NT - 10.04.1985, Blaðsíða 15
„Súkkulaðidrengurinn" Rob Lowe
er uppáhald ungu stúlknanna í Bandaríkjunum
■ í Hollywood er heill her af
ungu fólki, sem ætlar að vinna
sér frægð og frama í kvikmynd-
um. en það fer ekki sögum af
nema örfáum af þeim skara.
Einn af ungu leikurunum sem
hefur skotið upp kollinum upp
úr fjöldanum er Rob Lowe.
Hann er þegar orðinn mjög
vinsæll hjá ungu fólki í Banda-
ríkjunum, og eftir því sem
myndir með honum fara víðar
um heiminn eykst aðdáenda-
fjöldi þessa unga manns.
Rob Lowe er hlédrægur og
vill halda einkalífi sínu utan
sviðsljóssins. Hann kýs heldur
að fólk þekki hann af myndurn
þeim, sem hann hefur leikið í.
svo sem The Outsiders. Class.
Oxford Blues. Hotel Hamps-
hire, Youngblood og þeirri
nýjustu St. Elmo's Fire.
En fréttir af frægu fólki eru
fjótar að berast um heiminn og
þau hafa fengið að kenna á því
Rob Lowe og vinkona hans.
Melissa Gilbert (Laura í Hús-
inu á sléttunni). - Samband
okkar er engu líkara en við
íifðum í gagnsæju fiskabúri, því
að alltaf er fylgst með því sem
við tökum oíckur fyrir hendur.
Það er lítið einkalífið. þegar
þannig stendur á, segir liinn
ungi leikari.
Melissa hefur ekki getað
stillt sig unt að láta í Ijós
afbrýðissemi, þegar Rob hefur
verið langtímum saman í burtu
við kvikmyndaleik með falleg-
um ungurn stúlkum, svo sem
Jodie Foster í Hotel New
Hampshire. Þó hefursamband
þeirra Robs og Melissu haldist
traust. því að þau vinna bæði
markvisst að því að vinskapur-
inn haldist. þrátt fyrir tjarveru
og ýmislegt annað. sem alltaf
getur komið upp á hjá ungu
ástföngnu fólki.
Nú þegar Rob hefur lokið
við að leika í myndinni St.
Elnio's. þá er sagt að hann ætli
að taka sér frí frá kvikmynda-
leik um hríð og gera upp sín
mál: Hvort hann sé á réttri
braut í leiklistinni. eða eigi að
breyta eitthvað til.
Gagnrýnendur hafa verið
hálfvondir við Rob Lowe upp
á síðkastið. en hann er þó afar
vinsæll hjá öllum almenningi
og aðdáendabréf til hans koma
í stórum bunkum. Myndir af
hinum unga leikara renna út
eins og heitar lummur og við
birtum hér eina slíka, sem
gefin er út sem plaggat til
veggskreytingar hjá aðdáend-
um hans. Þessi mynd er úr
kvikmyndinni Ungt blóð
(Youngblood).
Þeir sem þessa dagana sjá í
bíói í Reykjavík myndina
Hotel New Hampshire hafa
áreiðanlega tekið eftir þessum
fallega unga leikara, Rob
Lowe, sem í myndinni er ein-
um of hrifinn af systur sinni,
Franny (leikin af Jodie
Foster). Bókin Hotel New
Hampshire er stórskemmtileg
og hefur vel tekist að halda
söguþræðinum. Auðvitað
verður stundum að stikla á
stóru í myndinni. en flest
kemst þó til skila, - og Rob
hinn ungi er „æðislega sætur
og algjör dúlla", eins og ein 15
ára heyrðist segja á leiðinni út
úr bíóinu!
■ „Hjónaband er orð sem
við notuin ekki okkar á milli
ennþá," sagði Melissa Gilbert
er hún var spurð hvort þau
Rob Lowe ætluðu að fara að
gifta sig. Þau eru nú bæði
önnum kafín við að vinna að
næstu kvikmynd.
■ Rob Lowe í myndinni
Ungt blóð (Youngblood), þar
sem hann leikur ungan hokkí-
leikmann og þurfti því að æfa
sig stíft í þeirri íþrótt fyrir
myndina. Þetta er sögð upp-
áhaldsmynd margra „smápía“
sem dást að Rob í fjarska.