NT


NT - 07.05.1985, Síða 6

NT - 07.05.1985, Síða 6
Guðmundur Óli Pálsson: Er lögreglu- mönnum ekki treystandi? ■ Pað mun hafi verið laugar- daginn 13. apríl sl. að í hádeg- isfréttum Ríkisútvarpsins birt- ist viðtal Ernu Indriðadóttur fréttamanns við Þór Gunn- laugsson lögregluvarðstjóra á Skagaströnd og Gísla Guð- mundsson starfsmann Dóms- málaráðuneytisins út af til- komu og færslu á svonefndum akstursbókum vegna aksturs á lögreglubifreiðum. Því miður missti ég af viðtali þessu, en heyrði það síðar og tel mig því vita nokkuð hvað þar kom fram. Þór gagnrýndi bækurnar og færslu þeirra í núverandi mynd, en Gísli varði gerðir sínar og ráðuneytisins, en rök hans í þeim efnum voru frekar haldlítil. Sem lögreglu- maður tel ég mig hafa ástæðu til að leggja orð í belg. í bækur þessar er sáu dagsins ljós í byrjun þessa árs, er lögreglumönnum gert skylt að færa kílómetrastöðu og tíma- setningu við hina minnstu hreyfingu lögreglubifreiðar- innar. Tímasetning og km- staða skal færð í hvert sinn áður en lögreglubifreið er ekið af stað frá stöðvarvegg og síð- an aftur er henni er ekið í hlað skal færa tíma og km stöðd á ný. Skulu lögreglumenn gera hvort tveggja samviskusam- lega mjög eins og allt annað er þeim bera að gera. Með akstursbókunum kom hér inn á borð bréf frá Dóms- málaráðuneytinu dagsett 14. janúar sl. Er það til allra lögreglustjóra. í bréfinu segir m.a. á þessa leið: „Ökumönnum eða umráða- mönnum bifreiða lögreglunnar er ætlað það verkefni að færa inn í bækurnar eins og form þeirra segir til um. Það er mjög áríðandi að þeir sem eiga að leysa þetta verkefni færi reglu- lega inn í bækurnar eins og til er ætlast, þ.e. fyrst áður en farið er af stað í ökuferð og aftur þegar henni er lokið.“ Síðar í bréfinu má lesa enn- fremur: „Af hálfu dómsmálaráðu- neytisins verður fylgst með rekstri og notkun ökutækja, sem lögreglan hefur til afnota, í ríkara mæli en áður hefur verið, með það að aðalmark- miði að rekstur og nýting verði eins hagkvæm og unnt er.“ Undir bréf þetta rita þeir Hjalti Zóphóníasson deildar- stjóri og Gísli Guðmundsson fyrrum aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá RLR en nú starfs- Þeir ráðuneytismenn áttu að sýna manndóm sinn og þá rögg að ganga hreint til verks og hreinsa til þar sem þeir töldu að bifreið- arnar væru misnotaðar, en ekki væna lögreglumenn um hluti sem þessa. Þriðjudagur 7. maí 1985 6 ■ Lögreglubíll við stöðvarvegg. maður í Dómsmálaráðuneyt- inu. Síðari tilvitnunin í áður nefnt bréf gefur það ótvírætt til kynna að tilkoma akstursbók- anna sé vegna misnotkunar lögreglumanna á bifreiðum þeim er þeir hafa umráð yfir. Þeir ráðuneytismenn áttu að sýna manndóm sinn og þá rögg að ganga hreint til verks og hreinsa til þar sem þeir töldu að bifreiðarnar væru misnotað- ar, en ekki að væna lögreglu- menn um hluti sem þessa. Sé lögreglumönnum ekki treyst- andi fyrir bifreiðum þeim er þeir hafa til afnota þá er þeim vart treystandi til annarra og mikilvægari starfa sem lög- reglustarfið er. Mér er einnig spurn hvenær má telja að lög- reglubifreið sé misnotuð og hvenær ekki. Komi ekki skýrsla eftir hverja eftirlitsferð lögreglumanns sem hefur verið á akstri við eftirlitsstörf, má þá ekki telja að lögreglubif- reiðin hafi verið misnotuð. Hver er ástæða þess að af starfsmönnum hins opinbera mun lögreglumönnum einum gert að færa akstursbækur vegna bifreiðanotkunar sinnar. Er ekki full ástæða til og starfsmenn Pósts og síma, Orkustofnunar, Landsvirkjun- ar, RARIKS ofl. aðila verði einnig gert að færa slíkar bæk- ur sem akstursbókin er? Mig grunar að lögreglubifreiðarnar séu síst þær bifreiðar hins opin- bera sem misnotkun á sér stað á. í mínu starfi hef ég ekki orðið þess var að grennslast hafi verið fyrir um lögreglu- mann og bifreið hans úr fjar- 'Iægu umdæmi, en skyldi það hafa hent hvað áhrærir starfs- menn og bifreiðakosti þeirra frá öðrum opinberum aðilum? Hver skyldi skýring þess vera að bifreiðar merktar því opinbera sjást æði oft