NT - 07.06.1985, Blaðsíða 17
taj
Föstudagur 7. júní 1985 29
Utlönd
Singapore:
Stór hluti íbúa
býr við sultarkjör
- þótt ríkið sé næstauðugasta ríki Asíu
■ Ónefndur íslenskur ráð-
herra líkti íslandi við Singpore
á sínum tíma og þótti mörgum
sú samlíking ansi kaldhæðnisleg
ef ekki niðurlægjandi með tilliti
til viðmælenda ráðherrans. En
hvernig skyldi ástandið vera í
Singapore sjálfu?
prátt fyrir að Singapore sé
eitt auðugasta ríki Asíu býr stór
hluti íbúanna við fátækt. Stjórn-
arleiðtoga dreymir hins vegar
um að gera Singapore að eins
konar „Sviss austursins“ við
endalok þessarar aldar.
Ibúar Singapore eru um 2,5
milijónir en samkvæmt heimild-
um Reutersfréttastofunnar lifa
um 100.000 íbúanna neðan fá-
tæktarmarka og aðrar 300.000
íbúa rétt skrimta af launum
sínum í landi þar sem stöðugar
verðhækkanir dynja yfir íbú-
ana.
Félagsfræðingar telja, að eina
lausn vandans sé að auka félags-
lega þjónustu en stjórnvöld
segjast aldrei munu samþykkja
að gera Singapore að velferðar-
ríki. Leitogi stjórnarandstöð-
unnar, Joshua Jeyaretnam, ásak-
ar hins vegar ríkisstjórnina um
að hafa algerlega mistekist að
gera nauðsynlegar ráðstafanir
til að binda enda á fátæktina.
í síðustu viku lýsti vararíkis-
stjóri Singapore Goh Chok
Tong, því yfir á löggjafarsam-
kundunni að óraunhæft væri að
ætla að hægt yrði að útrýma
fátæktinni þrátt fyrir ört vaxandi
efnahagsbata eyjunnar. Hann
sagði að reynslan sýndi að
hvorki stórar ölmusur eða vel-
ferðarkerfi, eins og hann orðaði
það, leystu vandann. Aukin
menntun og hagvöxtur myndu
hins vegar verða aðalútgangs-
punktarnir í aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar.
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um tilheyra um 12% Singa-
poremanna - um 300.000 manns
- fjölskyldum sem hafa minna
en 500 singapúrska dollara í
mánaðarlaun, sem samsvarar
um 9.000 íslenskum krónum og
telst það undir framfærslumörk-
um þar í landi. 100.000 þessara
íbúa hafa þó rninna en 250
þarlenda dollara eða um 4400
íslenskar krónur í mánaðarlaun
og það í ríki þar sem árstekjur
á mann nema um 260.000 ís-
lenskum krónum. Um 3.000
manns fá aðstoð frá hinu opin-
bera sem nemur um 1.640 krón-
um íslenskum fyrir einstakling á
mánuði en um 4.400 krónum
íslenskum á mánuði fyrir fjög-
urra manna fjölskyldu og þaðan
af stærri fjölskyldu.
Félagsfræðingurin Cheah
Hock Beng, sem stjórnaði
fyrstu rannsókn sem gerð hefur
verið á fátækt í Singapore, segir
þessar opinberu greiðslur vera
langt fyrir neðan áætlaðan fram-
færslukostnað. Hann áætlar að
fjögurra manna fjölskylda þurfi
að minnsta kosti 365 singa-
púrska dollara eða rúmlega
6.600 íslenskar krónur á mánuði
sér til framfærslu. Cheah telur
að, að ósekju mætti eyða meira
af þjóðarauðnum til hjálpar fá-
tækum og þar með yrði um leið
komið í veg fyrir þjóðfélags-
ólgu.
Singaporemenn eiga um 23
billjón singapúrska dollara í
gjaldeyrisvarasjóði sínum og
hagvöxtur hefur aukist um 7,9%
árlega frá árinu 1974 og stjórn-
völd ætla sér að auka hann um
5-7% árlega út þennan áratug.
Að sögn Reutersfrétta-
stofunnar sveltur enginn í
Singapore en betlarar sjást enn
fyrir framan skýjakljúfa og lúx-
ushótel.
