NT - 19.05.1985, Blaðsíða 10

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 10
I Sunnudagur 19. maí 1985 10 ■ Fyrirvarinn á spjalli okkar við Arn- þrúði Karlsdóttur var satt að segja ekki langur og þegar við komum heim til henn- ar í Lundarbrekkuna varhún rétt kominúr baði ojg með blautt hárið. Astæða þess að þetta bar að í slíkri skyndingu var ein- faldlega sú að hún er í heimsókn á landinu í aðeins örfáa daga og það hefði enginn betri tími fundist, ef við hefðum ekki getað hlaupið til í hvelli. Það varð bara að drífa sig í þetta. Arnþrúður er í námi í fjöl- miðlun í Norcgi og á mánudag- inn kemur hefur hún störf á rás-2 við norska útvarpið og við vitum ekki betur en að hún sé fyrsti íslendingurinn sem gerist norskur útvarpsmaður. Hún var einn fimm umsækjenda um þetta starf sem hafði heppnina nreö sér eftir inntökupróf, en alls vildu 46 hreppa hnossið. Scgi menn svo að landanum séu ekki allir vegir færir, þegar hann vill! En það eru ekki samskiptin við norska útvarps- hlustendur sem hún cr að hugsa um þessa stundina. Hún er nýbúin að fletta Helgarpóst- inum og við sjáuni að hún er öldungis gáttuð. Og hver er ástæðan? Jú, þarna ies hún að í næstu kosningum verði hún annar frambjóðandi á lista hjá Framsóknarflokknum í Reykjaneskjördæmi, næst á eftir Steingrími Hermanns- syni. Fyrsta spurning: Erþetta rétt, Arnþrúður? „Nei, blessaður vertu, ekki alveg það er ég sem er í fyrsta sætinu og Steingrímur í baráttusætinu. En að öllu gamni slepptu, - þetta hefur bara aldrei komið til tals. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta, þessirmenn," segir Arn- þrúður og hlær. „Ég cr hætt að skipta rnér af pólitík og er ekki með komplexa - er ekki einu sinni hér á landinu. Mer finnst margir aörir betur til þess falln- ir og cf ég hef einhvern boð- skap fram að færa þá geri ég það með einhverjum öðrum hætti.” - Ertu þá orðin þreytt á ís- lenskri pólitík? „Já, ég hef oröið fremur litla trú á pólitík á íslandi, eftir að hafa kynnst henni af eigin reynslu. Ég lield til dæmis að það séu allt of margir sern fara út í pólitík hérna og gcra sér ekki grein fyrir hvað þetta er alvarlegur hlutur. Ég er ein- mitt ein þeirra sem það gerði. Ég varð fyrir miklum von- brigðum með það sem átti sér stað innan flokksins og það sem ég kynntist þar er ekkert einkennandi fyrir Framsókn- arflokkinn, heldur alla flokk- ana. Til dæmis má nefna þann miska sem fólk verður fyrir í sambandi við prófkjör og annað, fólk er bókstaflega svipt ærunni. En sumir láta sig samt hafa þetta og fyrir vikið er þarna fjöldi manns að vesen- ast, sem ekki er nógu krítískur á sjálfan sig, fólk sem er ánægt með sitt án þess að hugsa um hvað kjósendur í rauninni vilja. Þeim finnst bara gott að vera komnir í þetta sæti og sitja þar í rólegheitum. Það ætti nefnilega að vera hægt að stjórna tvöhundruð ogfimmtíu þúsund manna þjóðfélagi ef menn hugsuðu um eitthvað annað en feita hringinn í kring um sig og sína nánustu. Sjáðu til, mér sýnist að í vetur hafi aðalmálin í þinginu verið bjórfrumvarpið og útvarpslaga- frumvarpið, á sama tíma og fólk lifir varla á laununum sínum. Er þetta normalt? Ég varð um daginn vitni að því þegar Norðmaður heyrði að það hefði verið að hækka kaskotryggingarnar á Islandi urn 70%. Maðurinn