NT - 10.04.1985, Blaðsíða 16

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 16
Sjónvarp Miðvikudagur 10. apríl 1985 16 ■ Júlíus Einarsson er sjáifur mikill útivistarmnúur* enda meðlimur Flugbjörgunarsveitarinnar. VETRARBRAUTIN - um öll ferðalög milli himins og jarðar ■ Á miövikudögum kl. lft-17 er á Rás 2 þátturinn Vetrar- hrantin, sem Júlíus Einarsson stjórnar. Við báðum Júlíus að segja okkur aöeins nánar frá þættinum. ..Þátturinn er á dagskrá í vetur eins og nafniö gefur til kynna og í honum er fjallað um tómstundir og útivist," sagði Júlíus. Hann licfur í vetur l'engið í heimsókn til sín forsvarsmenn ýmissa félaga- samtaka og klúbba sem stunda útivist, s.s. jöklaklúbbs, bjtirg- unarsveita og í síöustu viku var það fliigáhugafólk og flng- kennari sem hann ræddi við. Það má því segja að hann taki öll fcrðalög milli himins og jarðar fyrir í þætti sínum. I dag fær hann til sín menn frá Landssambandi vélsleða- manna. Hvort Júlíus sé sjálfur mikill ferðamaður, útivistarmaður, svarar hann því til að heldur sé hann það. Hann stundar gönguskíði og segist eiga jeppahró scnt hann skrölti á þegar hann getur. Júlíus er í Flugbjörgunarsveitinni og þtir gefast góð tækifæri til að stunda útivist allan ársins hring. Sjónvarp kl. 22.40: I Grikklandi herforingjanna ■ Kl. 22.40 í kvöld verður sýnd í sjónvarpi leikin dönsk heimildarmynd frá 1981, sent hlotið hefur nafnið Sonur ná- granna þíns á íslensku. Mynd- in var áður sýnd í sjónvarpinu í febrúar 1983. Myndin lýsir atburðum, sem gerðust í Grikklandi á dögum herforingjastjórnarinnar 1967- 1973 og er hún tekin í Grikk- landi. Þau árin ríkti algert einræði í grískum stjórnmálum og engin frávik frá stefnu her- foringjanna leyfð, þau voru reyndar bæld niður með harðri hendi. Þá var ungurn mönnum kennt að beita samborgara sína grimrnd og ofbeldi og fá sjónvarpsáhorfendur smjör- þefinn af því í kvöld. Leikstjórn myndarinnar hafa þeir Erik Flindt Pedersen og Erik Stephensen með höndum. Þeir sömdu einnig handrit í samráði við Mika Haritou-Fatouros, Panos Sak- elleriadas og Gorm Wagner. Þýðandi er Jón Gunnarsson. ■ Papadopoulos og herforingjastjórn hans stjórnuðu Grikk- landi harðri hendi í 6. ár. Sjónvarp kl. 20.40; Farið um eyðimerkur ■ I fimmta þætti breska heimildamyndaflokksins Lif- andi heimursemsýndurverður í sjónvarpi í kvöld kl. 20.40, kynnast sjónvarpsáhorfendur leyndardómum eyðimarka. Þátturinn heitir Sólheitir sandar. í augum þeirra sem ekkert ■ Sinn crsiðurílandi hverjii. Hér svalar maður þorsta sínum með innihaldi strútseggs! þekkja til eyðimarka er þar ekkert að finna ncma auðn og einstaka vin á stangli við vatnsból. Hreint ekki lífvæn- legir staðir. En David Atten- borough umsjónarmaður þátt- anna hefur löngum sýnt að hann hefur glöggt auga fyrir hverju því sem lífsanda dregur og á vafalaust margt eftir að koma áhorfandum á óvart í þættinum í kvöld. Þýðandi þáttanna er Óskar Ingimarsson. Utvarp kl. 16.20: Islensk tónlist ■ I dag kl. 16.20 hefst flutn- rrT: —— mgur á íslenskri tónlist í út- varpinu og stendur hann til kl. 17.10. Flutningurinn er í tveim liðunt. í fyrri lið tónleikanna syngur Eiður Á. Gunnarsson lög eftir Skúla Halldórsson og Einar Markan. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir. í síðari liðnum syngur Hamrahlíðarkórinn Iög eftir íslensk tónskáld. