NT - 10.04.1985, Blaðsíða 12

NT - 10.04.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 10. apríl 1985 12 Evgení Barbukho: Stefna Sovétríkjanna er og verður óbreytt segir Gorbachjov aðalritari miðstjórnar KFS ■ Á marsfundi miöstjórnar KFS var Mikhail Gorbachjov kjörinn aðalritari miðstjórnar KFS. Þessi atburður fór ekki fram hjá fólki á íslandi. Mikið var fjallað um hann í fjölmiðl- um. Persónuleiki Gorbachjovs og forrennarar hans voru þá aðallega í brennidepli. íslensk- ir fréttaskýrendur sögðu lítið frá ræðu Gorbachjovs á um- ræddum fundi, sem var leitt vegna þess að óhlutdræg um- fjöllun á ræðu Gorbachjovs gæti t.d. varpað Ijósi á megin- atriðin í stefnu sovéska ríkisins og á það að strategísk stefna þess er og verður slefna, sem beinist að félagslegri og efna- hagslegri þróun landsins, að því aö fullkomna allar liliðar þjóðarbúskapsins. Efnahagslífið: Að þróun verði sem örust Þegar M. Gorbachjov tók fyrir vandamálin á sviði efna- hagslífsins, ræddi hann nauð- syn þess að þjóðarbúskapnum yrði komið yfir á braut örrar þróunar. „Við verðum,-sagði hann, - að komast á skömmum tíma í fremstu stöðu hvað varðar vísindi og tækni og ná mestu framleiðni í heiminum.“ Hann sagði að auk þess yrði „stöðugt að vinna að áætlunar- þróun efnahagslífsins, efla sós- íalískar eignir, auka réttindi og auka sjálfstæði og ábyrgð fyrirtækja og vekja hjá þeim meiri áhuga á endanlegum starfsárangri." Allt ofangreint úr ræðu M. Gorbachjovs sýnir og sannar einn hlut: í framtíðinni verður allt gert til að náist sem mestar framfarir í sovésku efnahags- lífi. Hver hefur árangurinn á því sviði verið undanfarið? Hagstofa Sovétríkjanna til- kynnti nýlega að iðnaðarfram- leiðslan í heild í janúar og febrúar sL hefði aukist um 1,7% miðað við sama tímabil á fyrra ári, en um 3,7% þegar miðað er við meðalsólarhrings- framleiðslu. Framleiðni hefði aukist um 1,2%. M. Gorbachjov sagði frá því á fundinum að í framtíðinni yrði framkvæmd sú félags- stefna, sem mótuð var á 26. þingi KFS (1981), en hún bein- ist að því að bæta lífskjör sovéskra þegna. Það verður að segjast að í þeim efnum er um mikið átak að ræða í Sovétríkj- unum. Tökum t.d. þau málefni er lúta að byggingu íbúðar- húsnæðis. Á árum 11. fimm ára áætlunarinnar (1981-1985) verða byggðir í Sovétríkjunum yfir 550 milljónir fermetra íbúðarhúsnæðis (sem mun bæta húsnæðisaðstæður u.þ.b. 50 milljóna þegna). Er hús- næði dýrt í Sovétríkjunum? Þið skuluð sjálf dæma. Húsa- leiga og kostnaður við húsnæði fer venjulega ekki yfir 3% af tekjum verkamanna og skrif- stofufólks (14 hlutar íbúða í Sovétríkjunum eru byggðar á kostnað ríkisins). Húsaleigan nægir ekki fyrir nema tæpum þriðjungi af kostnaði við við- hald og viðgerðir húsnæðisins. Ríkið tekur á sig það sem upp á vantar. Sovétríkin eru fylgjandi útrýmingu kjarnorkuvopna Þegar M. Gorbachjov fjall- aði um stefnu Sovétríkjanna á sviði utanríkismála í ræðu sinni áfundinum,sagði hann: „Þetta er stefna friðar og framfara." í samskiptum sínum við hin kap- ítalísku lönd munu Sovétríkin eftir sem áður halda sig við regluna um friðsamlega sambúð. „Sovétríkin munu ætíð svara góðum vilja með góðum vilja, trausti með trausti,“ sagði sovéski leiðtog- inn. Eftir að hafa lagt jákvætt mat á þann árangur slökunar- stefnunnar, sem náðist á átt- unda áratugnum, fjallaði M. Gorbachjov um ástandið í heiminum í dag og sagði að „aldrei áður hefði vofað svo hræðileg ógnun yfir mannkyn- inu sem á vorum dögum“. Eina skynsamlega leiðin út úr því ástandi, sem skapast hefði væri að hin andstæðu öfl kæmu sér saman um að vígbúnaðar- kapphlaupinu skyldi hætt þeg- ar í stað - fyrst og fremst á kjarnorkusviðinu - á jörðu niðri og komið í veg fyrir að það færi út í geiminn. Áð þau kæmust að samkomulagi á heiðarlegum og jöfnum grund- velli, án tilrauna til að „leika á“ hinn aðilann og þröngva skilyrðum sínum upp