NT


NT - 14.04.1985, Síða 4

NT - 14.04.1985, Síða 4
■ Hótel Loftleiðir. Það þótti afrek á sínum tíma hve skamman tíma tók að byggja hótelið. ■ Kaffiterían opnar klukkan fimm á morgnaná. NT heimsækir stærsta hótel ■ Helgarblað NT gerði út leiðangur nú í vikunni á Hótel Loftleiðir til að kanna hvað hæft væri í því, sem segir í sjónvarpsauglýsingu þeirra, að hótelið væri heill heimur út af fyrir sig. Til að gera langa sögu stutta þá gerðum við ýmsar stikk- prufur eins og það er kallað. Hótclstjórinn sjálfur, Emil Guðmundsson, gaf okkur frjálsar hendur og við þrædd- um hótelið allt frá risi og niður í kjallara, tókum fólk tali og reyndum ýmsa þá þjónustu sem boðið er upp á. Það verður að segjast eins og er, að er við stóðum fyrir framan hótelið eftir að hafa lokið yfirreiðinni vorum við hjartanlega sammála um það að þetta stærsta hótel þjóðar- innar stæði fyllilega undir nafni og væri heill heimur út af fyrir sig. Vissuð þið til dæmis, lesend- ur góðir, að í bakaríi hótelsins eru bökuð brauð og kökur á hverjum sólarhring sem duga mundu fyrir 7 til 10 þúsund manna byggð. Eða þá það að kokkar hótelsins útbúa um fimm til sjöhundruð máltíðir á dag og það ekki af verri endan- um.? „Þetta er eins og gríðarstórt heimili með allri þeirri gleði og sorg sem því fylgir," sagði Emil hótelstjóri þegar við sett- umst niður rneð honum og lögðum fyrir hann bæði þægi- legar og óþægilegar spurning- ar. „Að vetrinum vinna hér á hótelinu um 110 manns og sú tala tvöfaldast að sumrinu til. Eins og á öðrum stórum hótel- um er eitthvað hér í gangi allan sólarhringinn og við reynum að gera okkar besta til þess að koma til móts við hvern og einn, hvort sem um er að ræða hótelgest eða starfsmann. Við höfum einnig átt því láni að fagna að margir gestanna koma hingað aftur og aftur og hvað starfsfólkið snertir þá eru margir búnir að vera hjá okkur allt frá byrjun." Það þótti á sínum tíma nokkurt afrek að hótelið var fullbyggt á tæpu ári og í þau 19 ár sem síðan eru liðin, hefur Emil verið starfandi á hótel- inu. Það svífur óhjákvæmilega nokkur alþjóðlegur blær yfir vötnunum á Hótel Loftleiðum enda eru flestir gestirnir af erlendu bergi brotnir. Stærstu hóparnir koma frá Skandin- avíu en síðan eru Bandaríkja- menn númer tvö í röðinni. íslendingar koma í þriðja sæti og þá Þjóðverjar. Emil sagði að hótelið hefði nokkra sér- stöðu hvað staðsetningu snertir. Um Reykjavíkurflug- völl fara árlega þúsundir flug- véla, sem koma víða að úr hciminum. Þannig dvöldust um þrjú þúsund gestir á hótel- inu í fyrra, sem komið höfðu með einkaflugvélum. „Mikið af þessari umferð er vegna ferjuflugs yfir Atlants- hafið og mönnum þykir þægi- legt að geta lagt vélunum beint fyrir framan hótelið og fengið þær tollafgreiddar þar. Frá Bandaríkjunum koma líka árlega auðjöfrar, sem skreppa hingað í laxveiði og a ■ Hársnyrtistofan nýtur mikilla vinsælda. ■ „Jassbrunch“ í Blómasal alla sunnudaga með hljómsveit Fríðriks Theodórssonar. ■ Óskar Guðjónsson yfirmatsveinn ásamt gesti í Blómasal.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.