NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.05.1985, Qupperneq 2

NT - 07.05.1985, Qupperneq 2
M Eru f ramin mannrétt- indabrot á íslandi? - samtökin ‘78 fá ekki að auglýsa í Útvarpinu ■ Samtökunum '78 hefur ver- ið meinað að auglýsa í Ríkisút- varpinu sl. fjögur ár. Auglýsing sú er allt snýst um hljóðar svo „Lesbíur Hommar. Símatími félagsins er í kvöld. Samtökin ’78“. Guðni Baldursson, sagði í Viðtali við NT í gær að það hlyti að teljast mannrétlindabrot að Ríkisútvarpið meinaði sam- tökunum frjálsan aðgang að upplýsingum með því að leyfa ekki tilkynningar sem beint er til lesbía og homma. „Okkur hefur nú verið bann- að að auglýsa í fjögur ár og höfum við margsinnis rætt við útvarpsráð um þetta mál, auk þess að við höfunt talað við ráðherra og sent alþingismönn- um bréf. Fátt hefur verið um svör og við veltum því fyrir okkur hvort að við séum annars flokks borg- arar í þessu þjóðfélagi" sagði Guðni Baldursson. Atli Gíslason, lögfræðingur, sagði NT í gær að Ríkisútvarpið hafi rétt á því að neita að taka við auglýsingum eins og aðrir fjölmiðlar, en málið væri alvar- legra vegna þess að þessi tiltekni fjölmiðill væri ríkisrekinn. „Þetta er skýlaus mismunun en þó ekki brot á stjórnar- skránni þar sem hún inniheldur ekki ákvæði um slík rnál. Ég sé ekki hvað er að þessari auglýsingu og á erfitt með að sjá annað en að hér sé um mann- réttindabrot að ræða, sam- kvæmt þeim sáttmála sem við byggjum á“ sagði Atli Gíslason. „Ríkisútvarpið meinar íslensk um lesbíum og hommum frjáls- an aðgang að upplýsingum með því að leyfa ekki tilkynningar sem beint er til lesbía og homma. Ég mótmæli þessu og krefst fullra mannréttinda til handa íslenskum lesbíum og homrnum". Þetta er texti bréf- spjalda sem Samtökin 78 hafa dreyft. Hommum bannað að aug- lýsa í DV ■ „Það eiga allir að hafa jafnan rétt til að auglýsa og það er alltaf erfitt fyrir okk- ur homma þegar sá réttur sem við höfum er tekinn af okkur,“ sagði Egill Jónsson sem fyrir skemmstu var meinað að setja smáauglýs- ingu í einkamáladálk DV, þar sem hann undir heitinu ungur hommi, auglýsti eftir kynnum við „blíðan karlmann". Ingólfur P. Steinsson auglýsingastjóri hjá DV sagði í samtali við NT að kvartanir hefðu borist vegna auglýsinga frá hommum og sömuleiðis hefðu hommar misnotað einkamáladálkinn til að koma að fundarboðum og öðru þvíumlíku. „Það er kvartað undan þessu á öllum vígstöðvum, þetta þykir abnormalt, ennþá að minnsta kosti," sagði Ingólf- ur ennfremur. Aðspurður sagði Ingólfur að einnig væri kvartað undan ýmsu öðru í þcssum dálki, svo sem þar sem greinilega er leitað eftir svokölluðu „hópsexi" er verið væri að hreinsa þennan dálk. Fleir- um hefði verið bannað að auglýsa en kynhverfum og fleiri ættu eftir að fylgja í kjölfarið. Egill Jónsson sem er ung- ur Vestur-íslendingur og hef- ur dvalið hér í 8 mánuði við íslensku-nám sagði að sú leið að auglýsa teldi hann þá bestu fyrir sig hér á landi. Engir skipulaðir homma- klúbbar væru í landinu og víða væri hommum bannað að dansa í samkomuhúsum. Þá neytti hann ekki áfengis og hefði því takmarkaðan áhuga á að sækja vínveitingahús í þeirri von að kynnast þar öðrum hommum. Eftir að hafa far- ið bónleiðar tilbúðar einu sinni hjá DV, reyndi hann aftur og nú án þess