NT


NT - 10.04.1985, Side 28

NT - 10.04.1985, Side 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, slmi: 686300, auglýsinjgiar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 •" íþróttir 686495 V-Þýskaland, handknattleikur: - er Lemgó vann Berlín SV 92 í bikarkeppninni - Öll „íslendingaliðin“ unnu nema Bergkamen Frá (iudmundi Karksyni fréttarítara N'I' í V-Þýskalandi: ■ Um helgina var leikiö í bikarkeppninni þýsku í hand- knattleik. “íslendingaliðin" náðu öll að sigra utan lið Atla Hilmarssonar, Bergkamen. Atli og félagar lentu á móti sterkasta liðinu í 2. deild, OSC Dortmund. í því liöi er Ung- verjinn Kovacs sem íslending- um er kunnur enda hefur hann spilað yfir 140 landsleiki og nokkra þeirra á móti íslending- um. Bergkamen var betra liðið í leiknum í 57 mínútur en þá lét liðið Dortmund komast yfir og tapaði svo leiknum 26-23. Atli spilaði með og stóð sig vel. Hann sagði í viðtali við tíðinda- mann NT í Þýskalandi að það hefði verið algjör klaufaskapur að tapa þessum leik. Atli gerði sjö mörk í leiknum. Ungverjinn Kovacs skoraði 13 mörk í leikn- um og var algjörlega óstöðv- andi. Hann cr einnig marka- hæsti leikmaður í 2. deild í Þýskalandi. Sigurður Sveinsson og félagar hjá Lemgó spiluðu við Berlín SV 92 og unnu auðveldan sigur 29-K). Staðan í leikhléi var ll-2 og síðan spiluðu varamenn mik- ið í síðari hálfleik. Sigurður skoraði 10 mörk í leiknum og var nokkuð ánægður með hann. Alfreð Gíslason skoraði 5 mörk í sigri Essen á Dormagen sem er þokkalegt 2. deildar lið. Leiknum lauk 26-16. Alfreð og félagar eiga að leika við Gross- waldstadt um næstu helgi og sagðist Alfreð engu kvíða um þann leik. „Hér er allt í fínu lagi,“ sagði Alfreð við tíðinda- mann NT. Bjarni Guðmundsson gerði sex mörk í sigri Wanne Eikel á Leverkusen. Leiknum lauk 35- 23. Þá komst Kiel, sem .lóhann Ingi þjálfar áfram með sigri á Hagen úr2. deild 24-11. ■ Gullfólkið á Skíðalandsmótinu á Siglufírði: Frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson ísafirði, Guðrún H. Kristjánsdóttir Akureyri, Guðrún Pálsdóttir Siglufírði og Einar Ólafsson ísafirði. Guðmundur og Guðrún H. Kristjánsdóttir eru með verðlaunagripi sína fyrir íslandsmeistaratitla í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og flokkasvigi og bikar fyrir Bikarmeistara SKÍ í alpagreinum. Guðrún og Einar eru með verðlaunagripi fyrir íslandsmcistaratitil í tveimur göngugreinum hvort og í boðgöngu og svo bikara fyrir Bikarmeistaratitla SKl í göngu. NT-mynd: Örn Þórarinsson. veðri. Mótið var sett við hátíðlega athöfn í Siglufjarðarkirkju á miðvikudagskvöld. Guðmund- ur Árnason mótsstjóri bauð keppendur velkomna, séra Vig- fús Árnason sóknarprestur ávarpaði gesti og Lúðrasveit Siglufjarðar lék. Loks sagði Bogi Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar mót- ið sett. Alls voru 87 keppendur skráðir til leiks, frá Ólafsfirði, Akureyri. Reykjavík, Dalvík, Norðfirði og Siglufirði. Keppnin 'hófst á skírdag. Nokkrum greinum sem hefjast áttu um morguninn varð aö fresta vegna mjög slæms veðurs, hvassrar austanáttar og slyddu. Veðrið lagaðist þegar leið á daginn, og þegar keppni í göngu hófst síðdegis var komið mjög gott veður sem hélst út mótið. Verðlaunaafhending og mótsslit voru síðdegis á páska- dag í Nýja Bíói á Siglufirði. Hreggviður Jónsson formaður Skíðasambands Islands sleit mótinu. Vrá I rni loirarinssyoi rréllamanni N'l' á slitið á páskadag. MÓtlð þótti Skíftalandsmnlinu á SiglnfirAi. hafa tekist mjög Vc'l, Og fjöldi ■ Skíðamóti íslands 1985 var áhorfenda fylgdust meö í góðu Nánar er fjallað um mótið á verður fjallað um mótið í máli bls. 26 í blaðinu í dag, en einnig og mynduni í blaðinu á morgun. Kjartan Kári varð íslandsmeistari - í snóker um helgina ■ Kjartan Kári Friðþjófsson árið í röð sem Ágúst tapar var íslandsmeistari í snóker er úrslitaleik. Nánar verður fjall- hann sigraði Ágúst Ágústsson að um keppnina á morgun. í úrslitaleik 6-3. Þetta er annað NT-mynd: Sverrir Bryndís Ólafsdóttir sundkona í samtali við NT: „Ætlaði að slá metið“ ■ „Ég ætlaði íið slá metiö í ÍOO mctra skriðsundi. Ég hafði stcfnt að því og það tókst," sagði Bryndís Ólafsdóttir sundkona úr Þorlákshöfn i samtali við NT cftir Kalott- keppnina. Bryndís setti ís- landsmet í 100 metra skrið- sundi á mótinu, og var í svcit íslands sem setti fslandsmet í 4xl(K) metra skriðsundi. „Ég ætla mér að æfa mikið í sumar, og vinna í samræmi við það. Ég ætla að reyna að fara ekki í fiskvinnu. Ég legg aðal- áhersluna á skriösundiö. cn æfi flugsundið með. Ég er reyndar að hugsa um að reyna meira fyrir mér í 200 og 400 metra skriðsundum. Mig vant- ar ekki nema sekúndu til að ná íslandsmeti í þeim báðum," sagði Bryndís Ólafsdóttir. Bryndís sagði að veriö gæti að hún færi í æfingabúðir í sumar til Danmerkur, til Guð- mundar Harðarsonar fyrrum landsliðsþjálfara. en það væri þó enn óákveðiö. Hún sagðist mundi Ijúka grunnskólaprófi í vor, og stefna á að hefja nám í Fjölbrautaskólanum á Sel- fossi næsta haust. Spurð hvort hún ætlaði sér þá að æfa á Selfossi sagði hún: „Nei, ég ætla að fara á milli í rútu, og æfa áfram hjá mömmu." Bryndís æfir undir leiðsögn móður sinnar í Þorlákshöfn, Hrafnhildi Guðmundsdóttur. Vél heppnað Skíðalandsmót Sigurður Sveins gerði tíu mörk Uerdingen lá ■ Lið Lárusar Guð- mundssonar, Bayern Uerdingen steinlá fyrir injög sterku liöi Dort- mund í gær í v-þýsku Búndeslígunni. Leiknum lauk 4-0 cftir að staðan í hléi hafði verið 1-0. Anu- ar leikur var í gær. Ham- bofg vann Bochum auð- veldlega með 3 mörkuin gcgn einu. ísland í öðru sæti á Kalott bls. 23 Allt um Skíðamót íslands bls. 26 Bayern Miinchen og Uerdingen í bikarúrslitum bls. 27

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.