NT


NT - 07.05.1985, Side 14

NT - 07.05.1985, Side 14
■ Mitterrand er ekki alltaf sveigjanlegur og eftirgefanlegur eins og hann sýndi á fundi stórveldanna í Bonn. I’ar sýndi hann hitt andlitið, var harður í horn að taka og ósveigjanlegur. Líkja menn honum nú við fyrrverandi leiðtoga Frakka, De Gaulle heitinn, sem var óhræddur við að sýna bandamönnum sínum fyrir vestan haf andstöðu ef hann taldi slíkt í þágu franskra hagsmuna. (^BLAÐBURÐARFOLK ''n VANTAR í EFTIRTAL- IN HVERFI: Austurbrún, Dyngjuvegur, Dragavegur, Þriðjudagur 7. maí 1985 14 Utlönd Sviss: Osamkomulag á leið- |SK togafundi sjöveldanna - Mitterrand jafn ósveigjanlegur og De Gaulle Bonn-Reuter. ■ Þriggja daga leiðtogafundi sjö mestu iðnvelda auðvalds- heimsins lauk um helgina eftir miklar deilur milli Mitterrands Frakklandsforseta og annarra þjóðarleiðtoga. Mitterrand neitaði að fallast á tillögur Re- agans Bandaríkjaforseta um að setja ákveðna dagsetningu á upphaf viðræðna um nýja al- þjóðlega viðskipta og tolla- samninga á næsta ári. Markmiðið með viðskipta- viðræðunum átti að vera að gera heimsverslun frjálsari og fella niður verndartolla. Mitter- rand heldur því fram að niður- felling verndartollanna myndi fyrst og fremst bitna á frönskum bændum og vera til bölvunar. Ósveigjanleg afstaða Mitter- rand og andstaða við tillögur Bandaríkjaforseta þykir minna mjög á Charles De Gaulle heit- inn sem kvikaði aldrei frá því sem hann taldi hagsmuni Frakka. Meira að segja Jacques Chirac leiðtogi Gaullistaflokks- ins í Frakklandi sá ástæðu til að hrósa Mitterrand fyrir að neita að fallast á ákveðna dagsetningu fyrir nýja alþjóðlega viðskipta og tollasamninga þótt hann gagnrýndi forsetann fyrir of ein- strengislega höfnun á boði Bandaríkjamanna um að vera með í geimvopnaáætluninni. Mitterrand segist ekki aðeins hafa verndað hagsmuni franskra bænda með ósveigjanleika sín- um heldur hafi afstaða hans þjónað hagsmunum allra evrópskra bænda. Ákveðin og ósveigjanleg af- staða Mitterrands varð til þess að ýmis mál, sem ríkisleið- togarnir höfðu ætlað að ræða, komust ekki á dagskrá. Þannig slapp Nakasone forsætisráð- herra Japana að mestu leyti við að hlusta á gagnrýni á innflutn- ingshömlur og innflutningstolla Japana og þann mikla vöru- skiptahagnað sem þeir hafa af viðskiptum sínum við önnur iðnaðarríki. Glarus, Sviss-Reuter. ■ Kjósendur í fjallafylk- inu Glarus í austurhluta Sviss hafa ákveðið að aflétta banni við óvígðri sambúð. Um 7.500 karlar og kon- ur söfnuðust saman á „Landsgemeinde", kosn- ingafundi að hefðbundn- um sið sem sjaldgæft er að halda nú til dags, og lýstu vilja sínum varðandi stjórn fylkisins með því að rétta upp hendur til marks um samþykki sitt. Óvígð sambúð er enn bönnuð í nokkrum fylkj- um í Sviss. Rajiv Gandhi: Indverjar halda fast við sósíalisma sinn Aukin vinátta við Sovétmenn Nýja Delhi-Moskva-Reuter: Fundur fyrrverandi SS-manna gleymist Nesselwang-Reuter: ■ Fundi fyrrverandi SS- manna í Nesselwang í Bæjara- landi lauk án þess að vekja mikla athygli enda allm'sem vettlingi gátu valdið að mót- mæla heimsókn Reagans