NT - 10.04.1985, Blaðsíða 9

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 9
verk ríkisvaldsins, frekar en að mismuna þegnum þjóðfé- lagsins með heimskulegri stjórnun peningamála og vit- lausum skattalögum. Stöndugir aðalsmenn Þar sem ég þekki til, í sveit- um landsins, eru margir stönd- ugir bændur. Þeir keyra gjarn- an um á lúxusbílum, búnir að endurnýja og auka vélakostinn (til að fá meiri fyrningu) og eru mannalegir yfir ríkidæmi sínu. Þeir eiga það sanlmerkt að borga engan tekjuskatt, ríkið borgar útsvarið og standa flest- ir framarlega í félagsmálum bænda. Þetta eru einskonar aðalsmenn okkar. Það var þannig fyrir bylting- una miklu í Frakklandi 1789 að aðalsmenn borguðu enga skatta en höfðu feikna tekjur. Það var höggvinn af þeim haus- inn í fyllingu tímans. Þessir ágætu bændur eru íhaldsmenn úr öllum flokkum um allt land og eru sumir vinir mínir. (Vinur er sá sem til vamms segir.) Þetta eru yfir þúsund bændur á öllu landinu. Mér finnst trúlegt að ef skatta- lögin væru réttiát ættu þessir bændur að skila ríkinu u.þ.b. 200 milljónum. Þeir myndu þá einnig borga sinn skerf til sveit- arfélagsins og hætta að láta þá sem berjast í bökkum greiða fyrir sig gjöldin. Það hefur verið einkenni á íhaldssömum mönnum og frjálshyggju- postulum í hvaða flokki, sem þeir annars standa, að þeim finnst illt að borga skatta. Þeim finnst óþarfi að mennta börn annarra. Þau gætu með tíman- um farið að plokka af þeim skrautfjaðrirnar. Ekki finnst þeim heldur gott að ausa fjár- magni í sjúka og aldraða. Það er ekki nógu arðbær fjárfest- ing. Af þessu leiðir að íhald- samir bændur, sem lenda í háum tekjuskatti, sæju fljótt hag sinn í því að minnka við sig. Þá þarf engar útflutnings- bætur. Verjast sprikli kotunganna Flestum bændum finnst þeir eiginlega ekki vera almenni- legir menn fyrr en þeir komast í eitthvert embætti. Það vill til að embættin eru mörg en góð- bændum fækkar. Svo þetta gengur bærilega með stuðningi hver annars. Þeir vilja engar breytingar og leggjast því fyrir og móka eins og kettir eftir kjötát. Og haggast hvergi nema til að komast á næsta blaðanna", en þeir fjölluðu allir um í hönd farandi hátíð og kristna trú. Þeir eru allir mjög hlynntir þeim boðskap er sprettur af páskum og enginn leiðarahöfundur hefur fyrir- vara á trú sinni nema þá helst Árni Bergmann í Þjóðviljan- um sem raunar flytur ágætis yfirlit yfir Frelsunarguðfræði í Páskablaði sínu. Dagblaðið Vísir leggur í leiðara sínum áherslu á eilífa lífið og gengur út frá því að trúin sé eitthvað utan og ofan við dægurmál en hins vegar eru systurblöðin NT og Morg- unblaðið gallhörð á því að trúin sé eitthvað sem hafi beina skírskotun til þessa heims. Kristin trú felist í því að út- rýma grimmd, ójöfnuði, rang- læti og ófrelsi, þannig hefst. t.d. leiðari Morgunblaðsins: Föstudagurinn langi er ekki að kvöldi kominn í sögu mann- kynsins. Sú grimmd og það ranglæti, sem dagurinn stendur fyrir, ræður víða ríkjum á líð- andi stund.“ Og síðar segir Morgunblaðið: „Kristin kirkja starfar í flestum löndum heims. Flvarvetna er hlutverk hennar hið sama: að boða kær- leika í samskiptum manna og Vettvangur virðingarþrep eða verjast sprikli kotunganna. Hér þarf strax breytinga við og jafnvel byltingar. Mér sýnist að til þess dugi ekkert nema kljúfa sölufélög í frumdeildir eftir búgreinum, þannig að t.d. saúðfjárbændur hefðu sér félag, og sér verð- lagsgrundvöll. