NT - 19.05.1985, Blaðsíða 12

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 12
 m? Sunnudagur 19. maí 1985 12 ulí Leiklist Birgitta Heide, sem Helvítiskittý. Leikmyndahönnuðirnir Robin Don og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Fagrar konur og fjö LIFAPÍDITKE FJOLGAR LEINGI GREINUM Hinn 20. febrúar 1902 stofnuðu kaupfélögin í landinu með sér samband til að sinna ýmsum sameiginlegum verkefnum. Það hlaut nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga — og er fyrirtækið í eigu kaupfélaganna. Sambandið hefur með höndum fjölþættan atvinnu- rekstur — innanlands og utan — og annast margvísleg verkefni fyrir samvinnufélögin um land allt. VINNUM SAMAN $ SAMBAND (SLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ■ Leikstjórarnir tveir, Kenn OldfTeld og Benedikt Árnason. ■ Það er ekki að spyrja að því að fallegar konur geta valdið miklu fjaðrafoki, eins og best mun sannast á sviði Þjóðleikhússins á föstudaginn kemur. Tvær töfrandi stúlkur eru ásakaðar um að myrða elskhuga sína og hafa verið settar í fangelsi Chicago borgar. Þetta er árið 1924. Þá, ekki síður en nú, spiluðu fjölmiðlarnir stóra rullu í mótun almenningsálitsins og af kænsku og klókindum tekst þessum stúlkum að leika jafnt á fjölmiðlana sem kerfið allt, þannig að hinir syndum spilltu íbúar annars ára- tugarins í Chicagóborg, sem svölluðu, dönsuðu og jössuðu í trássi við yfirlýst velsæmi, stóðu á öndinni á meðan á réttarhöldunum stóð. Smáatriði sögunnar munu koma fram þegar söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 24. maí. Höfundar leiksins eru þeir Bob Fosse, Fred Ebb og John Kander, en verkið er byggt á samnefndu leikriti Maurine Dallas Watkins. Höfundarn- ir eru allir vel þekktir í „bransanum" vestan hafs og má til dæmis nefna það, að Fosse var fyrsti leikstjórinn sem sama árið fékk allar helstu viður- kenningar sem veittar eru í Banda- ríkjunum fyrir leikstjórn. Það var árið 1973 þegar hann fékk Óskarinn fyrir að leikstýra og semja dansana í kvikmyndinni Kabarett; tvenn Tony- verðlaun fyrir dansana og leikstjórn í söngleiknum Pippin; og Emmy verð- laun fyrir dansana og leikstjórn á sjónvarpsþættinum „Liza with a Z“, sem var sérstaklega saminn fyrir Lizu Minelli. Annars hefur Fosse komið víða við í söngleikjum og kvikmynd- um og samdi meðal annars dansana og leikstýrði myndunum Lenny (Dustin Hoffman í aðalhlutverki) og Áll that Jazz, sem hlaut fern Óskars- verðlaun og Gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Hinir höfundarnir, tónskáldið John Kander og textahöfundurinn Fred Ebb eru líka vel þekktir ekki hvað síst fyrir tónlistina og texthna í Zorba, Kabarett og svo síðast en ekki síst Chicago. Þeir félagar hafa starfað saman í fjöldamörg ár og sarnið ógrynni frægra laga fyrir einstaka skemmtikrafta svo sem Frank Sin- atra, Barböru Streisand og Lizu Min- elli, og hlotið fjölda viðurkenninga. Það er því greinilegt að Þjóðleikhúsið er hér ekki að setja upp neitt meðal stykki, og að stefnt er að því að fylgja vel eftir vinsældum leiksins Gæjar og píur sem hefur verið sýnt við mikla aðsókn í rúmt ár. Það var Flosi Ólafsson sem þýddi leikinn, en leikstjórn annast þeir Benedikt Árnason og Kenn Oldffeld. Leikmyndin og búningarnir eru eftir þau Robin Don og Guðrúnu Sigríði' Haraldsdóttur. Um músíkina mun 14 manna hljómsveit sjá, en yfirumsjón verður í höndum Terry Davies og Agnesar Löve. Ljósameistari verður

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.