NT - 19.05.1985, Blaðsíða 18

NT - 19.05.1985, Blaðsíða 18
 Sunnudagur 19. maí 1985 18 LlL Ljósbrot . ■ Það var hræðileg sjón að sjá svissnesku stúlkuna Gabríelu Andersen Schiess, koma eins og dauðadrukkin inanneskja inná Olympíuleikvanginn í Los Angeles. Maraþonhlaupið hafði gengið svo nærri henni að hún var farin að tapa öllu valdi yfir hreyfingum sínum. Samt sem áður hélt hún áfram og undirstrikaði þann óhemju viljastyrk og kraft sem nauðsynlegur er þeim sem ætlar sér að ná langt í íþróttum. Ken Regan, Newsweek Magazine. ■ Það er engu líkara en lyftingamaðurinn svífí í loftinu með lóðin, stöngina og allt hcila draslið. Alain Ernoult, Sipa Press. ■ Banda- ríski sund- meistarinn Steve Lundquist klýfur vatns- flötinn í verð- launasundi sínu á Ólympíu - leikunum Iþróttamyndir eni sérarein ■ Það að taka ljósmyndir af íþróttaatburðum er löngu orðið sérgrein innan ljósmyndunar. Oft og tíðum kostar það mikla vinnu að ná góðum skotum þar scm ljósmyndarinn þarf ef til vill að bíða hálfu og heilu dagana eftir því að augnablikið komi, sem hann er á höttunum eftir. Hér eru það líka oft tilviljanirnar sem gera gæfumuninn. Atburðirnir gerast snögglega og þá er það spurningin hvort að einmitt á þessu augnabliki hafi Ijósmyndarinn verið með puttana á réttum stað. Myndirnar í ljósbroti að þessu sinni eru ættaðar frá keppninni um bestu fréttaljósmynd ársins, World Press Photo ’85 og sýningu þeirri sem sett var upp í Listasafni alþýðu að því tileíni. I einu tilviki er um svokallaða myndröð að ræða en það er þegar fleiri en ein mynd er tekin af sama atburðinum eða af sama fyrirbærinu. Slíkar myndraðir gefa oft betri mynd af því efni, sem um er fjallað og möguleika á að sýna fleiri hliðar. Myndröðin, sem hér er um aö ræða, er tekin á því augnabliki þegar suður-afríska hlaupakonan, Zola Budd, hljóp fram úr Mary Decker frá Bandaríkjunum í þrjú þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Decker, scm hér hleypur á heimavelli, var undir miklum þrýstingi að vinna hlaupið og þaö urðu henni óskapleg vonbrigði þegar hún féll út úr brautinni eftir að þær stöllurnar rákust á hvor aðra. Brautardómararnir dæmdu Zolu til að byrja með úr leik en eftir að hafa skoðað myndbönd og ljósmyndir af atburðinum ■ ÞegarhinhvítklæddaZola Budd frá Suöur-Afríku skaust fram úi Mary Decker USA féll sú síðarnefnda út úr brautinni og var þar með úr leik í þrjú þúsund metra hlaupinu á OL í Los Angeles. Myndröð þessi fékk verðlaun í World Press Photo keppninni en hún sýnir í stórum dráttum hvað gerðist og hefur því mikið fréttagildi. Bruce Chamhers Long Beach Press Telegram.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.