hló, skelli- hló. Hann sagði að ef svona lagað hækkaði um 5% í Nor- egi, þá mundu menn einfald- lcga leggja niður vinnu." - En þú snýrð sem sagt baki við pólitíkinni og snýrð þér að fjölmiðlun? „Það er samt ekki pólitíkin sem er minn bakgrunnur, held- ur lögreglan, sem er í ákaflega sterkum tcngslum við íslenskt samfélag og fólkið í landinu. Þess vegna var það að þegar ég ákvað að snúa mér að fjölmiðl- un, þá var það vegna þess að það var svo margt sem ég var búin að horfa upp á í kring um mig, langaði til að koma á framfæri og bæta. Auðvitað var það líka vegna þess sem ég fór að skipta mér af pólitík, hélt ég gæti þetta á þeim vett- vangi. En innan fjölmiðlanna hefur mér fundist ég geta kom- ið á framfæri miklu meiru af upplýsingum sem ég bý yfir og gefið réttari og betri mynd af því þjóðfélagi sem við lifum f.“ Meira um lögregluna, Arn- þrúður. Eg man að þú varðst landsfræg sem fyrsta lögreglu- konan á sínum tíma. „Nei, þær voru fyrstar þær Katrín Þorkclsdóttir og Dóra Fllín Ingólfsdóttir, en þær byrj- uðu 1973, þessar elskur. Síðan komum við tvær, Björg Jó- hanncsdóttir og ég 1974. En við fórum svo allar saman í Lögregluskólann og útskrifuð- úmst þaðan 1976. Þetta starf hafði mikil áhrif á mig og eins og við segjum lögreglukerlingarnar þegar við hittumst að þetta er gott starf að því leyti að það gefur manni mjög mikilvæga reynslu og býr mann mikið vel undir það að mæta þessu hversdagslega lífi. Það kennir manni hvc mikil- vægt það er að hugsa um hvert skref sem maður tekur.“ - Þú ert nýkomin frá Noregi. Hvers vegna valdirðu Noreg? „Já, ég komsíðastasunnudag; og reyni að komast út aftur næstkomandi sunnudag. Ég valdi Noreg vegna þess að þar finnst rnér ég að ýmsu leyti vera heima. Að auki er líka ódýrara að læra í Noregi en í Bandaríkjunum, en þangað hefði ég aldrci ráðið við að fara. En það er gott að vera í námi í Noregi, þar er maður nálægt vinum sínum, heima að vissu leyti, eins og ég sagði. Mér hefur fundist ég vera að nálgast uppruna minn meir og meir með árunum, þú veist að ég er fædd og uppalin norður á Flatey á Skjálfanda. Norðmenn hæfa mér líka vel af þessum sökum. Þeir lifa allt öðru vísi lífi en við. Hjá þeim er miklu meiri ró og friður yfir öllu og ekki þetta stöðuga kapphlaup við að missa ekki af neinu, eins og hjá okkur. Sjálfri fannst mér ég alltaf vera að missa af einhverju hér, en þarna finn ég meiri sálarfrið og held að það sé að miklu leyti umhverfinu að þakka.“ - Hvað um blaðamannanámiö í Osló? „Satt að segja verð ég að viðurkenna að mér kom það á óvart þegar ég byrjaði þarna hvað ég kunni óskaplega lítið þegar ég kom inn í skólann. Ég þekkti ekki ýmis grundvallar- atriði og eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég stöðugt verið að bæta við mig og áhuginn eykst til muna. Já, já, ég get sem sagt lofað þér því að ég held áfram í blaðamennsku í Noregi, en verð ekki í öðru sæti Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það er kannski það eina sem ég get lofað í þessu viðtali." - Nú er það orðið skylda í öllum betri blaðaviðtölum að hnýsast í einkalíf fólks. „Já, þar gerðirðu mig alveg mát. Jæja, ég á eina dóttur sem er fimm ára og heitir Arnþrúð- ur Anna (yngri). Ég var gift, en við skildum 1980. Er þetta nóg? - Trúirðu á