stig 4. Jens Weissflog.......... 151 stig 5. Jiri Parma................139 stig

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.