Bandaríkjaforseta í kirkjugarð- inn þar sem 49 félagar SS- manna úr stríðinu liggja undir grænni torfu. Lögreglan skýrði frá því að engir óþægilegir atburðir hefðu gerst á meðan á tveggja daga endurfundum um 250 fyrrver- andi hermanna úr dauðasveit- um SS stóð á hótelinu í Nesselwang. Stj órnarandstöðuflokk ur sósíaldemókrata (SPD), verka- lýðsfélög og vinstri hópar mót- mæltu þessum endurfundum við ríkisstjórnina í Bæjaralandi en hún sagði að fundurinn væri löglegur vegna þess að hann væri ekki opinber heldur hald- inn „í einrúmi". ■ Á þingi Kongressflokksins nú um helgina lagði forsætisráð- herra Indverja, Rajiv Gandhi, áherslu á að Indverjar myndu halda fast við sósíalisma við uppbyggingu lands síns. Hann sagði m.a. að stjórn- völd myndu leggja áherslu á opinberar framkvæmdir og efl- ingu ríkisfyrirtækja til að bæta lífskjör milljóna fátæklinga. Gandhi sagði að Kongressflokk- urinn ætti sér eitt markmið sem væri að útrýma fátækt á Ind- landi. Forsætisráðherrann lofaði því að stjórnvöld myndu verja meiri fjármunum til áætlana og efna- hagsframkvæmda sem beint væri gegn fátæktinni. Hann sagði mikilvægt að tryggja betri nýtingu á þeim fjármunum sem varið væri í þessum tilgangi. Fyrrverandi fjármálaráð- herra Indverja, Pranab Muk- herjee, sagði á þinginu að 93% af öllum tjármunum, sem Ind- verjar verðu til efnahagþróun- ar, kæmu frá Indverjum sjálfum. Engin önnur þjóð gæti státað af því að kosta jafn mikið af þróun sinni með eigin auð- lindum. Gandhi fer í opinbera heim- sókn til Moskvu síðar í þessum mánuði. í sjónvarpsviðtali, sem sovéska sjónvarpið hafði við hann í tilefni af fyrirhugaðri Sovétheimsókn, sagði Gandhi m.a. að samskipti Indverja og Sovétmanna væru mjög góð og vinátta þéirra ykist stöðugt. Hann sagðist telja að viðskipti Indverja við Sovétmenn myndu aukast á komandi tímum. Gandhi tók undir fordæm- ingu Sovétmanna á geirhvopna- áætlunum Bandaríkjamanna og hvatti til þess að Bandaríkja- menn hættu fjandskap sínum við Nicaraguamenn. Góð vináttutengsl Sovét- manna og Indverja sjást best á því að Sovétmenn veittu fyrr- verandi forsætisráðhera Ind- verja Indiru Gandhi friðarverð- laun Leníns í seinustu viku háflu ári eftir að hún var myrt. Bretar hóta skoðun diplómatafarangurs London-Rcuter: ■ Bresk stjórnvöld hafa til- kynnt að erlendir sendimenn geti átt von á því að farangur þeirra verði gegnumlýstur við komu þeirra til landsins. Bretar segja að þetta brjóti ekki gegn alþjóðasamþykkt- um diplómatafarangur þar sem í þeim sé ekki minnst á bann við gegnumlýsingu farangursins. Þeir segja að gegnumlýsingin verði aðeins notuð þegar sérstakar ástæð- ur séu til grunsemda. Bretar hafa sérstaklega áhyggjur af því að diplómatafarangur kunni ða vera notaður til smygls á eiturlyfjum eða vopnum. Mikil reiði greip um sig í Bretlandi vegna forréttinda erlendra sendimanna á sein- asta ári eftir að bresk lög- reglukona var skotin til bana fyrir utan líbýska sendiráðið. VEROTRYGGÐUR /rn vaxtareikningu T _ /^ ávaxtar fé þitt LrLJ á arðbæran hátt Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.