NT - 19.05.1985, Blaðsíða 22

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 22
JUg ftft'í'Wn*'? v f, ffS' Sunnudagur 19. maí 1985 22 . LlU ■ Þctta er eins og trúarleg athöfn. Alvarlegur á svip brýt- ur maðurinn hrosshársábreið- una sína og lakið saman. Horn í horn. Þaö verður að vera röð og regla á hlutunum, þó líf manns sé komið í ógöngur. Þessi maður, Monsieur becocq, stcndur við dýnuna sína í heimilisleysingjaskýli Pi- erre ábóta í París, cn það hefur verið heimiii hans í margar nætur nú. Það er af því að Monsieur Lecocq hcfur ekki ráð á að búa í eigin íbúð lengur. Fyrir tveimur árum missti hann vinnu sína sem starfsmaður heilbrigðiskerfis- ins. Það var vegna sparnaðar- ráðstafana ríkisstjórnarinnar. Leit að nýju starfi hefurengan árangur borið. Nú heyrir Monsieur Lecocq til milljóna- her nýsnauðra (noveux pauvr- es) í Frakklandi og telst nú hver níundi maður búa viö aðstæður sem teljast fátækt, - eöa svo reiknast þeim til hjá Efnahagsbandalagi Evrópu í Brússel. Heimili Lecocq er heimilisleysingjaskýlið. Mat fær hann frá Hjálpræöishern- um. Vonir hans um betri tíma dvína með dcgi hverjum. En hann hefur ekki gefið upp vonina, -og það er munur- inn á þcim eldri í skýlinu og hinum yngri. Hann gefst ekki upp. Skyrtan hans er hrein og bindið vandlcga hnýtt. Vera má að nýjum atvinnuveitanda skjóti upp. Tölurnar um nvja öreiga í Frakklandi hafi vaxið óhugn- anlega í tíð jafnaðarmanna- stjórnar Francois Mitterrand. Þann 10. maí I0SI fögnuðu verkamenn og menntamenn í sameiningu sigri sósíalistanna. Þcir vonuðu að hann væri fyrir- boði ötlugrar framþróunar markmiða byltingarinnar, - frelsis, jafnréttis og bræðra- lags. En aðgerðir sósíalista- stjórnarinnar hafi haft þver- öfug áhrif sl. ár. Frökkum gengur verr en nokkru sinni. Aö þcssu kentur rithöfundur- inn Miehel Poniatowski í ný- útkominni bók sinni „Social- isme á la francaise," -franskur sósíalismi. Hann birtir þar uggvænlegt talnasafn. Þannig líta hækkanir á stjórnartíma jafnaðarmanna út: 1) Tala atvinnulausra steig um 69%. 2) Halli á heimilishaldi steig um 625%. 3) Útgjöld vegna atvinnu- leysisins um 300%. 4) Skattar. sem verst konta niður á þcim snauðu, um 66%. 5) Tala gjaldþrota fyrirtækja um 44%. Það er því ekki að undra að fólk er nú tckið að líta málin öðrum augum. Rósrauður vonarbjarminn frá maídögun- um 1981 er fyrir löngu orðinn að ógnandi óveðursskýjum. „Mér þykir nóg komið af af- skræmingunni á sósíalisman- um. hugmyndum hans. venj- um og aðferðunt," segir Louis Pauwels, forstjóri helgartíma- ritsins „Figaro Magazine," sem gefið er út í París. í einum leiðaranna, þar sem Pauwels bendir á ýmsa vankanta sósía- lismans í Fimmta lýðveldinu þrumar hann: „Ekki eru öll ár eins. Eftir þrjátíu ára1 ■ Kotchild barón stjórnar skrifstofuhaldi sínu úr rúminu. ■ Atvinnulevsingi hefur lagst til svefns í neðanjarðarjárnbrautinni. ■ Fullorðin hjón virða fyrir sér krásirnar í einni af fínustu matvöruverslunum Parísar. Hlutskipti þeirra er hins vegar að róta eftir afgöngum sem grænmetissalar borgarinnar hafa fleygt, sbr. innfelldu myndina. Efnahagsmálin hafa lent í ógöngum undir stjórn Mitterrand, - á næsta ári er hægri öflunum spáð sigri Volæði eykst meðal Frakka

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.