NT


NT - 07.05.1985, Side 8

NT - 07.05.1985, Side 8
Snæbjörn Jónsson fyrrum bóndi að Snæringsstöðum í Vatnsdal Fæddur 30. október1897 Dáinn 27. apríl 1985 Þegar ég var drengur lærði ég það í landafræði Karls Finn- bogasonar að Vatnsdalur í Húnaþingi væri fegurstur fjalldala norðanlands - kannske á íslandi öllu. Þessu átti ég ekki erfitt með að trúa því að af mínu heimahlaði sá ég fjöllin i austan Húnaflóans lauguð blá- móðu fjarlægðarinnar og inn milli þeirra var þessi ævintýra- dalur. En þetta var aðeins bernskumynd. Fullorðinn maður kom ég fyrst í Vatnsdal. Jú, víst var hann fallegur en samsvaraði þó varla þeim myndum sem landa- fræðin og fjarlægðin höfðu dreg- ið upp í vitund minni. En þarna var það sem fundum okkar Snæbjarnar Jónssonar, sem þá var bóndi á Snæringsstöðum, bar fyrst saman. Býlið hans var kannske ekki það reisulegasta í dalnum þegar litið var þangað heim, en sú alúð og heimilishlýja sem þar mætti mér ókunnugum ferða- manni hefur í áratugi orðið mér hugstæðari en fyrstu áhrifin af svipmóti dalsins. Þau hjón Snæ- björn og Herdís Guðmunds- dóttir, hans glæsilega svipheiða kona, gerðu mér dagstundina svo glaða að þau hughrif héldust jafnan síðan í samskiptum okkar. Nú eru þau bæði horfin af sviðinu. Hann þann 27. apríl s.l. Snæbjörn Jónsson fæddist að Þórormstungu í Vatnsdal 30. október 1897. Foreldrar hans voru Ásta Bjarnadóttir og Jón Hannesson. En þegar hann var tíu ára flutti fjölskyldan að Undirfelli og þar ólst Snæbjörn upp og var heima hjá foreldrum sínum þangað til hann sjálfur stofnaði heimili. Á þeim árum var það alsiða að bændur tóku kaupafólk í heyskaparvinnu, stundum langt að. Til hjónanna á Undirfelli kom eitt sumar ung stúlka vestan frá Unaðsdal við ísafjarðardjúp. Árið 1920 er hún orðin eiginkona Snæbjarn- ar og þau hefja búskap í Þór- ormstungu. Þar bjuggu þau í fjögur ár en fluttu þá að Snær- ingsstöðum, sem þá voru niður- nítt hjáleigukot með túnskækil sem gaf af sér fjörutíu hest- burði. Þarna bjuggu þau yfir fjörutíu ár, og þó ekki væri kannske hægt að líkja býli þeirra við kongsríki, þegar þau fluttu þaðan, var út frá bænum þeirra sléttur og véltæk- ur töðuvöllur sem gaf af sér sjö hundruð hestburði. Þau ár sem mæðiveikin eyddi bústofni bænda urðu Snær- ingsstaðahjónum erfið og svo fór að þau gáfu upp búskap sinn fyrr en ella mundi. Þeim var Vatnsdalurinn kær, einkum Snæbirni, sem þar var fæddur og uppalinn, og þau bæði höfðu gefið jörðinni starfsþrek sitt. í Vatnsda! var lífið aldrei hvers- dagslegt. Þar var alltaf eitthvað að gerast. Þótt áin liði fram með iygnum straumi var mannlífið á bökkum hennar þrungið orku og athöfnum. Ég þekkí ekki lífsgöngu Snæ- bjarnar af öðru en því ‘f twn hefur mér sjálfur sagt og þeim skyndimyndum sem borið hafa fyrir augu mín þegar ég nokkr- um sinnum var gestur á heimili hans á Snæringsstöðum og síðar hitti hann sem aldraðan mann í Hveragerði. En það hygg ég óhætt að segja að hann hafi orðið að lúta því lögmáli sem gefið var í árdaga, að neyta síns brauðs í sveita síns andliti.s og þar mun öllu hafa verið vel til skila haldið. Kynni okkar Snæbjarnar urðu mest eftir að hann var sestur í helgan stein eða öllu heldur þurfti ekki að vinna ann- að en það sem honum sjálfum gott þótti. Þá áttum við alloft stundir saman. Það voru