að nota orðið hommi í auglýsing- unni en einnig án árangurs og sama varð uppi á teningn- um í þriðju atrennu. Sjúlfur kvaðst hann efast stórlega um að það væri einhver meirihluti lesenda blaðsins sem ekki vildi að þarna sæist orðið hommi og svona regl- ur minntu helst á Suður- Afríku þar sem réttindi manna fara eftir litarhætti, en hér eftir ástleitni. ■ Það sem okkur kynni að bjóða í hug að ætti skylt við vændi er leyfilegt en þeir sem leita eftir ást einhvers af gagnstæðu kyni eru „abnormal" og skulu út. Alþýðublaðið í blátt og gult? ■ Það eru ritstjóravanda- mál víðar en á NT. Nýverið sagði Guðmundur Árni Stef- ánsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, upp starfi sínu. Jón Baldvin hefur margoft lýst yfir þeirri skoðun sinni að leggja beri Aiþýðublaðið niður, en hingað til hefur hann ekki fengið stuðning framkvæmdastj órnar flokksins. Nú mun hins vegar standa yfir endurskoðun á útgáfu- málurn Alþýðuflokksins, og aldrei að vita nema Alþýðu- blaðið verði næst á eftir NT til að taka þátt í stríðinu við „risana“ tvo. Til að ritstýra þeirri stórsókn, hefur heyrst að Helgi Már Arthúrsson, fræðslufulltrúi BSRB sé út- nefndur, en hann ritstýrði BSRB tíðindum í verkfall- inu, ásamt ögmundi Jónas- syni. Enn mun Helgi ekki hafa gefið ákveðið svar. Tíðindalaust hjáNT ■ I gær, mánudaginn 6. ntaí, sagði enginn starfsmað- ur NT upp störfum, né var nokkrum sagt upp. Við fylgjumst spennt með áframhaldinu. Ingi Tryggvason, forma&ur Stóttarsambands bændai Landbúnadarframleiðslan hefur minnkað tekjurnar lækkað og vextirnir hækkað Otan á annan vanda bsnda bætast ótíð og lækkandi niðurgreiðslur Þriðjudagur 7. maí 1985 2 ■ Þau undur og stórmerki gerðust í heita læknum í Nauthólsvík í gær að hann fylltist af froðu eða sápulöðri. Viðstaddir létu það ekki á sig fá heldur héldu áfram að baða sig eins og ekkert hefði í skorist. Nl-mynd: Ari Þekktur þjófur áferð ■ Líkur á að takist að hafa upp á fálkaeggjunum sem hurfu úr hreiðri í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu síðastliðna helgi eru nú taldar hverfandi. Þekkturfálka- eggjaþjófur, Christan Krey frá Þýskalandi slapp úr landi á sunnudag og eru taldar sterkar líkur á að hann sé viðriðinn þjófnaðinn þó ekkert hafi fund- ist-f föggum hans við brottför af Iandinu. Talið er að aðstoðarmaður hafi verið með Krey en ekki vitað hvenær eða hvort sá er farinn af landi brott. Eigi hann enn eftir að láta sjá sig á Kefla- víkurflugvelli er veik von til þess að eggin finnist. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings er þessi maður þekktur sem fálkaeggjaþjófur um allar lend- ur og var meðal annars hér á landi í fyrra og þá að líkindum komist af landi brott með ein- hver egg. Þá var leitað á honupi norður í Þingeyjarsýslu en ekki á aðstoðarkonu hans, enda eng- inn kvenlögregluþjónn á svæðinu og rétt síðar var sama dama komin af landi brott. Krey var norður í Þingeyjar- sýslu þegar eggin sent voru fjög- ur talsins hurfu úr hreiðrinu. ■ Þessi flugvél franska hersins lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær og dvaldi áhöfn hennar hér í nótt. Vélin mun vera af tegundinni Transail 160, eða C-160, og vera frönsk-þýsk smíði. NT-mynd: Ámí ujama

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.