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar. ■ Einar Markan. ■ Ólafur Vignir Albertsson. ■ Skúli Halldórsson. Miðvikudagur 10. apríl 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál: Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö - Sólveig Ásgeirsdóttir talar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kalli ullarskott" eftir R.W. Esc- ameyer Guörún Snæbjörnsdótfir byrjar lestur iiýðingar Eyjólfs Guömundssonar. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 llr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt- ir. 11.45 íslenskt mál Endurlekinn þátt- ur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 „Blús“ af ýmsu tagi 14.00 „Eldraunin“ eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson les (12). 14.30 Miðdegistónleikar Frönsk rapsódía eftir Darius Milhaud. Hljómsveit belgíska lífvarðarins leikur; Yvon Ducene stjórnar. 14 45 Popphólfið - Bryndis Jóns- dóítir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 íslensk tónlist a. Eiöur A. Gunnarsson syngur lög eftir Skúla Halldórsson og Einar Markan. Ölafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Hamrahlíöarkórinn syng- ur lög eftir ísiensk tónskáld. Þor- gerður Irigólfsdóttir stjórnar. 17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Baldur Jóns- son formaöur Islenskrar málnefnd- ar flytur. 19.50 Horft i strauminn meö Úlfari Ragnarssyni. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans“ eftir Jules Verne Ragnheiöur Arn- ardóttir les þýöingu Inga Sigurös- sonar (17). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn- ingarþattur í umsjá Ernu Arnardótt- ir og Sigrúnar Halldórsdóttur. 21.00 Bach-tónleikar i Domkirkj- unni Islenskir organleikarar leika á tónleikum 4. febrúar sl. 21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Timamót Þáttur i tali og tónum. Umsjón: Árni Gunnarsson. 23.15 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 10. apríl 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Kristján. 14:00-15:00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15:00-16:00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn- andi: Gunnar Svalvarsson. 16:00-17:00 Vetrarbrautin Þáttur um tómstundir og útivist. Stjórnandi: Júlíus Einarsson. 17:00-18:00 Tapað fundið Sögukorn um soul-tónlist Stjórnandi: Gunn- laugur Sigfússon. Þriggja mínútna freftir sagöar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Miðvikudagur 10. apríi 19.25 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Þrastarskeggur kon- ungur, sögumaöur Þórður B. Sig- urösson. Kanínan með köflottu eyrun og Högni Hinriks, sögu- maöur Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Aúglýsingar og dagskrá 20.40 Lifandi heimur 5. Solheitir sandar. Breskur heimildamynda- flokkur i tólf þáttum. Umsjónar- maður David Áttenborough. Þýö- andi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.50 Herstjórinn Níundi þáttur. Bandariskur framhaldsmynda- flokkur í tólf þáttum, geöur eftir metsölubókinni „Shogun" eftir James Clavell. Leikstjóri Jerry London. Aöalhlutverk: Richard Chamberlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.40 Sonur nágranna þíns (Din nabos sön) Endursýning. Leikin. dönsk heimildarmynd frá 1981 tek- in i Grikklandi. Leikstjórn: Erik Flindt Pedersen og Erik Stephens- en, sem einnig sömdu handrit í samráöi viö Mika Haritou-Fatpur- os, Panos Sakelleriadas og Gorm Wagner. Myndin lýsir atburðum, sem geröust í Grlkklandi á dögum hertoringjastjórnarinnar 1967- 1974. Jafnframt er sýnt hvernig uiigum mönnum er kennt aö beita samborgara sína grimmd og of- beldi. Þýöandi Jón Gunnarsson. Myndin var áður sýnd í Sjónvarp- inu í febrúar 1983. 00.05 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.