NT - 07.05.1985, Page 1

NT - 07.05.1985, Page 1
„Ummæli dagskrár- stjóra blekkjandi“ hefðbundin vinnubrögð ráðsins ■ Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri tekur afstöðu með útvarpsráði í þeim deilum sem risið hafa milli ráðsins og dag- skrárdeildar útvarpsins vegna sumardagskrárinnar. Hann tel- ur að þau vinnubrögð sem ráðið hefur viðhaft séu eðlileg, a.m.k. gangi þau ekki lengra í neinu tilliti en áður hefur verið tíðkað. Hann neitar því að í þeim felist vantraust á dagskrárstjóra og varadagskrárstjóra. Aðspurður um það hvort það tíðkist að ræða pólitískar skoðanir starfsmanna útvarpsins á út- varpsráðsfundum, segir hann að það fari væntanlega eftir þeim tilefnum sem starfsmenn hafi gefið, hversu þeir hafi flaggað skoðunum sínuni pólitískum sem öðrum. Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í útvarpsráði hafði samband við blaðið í gær vegna fréttarinnar um þessar deilur í laugardagsblaðinu, og kveður hana byggða á rakalaus- um dylgjum tveggja útvarps- ráðsfulltrúa, Gerðar Óskars- dóttur og Ingibjargar Hafstað. Markús segir að útvarpsráð hafi í einu og öllu farið eftir þeim lögum sem það starfi eftir, og raunar aðeins verið að sinna skyldum sínum. Hann segir um- mæli Gunnars Stefánssonar dagskrárstjóra, sem vitnað var til í laugardagsblaðinu blekkj- „andi og lýsir yfir furðu sinni á því að hann skuli láta þau sér um munn fara, það sem gerst hafi á fundinum á laugardaginn sé ekki „óheppilegt inngrip" í vinnu dagskrárdeildarinnar, heldur sé um venjubundin vinnubrögð að ræða. Sjá bls. 4 Hvað gera þingmenn í bjórmálinu? Bjórneysfa 15-20 lítrar á hvern íslending í fyrra - samt er bannað að selja áfengt öl í landinu ■ Bjórneysla á hvern íslend- ing var á síðasta ári milli 15-20 lítrar þótt ekki sé enn að finna í íslenskum lögum heimild til sölu áfengs öls í landinu. Um 600 þúsund lítrar af öli bárust inn í landið í gegnum Fríhöfnina á síðasta ári og sam- svarar það 2 milljónum flaskna. Á síðasta ári var selt sama magn af óáfengu öli til veitinga- staðanna til gerðar bjórlíkis og það er álit sérfræðinga að smygi á öli inn í landið á síðasta ári hafi numið um 10 lítrum að meðaltali á hvern landsmann. Þetta kom fram í máli Gunn- ars G. Schram í 2. umræðu um bjórmálið í neðri deild Alþingis í gær, en spurningin sem alþing- ismenn velta fyrir sér þessa dagana er hvort búa eigi við óbreytt ástand í bjórmálum þjóðarinnar eða leyfa sölu áfengs öls í verslunum ÁTVR. í breytingartillögu frá Karvel Pálmasyni, er lagt til að bjórlög- in komi ekki til framkvæmda nema þau hafi hlotið samþykki meirihluta atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem fram fari eigi síðar en 15. sept. á þessu ári, og Kristín Halldórsdóttir vill hækka upphæðina af skatt- tekjum ríkisins af sölu áfengs öls, sem fara á til fræðslu um áfengismál, úr0,5% í 1%. Pálmi Jónsson gerði grein fyr- ir áliti meirihluta allsherjar- nefndar sem vill samþykkja frumvarpið og sagði m.a. að tími væri kominn til að breyta til í þessum málum og taka upp nýja siði sem ekki þurfi að bera kinnroða fyrir en Ólafur Þ. Þórðarson mælti fyrir áliti minnihlutans og lagði til að frumvarpið yrði fellt. Taldi hann m.a. að með samþykkt þess væri verið að taka ákvörð- un um nýja