NT - 10.04.1985, Blaðsíða 2

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 2
 Miðvikudagur 10. apríl 1985 Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum: Vilja fá sérstak- an skattaafslátt - til leiðréttingar á órétt- mætum umframgreiðslum ■ Hugmyndir okkar snúast um það að fá greiddar til baka þær mörg hundruð milljónir króna sem búið er að taka af okkur, umfram það sem eðlilegt getur talist, vegna of hárra vaxta og misgengis launa og lánskjara á undanförnum árum, sögðu talsmenn „Húsnæðishópsins" á fundi með fréttamönnum í gær. Jafnframt kynntu þeir tillögur sínartil úrbóta í þessum málum, sem þeir höfðu fyrr um daginn afhent og rætt um á fundi með forsætis- og félagsmálaráð- herra. Tillögur þær sem áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum kynntu fyrir ráðherrum og fréttamönnum fjalla fyrst og fremst um leiðréttingu á um- framgreiðslum undanfarinna ára, um viðbótarlán frá Hús- næðisstofnun og unt skuldbreyt- ingu og lengingu lána. Húsnæðishópurinn leggur til að umframgreiðslur þær sem þegar hafa átt sér stað verði leiðréttar þegar á þessu ári og á næstu árum með því að veittur verði sérstakur verðtryggður skattaafsláttur. Skattaafslætti þessum verði jafnað niður á jafn langan tíma og umfram- greiðslur mynduðust á hjá við- komandi einstaklingi. Hjá tekjulágum einstaklingum verði hann borgaður út. í lánakerfi Húsnæðisstofnunar er einnig talinn möguleiki á að láta urn- framgreiðslur síðustu ára ganga upp í greiðslur næstu ára. Jafnframt er lagt til að Hús- næðisstofnun gefi kost á viðbót- arlánum á hagstæðustu kjörum stofnunarinnar til greiðslu lausaskulda vegna húsnæðis- öflunar. I þriðja lagi er lagt til að fólki verði gefinn kostur á skuldbreytingu lána til a.m.k. 8 ára á hagstæðustu mögulegu lánskjörum og án lántökukostn- aðar. Auk ráðstafana í því skyni að leiðrétta hinar óréttmætu um- framgreiðslur leggur „Hús- næðishópurinn" áherslu á að í framtíðinni verði tryggt að mis- gengi af þessu tagi skapist ekki svo og að raunvextir af lánurn til húsnæðiskaupa verði aldrei hærri en 2%. ■ Ljósmynd af „glæpnum“. NT-mynd: Árni Bjarnu Blaðamenn NT: Tíðir gestir lög- reglunnar - núna vegna peningafals ■ Einn blaðamanna NT, Jón Ársæll Þórðarson, hefur verið tíður gestur rannsóknarlögregl- unnar að undanförnu, en staðið hafa yfir yfirheyrslur vegna meints peningafals hans. Seðlabanki íslands fór fram á rannsókn Rannsóknarlögregl- unnar vegna athæfis Jóns, en hann fékk lánaða ljósritunarvél og Ijósritaði nokkra fimm- hundruðkalla. Seðlana notaði Jón síðan til viðskipta hér og þar, en leiðrétti jafnan blekkinguna er ljós- myndari blaðsins hafði náð að festa viðskiptin á filrnu. Jón ritaði síðan lærða grein í Helgarblað NT um athæfi sitt. Þess má geta að blaðamenn NT hafa áður verið kærðir. í haust voru Jón og félagar hans á Helgarblaðinu kærðir fyrir skjalafals o.fl. erþeirsímsendu lyfseðla í nafni læknis í borg- Skakþing íslands: Karl efstur ■ Þegar LJ umferðir höfðu ver- ið tefldar í landsliðsflokki á Skákþingi íslands var K.arl Þor- steins enn efstur með Vh vinning, einum og hálfum vinn- ingi á undan næsta manni, Þresti Þórhallssyni. Skákir í landsliðs- ■' flokki hafa hingað til verið tefld- ar í Hagaskólanum, en verða nú fluttar í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg. Keppni er lokið í áskorenda- flokki og í opna flokknum. Efstur í áskorendaflokki varð Hrafn Loftsson með 7 vinninga af 9 mögulegum, en ekki færri en sjö skákmenn deildu ööru sætinu og verða að tefla inn- byrðis um það hver þeirra fylgir Hrafni upp í landsliðsflokk. I opna flokknum urðu efstir og jafnir þeir Ríkharður Sveinsson og Sigurður Davíð Sigfússon, þeir hlutuIVí vinning hvor. Ferð til Þingvalla ■ Þrír af talsmönnum „Húsnæðishópsins“; Ögmundur Jónasson, Björn Ólafsson og Sturla Þengilsson. Opnuð „Fram halds“-Saga Risgjöld viðbyggingar Bændahallarinnar, Hótel Sögu, voru haldin með viðhöfn síðasta virka dag fyrir hátíðir, nú í fyrri viku. Viðbyggingin sem af gárungunum hefur verið uppnefnd „Framhalds"- Saga er 9000 fermetrar, með 113 gistiherbergjum auk funda- og ráðstefn- uaðstöðu og aukins rýmis fyrir félagssamtök bænda. Reiknað er með að byggingunni verði að fullu lokið 1987 en fundarsalir og stór hluti herbergja verður tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Heildarkostnaður