NT - 10.04.1985, Blaðsíða 6
Lyonshreyf i ngi n á íslandi:
IflMI ,\ f
f
Höfum fyrirliggjandi
á mjög góðu verði
flestar gerðir af
öryggjum frá Sipe,
Portúgal.
loiiirvNi'
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SÍMI: 685656 og 84530
Steingrímur Hermannsson farinn til Ítalíu:
Ráðstefna um nýsköpun í
■ Eigendur Evrópu hf. eru Friðbjörg Kristmundsdóttir, háskerameistari, Stella Hauksdótt-
ir, Selma Jónsdóttir og Hrefna Smith sem allar eru hárgreiðslumeistarar.
Ný hársnyrtistofa opnuð:
■ Opnuð hefur verið ný hársnyrtistofa, Evrópa hf., að Laugavegi 92. Hún mun bjóða upp
á alla almenna hásnyrtiþjónustu fyrir dömur og herra. Fatlaðir og ellilífeyrisþegar fá 20%
afslátt á miðvikudögum.
atvinnulífi Evrópuríkja
■ Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra er staddur á
Italíu þar sem hann situr ráð-
stefnu þjóðarleitoga í Evrópu
um nýsköpun í atvinnulífi álf-
unnar.
Ráðstefnan er haldin í Fen-
eyjum og það er Craxi, forsætis-
ráðherra Ítalíu sem býður til
hennar. í fjarveru Steingríms
gegnir Halldór Ásgrímsson
embætti forsætisráðherra.
Saf nar fyrir línuhraðli til
krabbameinslækninga
M n | M mm n « ■
- með sölu á rauðu fjöðrinni
■ Lyonsmenn og Lyonessur munu selja rauðu fjöðrina
dagana 12.-14. apríl og mun allur ágóði af sölunni renna
til kaupa á línuhraðli, tæki sem notað verður í baráttunni
við krabbamein.
Línuhraðallinn er geislalækn-
ingatæki sem er mun fullkomn-
ara en kobalttæki það sem
Landspítalinn hefur nú yfir að
ráða. Línuhraðlinum verður
komið fyrir í hinni nýju álmu
K-álmu Landspítalans, enda er
hún grundvöllur fyrir þessu tæki
og geislun í húsinu hefur verið
sérstaklega metin með tilliti til
þess. „Ég er næstum viss um að
það tókst að fá fjárveitingu
núna til framkvæmda við K-.
álmuna vegna þess að Lyons-
hreyfingin lýsti því yfir að hún
myndi gefa línuhraðalinn,"
sagði Jóhann Einvarðsson for-
maður framkvæmdanefndar
sofnunarinnar við NT.
„Línuhraðallinn er fyrst og
fremst miklu fullkomnara tæki
en það sem fyrir er. Það er
kraftmeira, og hægt er að marka
geislun nákvæmar þannig að
geislameðferð verður nákvæm-
ari,“ sagði Sigurður Árnason,'
sérfræðingur í krabbameins-
lækningum þegar NT innti hann
álits á því hvaða þýðingu línu-
hraðallinn hefði í baráttunni við
krabbamein.
„Það tæki sem til er nú er
orðið það gamalt að það er að
ganga úr sér og því er hvort eð
er nauðsynlegt að fá nýtt tæki,"
sagði Sigurður. „Línuhraðallinn
býður upp á mun meiri árangur
við þá meðferð sem veitt er og
sérstaklega ef æxli liggja djúpt.
Þá er auðveldara að veita æski-
legan geislaskammt og dreifingu
á skammtinum sökum þess hve
kraftmikið tækið er."
Munurinn á kóbalttækinu,
sem nú er til, og línuhraðlinum
er fyrst og fremst fólginn í því
að línuhraðallinn getur gefið frá
sér tvennskonar geislun, að
sögn Garðars Mýrdal, eðlis-
fræðings og yfirmanns tækni-
deildar Landspítalans. Annars
vegar beina rafeindageislun og
hinsvegar röntgengeislun. Kó-,
balttæki hefur aðeins yfir að
ráða gammageislum.