góðar stundir. Og þótt fölva ellinnar hefði dregið yfir hár og vanga fannst mér bjartur logi æskunn- ar blika í döprum augunum þegar hann minntist á gleðifundi vatnsdælskrar æsku á fyrstu ára- tugum 20. aldar. Ég veit að Snæbjörn átti góða elli. Hann sá syni sína alla þrjá vaxa til manndóms og menning- ar og stóð í nánu sambandi við þá og fjölskyldur þeirra allt til þess að degi lauk. Synir þeirra hjóna Herdísar Guðmundsdótt- ur og Snæbjarnar Jónssonar eru: Jón, endurskoðandi búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Ás- gerði Bjarnadóttur frá Uppsöl- um í Miðfirði, þau eiga þrjú börn. Þórður, garðyrkjumaður í Hveragerði. Kona hans er Ingibjörg Jónasdóttir. Þau eiga fimm börn. Bjarni, bifvélavirki í Hveragerði, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur frá Reykjavík. Þau eiga þrjú börn. Eitt sinn skal hver deyja, og þegar ellin hefur yfirbugað lífs- þróttinn er engum hryggðarefni að ganga til náða. En það er vinum og vandamönnum gott að líta til framtíðarinnar og eiga þá að baki glaðar minningar um horfinn vin. Þannig mun þeim farið sem minnast Snæbjarnar og fylgja honum síðasta spölinn. Þorsteinn Matthíasson. Við óbreytt störf við arinn sinn um árin hversdagsgrá býr dalsins fólk, og dylur hvern sinn draum og innstu þrá. Af rökkurdjúpri dul er full hvers dáins ævisögn. - Og dalir íslands grafa gull í gleymsku sína og þögn. Erindi þetta úr ljóði Guð- mundar Böðvarssonar, „í minn- ingu,“ skal vera upphaf minna hinstu kveðjuorða til afa míns, Snæbjörns Jónssonar frá Snær- ingsstöðum í Vatnsdal. Þar standa rætur hans, enda var hann í þeirri sveit fæddur og þar tók hann út þroska sinn. Þar háði hann og lengstum lífsbaráttu sína. Hann heyrði til aldamóta- kynslóðinni, kynslóð, sem lifað hefur stórfelldara breytinga- skeið í þjóðlífinu en væntanlega nokkur önnur f íslandssögunni. Hann var síðasti liður síns ættleggs, sem starfaði við hina hefðbundnu starfsgrein for- Afmælis- og minningargreinar Þeim, seni óska birtÍRgar á afmælis- og eða minningargreinQm í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.þt.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. feðranna, landbúnaðinn. Það var einmitt við þá iðju, sem ég umgekkst og kynntist afa mín- um bezt. Ég varð sem sagt þeirrar nauðsynlegu reynslu aðnjótandi að kynnast landinu, eins og forfeðurnir höfðu gert, þ.e. við sveitastörf. Kynslóðin sem nú vex út grasi, fer því miður á mis við slíkt að mestu. Á hverju sumri um 8 ára skeið fannst mér ég vera nánasti samverkamaður afa míns. Hjá honum lærði ég að vinna. Hann lét strákinn hafa skyldum að gegna, en slíkt eru forréttindi slíkum. Allir, sem afa kynntust, vita, að þar fór heiðarlegur, samviskusamur og skyldu- rækinn maður. Þessir mannkost- ir eru nú á hverfanda hveli. Þeir dugðu aldamótakynslóðinni til stórfelldrar framfarasóknar. Þær kynslóðir, sem á eftir henni komu, hafa búið við skilyrði, sem eru hinum gömlu mönnum framandi. En okkur, sem kynnt- umst þessu fólki, er leiðin vörðuð. Þátt afa í fyrrnefndri framfara- sókn má helztan vafalítið telja miklar nýræktir og þar með stórfellda aukningu ræktaðs lands á sinnj jörð. Man ég ekki betur en hvert ár væru nokkrar nýræktaraðgerðir í gangi. Þar um má sannarlega segja, að verkin tala, og hefur ásjóna þeirrar jarðar