NT - 07.06.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júní 1985 5
Náttúrufræðistofnun íslands:
Viðamikil úttekt
á fálkastofninum
- besta leið til verndar fuglinum, segir Ævar Petersen
■ Tveir menn ferðast nú um
Norðurland á vegum Náttúru-
fræðistofnunar íslands í þeim
tilgangi að kanna öll fálkahreið-
ur á Norðurlandi. Verkefnið
■ Laugardaginn 8. júní næst-
komandi gengst Náttúruverndar-
félag Suðvesturlands fyrir nátt-
úru- og söguferð um nágrenni
Garðabæjar, en það býður upp á
sérlega mikla möguleika fyrir
áhugamenn um jarðfræði og
sögu. Fyrir leikmenn er þessi
ferð kjörin kynning á fjöl-
breyttu umhverfi, svo að segja
rétt við bæjardyrnar.
sem mennirnir tveir vinna að
miðar að því að safna heildar-
upplýsingum um fálkastofninn
á Islandi og þá ganga úr skugga
um hvort fálkum fer fækkandi.
Ekið verður að Hraunslæk,
hraunið skoðað og síðan verður
ekið meðfram Vífilsstaðavatni
upp á Kjóavelli. Par verður snúið
við og ekið að Hjöllum. Gengin
verður örstutt leið af Vatnsenda-
borg. Gjárétt verður skoðuð á
bakaleiðinni, svo og Garða-
kirkja. Þaðan verður ekið um
Amarnesið að Garðaskóla.
Ævar Petersen fuglafræðing-
ur hjá Nátúrufræðistofnuninni
sagði í samtali við NT í gær að
fleiri menn myndu vinna við
verkefnið í sumar. „Það er besti
Lagt verður af stað frá Garða-
skóla klukkan 14.15, en hægt
verður að fara í bílinn við
Norræna húsið, Náttúrugripa-
safnið og Náttúrufræðistofu
Kópavogs. Leiðsögumenn í ferð-
inni verða þau Jón Jónsson jarð-
fræðingur og Áslaug Aradóttir
líffræðingur, auk sögu- og ör-
nefnafróðra manna.
grundvöllur til verndar stofnin-
um að afla sem ítarlegastra
upplýsinga um fjölda fálka og
um leið að fá staðsetningu á
öllum þeim hreiðrum sem til
eru,“ sagði Ævar. Hann taldi að
verkefnið myndi taka um tvö
ár, ef nægileg fjárveiting fengist.
Þá vildi Ævar koma þeim skila-
boðum til fólks að það hefði
samband við Náttúrufræðistofn-
unina ef það vissi um fálkahreið-
ur og myndi það flýta mikið
fyrir starfinu.
Mennirnir sem vinna við
verkefnið verða að störfum allt
fram til þess tíma að fálkarnir
yfirgefa hreiðrin í haust.
Vísindasjóður hefur úthlutað
450 þúsund krónum til verkefn-
isins.
Vífilsstaðavatn - Kjóavellir - Gjárétt:
Skoðunarferð um nágrenni Garðabæjar
■ Að kynningarfundi loknum var skrifað undir friðarávarp-
ið. Frá vinstri: Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður, Salómc
Þorkelsdóttir þingmaður, Sólveig Asgeirsdóttir biskupsfrú og
Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi. NT-mynd: Svemr
Konur skrif a und-
ir friðarávarp
■ Friðarhreyfing íslenskra kvenna og Samstarfsnefnd um lok
kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna standa þessa dagana að
söfnun undirskrifta undir friðarávarp. Með friðarávarpinu
hyggjast konurnar sýna vilja íslenskra kvenna til afvopnunar
og friðar. Aðstandendur söfnunarinnar stefna að því að ná
undirskriftum allra kvenna sem náð hafa 18 ára aldri.
Undirskriftasöfnunin hófst formlega í vikunni, en þá rituðu
nokkrar þekktar konur undir friðarávarpið. Undirskrifta-
söfnunin mun standa út júnímánuð.
■ Brynja Guttormsdóttir píanóleikari.
Píanótónleikar í kvöld
að Kjarvalsstöðum
■ Brynja Guttormsdóttir píanóleikari heldur
tónleika á sýningu Tryggva Árnasonar, „Kæra
Reykjavík", að Kjarvalsstöðum föstudaginn 7.
júní kl. 21.00. Á efnisskránni eru Gnoss-
iennes eftir Erik Satie, Fantasía í c-dúr eftir
Schumann og Myndir á sýningu eftir Moussorg-
sky.
Brynja Guttormsdóttir er fædd í Reykjavík
og stundaði nám í einkatímum og síðar í
Tónlistarskólanum þaðan sem hún lauk píanó-
kennaraprófi. Að því loknu stundaði hún nám
við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi og lauk
þaðan prófi árið 1973. Einnig stundaði hún
einkanám hjá prófessor Gunnar Hallhagen
1976-78. Brynja hefur stundað kennslu um
árabil.
