NT - 19.05.1985, Blaðsíða 9

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. maí 1985 asta kynlífssvall innan veggja heimila sinna. í rauninni er mjög erfitt að breyta kynlífi fólks jafnvel þó að það sjálft vilji það. En það er hægt að hlusta á það og taka tillit til þess og lofa því að vera það sjálft. Þar að auki er hægt í samvinnu viö það að setja vissar reglur þannig að við- komandi fari sér ekki að voða eða skaði aðra með afbrigði- legum eða hugmyndaríkjum uppákomum á kynlífssviðinu. Hin hliðin á krónunni Þegar minnst er á sadisma verður ekki hjá því komist að fjalla einnig um hina hliðina á þessari sérkennilegu mynt en það er masochismi. Einnig þetta hugtak er komið úr bók- menntum en það er kennt við rithófundinn Leopold Sacher- Masoch sent uppi var á síðustu öld. I einni afbókum Masoch, Venus í pels, lætur hann sögu- hetjuna vera viljalaust verk- færi herskárrar konu sinnar. Lýsing Masoch á sálarlífi þessa manns og samskiptum þcirra hjóna þykir meistaraleg úttekt á því fyrirbæri scm ncfnt hcfur verið masochismi og lýsir sér í eins konar þörf fyrir sjálfs- meiðingu. Eins og í sadisma getur bæði verið um líkamleg- ar eða andlcgar meiðingar að ræða og hinn kynferöislegi þáttur er misjaínlega sterkur frá einu tilfelli til annars. Lífeðlisfræðingar og aðrir þeir sern fengist hafa við það að krukka í mannsheilann telja sig geta bent á ákveðin svæði í heilanum sem hafi sérstaklcga með kynferðishneigðir okkar að gera. Ekki nóg með það heldur hafa þeir hinir sömu bent á að á þessum svæðum niegi einnig finna miðstöðvar fyrir árásargirni eða ýgi eins og það hefur stundum verið kallað. Það er heiladyngju- botninn sem sérstaklega hefur verið nefndur í þessu sambandi en hann er liluti af milliheilan- um sem stjórnar og samstillir hluta sjálfvirka taugakerfisins, starfsemi innkirtla og ntarg- skonar annarri líkamsstarf- semi. Sumir fræðimenn hafa bent á að nokkur kynjaskipting virðist ríkja milli sadista og masochista. Þannig væru karl- nienn rniklu oftar haldnir sa- diskum tilhneigingum en konurnar aftur á móti miklu frekar masochistar. Reyndar væru sadiskar konur svo sjaldgæfar að masochistar teldu það ekki eftir sér að ferðast þúsundir mílna til að hitta fyrir slíkar valkyrjur. Rétt er að bcnda á að þeir kynlífsþættir sem hcr hafa lauslega verið raktir eru ekki mikið rannsakaðir og meira er um það að skrifað hafi verið um einstaka tilfelli en að t'yrir liggi stórar eða umfangsmiklar rannsóknir á þessu sviði. Hér er líka um mál að ræða sem revnt er að hafa ekki hátt unt þar sem samfélagiö á mjög erfitt með að sætta sig viö tilvist þess. Einn viðmælandi okkar sem að nokkru fær ánægju út úr því að feta í fótspor Sade markgrcifa orð- aði þetta eitthvað á þessa leið: „Þetta er ógurlega gaman en vandamálið er að það má helst enginn vita af þessu." staðreynd að kynlíf þeirra var með því marki brennt að það blómstraði ekki nema í skjóli ofbeldis og líkamsmeiðinga. Kristján bað okkur um að fjalla sem allra minnst um sig. Þó svo hann svaraði spurning- um okkar kinnroðalaust sagði hann að hann hefði rekið sig illilega á fordóma hér á landi gagnvart „öfuguggum" í kyn- ferðismálum og hann vildi alls ekki að hann þekktist í gegnum þá lýsingu sem hér birtist. Það er óþarfi að taka það fram að við breyttum nafni hans og virðum að sjálfsögðu aðrar óskir hans. Allir eins þegar úr nær- buxunum er komið? En hvað segja fræðin um slíkan öfuguggahátt? Hvernig má það vera að til sé nautn sem sækir gleði og fullnægju í ands- tæðurnar, sársauka og píning? Freud fjallar um þetta fyrir- bæri meðal annars í ritgerð sem hann skrifaði árið 1905. Þar bendir hann á hversu stutt sé milli þess sem við köllum normalt í kynlífi fólks og þess sem kallað er ónormalt eða sjúkt. „Enginn er fullkominn og hvað kynlífið snertir þá má finna eitthvað afbrigðilegt hjá öllum mönnum þegar úr nær- buxunum er koniið", eins og hann orðaði það. Samkvæmt hugmyndum hans er grunnur persónuleik- ans lagður strax á fvrsta ævi- skeiði mannsins og því rakti Fraud sadistískar tilhneigingar einnig til þessa tímabils. Hér vær í rauninni fyrst og fremst um að ræða aðferð til að leysa ómeðvitaða togstreitu eða að maðurinn væri að verja sjálfan sig gagnvart hræðslu sem búið hefði með honum allt frá bernsku. Freud talar um alræði ástarinnar og segir að ef til vill komi ástin hvergi skýrar fram en einmitt í skúmaskoti öf- uguggans. Þó svo að formerkin séu öfug við það sem venjulegt og hefðbundið má teljast, bendir hann á að ástin sé þar að verki engu að síður. Preben Hertoft, þekktur danskur kynlífsfræðingur tek- ur undir með Freud og segir menn komna út á hálar brautir þegar farið sé að flokka kynlíf í eðlilegt og óeðlilegt. „Kynlíf margar hjóna, sem ég hef haft afskipti af, er svo frosið og hugmyndasnautt að á það má líta sem jafn lasburða eða sjúkt og kynlíf öfuguggans." Wozzeck hefur líkt kynlífi mannsins við regindýpi hafsins." Frá yfirborðinu og niður á botn er æðimargt ný- stárlegt að sjá. Stundum lýsa skjólstæðingar ntínir kynlífi sínu á svo gróteskan hátt að það tekur ekki nokkru tali. Á hinn bóginn er hér um ósköp venjulegar manneskjur að ræða, sem engum dytti í hug að stunduðu hið hugmyndrík- 9

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.