NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.05.1985, Qupperneq 11

NT - 07.05.1985, Qupperneq 11
Þriðjudagur 7. maí 1985 11 afhjúpa styttu af Hriflu-Jónasi, mikilhæfum leiðtoga bænda og verkalýðs sem var borinn í þennan heim fyrir réttum hundrað árum. I morgunsól- inni, var mér sagt, komu ungir og gamlir Framsóknarflokks- menn saman á Arnarhóli, brostu fallega hvorir framan í aðra og þó mest framan í foringja sinn, löngu búnir að fyrirgefa Jónasi gamlar yfir- sjónir. Að sögn hafði Jónas þessi alla tíð sérstakt lag á því að vekja heitar tilfinningar með fólki og oftar en ekki andúð. Þetta var fyrir mína tíð, en síðar um daginn fékk ég staðfestingu á því að fyrir þessu var og er vissulega flugu- fótur. Þá sat ég í matarboði og útmálaði fávíslega stórafrek Jónasar Jónssonar í mennta-, menningar- og framfaramál- um. Sé ég þá ekki betur en að kominn sé ógurlegur fýlusvip- ur, næstum blár á andlit vand- aðs sjálfstæðismanns við borðið, sem tengdur er mér lauslega í fjölskyldu. Það eru sumsé ekki allir búnir að fyrir- gefa Jónasi öll umsvifin og dugnaðinn. Ég er líka viss um að honum þykir það ekkert verra, hvar sem hann er nú niðurkominn. Sumir hlutir eru fastir punkt- ar í tilverunni á fyrsta maí og örugglega sjónarsviptir ef þeir væru ekki meir. Það er tildæm- is hann Atli Magnússon kollegi minn, sem blæs í trombón hjá Lúðrasveit verkalýðsstéttar- innar þannig að undir tekur í auðvaldsköstulunum við Laugaveginn. Og svo eru það Samtök herstöðvaandstæð- inga, hópur sem verður æ fá- mennari og sultarlegri með hverju árinu sem líður, sem kyrjar í göngunni sinn tilbreyt- ingasnauða baráttumars gegn hernum og Nató við slitið ástr- alskt dægurlag. Og það eru gömlu kreppukommarnir sem hafa gengið undir merkjum síns félags í margra manns- aldra, klæddir í sitt besta púss, teinótt jakkaföt frá því í stríð- inu, því það eru ekki nema stofukommar sem mæta í slorgallanum á fyrsta maí. En þetta voru samt ekki stjörnurnar í fyrsta maígöng- unni þetta árið. Og ekki voru það heldur ræðumennirnir snjöllu sem með tuldri sínu um verðbólgu, vísitölu og vanefni sáu til þess að útifundurinn á Lækjartorgi gufaði upp svona hérumbil í þá mund sem hann átti að hefjast. Nei, stjörnurn- ar voru hópur póstburðar- manna sem kalla sig bréfbera- leikhúsið Dúfan. Þar má sann- arlega segja að leiklistin hafi verið tekin í þágu verkalýðs- baráttunnar með áhrifamikl- um hætti. Að minnsta kosti fór ekki á milli mála við hvílík hörmungarkjör bréfberar búa á leiksýningunni í Austurstræti að lokinni göngu; gott ef þeir hafa það nokkuð skárra en landpóstarnir gömlu sem grófu sig gjarnan í fönn og börðust yfir heiðar og beljandi jökul- fljót í öllum veðrum. Ég sá heldur ekki betur en þarna væri kjörum bréfbera líkt við hlutskipti ólæsra og varnar- lausra bréfdúfa; í hita leiksins var einn bréfberinn lokaður inni í þröngu búri á meðan félagar hans slógu um hann hring og höfðu uppi torkenni- leg hróp og köll. Það er ljóst að póstmeistarinn í Reykjavík verður að fara að hugsa sinn gang ef hans á ekki að verða minnst sem eins mesta þræla- haldara sögunnar. Það voru tveir útifundir í Reykjavík þetta árið. Lang- þreytt fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna hélt sína árlegu sam- komu á Lækjartorgi og mátti þar heyra yfirvegaðar og sann- girnislegar tölur um að ástand- ið hefði sjaldan verið verra, það þyrfti að rétta hag þeirra lægstlaunuðu, en enga óþarfa æsimennsku eða baráttuhug, enda á slíkt varla við í sið- menntuðu samfélagi einsog okkar þar sem verkföll eru orðin gamaldax. Róttækar konur héldu svo annan útifund á Hallærisplaninu framan við Kvennahúsið og voru öllu óbil- gjarnari. Á þeim fundi varð á vegi mínum nær öll ritstjórn Þjóðviljans, kollega mína úr blaðamannastétt, hangandi á vörum ræðukvennanna sem eggjuðu kynsystur sínar til bar- áttu. „Eruð þið ekki á vitlaus- um fundi, strákar?" spurði ég. „Eru ykkar menn ekki á Lækj- artorgi, allirsaman allaballarn- ir?“ Þeir tóku fálega í það. „Hérna er okkar fólk!