„Röntgengeislunin er þeim
eiginleika búin að geislinn smíg-
ur betur í gegnum efni, og við
stefnum að því að fá tæki sem
gefur allt að tuttugu megaelekt-
rón volt, á meðan kóbaltgeisl-
unin gefur ekki nema 1.2 mega-
elektrón volt. Það er nálægt
tuttuguföldun á orku og liefur í
för með sér að við getum náð
mun dýpra og meðferðin verður
nákvæmari."
Lyonsmenn munu ganga hús
úr húsi til að selja fjörðina enda
hefur það gefið góða raun í fyrri
söfnunum, að sögn Jóhanns
Einvarðssonar. „Það hefur allt-
af verið fyrirkomulagið hjá
okkur. Fólk tekur meira eftir
því þegar rosknir borgarar
koma og bjóða fjörðina til sölu
en þegar börn ganga í hús, það
hefur verið reynt," sagði
Jóhann.
„Við höfum í fyrri söfnunum
selt á bilinu 60-70 þúsund fjaðrir
og þær hafa alltaf verið seldar á'
sambærilegu verði, eða á upp-.'
hækkuðu verði sígarettupakka
á hverjum tíma. Árið 1972 kost-
aði fjörðin 100 krónur rneðan
verð á sígarettupakka var 80
krónur og þetta er mjög svipað
verð og verður nú,“ sagði
Jóhann.
I!
wm wm. m «g
Undirbúningur fyrir byggingu hinnar nýju K-álmu Landspítalans stendur nú yflr og er jarðvegsvinna langt komin. NT-mynd: Róbert.
Á innfelldu myndinni: Jóhann Einvarðsson, formaður framkvæmdanefndar landssöfnunar Lyonsmanna. NT-mynd: Ámi Bjama.
Kreisler String Orchestra
í Bústaðakirkju í kvöld
■ í kvöld kl. 20.30 hefjast
í Bústaðakirkju fyrri tónleik-
ar Kreisler Strinmg Orches-
tra, hér á landi en þessi
nýstofnaða enska kammer-
sveit heldur aðra tónleika á
laugardaginn kl. 17.00. Á
efnisskránni eru verk eftir
J.S. Bach, Britten, Dvorak,
Tsjaíkofsky, og Vaughan
Williams.
Kreisler String Orchestra
hefur aðeins starfað í um eitt
ár en hefur þó aflað sér
mikillar viðurkenningar.
M.a. hefur henni verið boðin
staða við Bracknell listamið-
stöðina i Berkshire, sem
skipuleggur tónleikahald og
er í ráði að sveitin haldi þar
nokkra tónleika á hausti
komanda. Þegar liggja fyrir
samningar um hljóðritanir
og tónleikaferðir og eru
framundan til ýmissa Evr-
ópulanda.
Stjórnandi Kreisler String
Orchestra er Michael
Thomas, þekktur fiðluleik-
ari í heimalandi sínu.
Klúbburinn öruggur akstur í Reykjavík:
Fleiri öldur og
brýr tryggja
umferðaröryggi
■ Aðalfundur Klúbbsins
öruggur akstur í Reykja-
vík, sem haldinn var ný-
lega samþykkti tvær álykt-
anir sem varða umferð-
armál á höfuðborgarsvæð-
inu.
í annarri þeirra segir að
það sé vitað mál að um-
ferðarhraði í Reykjavík
sé langt fyrir ofan leyfileg
hámörk og því nauðsyn-
legt að halda honum niðri
með öllum tiltækum
ráðum, þar á meðal með
því að setja „öldur" í nám-
unda við skóla og barna-
heimili og aðra þá staði
þar sem börnum stafar
hætta af umferðinni. Þá er
því fagnað að hafist hefur
verið handa við byggingu
brúar yfir Kringlumýrar-
braut og talið æskilegt að
haldið verði áfram á sömu
braut og byggðar fleiri
brýr þar sem umferðaræð-
ar skerast.
Á fundinum fór venju
samkvæmt fram afhending
verðlauna fyrir tjónlausan
akstur og var sú nýbreytni
tekin upp að allir þeir sem
fengu verðlaun fyrir 10
ára öruggan akstur, sem
er frítt iðjald 11. árið,
fengu einnig sjúkrakassa
með tilheyrandi innihaldi
en 20 og 30 ára verð-
laununum fylgdi slökkvi-
tæki. Verðlaunahöfum
hefur fjölgað mikið, en að
þessu sinni voru þeir 757 á
höfuðborgarsvæðinu.