NT - 07.06.1985, Blaðsíða 15
tilkynningar
Tilkynning frá Byggðasjóði
í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustöðum er gert ráð
fyrir útvegun fjármagns til lánveitinga til
fyrirtækja, sem þurfa að bæta aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustað.
Samkomulag hefir verið gert milli Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins og félagsmála-
ráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr
Byggðasjóði af sérstöku fé, sem aflað verður
í þessu skyni.
Umsóknir um lán þessi skulu því sendar
Byggðasjóði, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, á
umsóknareyðublöðum Byggðasjóðs, þar
sem sérstaklega sé tekið fram að um sé að
ræða lán vegna bætts aðbúnaðar, hollustu-
hátta og öryggis á vinnustað.
Umsóknarfresturertil20.júní n.k. Endurnýja
þarf umsóknir, er áður hafa verið sendar en
ekki hlotið afgreiðslu.
Almennur landsfundur
Fundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta
verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit
8. og 9. júní. Þar verður mótuð uppbygging
og stefna samtakanna. Til þingsins er boðið
öllum, sem áhuga hafa á að kynna sér starfið
og ganga í samtökin.
Upplýsingar gefa Magnús Kristinsson í sím-
um 96-23858 og 96-23996, Pétur Valdimars-
son í síma 96-26326 og Örn Björnsson í
síma 95-1988.
Föstudagur 7. júní 1985
27
Alnæmufaraldurinn:
„Við erum að deyja“
Hommi skrifar leikrit um alnæmu
New York-Reuter
■ „Við erum að deyja og eng-
inn berst fyrir lífi okkar. Við
verðum því að gera það sjálfir,"
segir rithöfundurinn Larry
Kramer, kunnur talsmaður
homma í New York.
f baráttu sinni gegn slælegri
frammistöðu yfirvalda við að
finna lækningu gegn alnæmu,
hefur Larry þessi skrifað leikrit-
ið „Meðalhjartað". í leikritinu
leggur hann tii að hommar öskri
og hætti ekki að öskra fyrr en
eitthvað hafi verið gert í þessum
málum. Larry ásakar fjölmiðla
og heilbrigðisyfirvöld um að
vera áhugalaus um varnir gegn
þessum kynsjúkdóm sem veikir
ónæmiskerfi líkamans og hefur
aðallega lagst á homma.
„Meðalhjartað“ var sett á
svið í Off-Broadway leikhúsi
Jósefs Papp og er annað tveggja
leikrita um alnæmu sem vakið
hefur töluverða athygli og hylli.
Það fjallar um rithöfundinn og
hommann Ned Weeks og þann
vanda sem hann á við að etja.
Weeks tekur þátt í stofnun at-
hvarfs fyrir homma sem sýkst
hafa af alnæmu en athvarfið á
sér fyrirmynd í athvarfi sem
Kramer og fleiri hommar komu
á fót í New York til minningar
um 6 homma sem létust af
völdum alnæmu. í leikritinu
yfirgefur Weeks hópinn, eins og
Kramer gerði sjálfur á sínum
Bandaríkin:
10% kvenna naudgað
-og gerð tilraun til að nauðga 10-20% kvenna
Washington-Reuter
■ 10% bandarískra kvenna
hefur verið nauðgað en það er
tvisvar til fjórum sinnum hærra
hlutfall en í Vestur-Evrópu, að
því er niðurstöður bandarískrar
könnunar sem birt var frétta-
mönnum nýlega herma. Að
auki hafa verið gerðar tilraunir
til að nauðga öðrum 10-20%
bandarískra kvenna en þær
komist undan.
Martha Burt, sem hafði yfir-
umsjón með gerð könnunarinn-
ar, sagði blaðamönnum, að frá
því að bandarískar kvenrétt-
indakonur hófu herferð gegn
nauðgunum árið 1971 hefðu við-
horf almennings til nauðgana
breyst mikið til batnaðar en
samt væri langt í frá að tekist
hefði að útrýma öllum ranghug-
myndum um nauðganir.
Martha sagði að sjónvarp,
kvikmyndir, auglýsingar' og
karlrembubrandarar ýttu undir
viðhorf á við: „Hún átti það
skilið," „Hún kom því til leiðar
með því að æsa hann upp,“
„Hva, enginn skaði skeður,“ og
„Hún vildi það,“ og að ítarleg
viðtöl við nauðgara sýndu að
þeir skýldu sér á bak við þessi
útbreiddu viðhorf til glæpsins.
Á meðan almenningur héldi
að nauðganir gerðust á götum
úti sýndi könnunin að meira en
tíma, er barátta hópsins til að
ná athygli almennings kafnar í
skipulagsleysi og samstarfsörð-
ugleikum hommanna.
„Það er ekki hægt að hrósa
neinum fyrir frammistöðu sína í
allri þessari vitleysu," segir
aðalpersóna leikritsins að skiln-
aði og Kramer segir að leiðtogar
homma séu samsekir fjölmiðl-
um og heilbrigðisyfirvöldum.
Barátta homma hafi einkennst
af skipulagsleysi og hræðslu við
að koma við kauninn á for-
dómafullum meirihlutanum og
árangurinn því verið eins lítill
og raun ber vitni.
