NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 14.04.1985, Qupperneq 2

NT - 14.04.1985, Qupperneq 2
IU' Sunnudagur 14. apríl 1985 ■ Fyrir þá lukkunnar pam- fíla, sem hafa tækifæri til vera utandyra á daginn, eiu það sjálfsagt engar fréttir að þessa dagana iða bæði skrúðgarðar og heimagarðar fólks af fjöri. Garðyrkjumenn og skrúð- garðameistarar eru víða að undirbúa komu sumarsins og gera gróðurinn klárann undir grósku sumarsins. í Hlíða- hverfi í Reykjavík var Steinn Kárason skrúðgarðameistari að dytta að flórunni í húsagarði nokkrum. Steinnereinnþeirra manna sem hefur þann starfa að „vaka yfir trjánum“, og því gráupplagt að spyrja hann um nokkur atriði varðandi vor- verkin í garðinum. Fyrst spurðum við Stein hvort það væri ekki orðið of seint að klippa tré og runna. - „Það er það nú ekki, nema helst birkiö sem er farið að „blæða“, það verður í því vökvatap, en flestar aðrar teg- undir er allt í lagi að klippa. Það fer vitanlega nokkuð eftir tíðarfari hversu lengi er hægt að klippa, en tegundir eins og til dæmis víði má klippa alveg fram í mai og jafnvel lengur.“ Það er greinilegt á handtök- um Steins að hann klippir ekki af handahófi og því spyrjum við hvað það sé, sem hann klippi fyrst. - „Það er nú ýmislegt, en það þarf að taka alla kalkvisti og krosslægju eða þar sem greinar liggja saman þannig að særir. Þá þarf yfirleitt önnurað víkja eða jafnvel báðar. Svo fer þetta nú talsvert eftir því hversu mikiðog vel hefur verið klippt áður. - Já, það er dálítið nostur í kringum þetta. Yfirleitt þarf að klippa á hverju ári og þá aðallega limgerðin en þegar garðurinn er kominn í sæmi- legt horf er oftast nóg að klippa stærri tréin annað hvert ár. Það er fyrst og fremst vetrarklippingin sem er mikil- væg, og svo kemur aftur snyrt- inf og þess háttar yfir sumarið. Ef ekki cr klippt þá er alltaf meiri hætta á óþrifum, bæði lús og maðki og skaðvaldurinn þrífst betur eftir því sem minna er hirt um tréin Á jörðinni skammt frá Steini liggur cinhverskonar úðunar- brúsi og því næsta rökrétt (og vonandi gáfulegt líka), að spyrja hvort nú sé ekki einmitt rétti tíminn til þess að eitra fyrir ormum og lús. - „Jú vetrarúðun hefur farið vaxandi nú á siðustu árum og ■ Vetrarúðun er í auknum mæli að ryðja sér til rúms, en hún drepur eggin áður en þau ná að Idekjast út. ■ „Nú hlýtur að fara að falla sprek.“ með og það kemur alveg að sama gagni. í vetrarúðun eru eggin drepin áður en þau klekj- ast út, sem sagt fyrirbyggjandi aðgerð, en sumarúðun beinist hins vegar að því að drepa skaðvaldinn þegar hann er far- inn að gera usla.“ Flestir þeir sem hafa ein- hverntíma komist í návígi við „skaðvaldinn“ hljóta að taka undir það með Steini að betra sé að eyða honum áður en hann fer að skríða um og iðandi ormakösin og óþreyt- andi Iýsnar skemma gróður- inn. En hvað með grasblett- inn? - „Jú, nú er náttúrulega mosavandamálið að komast í algleyming. Blettirnir eru líka viðkvæmir um þessar mundir svo það þarf að hlífa þeim. Hvað mosann varðar, þá kem- ■ „Þarna lenti það.“ frost er enn í jörðu. En það má nota annan lífrænan áburð og fiskimjöl eða þangmjöl er mjög gott því það eykur örver- ugróður í jarðveginum. Um aðra áburðargjöf er það að segja að gott er að bera til- búinn áburð á blettinn svona þrisvar sinnum yfir sumarið og það þótt húsdýraáburður hafi verið notaður. Það má miða við, að yfir sumarið fari á hverja 1002 um það bil 10 kg. af blönduðum áburði. Þessum 10 kílóum ætti að dreifa í þrennu lagi og hafa fyrsta skammtinn svolítið stærri en hina, en hann kæmi þá í maí, annar í júní og loks sá síðasti í júlí.