Sonur forsætisráðherrans Lee
Kuan Yews, Lee Hsien Long
ráðherra heldur því fram eins
og faðir .sinn að velferðarkerfi
geri meiri skaða en hitt. En
talsmaður bandarísks fyrirtækis
sem kannar fjárfestingarmögu-
leika vítt og breitt um veröldina
varaði nýlega við vaxandi þjóð-
félagsólgu í Singapore vegna
misskiptingar auðsins. Hann
sagði að þegar ríki hafi eins
mikinn hagvöxt og Singapore sé
óhjákvæmilegt að fólk í lægri
þrepum þjóðfélagsstigans fyllist
gremju vegna misskiptingar
auðæfanna. Pað fólk taki að
spyrja, hvað orðið hafi um
þeirra þátt í öllum þessum vax-
andi hagvexti.
Mrún
Geislavirkt
flug í Evrópu?
London-Rcuter
■ Stjórnvöld á Bretlandi
eru nú að kanna möguleika á
því að flytja geislavirkan úr-
gang úr breskum kjarnorku-
verum með flugvélum til
meginlands Evrópu til að
láta endurvinna hann þar.
Talsmaður stjórnar
breskra kjarnorkuvera segir
að stjórnin hafi nú til athug-
unar áætlun um að senda
blöndu af plútoníum og
úraníum-oxíði með flugi til
meginlandsins til endur-
vinnslu. Þegar kjarnorkuúr-
ganginum hafi síðan verið
breytt í kjarnorkueldsneyti
væri hugmyndin að fljúga
með það aftur til Bretlands
þar sem það verði notað sem
eldsneyti í nýju kjarnorku-
veri sem ætlunin er að reisa í
Skotlandi.
Stjórn kjarnorkuveranna
heldur því fram að sáralítil
hætta fylgi þessum geisla-
virku flugflutningum.
Ekki er gert ráð fyrir því
að flugið með geislavirka úr-
ganginn hefjist aftur fyrr en
á næsta áratugi. Talsmaður
stjórnar kjarnorkuveranna
segir flutningana að öllu leyti
í samræmi við þær öryggis-
reglur sem alþjóðakjarn-
orkustofnanir hafi sett og
bresk lög geri ráð fyrir.
Albanir vilja
bæta tengslin
við Júgóslavíu
Vín-Reuter
■ Forsætisráðherra Alban-
íu, Adil Carcani, hefur látið
í ljós áhuga á því að bæta
samskipti Albana og Júgósl-
ava en þau hafa löngum verið
stirð.
Albanska fréttastofan
ATA hafði eftir forsætisráð-
herranum að flokkurinn í
Albaníu og ríkisstjórnin
hefðu alltaf lagt sérstaka
áherslu á samskipti við ná-
grannaríkin. Hann sagði að
stjórnin teldi að þrátt fyrir
ósættanlegar mótsetningar á
milli Albana og Júgóslava í
hugmyndafræði og stjórn-
máluni væri mögulegt að
koma á eðlilegum samskipt-
um.
Fyrrverandi leiðtogi al-
banskra kommúnista, Enver
Hoxha, sem lést fyrir
skömmu, réðst oft harkalega
á Júgóslava fyrir hentistefnu,
kapítalisma og þjónkun við
erlenda heimsvaldastefnu.
Hann hélt því fram að Tito
og aðrir leiðtogar Júgóslava
hefðu reynt að innlima Al-
baníu í Júgóslavíu og svipta
Albani þannig sjálfstæði.
Urn 1,7 milljón Albanir
eru búsettir í Júgóslavíu. Al-
bönsk stjórnvöld liafa ásakað
Júgóslava fyrir kúgun á þess-
úm albanska minnihluta.
NATO-fundurinn í Portúgal:
Bandaríkin hætta við
kröfur um stuðning við
stjörnustríðsáætlunina
Ksloril, Portú}>al-ReuIer
■ Bandaríkin féllu í gær-
kvöldi frá tilraunum til að fá
utanríkisráðherra NATO til
að fallast á stjörnustríðsáætlun
Reagans Bandaríkjaforseta
vegna sterkrar andstöðu
Frakka við áætlunina.
Háttsettur bandarískur
embættismaður sagði blaða-
mönnum að loknurn fyrsta
degi fundarins í Estoril að
Frakkar vildu aðeins viður-
kenna mikilvægi rannsókna á
vörnum gegn kjarnorkuvopn-
um. Hann sagði ennfremur að
ef ómögulegt reyndist að fá
aðildarríkin til að fallast á
áætlunina væri ekkert vit í því
að gera sameiginlega ályktun
um hana.