á hann. Samkomulagi, sem hjálpaði öllum til að færast nær því markmiði, sem óskað væri eftir - algerri útrýmingu og banni kjarnorkuvopna um ókomna tíma (leturbreyting greinarhöf- undar), að fyllilega verði bægt frá hættunni á kjarnorkustyrj- öld. Um þetta erum við sann- færðir. Þegar sovéski leiðtoginn fjallaði um viðræður Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Genf, lagði hann áherslu á að Sovétríkin væru ekki að reyna að ná einhliða yfirburðum um fram Bandaríkin né NATO- löndin ná hernaðaryfirburðum um fram þau. Sovétríkin vilja að vígbúnaðarkapphlaupinu sé hætt en ekki að því sé haldið áfram og leggja þess vegna til að kjarnorkuvopnabúr verði fryst og hætt verði uppsetningu eldflauga. Sovétríkin vilja í raun verulegan niðurskurð á þeim vígbúnaði, sem safnast hefur fyrir og að ekki verði komið fyrir nýjum vopnakerf- um, hvorki úti í geimnum né á jörðu niðri. „Það er von okkar, - sagði M. Gorbachjov, - að mótaðilar okkar í viðræðunum í Genf skilji afstöðu Sovétríkj- anna og svari í sama máta. Þá verður mögulegt að ná sam- komulagi. Þjóðir heims munu varpa öndinni léttar.“ Þessi orð mælti sovéski leiðtoginn daginn áður en við- ræðurnar áttu að hefjast í Genf. Nú hafa þessar viðræður staðið í nokkrar vikur. Hafa tillögur Sovétríkjanna verið samþykktar og hefur verið tek- ið tillit til óska þeirra? Það er ekki liægt að halda því fram þó ekki sé nema vegna þess að nýlega (þegar viðræðurnar í Genf voru hafnar) var sam- þykkt í bandaríska þinginu að veita fé til framkvæmdar áætl- unarinnar um smíði MX-eld- flauga. Nú gæti lesandinn spurt: En Sovétríkin? Þar er afstaðan önnur. Nýjar tillögur Sovétríkjanna í friðarmálum Þann 7. apríl sl. lýsti Mikhail Gorbachjov, aðalritari mið- stjórnar KFS yfir og sýndi þar með einlæga löngun Sovétríkj- ■ Mikhail Gorbachjov, aðalritari miðstjórnar KFS, sagði á fundi miðstjórnar að hann væri fylgjandi að kjarnorkuvopn yrðu eyðilögð og þau bönnuð um ókomna tíð. anna til að bæta andrúmsloftið á alþjóðavettvangi, að Sovét- ríkin leggðu til að Sovétríkin og Bandaríkin frystu, meðan samningaviðræður stæðu yfir, smíði strategískra árásarvopna sinna, þar á meðal vísinda- og rannsóknastörf á þessu sviði, tilraunir og uppsetningu kjarn- orkubúnaðar í geimnum. „Jafnframt verður að hætta uppsetningu meðaldrægra bandarískra eldflauga í Evr- ópu, -sagði M. Gorbachjov, - og þar með auknum svarráð- stöfunum okkar. Bandarískir ieiðtogar lýsa yfir að þeir séu fylgjandi rót- tækum niðurskurði vígbúnað- ar. Ef því er þannig varið er rökrétt að hægja á vígbúnaðar- kapphlaupinu og hverfa síðan tii niðurskurðar. Við erum fylgjandi heiðar- legum viðræðum. Við erum reiðubúnir til að sýna vilja okkar. Og frá og með þessum degi - og ég legg á það áherslu - frysta Sovétríkin uppsetn- ingu meðaldrægra eldflauga sinna og stöðva þar með aðrar svarráðstafanir í Evrópu. Frystingin gildir þar til í nóv- ember næstkomandi. Sú á- kvörðun, sem við tökum þar á eftir er háð því hvort Banda- ríkin fara að dæmi okkar: Hvort þau stöðva uppsetningu meðaldrægra eldflauga sinna í Evrópu.“ Evgeni Barbukho, yfirmaður APN-fréttastofunnar á Íslandi Reykjavík, 8. apríl, 1985 Leiksoppar örlaganna Sér grefur gröf (Blood Simple). Bandaríkin 1984. Handrit: Eth- an og Joel Coen. Kvikmynda- taka: Barry Sonnenfeld. Leikendur: John Getz, Frances McDormand, Dan Hedaya. M. Emmet IValsh, Samm-Art Wil- liams. Leikstjóri: Joel Coen. Það er ekki á hverjum degi, sem kvikmyndagerðarmenn hefja feril sinn með jafn miklum glæsibrag og Coen-bræðurnir Ethan og Joel. Ungir menn - um og innan við þrítugt - sem eiga framtíðina fyrir sér, fái þeir að gera myndir eftir eigin höfði, án afskipta skessunnar í Holly- wood, eins og í þessari mynd. Sér grefur gröf er á yfirborð- inu sakamálamynd, og líka kol- svört kómedía, svo svört, að hún verður að harmleik. Hún er líka stúdía um