NT - 19.05.1985, Blaðsíða 7

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 7
iæ ■ Loftræstiturninn hæöir. Á „topp" hæðinni koma bankastjórarnir til með að hafa skrifstofur sínar með útsýni yfir höfnina og til Esjunnar, en 2.-5. hæð aðalbyggingarinnar verða notaðar undir skrifstofur hinna ýsmu deilda bankans og fyrirþjóðhagsstofnun. Samtals er þetta skrifstofuhúsnæði ann- arrar til fimmtu hæðar aðal- byggingarinnar um 3000 nr. Á fyrstu hæð bankans sem er um 2.150 nr verða fundar- herbergi, skrifstofur og kerfis- deild Reiknistofu bankanna, mötuneyti og aðalinngangur- inn í húsið, afgreiðsla og það sem hennir tilheyrir. Gengið verður inn í húsið frá Arnar- lióli. Peningapokarnir beint íhús Jarðhæðin er 3,270 nr en þar verður inngangurinn fyrir starfsfólk. Einnig verða á jarð- hæð vinnslusalir fyrir seðla og mynttalningu, afgreiðsia fyrir peningastofnanir og ýmis þjón- ustustarfsemi. Á þessari hæð kemur Reiknistofa bankanna einnig til með að hafa vinnslu- sal sinn og þar verða ramm- gerðar peningageymslur, enda er það hér sem öryggisdyrnar á byggingunni verða. Aðstaða mun skapast fyrir peninga- flutningabíla til að keyra inn í húsið og þurfa þeir að fara í gegnum tvennar traustar dyr, sem ekki verður hægt að opna samtímis. Þannig komabílarn- ir til með að keyra inn í húsið og lokast ytri hurðin þá á eftir þeim og innri hurðin opnast. öryggisaðstaða á þessari hæð á að koma í veg fyrir að pokar fullir af seðlum og öðrum verð- mætum séu bornir yfir fjölförn- ustu götur miðbæjarins þegar þeim er komið úrog í geymslu. Reiknistofan nýtur vitanlega góðs af þessu öryggiskerfi líka enda meðhöndlar hún ekki síður verðmikla hluti -ávísanir landsmanna. Undir allri byggingunni er síðan athyglisverður kjallari, sem er 4.280 nr að flatarmáli. í honum er bílageymslan, vél- arsalur, peningageymsla og aðrar geymslur, aðstaða fyrir lækni, saunabað fyrir starfsfólk og leikfimiaðstaða, vinnuaö- staða fyrir húsvörð o.fl. Véla- salurinn er fyrir loftræstibún- aðinn í húsinu, en hann er sérstaklega mikilvægur því ekki eru á húsinu opnanlegir gluggar. Kerfi þetta er hvort tveggja í senn loftræsti og raka- stillingarkerfi og leiðir straum- urinn cftir miklum turni sem stendur upp með aðalbygging- unni. Turn þessi gegnir þre- földu hlutverki. í honum miðj- um er rör fyrir reykinn sem kcmur frá peningabrennslunni í kjallaranum. Utan um reyk- háf þennan verður svo neyðar- stigi. og í þriðja lagi er í turninum loftinntak. Þessa dagana er verið að vinna að innréttingu á húsinu, ganga frá loftræstikerfinu. raf- leiðslum og fleiru. Innrétting- arnar í húsinu, milliveggir og þessháttar, rnunu verða úr endurnýjanlegu efni þannig að rúm skapist fyrir sveigjanlcika og breytingar síðar meir ef þurt'a þykir. enda er húsinu ætlað að standa um langan aldur. Þannig taka t.d. raflagn- ir mið af þessu sjónarmiði og eru að mestu lagðar í gólf og loft í stað veggja. Birtir yfir efnahagsmálunum? Ymis önnur athyglisverð atriði má finna í bygginguni og má til dæmis benda á fjárhirsl- urnar í kjallara hússins, þar senr veggirnir eru tvöfaldir og er um fets bil ámilli þcirra. Á milli veggjanna verður síðan komið fyrir sjónvarpsvélum, en allar eru þessar hirslur byggðar samkvæmt nútímaleg- ustu öryggistækni og marka því byltingu frá þvfsem nú er. Á fyrstu hæð hússins vcröur eins konar innigarður undir glerkúpli. Mötuneytið verður að hluta til í þcssum garði þannig að birtan og Ijósið kem- ur til með að eiga greiðan aðgang að starfsfólkinu þegar það borðargrautinn sinn. Von- andi boðar það jafnframt, bjártari tíð í efnahagsmálum þjóðarinnar, að sérfræðingarn- ir borði í birtunni. Svo sem áður segir kcmur Seðlabankinn ekki til með að vera einn í húsinu. Reiknistofa bankanna, sem nú er í ófull- nægjandi húsnæði í Kópavog- inum og þar sern vinna urn 75 manns mun fá unr 2260 nr til umráða. Einnig nrun Þjóðhagsstofn- un fá eina hæð, sennilega þriðju hæðina í aðalbygging- Sunnudagur 19. maí 1985 7 ■ Þetta eru dyrnar að öruggustu fjárhirslu landsins. Gullið verður geymt bak við þessar dyr (þó ekki þessa hurð). unni. Starfslið þjóðhagstofnun- ar mun vera um 25 manns, en Seölabankinn hefur um 132 manna starfslið. Samanlagður fjöldi starfsmanna þessara þriggja stofnana er því 232 og þegar við bætast vélstjóri.ræst- ingafólk, húsvarsla og þess háttar, nrá reikna 250-260 manns korni til mcð að vinna í þessari nýju byggingu. Samkvæmt ársskýrslu Seðla- bankans nam heildarfjárfest- ing hans vegna nýbyggingar- innar 193,7 milljónum króna í árslok 1984 og þar af var framkvæmdakostnaður 108,7 milljónir. Á þessu ári cr áætlað að verja svipaðri upphæð til byggingaframkvæmdanna og verða megin verkefnin að ganga frá hvers konar lögnum í húsinu og búnaði svo seni lyftum. Einnig megum við eiga von á að gengið verði frá hús- inu að utan þannig að hcildar- mynd af því og umhveríi þess ætti að fást. Þó verður þessi heildarmynd ekki fullkomin fyrr en niðurstöðurnar úr hug- myndasamkeppni bankans og borgarinnar um hlutverk og mótun Arnarhóls liggja fyrir og þær verið útfærðar. B.G. ■ Innigarðurinn. Ofan á portið kemur glerkúpull og undir honum verður garður og mötuneyti starfsmanna. ■ Öryggisinnkeyrslan í húsið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.