hjónabandiö, Arn- þrúður? „Já, éger hlynnt hjónabandi og trúi á góða sambúð tveggja einstaklinga sem virða hvor annan. En það verður þá líka að vera þannig. Samt verður maður óneitanlega dálítið „skeptiskur" og hræddur þegar maður lítur í kring um sig í hópi vina og kunninga, - stundum þarf ekki einu sinni að þekkja fólkið, - og sér að það er verið að skilja, það er verið að slást og rífast og baknaga makann. Þegar ég kem heim til íslands núna þá fæ ég yfir mig slíkar frásagnir. Fólk er að segja mér hve maki þess sé ómögulegur og hvað ég hljóti nú að hafa það gott. Ég sé frí og frjáls og ekki með þennan bagga. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, þar sem ég mæli með hjónabandinu, en þetta veldur því að maður verður mjög hugsandi. Fer ég í þennan hóp líka og verð eins eftir tvö ár? Ég segi bara að ef þú á næstu tíu mínútum getur nefnt mér þrjú hjónabönd þar sem allt er í lagi, ja, þá skal ég éta ofao í mig allt það sem ég hef sagt hérna. Það dregur líka úr trú manns á svona samband að ég veit um gífurlega mikinn fjölda af framhjáhöldum. Bæði þekki ég konur sem segja mér að þær standi í þessu ogsvo hef ég líka orðið fyrir áreitni af kvæntum mönnum. Er skrýtið að maður er tortrygginn? Ékki þar fyrir, - ég á góðan vin, sem ég virði mjög og það getur vel verið að ég biðji um hönd hans ein- hvern tímann! - Býstu við að setjast að ytra, - verða Norðmaður? „Æ, ég er víst svo mikil brussa að ég verð að láta mér nægja að taka eitt skref í einu. Markmiðið í bili er að klára skólann, sem ég lýk eftir eitt ár og vil ekki segja neitt meira: Næsta ár verður mér mjög mikilvægt. Ég kem til með að takast á við mörg verkefni sem eru krefjandi og erfið. Svo hugsa ég málin að nýju.“ - Það hlýtur að vera nóg að gera þessa viku sem þú stendur við á íslandi? „Já, það er nóg að gera. Fyrst er nú að „stimpla sig inn" hjá kunningunum, eins og ég kalla það, og svo er að hlaupa á milli stofnana og reyna að slá einhvers staðar lán, - og borga skuldir. Þetta þekkja víst allir íslendingar. - Sérðu landið á einhvern hátt í nýju Ijósi núna? „Já, ég sé ísland þegar í nýju ljósi eftir að hafa verið fjarver- andi. Ég hef ekki gert mér grein fyrir því áður hve þetta er lítið land. Mér fannst landið eins og alheimurinn þótt mað- ur vissi betur. Ég furða mig t.d. á því og sakna þess að sjá ekki meira fjallað um ísland í Noregi en raun er á, og þá fer maður að spyrja sjálfa sig: Hvers vegna skiptir ísland ekki meira máli hjá þessum mönnurn? Eftir verkfallið hérna í vetur þá hló þulurinn í sjónvarpinu, þegar hann sagði frá því að það væri búið að leysa verkfallið og stjórnin hefði brugðist við samningun- um með nýjum verðhækkun- um. Mér fannst þetta vera hrein móðgun við okkur, því ísland er eitt Norðurlandanna og á að fá umfjöllun samkvæmt því. Það er margt auðveldara í Noregi. Þarna er ódýrara að eiga íbúð en að leigja, svo dæmi sé nefnt. Menn borga 5% af kaupverðinu þrjú fyrstu árin og hafa svo næði í tuttugu ár til þess að fást við hitt. Þetta er talsverður munur eða það sem við búum við hérna. En það er fleira sem ég sé í nýju Ijósi. Ég sé það til dæmis alveg núna hverjir eru vinir mínir, - og það kemur á óvart hve þeir eru ógurlega fáir. Margt af því góða elskulega fólki sem er í kringum