NT


NT - 07.05.1985, Side 9

NT - 07.05.1985, Side 9
Þriðjudagur 7. maí 1985 9 fa orðid ■ Það getur sem best kostað nokkurt fé að fá að sveifla veiðstönginni. Randýr veiðileyfi í Vífilsstaðavatni ■ Ég vil lýsa óánægju minni með hversu dýr veiðileyfi eru orðin í Vífilsstaðavatni. Ég spyr hver tekur ákvörðun urp verð á þessum veiðileyfum? Nú kosta krónur 220 að renna í vatnið og ekki er hægt að kaupa hálfan dag. í fyrra var verðið í kringum 80 krónur ef ég man rétt. Mér þykir það undarleg stefna á ári æskunnar að ungt fólk sé fælt frá jafn heilsusamlegu sporti og stang- veiði er, með dýrum veiðileyf- um. Hafnarfjarðarbær ætti að sjá sóma sinn í því að hafa veiðileyfi ókeypis fyrir yngra fólk sem gæti þá unað sér við vatnið og jafnframt notið hollr- ar útiveru. Þetta er rándýrt veiðileyfi, ef lítum til dæmis til Úlfljótsvatns, sem verður að teljast mun betra veiðivatn, en þar kostar dagurinn rúmar hundrað krónur. Þetta er hlutur sem þarf að breyta hið fyrsta, og mun það stuðla að heilbrigðari og hraustari ungum Hafnfirðing- um. Skopast að grandalausu fólki ■ „Ekki er öll vitleysan eins,“ hafa sumir að orðtaki þegar fyrir augu eða eyru ber einhverja fásinnu, sem aðeins er hægt að hrista höfuðið yfir en hvorki hægt að reiðast né hlægja að. Fásinna af svona tagi var viðtal kokkað saman á Þjóð- viljanum við indverska stelpu, sem stendur í basli með hús- næði, eins og svo margir á höfuðborgarsvæðinu. Hún er eins og gefur að skilja þreytt á flutningunum og okrinu og Iá menn henni það varla. Hrekk- ur upp úr stelpunni að meira að segja í Indlandi sé ástandið skárra. Nú er það þannig í spjalli yfir kaffibolla að fólk grípur til ýkinna líkinga, svona til þess að lita samræðurnar. En þar með er ekki sagt að þannig orða flúr eigi erindi í fimmdálk á forsíðu dagblaðs. Blaðamað- ur ætti að vita að sanngirnis skylda hans við viðmælandann er að gera hann ekki að fífli opinberlega. í>að er sagt urn Indverja að þeir séu heimsmeistarar í list- inni að lifa af andstreymi, sem öllum öðrum reyndist um megn að þola. Þótt frú Leoncie Martin kunni að sanna þessa visku með því að lifa af hið vitlausa Þj óðvi 1 j a viðtal, þá sýnist það ííldungis út í bláinn hjá blaðii.„ ao magna vand- kvæði hennar með þessum hætti. Húsnæðisbasl er nægur kross á hverri manneskju. Leigjandi Sjónvarpið: Fleiri góða þætti Númi skrifar: ■ Mikið var það nú gott hjá sjónvarpinu að fá lögguþættina aftur, „Verði laganna“. Þar fara góðir þættir, sem gaman verður að sjá meira af. En þrátt fyrir þessa góðu viðleitni ætla ég nú að deila aðeins á sjónvarpið, nefnilega fyrir það hvað það eru nú alltaf fáir svona „góðir þættir“ í gangi, og nýlegustu asnastrik í sam- setningu dagskrár. Hvenær fáum við meira af Dallas, eða þá Löðri? Hvers ■ Verðir laganna. vegna eru ekki sýndar fleiri bíómyndir? Er það verjandi, eins og var s.l. föstudagskvöld, að eftir Skonrokk sé sýndur þrautfúll amerískur áróðurs- þáttur um einhverja flótta- stelpu frá Sovét sem leikur á fiðlu. Og svo enn fúlli svissn- eska leiðindamynd á eftir. Það vantaði nú ekki annað en heimildamynd um útför Brésn- evs til að botna harmagrátinn. Og hvenær lýkur þeim mol- búahætti að hafa ekkert sjón- varp á fimmtudögum? Það mætti að minnsta kosti láta eins og tvær bíómyndir rúlla þá í staðinn fyrir stillimynd. /

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.