ráðvillta einstak- linga, sem dragast inn í atburða- rás, sent þeir ráða ekki við, og sem þeir stjórna ekki. Persón- urnar verða fórnarlömb at- burða, sem eins og spinnast áfram fyrir eigin tilverknað. Söguþráðurinn er í sjálfu sér einfaldur - kokkálaður eigin- maður fær subbulegan einka- spæjara til að drepa eiginkon- una og elskhugann gegn dágóðri fjárfúlgu - en bærðurnir toga hann og teygja í allar áttir og koma áhorfandanum stöðugt á óvart. En áhorfandinn er þó heppnari en sögupersónurnar sjálfar, þar sem þær vita sjaldan hvað er að gerast, þær vantar yfirsýnina, sem er nauðsynleg Eyrna lyst og augna með ■ Samtökin Musica Antiqua, eða Tónlist forn, hafa nú starfað um allmargra ára skeið, og hald- ið reglulega tónleika af ýmsu tagi. Oftast hafa þeir verið með hefðbundnu sniði, mest hljóð- færaleikur, með lútu, blokk- flautu, sembal, fiölu og víólu da gamba, en einu sinni a.m.k. var kvæðalestur með í bland, og lásu þá Óskar heitinn Halldórs- son og Kristín Anna Þórarins- dóttir. Nú var enn vikið frá venjunni því á tónleikum á Kjarvalsstöðum hinn 1. apríl komu fram fjölmargir söngvar- ar, hljóðfæraleikararogdansar- ar, og allir klæddir í litklæði, væntanlega í stíl 16. aldar Evr- ópu, en Camilla Söderberg blokkflautu leikari hafði saum- að eigin hendi. Uppistöðuna í spilverkinu mynduðu auk Cam- illu þau Hildigunnur Halldórs- dóttir (fiðla) Ólöf Sesselja Óskarsdóttir (víóla da gamba) og Snorri Örn Snorrason (lúta), en fyrir söngmönnum fóru Marta Halldórsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Dnas höfðu í frammi Margrét Gísladóttir og Viðar Maggason, en að auki voru þarna margir sem ýmist léku á blokkflautu eða trumbu, eða sungu og stigu dans, nema allt væri. Ög varð af mjög þokkafull, litrík og góö skemmtun, fyrir fullu húsi á Kjarvalsstöðum. Þarna voru til skiptis fluttir þættir úr „Scherzi musicali" eða Tónleikjum (1607) Monteverdis (1567-1643), og gerði það fyrr- ncfnt söngtríó með hljóðfæra- undirleik, ogýmis verk 16. aldar tónskálda, fyrir kór eða hljóð- færaleikara. Dansana hafði æft Ingibjörg Björnsdóttir; þeir voru þokkafullir, eins og áður sagði, en fremur tíðindalitlir. Ef draga skal stærri ályktanir af tónleikum þessum er Ijóst, að áhugi á fornri tónlist fer vax- andi, Camilla Söderberg hefur stofnað til skóla í æðri blokk- flautuleik, og margir góðir og efnilegir söngvarar vilja stunda söng af þessu tagi. Og kunnátt- an er á því stigi, að af varð mjög falleg og „kúltíveruð“ skemmtun. Halldór Vilhelms- son, sem var stólpi í flutningn- urn ásamt með tveimur dætrum sínum frumvaxta, hefurstundað iðngrein Frelsarans til skamms tíma ásamt með söngnum, en mun nú hafa helgað sig listinni heill og óskiptur. Fer vel á því, því Halldór er meðal vorra öruggustu og beztu óratoríu- og kammersöngvara. Siguröur Steinþórsson. til að ráða við aðstæðurnar. Handrit myndarinnar er óvenju vel úr garði gert, þar sem fáu eða engu er ofaukið, hvorki gerðum né orðum. Per- sónurnar segja það, sem þær þurfa að segja, en láta þagnirnar tala þess á milli. Ofan á þetta bætist svo örugg leikstjórn Joels Coen og stórkostlega falleg kvikmyndataka Barry Sonnen- feld. Saman tekst þessum mönnum að skapa drungalegt og subbulegt andrúmsloft, sem hæfir persónunum vel. Og til að undirstrika sálarástand og stöðu persónanna, er myndin að lang- mestu leyti tekin að næturlagi og í þröngu rými, þar sem allt er takmörkunum háð. Leikararnir eru síðan eins og sniðnir fyrir hlutverkin. Eftir- minnilegastur þeirra allra er þó M. Emmet Walsh í hlutverki einkaspæjarans. Sér grefur gröf er einhver besta stemmningssakamála- mynd síðari ára, og kvikmynda- áhugamenn ættu að leggja nöfn Coen-bræðranna á minnið. Þeir eiga vonandi eftir að láta meira í sér heyra. ■ Eftirminnilegt atriði í Tónabíói. Einn dregur annan í gröfina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.