NT - 12.05.1985, Qupperneq 19
og fjórum skrúfum þess. Þann-
ig getur þetta 100 metra langa
skip jafnan verið nákvæmlega
yfir vinnustaðnum neðansjáv-
ar.
Þegar köfunarhylkið er
komið niður á botn Norðursjáv-
arins opna þeir Erich Arndt
og félagi hans frá Bretlandi,
Peter Alexander, botnlúguna.
Þeir starfa báðir á vegum köf-
unarfyrirtækisins Comex í
Marseille. Vegna þrýstingsins
í hylkinu streymir sjór ekki inn
þegar opnað er. Hver á eftir
öðrum skríða mennirnir út í
ískaldan og kolmyrkan sjóinn.
En þeir verða þess ekki varir,
þar sem heitt vatn rennur
stöðugt frá skipinu milli laga í
neopren-búningnum sem þeir
eru klæddir. Flóðljós lýsa upp
umhverfið.
Stirðlega hreyfa þeir félagar
sig í átt til samskeytanna á
leiðslunni, sem á að tengja við
pípuna er liggur upp í pallinn
Statfjord C. Mennirnir leggja
endana hvorn að öðrum með
tilstyrk lyftitækja. Þá er svo-
nefnt vinnuhylki látið síga nið-
ur til þeirra. Pað er lagt yfir
pípuendana og sjónum er dælt
úr því. Þá geta kafararnir hafið
vinnuna með rafsuðutækjum
sínum. Á 150 metra dýpi er
aðeins hægt að rafsjóða sé
flöturinn þurr. í tíu stundir
vinna þeir á sjávarbotninum.
Peir geta skotist smástund inn
í köfunarkúluna til þess að fá
sér matarbita. Þegar þeir að
nýju eru komnir inn í íbúðar-
hylkið á þilfari skipsins eru
þeir alveg uppgefnir. Fimm
mánuðir munu líða þar til
lokið verður við leiðslurnar í
Statfjord C. Þá verður hægt að
dæla hér upp tíu milljón tonn-
um af olíu á ári.
V Kafararnir bíða þess í íbúðarhyíkinu að fara á ný um borð í köfunarhylkið. í þrjár vikur eru þeir undir margföldum loftþrýstingi. Beri eitthvað út af er
dauðinn vís.
Það er vegna hinna háu
launa sem mennirnir leggja
allt þetta harðræði á sig. Hver
kafari þénar allt að 42 þúsund
krónum ísl. á dag. Þeir fara í
þrjár eða fjórar köfunarferðir
á ári, sem hver stendur þrjár
eða fjórar vikur. Árslaun geta
verið 3-4 milljónir.
Skilyrðin fyrir því að vera
tækur í þetta starf eru þau að
byrjandi verður að vera minnst
19 ára og hafa próf í einhverri
iðn eða sjómennsku. Hann
verður að vera flugsyndur.
Miklu auðveldara er þó að
komast að hjá köfunarfyrir-
tæki en að halda sér á starfslista
meðal þeirra sem vinna á út-
sævi, en þar eru menn ráðnir
og reknirán afláts. Á hafsbotni
verða handtökin að vera rétt,
því það er dýrt að framkvæma
þessi verk. Hver andardráttur
þeirra á hafsbotni kostar 6-700
krónur. Leigan fyrir skipið er
800 þúsund til milljón á dag.
Það hefur sín áhrif á menn
að vera svo lengi neðansj ávar.
Margir þjást af eyrna- og
liðaverkjum og Erich Arndt,
sem hefur verið í þessu í átta
ár, veit að hann verður brátt
að hætta. Menn duga alls ekki
lengur en til fertugs í þessu.
„Þá verðum við að hafa safnað
nógu fé til þess að kaupa
sjoppu eða matvöruverslun,"
segirhann.
(Úr Stern - stytt).
10.40
Landeigendur smáir og stórir
GIRÐING ER VÖRN
FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR
Þú færð allar tegundir af
GIRÐINGAEFNI í BYKO
Járnstaurar, tréstaurar,
gaddavír og girðinganet af öllu tagi.
BYG GIN G AV0 RU VERZLU N BYKO
KÓPAV0GS jO
SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000