NT - 19.05.1985, Blaðsíða 17

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 17
 Náttúrufriðunarsamtök hyggjast senn skera upp herör gegn þessum þjóðlega en blóðuga sið Færeyinga ■ Sjórinn cr blóðrauður. Meira en 300 grindhvalir liggja dauðir i sjávarmálinu, holskornir og flensaðir. í hvalaþvögunni standa um hundrað manns. karlar, kon- ur og börn. Þau virða hrifin fyrir sér eftirtekjurnar af grinda- rekstrinum. Grindadrápið er árviss við- burður í Færeyjum, en á tímabil- inu frá maí og fram í ágúst má eiga von á að hvalavööurnar eigi leið fram hjá eyjunum. Hvalirnir eru allt að níu metrar á lengd og þykja því talsverð búbót hjá mörgum. Þegar vöðurnar koma er tilkynnt um þær af bátum á sjó. Færeyingar rjúka þá upp til handa og fóta. Þcir róa móti hvölunum á opnum bátum og varna þeim vegarins. Þeir reka vöðuna á undan sér inn í víkur á vorkunn, því þcir eru ekki fátæk þjóð. Lífskjörin þar eru betri en í mörgum Evrópulöndum öðrum. Þanniggetur 17árastrák- ur á fiskibát þénað 6-7 hundruð þúsund á einu ári. Á nær hverju heimili er að finna videotæki. Meira en 80% Færeyinga búa í eigin húsum, sem mörg eru sex herbergi. 30 bílar cru á hverja 100 íbúa, - meira en í Dan- mörku. Þrátt fyrir allt tal um hefðina, þá líst mörgum svo sem veiðarnar séu einungis villimannleg dráp, sem fyrr segir. Mörgum blöskrar þegar krakkar standa með þeim fullorðnu í blóðrauðunt sjónum og leika sér að fóstrunum úr hvalkúnum. Þeir hafa gaman af að rista þessa smáu óbornu hvali ■ Á bryggjunni í Vestmanna liggja hvalirnir í löngum rööum. Aöeins lítill hluti af þeim er nýttur. flóðinu og bíða síðan uns fjarar og skepnurnar stranda. Þá eru hvalirnir drepnir með sveðjum og hnífum. Nær fjórar stundir verða sumir hulirnir að bíða í blóðugum sjónum eftir að röðin konti að þcim. Árlega drepa Færeyingar með þessum hætti um 6000 hvali. Hafa aðfarir þeirra valdið mótmælaöldu víðs vegar unt heiminn. Þegar árið 1981 hófu náttúrufriðunarsamtökin Green- peace að andæfa gegn veiðunum og segir sjólíffræðingur á þeirra vegum, W. Fischer í Hantborg: „Morðin á grindhvölunum eru Ijótur glæpur gegn náttúrunni, sem berjast verður gegn með öllum ráðum. Aðgerðir eru líka í undirbúningi." í huga Færeyinga er grinda- drápið eins konar þjóðhátíð. Börnin fá frí úr skólanunt, svo þau geti fylgt föreldrunum eftir með breddurnar, en þeir full- orðnu fá sér ærlega neðan í því. Þegar gleðskapurinn er úti taka frystihús að sér að verka hluta af kjötinu, en afgangurinn er látinn úldna eða er dreginn á haf út. Margir Færcyingar hirða aðeins lifrina úr hvalnum, sem þvkir lostæti. Raunar voru veiðarnar mikil- vægar við fæðuöflun eyjar- skeggja í margar aldir. En nú eru þær það varla lengur og Breti sem rannsakað hefur málið segir að þær hafi enga efnahagslega þýðingu meir. En talsmaður færeysku stjórn- arinnar segir: „í okkar augum eru veiðarnar sambland af íþrótt, hefð og leið til þess að fá ódýrt kjöt. Það er mikilsvert, því kjöt er dýrt í verslunum hér. „En Færeyingum virðist varla Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantar fyrirfram Viö hjá Hreyfli erum tilbúmr aö flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tíma í mjúkri limosínu Máliö er einfalt. Þú hringir í síma Ó85522 og greinir frá dvalarstað og brottfarartima. Viö segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Viö flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hverfarþegi borgarfastgjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferö borgaröu aöeins fastagjaldið. Viö vekjum þig Ef brottfarartirni er aö morgni þarftu aö hafa samband viö ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áöur Viö getum séö um aö vekja þig meö góöum fyrirvara. ef þú óskar. Þegar brottfarartími er síödegis eöa aö kvöldi nægir aö hafa samband viö okkur milli kl. 10 00 og 12:00 sama dag. UREYF/LL Ó85522 TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.