NT - 07.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 07.05.1985, Blaðsíða 4
Laugardagsfrétt NT um framgöngu útvarpsráðs: Eingöngu byggt á dylgjum tveggja útvarpsráðsmanna - segir Markús Á. Einarsson útvarpsráðs- fulltrúi Framsóknarflokksins ■ „í fyrirsögn og upphafsoröum fréttarinnar í NT á laugardag- inn er aö mínu mati beinlínis farið með rangt mál aö sumu leyti, og það sem meira er aö allt er eingöngu byggt á dylgjum tveggja útvarpsráösmanna, Geröar Óskarsdöttur og Ingibjargar Hafstað, en á hinn böginn hefur ckki veriö reynt að liafa samband við einn þeirra (imm útvarpsráösmanna sem stóöu aö ákvörðun um ákvcðinn dagskrárlið á laugardagsmorgna í sumar,“ sagði Vlarkús Á. Einarsson útvarpsráösfulltrúi Fram- sóknarflokksins í gær, en hann haföi samhand viö blaöið vegna fréttar NT á laugardaginn um ákvaröanir útvarpsráðs um sumardagskrá hljóövarpsins., „l’annig er mál með vexti aö eftir að fulltrúar Kvennalista og Alþýðubandalagsins lögðu fram bókun, þar sem minnst er á þær pólitísku ofsóknir innan gæsa- lappa, sem NT tekur upp þá bókuðum við fimmmenningarn- ir og okkar bókun hljóðar svo: „Vegna bókunar Ingibjargar Hafstað og Gerðar Óskarsdótt- ur viljum við taka eftirfarandi fram, Ástæða þess að við óskum annarrar tilhögunar dagskrár- þáttar á laugardagsmorgnum í sumar, en dagskrárstjóri lagði til er einfaldlega að þáttur af því tagi hefur verið á dagskrá í allan vetur og því tímabært að breyta til. Dylgjur Ingibjargar og Gerðar um lítilsvirðingu, van- traust og ofsóknir eru því út í hött svo og álit það á varadag- skrárstjóra, sem þær leggja okk- ur ranglega í munn. Það er hlutverk útvarpsráðs að taka ákvarðanir um dagskrárgerð og nýtt af nálinni cf það starf telst afskiptasemi.*" Þetta var svar okkar við bókun þeirra og ég vona það komi fram að spurn- ingin er ekki um vanhæfni, eins og segir í fyrirsögn NT, heldur er þetta spurning um dagskrár- íiðr Mótmælir þú því að ummæli hafi verið viöhöfð á útvarps- ráðsfundi, um varadagskrár- stjórann sem vitnað er til í fréttinni? „Ég kannast ekki við það. Pólitískar ofsóknir og því umlíkt, það cru ummæli sem koma frá fulltrúum Kvennalista og Alþýðubandalagsins. Orðið vanhæfni kannast ég ekki við.“ Vanhæfni er orðalag NT, en féllu aldrei þessi tilvitnuðu um- mæli? „Ekki svo ég geti munað. Ég staðfesti það alls ekki, sem sagt var þarna í upphafi fréttarinn- ar.“ Voru þau ummæli ekki við- höfð á útvarpsráðsfundi, föstu- daginn 26. apríl að Ævar Kjart- ansson hefði brotið af sér gagn- vart útvarpsráði? „Það þori ég ekki að fara með, því ég var ekki staddur á þeim fundi öllunr. En það er bara hlutur sem kemur ekki málinu beint við. En þar sem ég er búinn að svara þessu, þá verð ég að segja að það er eitt sem mér finnst undarlegast við frétt- ina og það er það sem haft er eftir Gunnari Stefánssyni dag- skrárstjóra. Hann segir það óheppilegt að útvarpsráð grípi fram í undirbúningsvinnu dag- skrárdeildarinnar og gera hana þannig að engu. í þessum um- mælurn felst að mínu mati nán- ast blekking. Það er svo að í 6. grein útvarpslaga segir: „Út- varpsráð tekur ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum og leggur fullnað- arsamþykkt á dagskrá áður en hún kemur til framkvæmda'.’ Það er að mínu mati dálítið alvarlegur hlutur, þegar reynt er að bera það á borð að óeðlilegt sé að útvarpsráð segi álit sitt á útvarpsefni, - í raun- inni er það aðeins skylda ráðsins að gera það, - og Gunnar Stef- ánsson veit að það hefur alla tíö verið algengt að ráðið breyti frumtilhögun dagskrárdeildar og komi jafnvel með nýjar til- lögur sem dagskrárdeild er falið að koma í framkvæmd. Aug- sýnilega telur hann að hann eigi sjálfur að fá að ráðskast með ■ Markús Á. Einarsson. þetta, ég get ekki skilið hann öðruvísi. Hann telur það óheppilegt sem er regla!