Snyrtifræði löggild iðngrein:
Nám í snyrtif ræði
nú mjög eftirsótt
- en skólakerfið ekki tilbúið
að taka við nemendum
■ Snyrtifræðingar hafa nií, eftir um, í leihúsum, snyrti-
áralanga baráttu, fengið löggild- vöruverslunum og víðar.
ingu á starfinu sem iðngrein. Að Starfssvið snyrtifræðinga tekur
sögn Þórdísar Lárusdóttur, form.
Félags ísl. snyrtifræðinga telja
þeir þetta mikilsverð tímamót,
ekki síður fyrir viðskiptavinina
þar sem brýnt sé að eftirlit sé
með því hverjir stundi þessa
starfsemi. í þessari grein sé m.a.
farið með allskyns efni svo og
raftæki í andlit fólks, sem aug-
Ijóst sé að krefjist sérþekkingar
þeirra sem með þau fara. Fram-
vegis verði um 3ja ára nám að
ræða, þar af 4 annir í skóla með
um 1.600 kennslustundum í fag-
legum greinum, bóklegum og
verklegum.
Þeir sem þegar telja sig hafa
réttindi sem snyrtifræðingar
þurfa nú að sækja um til svo-
nefndrar réttindaveitinganefnd-
ar. Búist er við að það verði um
300 manns sem fái sveins- eða
meistarabréf, að sögn Sigurðar
Kristinssonar, forseta Lands-
sambands iðnaðarmanna. Drátt-
ur hefur hins vegar orðið á að
semja námsskrá fyrir iðngreinina
og fleiru sem nauðsynlegt er til
að kennsla geti hafist og kvaðst
Sigurður ekki í fljótu bragði sjá
að kennsla geti hafist fyrr en um
næstu áramót í fyrsta lagi.
Gífurleg eftirspum er hins veg-
ar eftir því að komast í nám í
greininni, að sögn Þórdísar. En
m.a. vegna þessa millibilsástands
séu nú aðeins 4 nemar í læri hjá
meisturum í þeim um 30 snyrti-
stofum sem skráðar eru í land-
inu, auk 12 nema í einkakennslu.
Mikil eftirspurn sé hins vegar
eftir snyrtifræðingum til starfa og
því brýnt að skólakerfið bregðist
fljótt við. Mikið sé um að snyrti-
fræðingar starfi í hliðargreinum
og á stofnunum, t.d. elliheimil-
um við aðstoð hjá sj úkraþj álfur-
Auglýsing um almenna skoðun
ökutækja í Reykjavík 1985.
Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar
1985 sem hér segir:
1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1984 eða fyrr:
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga.
b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri.
c. Leigubifreiðir til mannflutninga.
d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án
ökumanns.
e. Kennslubifreiðir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að
leyfðri heildarþyngd.
2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru
nýjar og í fyrsta sinn 1982 eða fyrr.
Samagildir um bifhjól.
Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar.
Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá 8:00
til 16:00 hjá bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykja-
vík, átímabilinu frá 3. júní til 18. október:
3. júní til 28. júní -ökutæki nr. R-43001 - R-55000
1. júnítil 12. júlí — ökutæki nr. R-55001 -R-60000
26. ágúst til 30. ágúst-ökutæki nr. R-60001 - R-62000
2. sept. til 30. sept. - ökutæki nr. R-62001 - R-70000
1. okt. til 18. okt. - ökutæki nr. R-70001 - R-74000
Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini,
kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vá-
trygging ökutækis sé í gildi.
Skráninganúmer skulu vera vel læsileg. Á leigubifreiðum
skal vera sérstakt merki með bókstafnum L, einnig gjald-
mælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma.
í skráningaskírteini skal vera áritun um það að aðal-
Ijós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1984.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
5. júní 1985.
Sigurjón Sigurðarsson.
til andlitssnyrtmgar (nudd, huo-
hreinsun og fl.), hand-, líkams-
og fótsnyrtingar, notkunar raf-
tækja, háreyðingar og aflitunar.
Af sérfaglegu námsefni sem gert
er ráð fyrir má nefna líffæra-
fræði, lífeðlisfræði, lýta- og
skapnaðarlækningar, húðsjúk-
dóma, efnafræði, eðlisfræði,
fegrun og förðun ásamt rekstrar-
fræði.
Að sögn Þórdísar hefur hin
gífurlega aðsókn í þetta nám
boðið þeirri hættu heim að þeim
hafi fjölgað sem fari stystu leiðina
til að afla sér þekkingar. Ekki
hafi verið óalgengt að sumir hafi
látið 2ja til 3ja mánaða námskeið
erlendis nægja.
Hallgrímskirkja:
Aldraðir til
Austfjarða
■ Starf aldraðra í Hall-
grímskirkju efnir til fjög-
urra daga ferðar tfl Egfls-
staða og um Austfirði dag-
ana 23.-26. júní næstkom-
andi. Ferðalangamir gista
á Egilsstöðum, en farið
verður á nærflggjandi firði.
Fimmtudaginn 13. júní
verður farið í dagsferð um
Reykjanes, til Njarðvíkur,
Hafna og Grindavíkur.
Allir ellilífeyrisþegar eru
velkomnir í ferðir þessar
og nánari upplýsingar gefur
Dómhildur Jónsdóttir í
símum 10745 og 39965.