aldrei breytzt meira en í búskapartíð þess, sem nú er kvaddur. Þar kom árið 1964, að þau hjónin, afi minn og amma, brugðu búi og fluttust til höfuð- borgarinnar. Enn héldust okkar kynni náin, því að maðurinn var ungur í anda, þótt árin færðust yfir hann. Unglingunum þótti oft gott á vit hans að ganga. Stjórnmálin voru ungs manns gaman og iðulega rækilega reif- uð okkar á millum. Eftir á að hyggja þykir mér, að skoðanir hans beri merki víðsýnum manni. Hann fylgdist rækilega með gangi mála, svo lengi sem heilsan leyfði. Líklega hef ég ekki teflt jafn- oft við nokkurn mann og afa minn. Það var eftir að hann fluttist suður. Þær skipta vafa- laust hundruðum, skákir okkar. í byrjun var hann að sjálfsögðu betri aðilinn; strákur seig á, en náði aldrei yfirburðum. Það var sem þessir tveir skákmenn lærðu hvor á annan. Árið 1974 varð ég þeirra ánægju aðnjót- andi, að fá afa ásamt foreldrum mínum í heimsókn til Þránd- heims, þar sem ég þá var við nám. Átti ég þess kost að aka honum um víðar sveitir Þrænda- laga og allt til Svíaríkis. Er mér enn í fersku minni lifandi áhugi gamla mannsins á öllu því ný- stárlega er fyrir augu bar. Þótti öldruðum bónda af íslandi víða búsældarlegt meðal frændþjóða vorra. Sem lokaorð þessarar kveðju til afa míns vel ég gera eftirfar- andi vísuorð úr fyrrgreindu ljóði að mínum: Á himni sínum hækkar sól. Um heiðblá loft og tær hún lýsir enn þitt land í náð, og Ijóma sínum slær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð, svo litlagjöf, að launum fyrir allt. K jurni Jónsson Stefán Jón Jónsson skólastjóri frá Skörðum Fæddur 6. mai 1929 Dáinn 30. apríl 1985 ■ Það var sólskin úti þann dag, daginn sem Stefrán Jón Jónsson, kennari minn, góður félagi, samkennari og vinur kvaddi þennan heim. Það er lögmál lífsins að fæðast, alast upp og fylgja straumnum. Það er ætlast til þess af okkur að við föllum inn í ákveðið lífsmynst- ur, sem umhverfið hefur ákveð- ið fyrir okkur. Það er í mörgum tilfellum þægilegra að fylgja þessum straumi en hitt að voga sér að lifa samkvæmt eigin vilja. Það er þægilegra að falla inní mynstr- ið þá smýgur maður betur gegn- um almenningsálitið en fórnar í leiðinni hluta síns raunverulega persónuleika. Þetta verður oft til þess að við verðum ekki eins hreinskilin hvert við annað eins og við ættum að vera. Stefán þorði að vera hann sjálfur og það eru hetjur sem það þora. Kynni mín af Stefáni hófust, þegar ég byrjaði í barnaskóla, þá var Stefán eini kennarinn og stundum líka skólabílstjóri á Rússanum sínum. Suma vetrar- morgna var kalt að labba í veg fyrir skólabílinn og Stefán var býsna næmur á hvort nemand- anum var kalt eða ekki, bauð þá sæti við miðstöðina sem var fram í hjá honum. Þetta var heiðurssæti og gaman að hreykja sér í því þar til næsti krakki kom í bílinn. Prófin í barnaskólanum voru eins og gengur í senn kvíða- og tilhlökkunarefni, kvíði fyrir verkefnunum og tilhlökkun vegna stemningarinnar, sem fylgdi þessum prófdögum. Það var skemmtileg stemning, sem þeir sköpuðu Stefán og séra Sigurður Haukdal, sem var prófdómari. Þeir voru svo kátir í prófum og reyktu vindla, síðan þykir mér vindlalykt svo góð. Og árin liðu. Næsta samstarf okkar var í ungmennafélaginu Dagsbrún þar sem Stefán var aftur minn leiðbeinandi en hann stjórnaði ótal leikþáttum