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að hafa samvinnu, en að mjólkurbændur verðleggi fyrir sauðfjárbændur og stjórni þeirra afurðasölu er útí hött. Eins er það með deildir kaupfé- laganna. Það er t.d. óeðlilegt að pakkhús, þar sem bændur versla að mestum hluta, séu rekin með miklum hagnaði og hann svo notaður til að halda; uppi ódýrri þjónustu við þétt- býlið. Allar kosningar til trúnaðar- starfa fyrir bændur eru mjög þungar í vöfum. Kosnir eru nokkrir bændur (þessir sömu) úr hverjum hrepp sem mæta' sem fulltrúar á aðalfund fyrirj heil héruð. Þessu þarf að breyta þannig að ef mikið ligg- ur við geti hluti félagsmanna krafist aðalfundar fyrir allar deildir í einu. Það er oft þannig1 að ef samþykkt er óæskileg tillaga í deild er hún felld á aðalfundi þó svo hún hefði meirihluta í öllum deildum. Það er gjarnan talað um að svona tillögur séu vanhugsað- ar. Góð bein að naga Að mynda nýja og nýja sjóði er eitt aðal tómstunda-i gaman títtnefndra fulltrúal bænda. Má þar nefna Búnað-| armálasjóð, Kj arnfóðursj óð, | Framleiðnisjóð, Bjargráða- sjóð, Fiskræktarsjóð, Jarða- sjóð, Framkvæmdasjóð O.S.S., Verðfellingasjóð, Verðtilfærslusjóð, Verðmiðl- unarsjóð, Samvinnusjóð ís- lands og fjölda kaffibaunasjóða sem ég veit ekkert um frekar en skattalögreglan. í suma sjóðina borga bændur beint, aðrir hafa myndast vegna samninga við ríkið. Það eru félagsmálapakkar okkar bænda. Sambærilegar eru út- flutningsbæturnar. Þetta hefur reynst bændastéttinni dýrt , vegna þess að: 1) Framlög í sjóðina eru fyrst skorin niður þegar á að spara 2) Framlagið er kallaður styrkur og notað sem vopn gegn okkur 3) Fyrir verðtryggingu ást þetta fé upp í verðbólgu. Nú rænir ríkisstjórnin úr þessum sjóðum og ráðstaf- ar að eigin geðþótta. 4) Fjármagnið er ávaxtað í Reykjavík og notað til upp- byggingar þar. 5) Það er stjórn hjá hverjum sjóð, sem kannske er kostur, því í þær eru stund- um valdir „góðir strákar" úrsveitinni. Þeirfáþátæki- færi til að skreppa í höfuð- j staðinn og líta á menning- j una. Þetta eru góð bein að | naga og þeini því skylt að hlýða. Það er kostur við Samband- ið, og þess vegna getum við gagnrýnt það, að það hefur | innan sinna vébanda félags- menn sem skipta tugum þús- unda. Þeir eiga í raun aðgang að reikningum að vísu í gegn- um þunglamalegt fulltrúakerfi. Þá hygg ég að fátt geti bjargað þjóðinni ef snatar frjálshyggj- unnar komast í allt fjármagn Sambandsins. Það er hins veg- ar hörmulegt til þess að vita að Sambandið skuli vera farið að mergsjúga bændur og hugsa eingöngu um uppbyggingu í þéttbýlinu. Þeir Sambands- menn eiga að hugsa um tilgang og uppruna félagsins og hlúa að undirstöðunni, bændum þessa lands. Nú þegar vegið er að þeim úr öllum áttum. Snöru brugðið umhálsbænda Tvö ráð hafa þeir, sem vísað er til í fyrirsögn, fundið upp til framleiðslustjórnunar. Það er kjarnfóðurskattur og búmark. Kjarnfóðurskattur getur verið ágætt stjórnunartæki þegar í óefni stefnir. En þegar hann er nýttur stanslaust og hafður svona hár er hann til stórbölvunar. í fyrsta lagi verða bændur „ónæmir" fyrir skattinum, svipað og neytend- ur þegar vara hækkar sem þeir eru vanir að kaupa. Varan er ekki keypt fyrst í stað en síðan fer allt í sama horfið. Bændur eru bara mun verr settir eftir en áður. í öðru lagi er hætta á að illa stæðir bændur freistist