“ kvað einn þeirra upp með næstum útkulnaðan róttæknisglampa í augum. Þeir hinir tóku undir, sögðust sko ekki láta flokkinn kúga sig lengur, allur Þjóðvilj- inn væri á kvennafundinum utan tveir stjórar. Fram- kvæmdastjóri blaðsins væri giftur formanni Alþýðusam- bandsins og yrði því að standa á Lækjartorgi hvort sem henni líkaði betur eða verr. Eldri og reyndari ritstjórinn væri á báð- um áttum, vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga og kysi því að standa á milli funda, á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Þar hefur hann sennilega orðið fyrir ein- hvers konar hugljómun, því skömmu síðar slóst hann líka í hóp blaðamannanna baráttu- fúsu á Hallærisplaninu. Ja svona geta menn stundum verið óþekkir við flokkana sína..., Texti: Egill Helgason li^ ÓST3P Lanap liíinn Pí ■ Er tími landpóstanna liðinn? Spyrjið póstmeistara! NT-mynd: Árai Bjama Akureyri Halldór Ásgeirsson, Hjarðarlundi 4, s. 22594. Akranes Aðalheiður Malmqvist, Dalbraut 55, s. 93-1261 Borgarnes Guðný Þorgeirsdóttir, Kveldúlfsgötu 12, s. 93-7226. Hellissandur Víglundur Höskuldsson, Snæfellsási 15, s. 93-6737. Rif Snædís Kristinsdóttir, Háarifi 49, s. 93-6629. Ólafsvík Guðný H. Árnadóttir, Grundarbraut 24, s. 93-6131. Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir, Grundargötu 43, s. 93-8733 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir, Silfurgötu 25, s. 93-84010. Búðardalur Sólveig Ingvadóttir, Gunnarsbraut 7, s. 93-4142. Patreksfjörður Ingibjörg Haraldsdóttir, Túngötu 6, s. 94-1353, Tálknafjörður Níels Ársælsson, Hamraborg, s. 94-2656 (2514). Bíldudalur Jóna M. Jónsdóttir, Tjarnarbraut 5, s. 94-2206. Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir, Brimnesvegi 2, s. 94-7673. Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir, Sætúni 2, s. 94-6170. Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir, Hafnargötu 115, s. 94-7366. (safjörður Svanfríður G. Bjarnadóttir, Pólsgötu 5, s. 94-3527. Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54, sími 94-8131 Súðavík Heiðar Guöbrandsson, Neðri Grund, s. 94-4954. Hólmavík Guðbjörg Stefánsdóttir, Bröttugötu 4, s. 95-3149. Hvammstangi Baldur Jessen, Kirkjuvegi, s. 95-1368. Hofsós Björn Nielsson, Kirkjugötu 21, s. 95-6389 Blönduós Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, s. 95-4581. Skagaströnd Ingibjörg Skúladóttir, s. 95-4885. Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson, Skaf.braut 25, s. 95-5200. Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir, Aðalgötu 21, s. 96-71208. Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, s. 96-62308. Dalvík Brynjar Friðleifsson, Ásvegi 9, s. 96-61214. Grenivík Jóhann Axel Pétursson, Túngata 15, s. 96-33188. Húsavík Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, s. 96-41765. Kópasker Þórhalla Baldvinsdóttir, Akurgerði 7, s. 96-52151. Raufarhöfn Ófeigur I. Gylfason, Sólvöllum, s. 96-51258. Reynihlíð Þuríður Snæbjarnardóttir, Skútahrauni 13, s. 96-44173. Þórshöfn Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1, s. 96-81157. Breiðdalsvík Jóhanna Guðmundsdóttir, Selnesi 36, s. 96-5688. Borgarfjörður eystri Hallgrímur Vigfússon, Vinaminni. Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir, s. 97-3251. Egilsstaðir Páll Pétursson, Árskógum 13, s. 97-1350. Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson, Oddagötu 4, s. 97-2360. Neskaupstaður Marín Árnadóttir, Víðimýri 18, s. 97-7523. Eskifjörður Jónas Bjarnason, Strandgötu 73, s. 6262. Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson, Heiðavegi 12, s. 97-4119. Fáskrúðsfjörður Sonja Andrésdóttir, Þingholti, s. 97-5148. Stöðvarfjörður Stefán Magnússon, Undralandi, s. 97-5839. Djúpivogur Rúnar Sigurðsson, Garði, s. 97-8820. Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir, Smárabraut 13, s. 97-8255 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir, Sólheimum, s. 99-8172. Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Geitasandi 3, s. 99-5904 Selfoss Helga Snorradóttir, Tryggvavegi 5, s. 99-1658. Stokkseyri Sturla G. Pálsson, s. 99-3274. Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsd, Hvammi, s. 99-3402. Þorlákshöfn Þóra Sigurðardóttir, Sambyggð 4, s. 99-3924. Hveragerði Sigríður Ósk Einarsdóttir, Heiðabrún 46, s. 99-4665 Vík Guðrún Árnadóttir, Mánabraut 14, s. 99-7233. Vestmannaeyjar Ingveldur Gísladóttir, Bröttugötu 26, s. 98-2270. Grindavík Stefanía Guðjónsdóttir, Staðarhrauni 10, s.92-8504 Garður Kristjana Óttarsdóttir, Lyngbraut 6, s. 92-7058. Sandgerði Snjólaug Sigfúsdóttir, Suðurgötu 18, s. 92-7455. Keflavík Guðríður Waage, Austurbraut 1, s. 2883. Ingibjörg Einarsdóttir, Suðurgjötu 37, s. 4390. Ytri Njarðvík Kristinn Ingimundarson, Hafnargata 72, s. 3826. Innri Njarðvík Guðríður Árnadóttir, Kópabraut 16, s. 92-6074. Hafnarfjörður Rósa Helgadóttir, Laufás 4, s. 53758. Garðabær Rósa Helgadóttir, Laufás 4, s. 53758. Mosfellssveit Jónína Ármannsdóttir, Arnartanga 57, 666481 GERIST ÁSKRIFENDUR HJÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.