hér í umdæminu m.a. í nánd við skemmtistaði. Getur það verið að hér komi misnotkun til? Það hefði legið betur við að lögreglumenn hefðu fengið fyrirmæli að fylgjast með ætl- aðri misnotkun á bifreiðum hins opinbera. í útvarpsviðtalinu er ég vitn- aði til í upphafi játaði Gísli að rétt væri hjá Þór að færsla akstursbókanna væri að hluta til tvíverknaður, en deila mætti um gildi skriffinnskunnar og aukningu hennar. Hinsvegar er það rétt sem kom fram hjá Gísla að alltaf má bæta mann- anna verk. Gísli kvaðst hvergi hafa orðið þess var að akstur og km-staða lögreglubifreiða væri fært í dagbækur lög- reglunnar. Gfsli mun hafa komið á hverja lögreglustöð á landinu einu sinni eða oftar nú á seinustu tveimur til þremur árum. Hversu vel hann les dagbækur lögreglunnar veit ég lítt um. Þann 4. maí 1983 mun Gísli hafa komið hér á lögreglustöð- ina á Sauðárkróki. Vafalaust opnaði hann dagbókina en hvað hann las þar og hvað hann man af því veit ég ekkert um. Hinsvegar get ég frætt Gísla um það að laugardaginn 2. apríl 1977 tók Jón Hallur Jóhannsson þáverandi varð- stjóri hér upp þann sið og gerði mönnum sínum að færa kíló- metrastöðu lögreglubifreiðar- innar við upphaf dagvaktarinn- ar, og síðar einnig við upphaf kvöldvaktar. Hélst þessi færsla í nokkur ár. Seinast var færð km-staða lögreglubifreiðar hér við upphaf vaktar þann 23. nóvember 1983. Það skal játað að seinustu misserin voru km- stöðurnar færðar stopult inn og má segja að það hafi ráðist af hver átti hlut að. Mér þykir miður að þetta skyldi afleggj- ast. Færsla þessi var engum ofraun og ég tel hana hafa verið góðan sið og átt fullan rétt á sér. Hinsvegar var þetta ekki talið þjóna neinum til- gangi og aflagt. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að fyrirmæli mátti gefa um færslu á km»stöðu lögreglubifreiðar í upphafi hverrar vaktar og gera yfir- mann vaktarinnar ábyrgan vegna aksturs á hverri vakt. Dagbókarfærslur eiga að hljóta að bera með sér notkun bifreiða og það hlýtur að vera nægjanlegt. Það er tóm enda- leysa og nánast móðgun við lögreglumenn að gera þeim að færa akstursbækur þær er til komu nú í ársbyrjun. Á fá- mennari stöðum þar sem einn og tveir menn eru að störfum hafa þeir oft og einatt brýnni erindum að sinna en að setjast niður og færa inn stöðu km- mælis og tíma í upphafi útkalls og er því lýkur. Ég vil að Gísli svari því af hreinskilni hvort sé nauðsyn- legra að lögreglumaður sem tekur við slysatilkynningu eða beiðni um aðstoð vegna t.d. innbrots setjist fyrst niður og færi klukku og km-stöðu í akstursbók viðkomandi lög- reglubifreiðar eins og hinum er gert að gera, frekar en að koma sér á vettvang eða leiti annarrar aðstoðar þurfi þess með. Tímasetning kemur fram í dagbók og á skýrslum. Það virðist ekki nægjanlegt lengur heldur skal hún einnig færð í akstursbókina. Ævintýrið ■ Auðvitað styðjum við stjörnustríðsáætlunina. um líf á iörðu ■ Þá er kominn 7. maí og veðrið heldur áfram að vera stórfenglegt. Árferði til lands og sjávar hefur verið með ein- dæmum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á því. Við erum greinilega komin inn í hlýviðrisskeið, hvort sem það verður til langframa eða ekki. Ein gleðilegasta afleiðingin er sú að sjór hlýnar og við það ætti allt líf í honum að dafna, veiðiþjóðinni til ómældrar gleði og hagsbóta og ekki veitir af því að þjóðarsálartötrið hef- ur verið ósköp beyglað að undanförnu og menn keppast við að segja hver öðrum að hér væri allt á niðurleið. En þó að söluhorfur á fiskafurðum okk- ar mættu vera betri þá hljótum við að gleðjast ef sjórinn fer að lifna. Það fer þó aldrei svo að við höfum ekki nóg að borða, og það eitt skiptir máli þegar allt kemur til alls. En þó að sæmilega horfi um það að við íslendingar finnum okkur æti á næstu árum, þá er tilveran fyllri af óöryggi og óvissu en nokkru sinni fyrr nú 40 árum eftir að friður er saminn í Evrópu. Stríðsmenn Og jörðin svífur líflaus um geim.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.