“ Hvað með blóm og nytja- jurtir, þarf ekki að fara að huga að þeim? - „Ja það er nú kannski fullsnemmt fyrir flestar nytja- jurtir, en þar sem jarðvegur er farinn að hlýna má fara að hugsa sér til hreyfings. Gulrót- um til dæmis má fara að sá. Svo er það orðið tímabært að huga að forræktun innan húss, þannig að þeir sem eru með káltegundir ættu að fara að sá þeim svona upp úr miðjum apríl. Síðan þarf að herða plönturnar og venja þær við áður en hægt er að planta þeim út, sem yrði þá í lok maí. Sama gildir með þá sem vilja rækta sumarblómin frá byrjun, það fer hver að verða síðastur að sá. En forræktunin verður eins og ég segi að gerast inni þó reyndar séu til einstaka tegundir sem sá má beint í beðin.“ Þegar hér er komið sögu hefur Steinn lokið við klipp- ingarnar. Kettinum Brandi, sem hefur verið að eltast við „Á ég að nenna ða elta það? Þetta hreyfist ekki lengur.“ Vetrarúðun og vorverkin Bröndóttur köttur og blaðaraenn fylgjast með garðvinnu það verður að segja að hún er mun skynsamlegri heldur en sumarúðunin. Þetta er nánast hættulaust efni sem við erum ur ýmislegt til greina. Trjá- klippingin til dæmis getur hjálpað til við að útrýma honum, því rætur trjánna ganga langt undir blettinn og taka næringu frá grasinu. Lauf- ið á trjánum skýlir líka grasinu frá birtu þannig að ef grisjað er hefur ljósið greiðari leið niður og það hjálpar grasinu. Nú framræsla þarf að vera í lagi sem og áburðargjöff. Það er ágætt að setja á bíettinn svart- an sand því hann hjálpar til við að brenna mosann og það loftar betur um og eykur súr- efnisstreymi í jarðveginum. það getur líka verið ágætt að kalka blettinn, eða bera á hann áburðarkalk, því það eykur PH stigið (sýrustigið) í jarð- veginum, sem mosinn þolir illa. - Ég myndi nú segja að það væri að verða nokkuð seint að bera á húsdýraáburð núna, en best er að gera það meðan sprekin sem féllu á jörðina, finnst slæmt að fjörið sé búið. Hann snýr sér þó fljótlega að einhverju öðru, og við sjáum að það er kominn tími til að gera slíkt hið sama því nú er Steinn að græja sprautuna til að úða tréin. Við þökkum því fyrir upplýsingarnar og kveðj- um skrúðgarðameistarann, þar sem hann stendur í ströngu við vetrarúðunina. IIKIÁÍAR- BLAD Umsjónarmenn Helgar- blaðs: Atli Magnússon, Birgir Guðmundsson og Jón Arsæll Þórðarson ■Forsíðumynd: „Skuggi" eftir Þór Vigfússon 1985. Frá sýn- ingu myndhöggvara á Kjar- valsstöðum. ■ Við litum inn á Kjarvalsstaði þar sem verið var að undirbúa mikla sýningu 20 íslenskra myndhöggvara sem opnuð verður nú um helgina. Auk höggmyndanna verður einnig opnuð sýning á vegum SÍM á sama stað. ■ Fæst okkar gista oft á hótelum, en þegar það gerist er það vegna þess að eitthvað óvenjulegt eða ævintýralegt er að gerast hjá okkur. Við losn- um út úr hversdagsleikanum og hverfum yfir í annan heim. En eru hótelin í raun og veru heill heimur út af fyrir sig? Helgarblaðið leitar svara við þessari spurningu á bls. 4-5. ■ Bjórlíki svipar til bjórs; smjörlíki til smjörs; en hversu lík eru mannlíki mönnum? Fjallað er um það hvað vél- menni geta og hvaða áhrif þau koma til með að hafa, á bls. 10-11. ■ Allir hafa heyrt talað um gömlu strandferðaskipin, sem afi og amma fóru með, - Botníu, Sterling, Vestra o s.frv. Við segjum frá lífinu um borð á bls. 8-9.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.