Kramer segir að leikritið fjalli
fyrst og fremst um það hvað
gerist þegardýrmætustu eignum
manna ss. heilsu sé ógnað,
menn afneiti ógninni og feli sig.
Kramer segist vonast til að kvik-
ntynd verði gerð eftir leikritinu
svo að fleiri vakni til umhugsun-
ar um alnæmuvanda homrna.
„Alnæmufaraldurinn versnar
rneð hverri sekúndu sern líður
og mér virðist lítil barátta vera
til staðar. Ég gleðst þegar ég sé
áhorfendur vökna um augu á
leiksýningum hvert kvöld," seg-
ir Larry Kramer. „En ég yrði
ennþá glaðari ef tárin leiddu til
einhverrar baráttu,“ sagði
Kramer að lokum.
■ Því hefur verið haldið fram að fordómar gegn hommum valdi því hve lítið hefur verið aðhafst í að
fínna varnir við alnæmu.
helmingur þeirra ætti sér stað
innandyra og þótt almennt sé
talið að nauðgarar beiti vopnum
til að koma vilja sínum fram,
væru engin vopn notuð í 70%
tilvika. Flestir héldu og að fórn-
arlömbin hlytu meiðsli en í 70%
tilvika hlytu þær engin meiðsli.
Martha Burt sagði ennfremur
að könnunin hefði ekki staðfest
þær útbreiddu skoðanir að
nauðgari og fórnarlamb þekkt-
ust né heldur að nauðgar-
arnir fremdu verknaðinn vegna
þess að þeir væru haldnir svo
brýnni þörf fyrir kynlíf þar eð
70% nauðgaranna væru kvæntir
eða hefðu reglulegt kynlífssam-
band við aðra aðila.
Bretar í vanda:
Móðgaði Papandreou
Thatcherstjórnina?
Aþena-Reuter
■ Breska utanríkisráðu-
neytið er nú að kanna hvort
Andreas Papandreou forsæt-
isráðherra Grikkja hafi
móðgað Breta á kosninga-
fundi skömmu fyrir þing-
kosningarnar á Grikklandi
með ummælum sem túlka
megi þannig að Bretland sé
lögregluríki.
Á seinasta kosningafund-
inum fyrir kosningarnar nú
um síðustu helgi ásakaði
Papandreou andstæðinga
sína fyrir að ganga erinda
stórauðmagns. Hann sagði
mörg hundruð þúsund stuðn-
ingsmönnum sínum að and-
stæðingar hans myndu skera
niður almannatryggingar og
vanrækja sveitir landsins.
Papandreou bætti við: „Til
þess að þetta gerist, alveg
eins og á Englandi, er vald-
boðsríki nauðsynlegt, lög-
regluríki, ríki kúgunar, tak-
mörkunar félaga- og ein-
staklingsfrelsi og spillt verka-
lýðsforysta eins og í fortíð-
inni.“
Seinasti hluti setningarinn-
ar, þar sem vitnað er til
spilltrar verkalýðsforystu,
vísar greinilega til Grikk-
lands þar sem sósíalistar hafa
margoft ásakað fyrrverandi
verkalýðsforystu í Grikk-
landi fyrir spillingu. En Bret-
ar eru hins vegar í vafa um
það hvað mikill hluti af setn-
ingunni á við Bretland og
hvort Papandreou hafi sagt
að breska ríkið væri vald-
boðsríki, lögregluríki og
kúgunarríki.
I tilefni af þessu spurði
breskur blaðamaður Pap-
andreou að því hvernig hon-
um kæmi saman við Margréti
Thatcher. Hann svaraði því
með orðunum: „Samskipti
mín við frú Thatcher? Þau
eru algjörlega frábær."
Indónesarfá2,4
milljarða aðstoð
Yfírgnæfandi meirihluti nauðgara eru kvæntir eða hafa reglulegt kynlífssamband við aðra aðila.
Amsterdam-Reuter
■ Hópur fjögurra alþjóðlegra
lánastofnana og 12 ríkja sam-
þykkti nú í vikunni 2,4 milljarða
aðstoð við Indónesa á fjárhags-
árinu 1985-1986.
Upphæð aðstoðarinnar er í
samræmi við óskir stjórnvalda í
Indónesíu og hún er studd með-
mælum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-'
ins. Hluti fjárins kemur frá Al-
þjóðabankanum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum.
Á fundi lánastofnana og
ríkja, sem hafa bundist samtök-
um um aðstoð við Indónesa,
kom fram almenn ánægja með
efnahagsþróunina í Indónesíu á
síðasta ári þegar verðbólga
minnkaði og hagvöxtur jókst.
Aðstoðin verður notuð til að
styrkja landbúnað og lítil og
miðlungsstór iðnfyrirtæki til
þess að auka fjölbreytni í út-
flutningi Indónesa, sem nú
byggist aðallega á olíu- og gasút-
flutningi.
Ali Wardhana samræmingar-
ráðherra efnahags, fjármála og
iðnaðar, sagði á blaðamanna-
fundi að sérstök áhersla yrði
lögð á vinnuaflsfrekan iðnað,
enda er áætlað að um 1,7 milljón
manns komi árlega út á vinnu-
markaðinn í Indónesíu þar sem
um 150 milljón manns búa.