mann, - hvers vegna getur það ekki líka verið vinir manns í raun. Það eru öll þessi löngu augu. Ég mæli þetta samkvæmt því að þegar ég kom út og átti mjög erfitt, (það lá við að ég væri að gefast upp, þótt gamla seiglan afstýrði því nú) þá tók ég svo vel eftir því að hverju fólk spurði mig. Auðvitað hugsaði ég mest um skólann og það hvernig barninu mínu liði á barnaheimilinu, hvernig ég gæti látið þetta allt ganga upp. En svo fékk ég einkum spurn- ingar á borð við þessa: Ertu ekkert að slá þér upp, manneskja? Ertu ekkert að djamma, hvað er að þér? Það særði mig að finna enga aðra hugsun. Var maður ekki meira virði en þetta? Já, nú hef ég alveg skýra línu yfir vinahóp- inn, - en auðvitað á ég helling af kunningjum. Ég hef loksins komist að því að besti vinurinn sem ég á er hún móðir mín.“ - Þið eruð fleiri íslendingar við skólann? „Já, og með því fyrsta sem ég geri þegar ég kem út verður að samfagna skólasystur minni sem er að útskrifast, en hún er Elísabet Jónasdóttir á Morg- unblaðinu. Hún er hreint gull af manni og er það besta sem ég sé þegar ég kem inn í skólann. Já, ég sakna þess innilega að við skulum ekki vera á sama ári, hún er svo frábær." - Er ekki Arne Treholt næst- um hluti af lífl allra sem tengj- ast blaðamennsku í Noregi? „Jú, það má segja það. Nú er von á dómsuppkvaðning- unni, líklega í fyrstu viku af júní. Ég vorkenni honum heilmikið, því þetta er maður á besta aldri og fallegur í þokkabót. Það er ömurlegt að þetta skuli vera svona innilok- að og ég og allar þessar stelpur göngum lausar fyrir utan! Ætli hann fái ekki svona 15-18 ár? Nei, það er greinilegt að það er ekki allt fallegt sem þeir hafagegn honum.-íbakhönd- inni. Það sést best af því að þegar réttarhöldin voru opin var eins og saksóknarinn væri með trompin uppi í erminni. Það kom ekkert í ljós sem féll undir þessa 90. grein um brot sem gætu skaðað öryggi Noregs. Menn biðu eftir stóra hneykslinu. En eftir að réttar- höldunum var lokað er greini- legt að eitthvað mikið hefur kornið í Ijós. Lasse Qwikstad, saksóknari sagði nefnilega í lok ræðu sinnar, þar sem hann krafðist 20 ára fangelsisdóms, að ekki væri hægt að hafa þetta minna, slíkur væri verknaður- inn. Slíkum mönnum verður maður að trúa. Þeir hafa þarna eitthvað sem ekki hefur verið bi rt og það er talað um að erfitt verði að birta dóminn vegna þess að það geti skaðað hags- muni ríkisins.“ - Nú tekur við starf hjá norska útvarpinu? „Já, ég byrja þar sem dag- skrárfulltrúi á ritstjórn rásar tvö í Osló, en fer svo yfir á fréttastofuna þann 1. júlí. Rás tvö er mikið með styttri þætti allt niður í tvær mínútur, - en stöku sinnum upp í tvo tíma, - og er eiginlega lík rás eitt. Það er ekki eins mikill munur og á rás eitt og tvö á íslandi. Það er reynt að hafa rásirnar nokkuð keimlíkar, því eins og for- stöðumaðurinn þarna sagði: „Hver- vill vera með mjög þunga dagskrá á sinni rás.“ Já, ég byrja þarna á mánudaginn. Nei, ég er ekkert mjög kvíðin. Ég ætla að bjóða fram íslensk- ar hugmyndir, því það er það sem ég kann helst skil á og læt bara reyna á hvernig gengur.“ Allt í lagi með hjónabandið, - verst med framhjáhaldið Arnþrúdur Karlsdóttir rædir um blada- mennsku, pólitík, hjónaband og vináttu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.