til að spara sér til skaða eða kaupa rándýran fóðurbæti og þurfa að borga hæstu skulda- vexti þar til þeir fá hann til baka í afurðum. Fyrir þá bænd- ur sem betur standa skiptir skatturinn miklu minna máli. í þriðja lagi hefur sjóðurinn ver- ið misnotaður. Kvótinn var óumflýjanlegur og hefði trúlega einn sér getað lagað framleiðsluna að innan- landsmarkaði. En hvað gerist. Jú, búið er að missa allt úr böndunum. Og það er auðvit- að þeim að kenna sem ég er búinnaðnefnaalltof oft í þess- ari grein. Forustumönnum bænda. Þeir réðu því að kvót- inn var látinn ganga hlutfalls- lega jafnt yfir alla niður að 300 ærgildum. í staðinn fyrir að láta stærri búin taka mun rneira á sig. Og setja jafnvel þak við 700-900 ærgildi. Aukning á búmarki hefur verið alltof mikil. T.d. nam hækkunin 1983 22.734 ærgild- um. Það eru rúmlega 50 vísi- tölubú. Þetta þýðir að ef allir framleiddu eins og búmarkið segir til um, þá myndi fram- leiðslan slá öll fyrri met. Þeir sem sjá um stefnumótun í landbúnaðarmálum hafa kom- ið auga á þetta. Skipuð var sjö manna nefnd. Hún er búin að finna ráðið. Það er auðvitað ekki hægt að taka af þeim sem eru nýbúnir að fá hækkun á búmarki, né þeim sem hafa stærstu búin, heldur þeim sem fóru að tilmælum bændaforyst- unnar og nýttu ekki kvótann sinn. Refsa þeim sem minnk- uðu við sig og þeim sem lentu í skakkaföllum og náðu því ekki búmarkinu sínu. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnu- brögð. Þessi ríkisstjórn sem setið hefur við völd síðustu misseri hefur reynst bændum sú versta frá stofnun lýðveldisins. Framsóknarmenn í ríkis- stjórn hafa verið eins og druslur. Þeir horfa aðgerða- lausir á snata frjálshyggjunnar æða um með eyðandi eldi tal- andi um frelsið. En við vitum flest; að þetta frelsi er bara fyrir suma. Ég man aðeins eftir einu sem ríkisstjórnin hefur þóst gera fyrir bændur. Það var skuldbreyting á lausaskuldum bænda. 800 bændur sóttu um lánið en það eru tæp 20% bænda á íslandi. Ríkisstjórnin tók dollaratryggt lán og hélt sig hafa leyst vandann. Fram- sýnir menn þóttust sjá að þetta yrði aðeins gálgafrestur. En raunin varð sú að snörunni var brugðið um háls fjölda bænda. Lokaorð Ég hef í þessari grein reynt að benda á hvernig bændafor- ustan hefur látið draga sig á asnaeyrunum og hvers vegna. Við þurftum ekki búast við miklu af ríkisstjórninni, en það var óþarfi að hjálpa henni að koma sveitum landsins í eyði. þjóða.“ Og þarna er ekki verið að slíta neitt úr samhengi. Leiðarinn allur er í þessum tón. Kirkjan hefur það heilaga hlutverk að berjast fyrir bætt- um heimi, benda á kaunin, hvar sem þau eru, í Afghanist- ar, Chile eða Sovétríkjunum, og stinga á þeim. Kristinn maður á að hafa augun opin fyrir heiminum, jafnframt því að hann byggir upp sinn eigin mann, að sjálfsögðu. Einstakl- ingurinn er heimur út af fyrir sig en jafnframt lifir hann í heimi sem setur mennsku hans skorður. Leiðari NT er mjög í sama dúr. Niðurstaða hans er sú að „kristur sé fylkingar- brjóst hins sanna lífs, sem alltaf er fótum troðiðh Hvort leiðarar „stórblað- anna“ endurspegla þá afstöðu sem birtist í boðun kirkjunnar á páskum skal ósagt látið, en trúlega endurspeglar hún þann yngri hluta prestastéttar sem kynnst hefur guðfræði vonar- innar og freslunarguðfræði 3ja heimsins. Þess hluta sem hefur látið friðarumræðu hverskonar til sín taka. Baldur Kristjánsson r—J---: Miðvikudagur 10. apríl 1085 9 rai Málsvari frjátslyndis, samvinnu og félagshyggju • Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: HaukúrHaraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur .Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj,: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknldeild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Vísitölutryggð búbót sjálfsagt réttlætismál ■ Frétt NT þess efnis að bankastjórar ríkisbankanna fái frá síðustu áramótum 450.000 króna árlegan kaupauka hefur vakið mikla athygli og almenna fordæmingu. Launaauki þessi mun hugsaður þannig að hann komi í stað bílahlunninda, sem afnumin voru á liðnum vetri, samkvæmt þingsályktun frá Alþingi. Fram að því höfðu bankastjórar, ásamt ráðherrum og öryrkjum, fengið tollaniðurfellingu á þeim bílum sem þeir keyptu. Samkvæmt frétt NT eru mánaðarlaun bankastjóra á bilinu 80-100 þúsund krónur. Það var því ljóst mál að bregðast þurfti við afnámi bílahlunninda með einhverjum hætti. Einföld leið var valin, sú að greiða þeim launaauka upp á 450.000 krónur. Við því gæti Alþingi ekkert gert. Búbótin er vísitölutryggð. Það er eðlilegt, ella myndi hún rýrna í verðbólgunni. Gagnrýni á vísitölutryggingu búbótarinnar er því á misskilningi byggð. Tryggingin er miðuð við lánskjaravísitölu, en ekki hina ólöglegu kaupgjaldsvísitölu, enda var búið að draga allan mátt úr henni. Þetta er einnig eðlilegt. Bankastjórar skulda eins og annað fólk og auðvitað verður kaup þeirra að hækka í samræmi við hækkun skuldanna. Allir sjá að ella myndu skuldirnar vaxa þeim yfir höfuð. Þeir missa íbúðir sínar eða bíla. Getur nokkur hugsað sér bankastjóra sem þyrfti að fara út á hinn óvissa leigumarkað? Reglubundinn þvælingur um bæinn gæti komið niður á skólagöngu barna þeirra. Okurleiga myndi kalla á húsaleigustyrk af almannafé. Fólk með 15-20 þúsund króna mánaðartekjur þyrfti að borga brúsann. Að öllu samanlögðu verður ekki betur séð en að bankaráðsmenn úr öllum flokkum hafi gert rétt er þeir tryggðu vinum sínum í bankastjórastóli mannsæmandi laun. Eina sem má gagnrýna þá fyrir er að senda ekki út fréttatilkynningu um málið strax. Það er engin skömm að því að vekja athygli á eigin ákvörðunum, þegar þær eru stórmannlegar og djarf- mannlegar og bera réttlætinu vitni. Hvar er friðarviljinn? Á páskadag birtust óvænt og góð tíðindi í kjarnorku- málum. Sovétríkin lýstu því yfir að frá og með 7. apríl frysti þau uppsetningu meðaldrægra eldflauga sinna og að þau stöðvi framkvæmd annarra svarráðstafana sinna í Evrópu. Frystingin verði í gildi þar til í nóvember n.k. Sú ákvörðun sem Sovétríkin taka þá verði háð því hvort að Bandaríkin fara að þeirra dæmi. Hætti uppsetningu meðaldrægra eldflauga sinna í Evrópu. Með þessu sýna Sovétríkin sáttavilja sinn og hafa beðið Bandaríkin að gera slíkt hið sama. Viðbrögð vesturveldanna valda hins vegar gífurlegum vonbrigð- um. Þau segja að frysting meðaldrægra eldflauga staðfesti aðeins yfirburði Sovétríkjanna. Því komi ekki til greina að herveldin haldi að sér höndum fram í nóvember. Þetta eru ógnþrungin kaldastríðsviðbrögð. Óbreytt ástand er auðvitað betri trygging tynr triði en áfram- haldandi vígbúnaðarkapphlaup. Um sinn verður ekki betur séð en að friðarviljinn sé meiri austan hafs en vestan. Ljótt ef satt er.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.