NT


NT - 12.05.1985, Síða 18

NT - 12.05.1985, Síða 18
Sunnudagur 12.maí 1985 18 vikur er þeim haldið í geymi undir sama þrýsting og er á sjávarbotni. Að lokinni langri vakt í köfunarhylkinu niðri eru þeir dregnir upp og hylkið tengt við „íbúðarhylki". Þar hafast þeir við fram að næstu vakt er þeim er slakað niður á ný. Fjögur slík „íbúðarhylki“ er til dæmis að finna um borð í „Seabes One“. Hvert þeirra er fjórir metrar á lengd og 2,5 metrar á hæð. Þeir Erich Arndt, sem er 35 ára, og félagar hans dvelja í hylkinu undir þrýstingi sem er 15 „bör“. Þeir hírast þarna innan um kojur og borð, þröngt steypibað og salerni, dag og nótt. Þeir kafa, vinna, baða sig, borða og sofa. í frítíman- M Þessi köfunarbúningur er bandarísk uppfínning. Kafar- inn getur farið niður á 500 metra dýpi og farið rakleitt upp á yfírborðið að nýju, án þess að eiga á hættu að fá kafaraveiki. Það er ekki fyrir hey- brækur að stundaköfun við olíu- borpalla á Norðursjó um sitja þeir í nærfötunum eða í þunnum samfestingi með baðskó á fótum, hlusta á útvarp, lesa bækur og blöð. Matnum er skotið til þeirra í gegn um rennu. Nautnin af því að borða er ekki mikil. Hvort sem er borið á borð kartöflustappa eða gæsasteik, þá smakkast allt eins í helíum- loftinu. Loftblandan á sök á því að það heyrist varla í þeim. Helíumið breytir endurómn- um þannig að þeir tala allir með mjórri rödd sem minnir á Mikka mús. Sérhvert hljóð úr sívalning- um berst upp í stjórnklefann, videomyndavélar fylgjast með öllum hreyfingum kafaranna. Tuttugu og einn sérfræðingur er sífellt til staðar um borð að' fylgjast með köfurunum, - loftblöndunarfræðingar, dælu-' stjórar, hjúkrunarmenn og1 tæknifræðingar. Peir vinna á vöktum. Einkanlega þegar mennirnir skríða í köfunarhylkið úr íbúð- arhylkinu ríkir spenna meðal áhafnarinnar úti fyrir. Þegar lokunum hefur verið læst og köfunarhylkinu er kúplað frá, hljómar hljóðmerki. Þá grípur kranastjórinn um stjórnstöng sína og köfunarhylkið er látið síga niður um ferhyrnt gat á skipsskrokknum niður í Norðursjóinn. Tölvukerfi stjórnar vélum skipsins, sem-eru 9000 hestöfl ■ Fljótt á litið virðist vinnustaður Erich Arndt vera mjög þægilegur. Hann nýtur þess m.a. að hafa ómeng- að og gott andrúmsloft, hann er alltaf í þægilegu hitastigi og engin tækni er spöruð til þess að auðvelda honum lífið. Vinnustaðurinn er á botni Norðursjávar í grennd við olíuborpallinn „Statfjord C.“ Hann er tengdur við hið sérútbúna hjálparskip „Seabes One“ (150 metrum ofar) með slöngum og leiðslum sem eru eins og mannshandleggur að M Köfunarhylki á þilfari olíu- borpallsins „Nordsee“, sem er 40 km norðvestur af Helgo- landi. Þrír menn geta farið niður með hylkinu. þykkt. Hann hefur samband við félaga sína með símrás og hátalara, sem komið er fyrir inni í brynhjálminum hans. Erich Arndt er iðnaðarkafari og einn úr hópi hugrakkra manna sem hætta lífi sínu og heilsu fyrir góða borgun. Starf kafarans hefur öðlast nýtt gildi eftir að olíuvinnslan hófst í Norðursjónum. Án mannanna í gúmmífötunum gæti það ekki gerst að þessi olíuuppspretta sæi V-Þjóð- verjum fyrir um það bil 20% af heildarnotkuninni. Kafararnir eru stöðugt að verki við að vaka yfir lagningu olíuleiðslanna og koma hinum voldugu borum fyrir á hafs- botninum. Það eru um 6000 kílómetrar af olíuleiðslum og 129 borturnar sem verður að vaka yfir og það kostar oft mikið álag á líkama og sál. Það sem hent getur ef skemmdir fá að þróast kom í Ijós á Ekofisk-svæðinu fyrir fimm árum, þegar borturninum Alexander Kielland hvolfdi í hvassviðri og 123 týndu lífi. Lengi voru 75 metrar hámarks- dýpi sem hægt var að kom- ast niður á af köfurum, þar sem þrýstingurinn þrengir of miklu súrefni út í bóðið, þegar dýpra kemur. Það veldur hinni oft banvænu kafaraveiki. En skömmu fyrir 1940 fundu menn upp á að blanda súrefnið með helíum, en þessi eðalloft- tegund er ekki eitruð þótt hún berist út í blóðið. Eftir það mátti kafa miklu dýpra. En ekki tókst að yfirvinna þann vanda að mannslíkaminn þolir ekki að fara upp og niður með sama hraða og vanaleg lyfta. Menn þurfa langan tíma til þess að samlagast þrýstingn- um, - um það bil 45 mínútur fyrir hverja 150 metra sem kafað er, en nær þrjá sólar- hringa til þess að komast upp. Það tekur svo miklu lengri tíma að samlagast eðlilegum loftþrýstingi að nýju. Til þess að komast hjá því að láta kafarana hanga í streng þrjá sólarhringa, meðan þeir eru dregnir upp á yfirborðið, nokkra sentimetra í senn, er gripið til nýrra ráða. í þrjár M Meðal þess sem gera þarf á hafsbotni er að mála sam- skeyti á leiðslum með ryðvarn- armálningu. Það er fyrirtækið BASFsem hefur hannað þessa málningu, sem hægt er að mála með í sjó.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.