NT - 19.05.1985, Blaðsíða 21

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 21
Kaupfélögin og ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax Lausn á síðustu krossgátu WILD heyblásarar mikil afköst - hey og vothey með eða án söxunar! Wild súg þurrkunarblásarar margar stærðir! verði forgangsmál, því að hér er um grundváHarmenningar- stofnun að ræða, sem við mun- um geta sótt alls konar afþrey- ingu, fróðleik og hagnýtar upp- lýsingar til.Auk þess að hjálpa , okkur til að skilja listaverk íslenskrar náttúru og vernda þau, verður þetta okkar sterk- asta landkynning í orðsins fyllstu merkingu. Tökum höndum saman og leysum þetta mál. Ámeðan við bíðum... kynnum við þessi mál á ýmsan hátt síðasta sunnudag hvers mánaðar, nema þá ástórhátíð. í slíkum tilfellum verður kynn- ingin næsta sunnudag á undan. Þá munum við fá í lið með okkur ýmsa aðila til þess að kynna eins og kostur er, hluta af fyrirhuguðu náttúrufræði- safni, Einnig verður náttúrufræði- dagur árlegur Viðburður. Fyrsti náttúrufræðidagurinn verður haldinn sunnudaginn 19. maí og er dagskráin birt sérstaklega. Með þessu von- umst við til að glæða áhuga og skilning á þessu brýna þjóö- þrifamáli okkar íslendinga, sem' eigum alla tilveru okkar undir náttúru landsins. (Frá áhugahóp um byggingu náttúrufræðisafns). ■ Fullkomið, alhliða nátt- úrufræðisafn er ein helsta menningarmiðstöð hverrar þjóðar. Safn sem sýnir, fræðir og kemur okkur í snertingu við lifið sjálft og umhverfi þess, jörðina. En til þess að slíkt safn sé starfi sínu vaxið þarf það, eins og aðrar menningar- stofnanir, aðstöðu, útbúnað og nægilegt starfslið. Sýningarsalur Náttúrufræði- stofnunar íslands eins og hann heitir nú, er á 90 m gólffleti á 3. hæð á óaðgengilegum stað og vita fæstir af tilveru hans. Aðstaða starfsmanna til að sinna þörfum safnsins hefur alltaf verið afarslæm. Þessu til samanburðar má hugsa sér að Þjóðminjasafnið, Þjóðarbók- hlaðan, Listasafn íslands eða Þjóðleikhúsið hefðu 90 m gólfflöt til þess að sýna allt sem þessar stofnanir hafa fram að færa og að hljómleikasalur Sin- fóníuhljómsveitarinnar væri ekki stærri. Húsakostur þess- ara stofnana er þó síst of mikill. Þetta aðstöðuleysi veldur því, að þjóðin fer á mis við mikilvæga fræðslu urn náttúru landsins og náttúruvernd. og kemur það" ekki síst niður á skólaæsku landsins. Auk þess ber að minnast þess, að erlend- ir ferðamenn heimsækja ísland vegna hinnar sérstæðu náttúru landsins, en hafa nú nijög tak- markaða möguleika til að nýta sér þa' uppiifun til fulls. Frá áramótum hefur starfað hópur áhugamanna um bygg- ingu Náttúrufræðisafns sem væri samboðið íslensku þjóð- inni. Hann hefur skoðað sögu þessa máls, rætt þarfirnar frá ýmsum sjónarhornum og sam- ið greinargerð um hvernig fyrirhugað safn ætti að vera og starfa. Þessi greinargerð er hópurinn að kynna ýmsum að- ilum um þessar mundir. Hvað er nú til ráða? Að við öll, einstaklingar, fjölskyldur, fjölmiðlar, fyrir- tæki, stofnanir, sveitarfélög, náttúrugripasöfn urn landið allt, Reykjavíkurborg, Alþingi og ríkisstjórn, sameinumst nú sem einn maður og hrindum þessu mikilvæga máli i fram- kvæmd og það sem fyrst. Þetta Náttúrufræðidagur 19. maí ■ Áhugahópurumbyggingunáttúru- fræðisafns gengst fyrir náttúru- fræðidegi sunnudaginn 19. maí í sam- vinnu við ýmsar stofnanir. Markmiðið er að kvnna almenningi nokkur brot af því sem væntanlega verður hægt að sjá á náttúrufræðisafni þjóðarinnar í fram- tíðinni. Þar sem safnið er enn ekki risið, verður sýningin á víð og drcif, en stendur þann tíma sem Náttúrugripa- safnið við Hlemmtorg er opið, eða kl. 13.30-16.00. Dagskrá: Náttúrufræðistofnun íslands (Náttúr- ugripasafnið) við Hlemmtorg: Rannsóknaaðstaða og bókasafn er Hlemmtorgsmegin. Bókasafnið, á 5. hæð, er eitt hið stærsta sinnar tegundar hérlendis. Það verður opið og verða valdar bækur og rit til sýnis, þ.