NT - 10.04.1985, Blaðsíða 1

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. apríi 1985 - 94. tbi. 69. árg. Bankaráðin á teppið? Ríkisstjórnin óskar eftir greinagerðum - og enginn veit hver átti hugmyndina að 450.000 kr. launaauka ■ Ekki liggur Ijóst fyrir hverjir áttu hugmyndina að launuauka bankastjóra ríkis- bankanna er NT greindi frá í síðustu viku. Samkvæmt heimildar- mönnum NT eru tveir mögu- leikar helst nefndir; að hug- myndin hafi verið Jóhannes- ar Nordal og Björgvins Vil- mundarsonar, eða að hug- myndin hafi upphaflega komið frá bankaráði Lands- bankans, en þar var mál þetta tekið fyrir fyrst, 22. desember eða 28. desember sl. Astæða launaaukans mun, einnig samkvæmt heimildum NT, vera sú að endur- skoðendur einhvers bankans gerðu athugasemdir við endurgreiðslur bankanna á aðflutningsgjöldum bifreiða bankastjóranna, nema að þær greiðslur væru taldar við- komandi bankastjórum til tekna. Þá mun, eins og greint var frá í NT, hafa verið gripið til þess ráðs að greiða banka- stjórunum 450.()()() krónur á ári, og er sú upphæð fengin með því að reikna með að bankastjórarnir skipti um bíl á þriggja ára fresti, og dugi upphæðin, 1.3 milljónir, að frádregnum 60% skatti er greiddur verði af launauk- anum, fyrir aðflutningsgjöld- um bifreiðarinnar. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, hefur óskað eftir greinagerð bankaráða bankanna um mál þetta, og farið fram á að bankaráðin fresti samþykkt tillagnanna. Sjá bls. 3. WHAM í Kína: Gekk ber- serksgang í flugvél Peking-Reuter: ■ Að afloknum geysifjöl- mennum tónleikum popp- hljómsveitarinnar Wham í Peking í Kína gekk hinn yndisfríði söngvari hljóm- sveitarinnar, George Micha- el berserksgang um borð í kínverskri flugvél. Ekki kom til neinna meiðsla í æðiskastinu en sál- arástand söngvarans er talið venju fremur bágborið. Að loknum tónleikunum sem voru á páskadag sagði hann að ekki hefði tekist að brúa menningarlegt bil hljóm- sveitarinnar og aðdáenda hennar þar austurfrá með tónleikunum sem annars voru vel heppnaðir. Um á- stæðu þess að Wham var valin til tónleikahalds sagði söngvarinn það vera vegna þess að þeir væru ekki eins úrkynjaðir og aðrar vestræn- ar rokkhljómsveitir. Þrátt fyrir geysivinsældir Wham meðal ungmenna þar eystra þögðu flest útbreidd- ari blöð þar þunnu hljóði um tónleikana og eru margir þar eystra sagðir lítt hrifnir af „andlegri mengun“ sem þessari. ■ Hér gefur að líta Wham-gæjana George Michael og Andrew Rid- geley ásamt kínverskum strák á kínvcrska múmum. Myndin er greinilega tckin áður en George gekk berserks- ganginn mikla. i'ou-wo Bankastjóra- kaupið: Rætt utan dagskrár -áfimmtudag ■ JóhannaSigurðardótt- ir, þingmaður Alþýðu- flokks, mun kveða sér hljóðs utan dagskrár í sam- einuðu þingi á íimmludug og gera launaauka banka- stjóra ríkisbankanna að umtalsefni. Þá hafa bæði Jóhanna og Guðmundur Einars- son, Bandalagi jafnað- armanna, lagt fram fyrir- spurnir um málið. Bílvelta við Hafnarfjall ■ Fólksbifreið valt á veginum við Hafnarfjall seinni part dags í gær. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahús í Borgarnesi. Að sögn lögreglunnar sprakk hjól- barði á bílnum, og mun það hafa leitt til slyssins. Flateyri: Ekiðá stúlku ■ Ekið var á unga stúlku á Flat- eyri að morgni annars í páskum. Stúlkan meiddist talsvert, en mun þó ekki vera í lífshættu. Að sögn 'lögreglunnar á ísafirði var stúlkan flutt í sjúkrahúsið á ísafirði, og dvelst hún þar enn. Grunur leikur á að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður. Ríkisstjórnin enn í minnihluta - 49% kjósenda segjast styðja stjórnina; svipað hlutfall í ratsjárstöðvamálum ■ Þriðjungur kjósenda Bandalag jafnaðarmanna styður ríkisstjórnina sem nú situr. Einnig nýtur stjórnin stuðnings 25% kjósenda Alþýðuflokksins, 10% kjósenda Kvennalista auk 13% kjósenda Alþýðu- bandalags. Þetta eru meðal annars niðurstöður skoðana- könnunar NT um fylgi flokkanna og ríkisstjórnar- innar. Fjörutíu og níu prósent þeirra er svöruðu, kváðust styðja stjórnina, en 51% sögðust andvígir henni. Mest fylgi, innan einstakra flokka, hafði stjórnin hjá kjósendum stjórnarflokk- anna eða um 80%. Þá var spurt um afstöðu manna til ratsjárstöðvanna. Þar reyndust niðurstöður svipaðar, og voru 50% þeirra er tóku afstöðu fylgj- andi og 50% andvígir upp- setningu slíkra stöðva. Sjá nánar bls. 4.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.