“ Þú telur það eðlilegan hlut að útvarpsráð ráði menn til þátta- stjórnunar án samráðs við dag- skrárdeild. Eða eins og nú gerð- ist að deildin hafði undirbúið síðdegisútvarp og hverjir skyldu stjórna því, en síðan ræður útvarpsráð mann til starfa framhjá dagskrárdeild? „Sko, það er alveg augljóst aö þú hefur mjög einhliða upp- lýsingar um þessi mál yfirhöfuð. Nú er það svo að ég hef ekkert hugsað mér að fara að rekja umræður sem eiga sér stað á útvarpsráðsfundum. En þaö er mjög algengt að það koma til- boð um dagskrárefni. Og það er alrangt að dagskrárdeild hafi ekki tækifæri til að segja álit sitt á þeim, því að dagskrárstjóri situr á útvarpsráðsfundum.” Það veit ég vel en dagskrár- deild... „Dagskrárdeild hafði undirbú ið síðdegisútvarpið, en það sem hún gerði var að stytta síðdegis- útvarpið, þegar við óskuðum eftir því að það yrði lengt. Dagskrárstjóri vissi það fyrir fundinn að ráðið var ekki ánægt með þær tillögur." Hjólbarða- þjónusta fyrir allar stærðir og gerðir af bílum, fólksbíla, vörubíla og sendiferðabíla. Höfum mikið magn af kaldsóluðum, heilsóluðum og radíaldekkjum á lager. Öll hjólbarðaþjónusta innanhúss. Komið og reynið viðskiptin í nýju húsnæði okkar. Ath. Gegn framvísun þessarar auglýsingar veitum við 5% kynningarafslátt. Kaldsólunhf. Dugguvogi 2. Sími: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn. Áhugamannafélag um Laxeldistilraunir á Sauðárkróki: „Byrjum smátt því óvissuþætt- irnir í laxeldinu eru margir“ - segir Jóhann Svavarsson, stjórnarform. Hafrúnar hf. ■ Undanfarna daga hefur verið unnið af krafti víð byggingu cldiskers Hafrúnar hf. sem stendur skammt frá sjónum. Kerið er 170 rúmmetrar að stærð. NT-mynd: öm Frá fréttarítam NT í Skagafiröi, Ö.Þ.: ■ Sex áhugamenn um fisk- eldi - þar af tveir fiskifræð- ingar - sem allir eru búsettir í Skagafirði stofnuðu fyrir skömmu á Sauðárkróki nýtt félag, Hafrúnu hf. Markmið félagsins er eldi á laxi upp í slátrunarstærð og mun það verða rannsóknarverkcfni næstu tvö árin. í samtali við Jóhann Svav- arsson, stjórnarformann í Hafrúnu lif. kom fram að hér væri ekki um neitt stórfyrir- tæki að ræða, heldur félags- skap nokkurra áhugamanna sem vilji gera tilraunir nieð fiskeldi í smáum stíl til að byrja með, meðan verið væri að kanna hvort eldi á laxfiski upp í slátrunarstærð gengi af líffræðilegum og hagfræði- legum ástæðum við þær að- stæður sem eru á Sauðár- króki. „Við leggjum áherslu á að byrja í smáum stíl, einfald- lega vegna þess hvað óvissu- þættirnir í laxeldinu eru margir. Mistakist þessi til- raun viljum við ekký^tanda uppi me& margra milljóna króna tap á bakinu,“ sagði Jóhann. Hafrún hf. hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína skammt frá affalli Göngu- skarðsárvirkjunar og er þessa dágana verið að byggja eldisker úr stáli, um 170 rúmmetra að stærð. Gengið hefur verið frá samningum við Hitaveitu Sauðárkróks um kaup á heitu vatni til tilraunareksturs næstu tvö árin. „Við getum væntanlega flutt gönguseiði í kerið um miðjan maí,“ sagði Jóhann. í kerjunum verður sjór blandaður heitu vatni. Þriðjudagur 7. maí 1985 4 Ræðir útvarpsráð pólitískar skoðanir starfsmanna á fundum sínum?: í hlutfalli við þau til- efni sem þeir hafa gefið -segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ■ Gekk útvarpsráð of langt á fundi sínum á föstudaginn í því að grípa fram fyrir hendurnar á dagskrárdeildinni? Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri svaraði þcirri spurningu á þann veg að svo lengi sem hann hefði komið nálægt Ríkisútvarpinu, hefði ali- ur gangur verið á því hvernig ákvarðanir hefðu verið teknar um einstaka dagskrárliði. Út- varpsráð hefði oft haft önnur sjónarmið en dagskrárdcildin og lagt fram aðrar hugmyndir en hún. Hann taldi ekki að útvarpsráð hefði nú gengið neitt lengra en venjulegt væri. Oft kæmi fyrir að tilboð kæmu frá einstökum mönnum um gerð þátta og dag- skrárdeildin lagt það til að slík- um tilboðum væri tekið, en útvarpsráð síðan samþykkt það eða synjað. „Þá hafa það gjarna verið einangraðri tilfelli en þeg- ar um hefur verið að ræða alla beinagrindina eða rammann að sumardagskránni, þannig að í því tilfelli verða dæmin um þetta mismunandi mat á nöfn- um og þáttaheitum meira áber- andi,“ sagði útvarpsstjóri. Nú hefur dagskrárdeild gert ramma að síðdegisútvarpi og maður skrifar útvarpsráði beint og býðst til að hafa umsjón með því. Er það venjuleg málsmeð- ferð, eða er allur gangur á því? „Ja, það er allur gangur á því hvernig bréf berast til útvarps- ráðs, og tilboð um þætti. Það var t.d. á þessum fundi lagt fram bréf frá einum fréttamanni sjónvarpsins með tilboði um þáttagerð sem hann hefði áhuga á og það upplýstist á fundinum að fréttastjórin.n og dagskrár- stjóri frétta og fræðsludeildar höfðu ekki haft hugmynd um það. Og það hefur oft gerst að fréttamenn hafa t.d. lagt fram hugmyndir um fréttatengda þætti, umræðuþætti og annað, sem hefur bara borist beint til útvarpsráðs." í tilviki Ævars Kjartanssonar, þá hefur dagskrárstjóri beðið hann að annast þátt og Ævar skipulagt hann. Síðan er öðrum starfsmanni sömu deildar falið að annast þátt á þessum um- rædda tíma. Er þetta ekki van- traust á Ævar? Er hann þá hæfur til starfa yfirhöfuð? „Þetta er náttúrlega mál sem snertir hér uppskiptingu á verk- efnum milli manna innan deild- ar. Það verða náttúrlega þeir fulltrúar í útvarpsráði sem að þessum samþykktum stóðu að gera grein fyrir hvernig þeir hafa hugsað þetta. Það er ljóst að Páli Heiðar Jónsson, sem var sérstaklega nefndur í sambandi við umsjón með þessum laugar- dagsþætti, er hér fastráðinn dagskrárgerðarmaður og það má vel vera að útvarpsráðs- mönnum hafi þótt sem svo að það lægi ekki nógu skýrar línur fyrir um það hvaða verkefni honum væru ætluð og það hafi verið talið eðlilegt að nýta hans starfskrafta til þessa. Hann hef- ■ur nú ekki verið áberandi í ■ Markús Örn Antonsson. dagskránni að undanförnu, hann hefur að vísu verið með tiltekið verkefni, sem er tónlist- arþáttur og þetta er þá kannske hugsað í framhaldi af því.“ Þú lítur þá ekki á þessa af- greiðslu, sem vantraust á þína undirmenn, dagskrárstjóra og varadagskrárstj óra? „Nei, ég get ekki metið það þannig. Ævar Kjartansson gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki, sem varadagskrár- stjóri með því að hafa um- sjón með dagskrármálum hér almennt, sjá til þess að hér sé nóg framboð af dagskrárefni og þá náttúrlega með þátttöku utanaðkomandi umsjónar- manna þátta og sem fjölbreytt- ustu úrvali í þessu og ég tel náttúrlega að það sé fyrst og fremst hans verkefni sem starfs- manns dagskrárdeildarinnar að sjá svo um að það gangi eftir og það kom fram á þessum fundi eins og þú veist væmanlega um af hálfu þeirra útvarpsráðs - mannasemtjáðusig um þennan þátt sérstaklega að það væri matsatriði hvað eðlilegt væri að fastir starfsmenn hér væru mikið í umsjón fastra þátta í dag- skránni.“ En nú er löng hefð fyrir því. „Já, það er spurning hvort það sé eðlileg hefð, það má kannske spyrja að því líka, og um það eru mjög skiptar skoðanir, eins og maður þekkir af umræðunni almennt hér inn- an stofnunarinnar og eins líka utan hennar.“ Ein spurning að lokum. Er það algengt að útvarvjiráðs- menn sitji og ræði um pólWwitair skoðanir starfsmanna útvarps- ins á fundum sínum? „Bíddu nú við, hvað áttu við með því?“ Ég á við ýmis ummæli, sem mér er sagt að hafi fallið á útvarpsráðsfundum um Ævar Kjartansson. „Nú, það fer nú eftir því hvaða tilefni menn hafa gefið til slíkra umræðna geri ég ráð fyrir, hvað þeir hafa flaggað opinber- lega sínum skoðunum, pólitísk- um sem öðrum. Ég held það hafi þá bara verið í hlutfalli við það.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.