við bygginguna er talinn vera 260 milljónir króna og er fjármagnað með eigin fjármagni hótelsins og lánum. Á blaðamannafundi í upphafi risgjalda kom fram í máli Inga Tryggva- sonar formanns Stétta- sambands bænda að með þessu muni rýmkast nokk- uð um þá þætti félagskerfis ■ Konráð Guðmunds- son hótelstjóri á Sögu ávarpar hér gesti í risgjöld- um hins nýja áfanga Bændahallarinnar. í bak- sýn má sjá mynd af hótel- inu eins og reiknað er með að það líti út fullbúið. NT-mynd Arni líjarnu. bænda sem þegar eru í Bændahöllinni en helsta breytingin verður að ýmsri skyldri starfsemi sem nú er dreifð út um allan bæ verður boðið húsnæði í nýju álmunni. Útvegstækni til útflutnings: Fiskveiðar á Arabíuskaga ■ Þrír sendimenn frá Oman á Arabíuskaga voru á ferð hér á landi í fyrri viku og ræddu við sjávarútvegs- ráðuneytið uin hugsanlega aðstoð íslendinga við upp- byggingu sjávarútvegs þar syðra. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú um eins árs skeið unnið að því að leita verk- efna erlendis fyrir þekkingu og tækni íslendinga í sjávar- útvegi. í kjölfar þess komu sendimenn Oman til lands- ins nú. Engar ákvarðanir voru teknar um þessi mál meðan mennirnir stöldruðu við, en hjá báðum aðilum er áhugi á að vinna að rann- sóknum áfram. í ráði er að íslensk sendinefnd fari til Oman á næstunni og kynni sér aðstæður. Við Oman eru ein stærstu ónýttu fiskimið heims en landið er ríkt af olíu og hefur 'sjávarútvegi sama og ekkert verið sinní. 57 milljóna króna tap á rekstri Eimskips í fyrra: Flutningsgjöld hækkuð um 8% ■ Eimskipafélagið hefur hækkað flutningsgjöld sín á stykkjavöru um 8% að meðal- tali, frá og með gærdeginum að telja. Samfara þessari hækkun var leiðrétt innbyrðis röskun flutningsgjalda í einstökum gjaldmiðlum. Flutningsgjöld almennrar stykkjavöru hafa ekki hækkað síðan árið 1982 en þau voru lækkuð um 7% seint á árinu 1983. Þessi flutningsgjalda- hækkun er innan þess ramrna sem Verðlagsstofnun hefur áður heimilað félaginu en hækkunin er sögð nauðsynleg til að draga úr áframhaldandi taprekstri fé- lagsins, svo og til að niæta verðbólgu erlendis, sem verið hefur 5-10% á ári sl. 2 ár, í þeim löndum sem Eimskip siglir til. Heildartekjur Eimskips á ár- inu 1984 voru kr. 2.082 milljónir og er það um 19% aukning á veltu fyrirtækisins frá árinu áður. Þó varð 57,3 milljóna króna tap á rekstri þess á árinu 1984 en það eru veruleg um- skipti frá árinu áður þegar að félagið skilaði hagnaði. Sam- kvæmt uppiýsingum félagsins stafar hallareksturinn af nokkr- um samverkandi þáttum og eru í fyrsta lagi nefnd þau umskipti sem urðu í efnahagsmálum á síðári hluta ársins með vaxandi verðbólgu. gengisfellingu og launahækkunum í kjölfar BSRB verkfallsins, en einnig ■ Eftirfarandi saga komst nýlega á kreik um þá félaga Jón Baldvin og Ámunda: Þeir tveir brugðu sér í Þingvallaferð. Þegar þeir stóðu á bökkum Þingvalla- vatns sagði Jón við Ámunda. - Eru nokkrir blaðamenn nálægir? - Hér eru engir blaða- menn, - sagði Ámundi. - Eru nokkrir ljósmyndar- ar? - spurði Jón Baldvin. - Hér eru engir ljósmynd- arar, - sagði Ámundi. - Eru engir að horfa á okkur? - spurði Jón Baldvin enn. - Nei, hér er enginn nema við tveir, - svaraði Ámundi. - Jæja fyrst svo er, - svar- aði Jón Baldvin, - þá ætla ég að freista þess að ganga á vatninu. hafa flutningsgjöldin lækkað verulega bæði í inn- og útflutn- ingi og tekjur af Ameríkusigl- ingum hafa minnkað talsvert við það að bandaríska skipafé- lagið Rainbow Navigation hefur nýtt forréttindi sín á flutningum fyrir varnarliðið. Aðalfundur Eimskips verður haldinn 18. apríl nk. og verða þar lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir árið 1984. Líkfundur í Ölfusá ■ Lík Hilmars Grétars Hilm- arssonar, sem saknað hefur ver- ið frá 29. september, fannst í Ölfusá rétt neðan við bæinn Kirkjuferju ápáskadag. Hilmar var sextán ára gamall. Hvur fjárinn, og ég sem hélt þetta hefðu verið ofheyrnir! Fyrr við snúnar ferskeytlur... ■ Ekki hritust allir af anda- giftinni í kveðskap þeim sem sjónvarpsáhorfendum var boðið upp á í „Lyonsþættin- um“ að kvöldi annars páska- dags. Eftirfarandi vísa mun vera ættuð frá Þorgeiri Þor- geirssyni rithöfundi: Fyrr við snúnar ferskeyt lur fengu lúnir gaman, en bulli knúnar blöndælur berja þeir núna saman.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.