og leikritum í félaginu og vissi vel hvað hann söng í þeim efnum. Andrúmsloft það, sem ríkir að tjaldabaki síðustu mínútur fyrir sýningu erengu öðru líkt. Þegar hnén skjálfa og hjartað hamast er gott að hafa einhvern, sem veitir styrk og uppörvun. Það gerði Stefán með því m.a. að leggja lófa mjúklega á öxl eða brosa hlýlega. í leikritum hjá Dagsbrún lék Stefán stór hlutverk og skilaði þeim meðsnilld. Þærerusterkar í minningunni svipmyndir úr „Syndum annarra“ og „Stormi í grasinu“. Ég réði mig sem kennara í skólanum hjá Stefáni og kenndi með honum tvo vetur. Þá var margt breytt frá því ég gekk sjálf í barnaskóla. En hugur Stefáns til nemenda sinna var jafn hlýr og umhyggja fyrir velferð þeirra í framtíðinni óbreytt. „Ég vil að þú vinnir þetta eins og þér hentar best og á eigin spýtur ég ætla ekki að skipta mér af því. En þú mátt alltaf leita til mín ef þú heldur ég geti liðsinnt þér,“ sagði hann minn fyrsta dag í kennslunni. Ég leitaði líka oft til hans og þekkti af fyrri reynslu að það varóhætt. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum Stefáni. Megi blessun og gleði fylgja honum í nýjum heimkynnum og styrkur veitast fólkinu hans. Við sjáumst síðar Stefán. Kannske verður sólskin þann dag. Ingibjörg Marmundsdóttir Það var dapur dagur í barna- skólanum í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum, þriðjudag- urinn 30. apríl s.l., þegar það fréttist að Stefán skólastjóri væri látinn. Að vísu hafði hann átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið, en að endirinn yrði þessi gat okkur síst grunað. Já, börnin voru hnípin og grát- andi og við sem störfum við skólann döpur og eins og tóm innra með okkur. Það er nú svo að þegar skapa- dægur einhvers vinar eða kunn- ingja kemur, þá er okkur hinum aðeins ætlað að vera áhorfend- ur. En minningarnar er ekki hægt að taka frá okkur. Ég veit að í dag munu eldri sem yngri nemendur Stefáns svo og sam- starfsfólk við skólann minnast hans með trega og þökk. Stefán Jón Jónsson byrjaði hér kennslu 1954 og hefur kennt hér nær óslitið síðan, fyrst um mörg ár einn en síðan með fleirum. Hann var góður kenn- ari, sérstaklega var honum hug- leikin íslenska og greinar henni skyldar, það var gaman að ræða við Stefán um þau mál. Það var auðheyrt að íslensk menning var honum í blóð borin og um hana vildi hann standa vörð. Mig langar sérstaklega að minnast á einn þátt Stefáns í skólastarfinu, en það var hversu gott andrúmsloft honum tókst ætíð að skapa innan skólans og hve fúsir nemendur voru að vinna með honum. Hann þurfti ekki að beita hávaða eða yggli- brún til að fá þá á sitt band. f skóla þar sem þannig andi ríkir er gott að starfa. Hjá þannig skólastjóra er gott að vera nem- andi. Hjartans þakkir skulu Stefáni hér færðar frá nemendum, for- eldrum, kennurum, starfsfólki, skólanefnd svo öðrum þeim sem áttu samstarf við hann vegna skólans. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég þér Stella, og fjölskyldu þinni og bið Guð að blessa ykkur minningarnar. Viðar Marmundsson. Fuglar þar flugu, - frjálsir vængir glóðu. . Lokkandi súgur lyftir blárri móðu. Pað voru svanir, - söngfuglarnir góðu. Jóh. úr Kötium. Hann Stefán er dáinn. Hann sem var með okkur fyrir nokkr- um dögum síðan. Það er svo erfitt að trúa því, að við eigum ekki eftir að sjá hann oftar. Skólinn okkar verður tómlegur án hans. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Stefán var ekki bara mjög góður kennari; hann var einnig vinur okkar. Hann hafði sérstakt dálæti á ljóðum og las mikið. Hann sagði okkur sögu um ljóðið sem hon* um fannst fallegast. Það var: „Álftirnar kvaka“ eftir Jóhann; es úr Kötlum. Þá lagði hantt mikla áherslu á góðan framburð. á íslensku máli. Stefán hafði einstaka hæfileika til að segja- frá og fá okkur til að hlusta. 1 tímum sagði hann okkur oft miklu meira en stóð í skólabók* um. Aldrei skammaðist hann heldur ræddi málin í ró og næði og hann treysti okkur til að. virða þær fáu reglur sem hanö setti. Þá fylgdist hann vel með okkur í íþróttum, hvatti okkur og gaf okkur góð ráð. Á vorih þegar lömbin og folöldin voru að fæðast gladdist hann með: okkur yfir hverju nýju lífi. Stef*’ án reyndi að undirbúa okkur vel undir unglingsárin og framtíð- ina og sagði okkur margt úr sinni æsku. Stefán var ekki heill heilsu þennan seinasta vetur. Það sýndi vel hug hans til okkar, þegar hann lá veikur um síðustu jól og komst ekki á jóla- skemmtunina, að hann hringdi í skólann og fékk að hlusta á jólaguðspjallið og kórsönginn í gegnum símann. Þá var hann þakklátur og glaður. Það mætti lengi rifja upp ýmis atvik en hér látum við staðar numið. Við þökkum fyrir þá dýrmætu reynslu að hafa kynnst Stefáni og lært af honum, mun það verða okkur ógleymanlegt. Við biðjum Guð að geyma hann og megi hann hvíla í friði. Stella og Hrafnkell, við sendum ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vina skilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem 6. bekkur f.h. nemenda Grunnskóla A-Landeyja. í dag þriðjudaginn 7. maí verður jarðsunginn okkar yndislegi skólastjóri Stefán Jón Jónsson sem andaðist 30. apríl s.l. Það er margt sem kemur í hugann á stund sem þessari. Frá því að við vorum í barnaskólan- um í Gunnarshólma. Það er sama hvað kemur í hugann, hvort sem um var að ræða saklaust apríl-gabb okkar krakkanna eða alvarlega kennslustund, þá tók Stefán okkur alltaf vel. Og ekki er nú hægt að segja að hann hafi verið að æsa sig yfir því ef læti voru, þvílíkur rólyndis maður sem hann var. Þær voru ófáar kennslustundirnar sem Stefán var með okkur í tíma og var að tala við okkur um lífið og tilver- una. Og ekki síst að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Þannig hefur hann verið einstakur að ná okkur krökkunum með sér. Við krakkarnir sem komum frá Stefáni vöktum líka athygli þeg- ar við komum í Gagnfræðaskóla fyrir sögu og ljóðalestur en í þeim greinum var hann alveg sérfræðingur. Þær hafa líka rifj- ast upp stafsetningarreglurnar og annað einmitt á þann hátt sem Stefán setti þær upp. Það er víst ábyggilegt að það væri ein- hver verr á veg kominn í námi ef Stefáns hefði ekki notið við. Er það því mikill heiður fyrir okkur að hafa kynnst honum jafnt við kennslu sem annars- staðar. Og munum við seint gleyma þeim stundum sem við áttum með honum. Við kveðj- um okkar ástkæra skólastjóra með miklum söknuði og vottum fjölskyldu hans og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. F.h. nemenda árin ’79-82. Bjarki, Bryndís, Helen, Kristín, Guðbiörg Á, Guðbjörg V, Ómar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.