Háttsettur franskur emb-
ættismaður sagði að ekki kæmi
lil greina að samþykkja
stjörnustríðsáætlunina þar eð
Frakklandsforseti, Francois
Mitterrand, hefði fordæmt
hana á í'undi sjö helstu ríkja
Vesturlanda í Bonn í síðasta
mánuði.
Evrópskir stjórnarerindrek-
ar sögðu að NATÓ ráðherr-
arnir myndu í staðinn gefa
almenna yfirlýsingu til stuðn-
ings Bandaríkjunum í afvopn-
unarviðræðunum í Genf en
Bandaríkin myndu skoða það
sem óbeinan stuðning ríkj-
anna við afstöðu þeirra til
geimvopna.
Stjórnarerindrekarnir
sögðu að Frakkar væru ekki
einir um að vilja ekki leggja
blessun sína á stjörnustríðs-
áætlunina, því að Danir,
Norðmenn, Svíar og Grikkir
settu líka skilyrði fyrir stuðn-
ingi sínum við hana.
Kanaríeyjar griðastaður
sovéska f iskvei ð if lotans
■ Konur hafa líkast til ekki hærri laun í „Singapore suðursins“ en
í „Singapore norðursins".
Las Palmas-Rcuter
■ Sovétmenn hafa sýnt áhuga
á því að færa út kvíarnar á
Kanaríeyjum þar sem þeir hafa
lengi haft stóra slippstöð til
viðgerða og eftirlits með At-
lantshafstogurum sínum. Þeir
vilja bæta aðstöðuna sína þar
þannig að hún geti einnig sinnt
sovéska kaupskipaflotanum.
Jeronimo Saavedra forseti
heimastjórnarinnar á Kanarí-
eyjum segir að Sovétmenn hafi
lagt fram formlegt tilboð um
stofnun sameiginlegs fyrirtækis
með heimamönnum til að sjá
um viðgerðir á sovéskum kaup-
skipum. Saavedra, sem er ný-
kominn úr heimsókn til Sovét-
ríkjanna, segir að nýja fyrirtæk-
ið yrði með svipuðu sniði og
spænsk-sovéska fyrirtækið Sov-
hispan sem sér um viðgerðir á
sovéska togaraflotanum á At-
lantshafi.
Fyrstu sovésku togararnir
komu til Las Palmas á Kanarí-
eyjum árið 1964 þegar fasistar
voru við völd á Spáni. Nokkrum
árum síðar tóku Sovétmenn upp
formlega samvinnu við Spán-
verja urn viðgerðir og eftirlit á
sovéskum togurum og Sovhisp-
an var stofnað árið 1971 fjórum
árum fyrir dauða Francisco
Franco.
Sovhispan er nú orðið eitt af
stærstu fyrirtækjunum í Las
Palmas. Talsmenn fyrirtækisins
segja að tekjur af því hafi nurnið
um fjórum milljörðum peseta á
seinasta ári (tæpl. einn milljarð-
ur ísl. kr.). Á hverju ári koma
sovéskir togarar að meðaltali
650 sinnum í höfn í Las Palmas
og fá þar ýmiss konar þjónustu.
Sovhispan hefur m.a. milli-
göngu um áhafnaskipti á þess-
um togurum. Á seinasta ári
aðstoðaði fyrirtækið við skipti á
22.000 sovéskum áhafnarmeð-
limum og tók á móti 39.000
sjómönnum á togurunum þar
fyrir utan.
Fjögur hundruð sovéskir við-
gerðarmenn starfa að jafnaði
hjá Sovhispan og meira en 60%
af öllum viðgerðum í Astican-
skipasmíðastöð spænska ríkis-
ins eru gerðar á sovéskum
togurum.
Bandamenn Spánverja í
NATO hafa sumir látið í ljós
ugg vegna mikilla umsvifa Sov-
étmanna á Kanaríeyjum. En
Spánverjar segjast ekki hafa
orðið varir við neina njósna-
eða hernaðarstarfsemi. Einung-
is sé þsrna eðlileg þjónusta við
fiskveiðiflota Sovétmanna.
Það er Ijóst aðviðskiptin við
Sovétmenn verða enn mikilvæg-
ari og vera þeirra á Kanaríeyj-
um enn meira áberandi ef samn-
ingar takast um stofnun við-
gerðar- og þjónustufyrirtækis
við sovéska kaupskipaflotann í
Las Palmas.