skattheimtu sem yrði dýr útgjaldaliður fyrir ís- lenska þjóð þegar fram í sækti. Umræðu var ekki lokið þegar fundi var frestað. Banaslys á Þingeyri ■ Tvítugur piltur, Leifur Dagur Ingimarsson frá Stykkishólmi beið bana sunnudagsmorguninn 5. maí er vélhjól sem hann stýrði lenti út af vegi skammt innan við Þingeyri og hafnaði niðri í fjöru. Farþegi sem með honum var lærbrotnaði, en náði að skríða upp 5 metra háan bakka upp á veginn og síðan 300 metra í átt að þorpinu til að gera viðvart. Leifur Dagur var látinn, þegar að var komið . Hann hafði verið í vinnu á Þing- eyri um skamman tíma. Leifur lætur eftir sig eitt barn.. Farþeginn á vélhjólinu var fluttur til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðsl- um hans. Hommar fá ekkí að auglýsa -sjábls.2 Brídge: Sigtryggur og Páll unnu -sjábls.3 „Ekki afgreiða útvarps- lögin“ - bað Páll Pétursson og forseti deildar- innar samþykkti ■ Þrátt fyrir að þinglok nálgist óðum og að fjöldi þingmála bíði afgreiðslu, hafa tveir þingmenn Framsóknarflokksins valdið því að afgreiðslu tveggja mála, sem al- menningur bíður með óþreyju, hefur seinkað. í gær bar Stefán Val- geirsson þingheimi þau skilaboð frá Páli Péturs- syni að afgreiðslu útvarps- lagafrumvarpsins yrði frestað meðan hann er er- lendis, og samþykkti Ingv- ar Gíslason, forseti neðri deildar, að verða við til- mælum Páls. Ingvar var sjálfur er- lendis fyrir skömmu og gaf þá fyrirmæli þess efni$ að bjórfrumvarpið yrði ekki tekið fyrir meðan hann væri fjarstaddur. Ingvar var mættur til starfa í gær, og var bjórinn til umræðu í neðri deild, eins og sjá má annars stað- ar á síðunni. Þá var út- varpslagafrumvarpið tek- ið fyrir, en afgreiðslu þess ekki lokið, en búist er við að Páll Pétursson mæti á deildarfund á miðvikudag. Halldór Blöndal, Sjálf- stæðisflokki, sagði að hinn mikli dráttur sem verið hefur á afgreiðslu útvarps- lagafrumvarpsins, væri vegna ósamkomulags stjórnarflokkanna varð- andi auglýsingaákvæði laganna. Þá mælti Halldór fyrir breytingatillögum sem hann leggur fram ásamt Ólafi Þórðarsyni, Framsóknarflokki, þar sem fallið er frá hug- myndum um nefskatt á hvern skattborgara til að fjármagna rekstur Ríkis- útvarpsins og lagt til að hefðbundnar innheimtu- aðferðir verði notaðar. Þá lögðu þeir Halldór og Ólafur til að ákvæði um Menningarsjóð Ríkisút- varpsins verði samþykkt óbreytt, en mikil óánægja er vegna þess ákvæðis, innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hjörleifur Guttorms- son, Alþýðubandalagi, gerði grein fyrir breyting- artillögum þriggja stjórn- arandstöðuflokka, og spurði síðan hver afstaða framsóknarmanna væri, nú er „frelsissól auglýsing- anna rynni yfir landslýð". Eftir að Kristín Kvaran, Bandalagi jafnaðar- manna, hvatti þingmenn til að láta hendur standa fram úr ermum og sam- þykkja lögin, snerist um- ræðan upp í málþóf um hverjir væru að tefja málið. Sinueldar við sumarbústað , ■ Sinueldar á Skálaheiði í Kópavoginum ógnuðu sumar- húsi sem þar stendur, síðdegis í gær og var slökkviliðið kvatt á staðinn. Var eldurinn slökktur og hlaust ekki tjón af. Þá var slökkviliðið einnig kvatt að sinubruna við Vesturberg í Breiðholti en á báðum þessum stöðum gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.