á.m. nokkrar afar fágætar bækur. Sýningarsalurinn, inngangur frá Hverfisgötu, verður opinn og verða náttúrufræðingar á staðnum til að leiðbeina og svara fyrirspurnum. Inn- lend og erlend dýr, sjávardýr, plöntur og bergtegundir. Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4,3. hæð sýnir sitthvað forvitnilegt úr djúpi hafsins. Landvernd, Skólavörðustíg 25, 2. hæö sýnir nýjar gervitunglamyndir og ný gróðurkort frá Rannsóknastofnun Landbúnaðarins. Kl. 13.30 verður rætt um gróður og gróðureyðingu á íslandi með skyggnu- sýningu. Námsgagnastofnun, kennslumiðstöð, Laugavegi 166, sýnir fræðslumyndir, námsefni og hjálpargögn fyrir náttúru- fræðikennslu. Náttúrufræðistofa Kópavogs, (NFSK), Digranesvegi 12, kjallara: Sýning á hvölum og skeldýrum. Líkön í hlutfalli 1:15 af öllum þeim tegundum hvala sem sést hafa við ísland. Út- skýrður er þróunarferill hvalanna. Nær allar tegundir íslenskra samloka og sæsnigla er að finna á sýningunni. þ.á.m. nokkrar sem aldrei hafa fundist áður hér við land og eru jafnvel nýjar fyrir vísindin. Óvenjulega falleg og vönduð sýning. Náttúrugripasafniö á Akureyri, Hafn- arstræti 81 er elsta og jafnframt stærsta náttúrugripasafnið utan höfuðborgar- svæðisins. Safnið stundar ýmsa rann- sóknastarfsemi og á mjög gott safn bóka og tímarita. Auk almennrar sýn- ingar er það áhugaverð sýning á ís- lenskum sveppum. Opið kl. 13.00- 15.00. Náttúruverndarráð, Hverfisgötu 26,2. hæð: Sýnd verða Iíkön af þjóðgörðun- um í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Kynnt verður þátttaka íslands í her- ferð Evrópuráðsins til verndar fjörum og vatnsbökkum. Kl. 14.00: Starfsemi Náttúruverndarráðs kynnt, m.a. með skyggnusýningu um störf landvarða á friðlýstum svæðum. Kl. 15.00: Skyggnusýning um umhverfisfræðslu. Norræna eldfjallastöðin, jarðfræðihúsi Háskóla íslands við Hringbraut sýnir ýmis tæki sem eru notuð við eldfjalla- rannsóknir og skýrir notkun þeirra. Á flestum þessara staða verður til synis nýútkomin veggmynd (plakat) með 63 litmyndum af íslenskum plöntutegundum. Myndin er gefin út af Hinu íslenska Náttúrufræðifélagi í samvinnu við Ferðamálaráð. Þess má einnig geta, að auk þeirra safna sem talin eru upp í dagskránni, eru náttúrugripasöfn á eftirtöldum stöðum: Seltjarnarnesi, Borgarnesi, Hellissandi, Varmahlíð, Húsavík, Neskaupstað, Höfn, Vestmannaeyjum og Selfossi. Lifandi dýr: Fuglaskoðarar verða með sjúnauka við Tjörnina í Reykjavík og leiðbeina varðandi fuglalífið og annað sem teng- ist þessum stað. Ýmsir fuglanna skarta nú sínu fegursta. Hvfir laxar (albínóar) frá Laxalóni verða til sýnis í Austurveri, Háaleitis- braut 68. Hryssur með folöld verða til sýnis á Víðivölium við Vatnsendaveg (milli Elliðaáa og Seláshverfis). Ær með lömb er því miður ekki hægt að sýna núna, en um hvíta- sunnuhelgina má sjá þau við Fjárborg í Hólmsheiði (nálægt Rauðavatni). Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis að allri dagskrá náttúrufræðidagsins WILD heydreifikerfi í hlöður. Kynnið ykkur umsögn notenda! N ? VV 7 Ui Sunnudagur 19. maí 1985 21 ing n

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.