NT - 07.06.1985, Blaðsíða 16

NT - 07.06.1985, Blaðsíða 16
_IHl|________________Útlönd Engill dauðans dauður? Nasistaveiðarar telja fréttir um dauða Mengele komnar frá vinum hans sem viiji vernda hann Sao Paulo-París-Reuter ■ Lögregluyfirvöld í Brasilíu segjast næstum því sannfærö um að Josef Mengele, sem sendi m.a. 400.000 gyðinga í gasklef- ana í Auschwitz-fangabúðum nasista í heimsstyrjöldinni síð- ari, hafi drukknað árið 1979. Þau hafa látið grafa upp lík, sem sagt er vera af Mengele, og kallaö til sérfræðinga frá Vest- ur-Þýskalandi til að kanna lík- amsleifarnar og skoða tennur líksins til að ganga úr skugga um það hvort líkið sé af Meng- ele. Mengele er einn illræmdasti böðull nasista. Hann sendi ekki aðeins fjölda manns beint í gasklefana heldur framkvæmdi hann einnig ótrúlega sársauka- fullar „tilraunir" á föngum í Auschwitz í nafni læknavísind- anna en hann var sjálfur menntaður sem læknir. Hann þótti fríður á sínum yngri árum og virtist barngóður þar til hann hóf grimmilegar pyntingar sín- ar þess vegna fékk hann viður- nefnið Engill dauðans. Mengele slapp burt frá Þýska- landi í stríðslok og hefur síðan tekist að komast undan alþjóða- lögreglu, nasistaveiðurum og leyniþjónustu ísraels með því að flytjast oft á milli landa. Það er talið að hann hafi dvalist lengi í Paraguay og verið um tíma persónulegur læknir ein- ræðisherrans þar. Margir telja reyndar að hann sé ennþá í Paraguay og að stjórnvöld Auðugt olíusvæði finnst í Brasilíu Rio Dc Janeiro-Rcuter ■ Nýtt olíusvæði hefur fund- ist í Brasilíu þar sem talið er að jafnmikla olíu sé að finna og á öllum öðrum olfusvæðum þar til santans. Talsmaður brasilíska olíu- fyrirtækisins Petrobras segir að við olíuleit út af ströndum hafi fundist 150 knr olíusvæði á Campos-landgrunninu þar sem áætlað sé að hægt verði að vinna um tvo milljarða tunna af olíu. Áður hafði heildar- magn sannanlega vinnanlegrar olíu í Brasilíu verið metið um 2,1 ntilljarður. Olíusvæðið er um 70 mílur fyrir utan strönd ríkisins Rio De Janeiro. Ekki verður hægt að hefja framleiðslu á olíu þar strax þar sem olíulindirnar eru á 900 metra dýpi. En talsmað- ur Petrobras segir að varla muni líða mjög langur tími þar til hægt verður að vinna olíuna. Líklega verði hægt að fá um 15.000 tunnur af olíu á dag úr olíulindum á svæðinu samanborið við 14.000 tunnur á dag frá auðugasta olíusvæði Brasilíu fram til þessa. Umsjón: Ragnar Baldursson og Margrét RúnGuimundsdóttir þar haldi yfir honum verndar- hendi. • ísraelsmenn hafa sett eina milljón dollara til höfuðs Meng- ele og fjöldi annarra aðila hefur einnig boðið háar upphæðir fyr- ir upplýsingar sem leitt geti til handtöku hans. Romeu Tuma lögreglustjóri í Sao Paulo segist 90% viss um að líkið af sundmanninum, sem lést fyrir sex árum, sé raunveru- lega af Mengele. Hann segir að brasílska lögreglan hafi fengið upplýsingar um líkið frá göml- um hjónum sem hefðu fundið skjöl, sem tilheyrðu Mengele, í húsi sínu. Lögreglustjórinn seg- ir engan vafa leika á því að Mengele hafi búið í húsinu. Líkið, sem sagt er vera af Mengele, var grafið upp í Embu, 30 kílómetrum fyrir vestan Sao Paulo. Það er af öldruðum manni sem drukknaði á baðströnd við Bertioga, 100 kílómetrum fyrir norðaustan Sao Paulo 1979. Nasistaveiðarinn Serge Klars- feld segist ekki hafa trú á því að líkið sé af Mengele. Hann segist enn sannfærður um að Mengele sé á lífi og búi líklega í Par- aguay. Ef hann væri raunveru- lega látinn hefði fjölskylda hans í Vestur-Þýskalandi, sem talin er hafa samband við Mengele, og lögfræðingur hans þar örugg- lega skýrt frá því. Klarsfeld segist telja að lík- fundurinn í Brasilíu hafi líklega verið settur 'á svið af einhverj- um vini Mengeles sem vilji stöðva alþjóðaleitina að honum. ■ Boltaaðdáendur leggja til atlögu. Þeim er laus höndin á fótboltaleikjum og er þá Bakkus of með í spilinu. Grænn Kínamúr stöðvar innrás eyðimarkarinnar ■ Kínverjar hafa nýlokið við fyrsta hluta Græna Kína- múrsins sem verndar nyrstu héröð Kina fyrir sókn eyði- markarinnar og landeyð- ingu. Eins og nafnið bendir til er „múr“ þessi ekki úr grjóti heldur er hann skógar- belti sem teygir sig eftir endi- löngu Norður-Kína og verð- ur um sjö þúsund kílómetra langt þegar því verður lokið. Fyrsti hluti áætlunarinnar um Græna Kínamúrinn var fólginn í gróðursetningu trjáa á 5,93 milljón hekturum lands í Norður-Kína. Á þessu svæði hefur hlutfall skóga nú aukist úr um 4% upp í 6% frá því að hafist var handa við ræktun Græna Kínamúrsins árið 1978. Auk þess sem skjólbelti eru ræktuð meðfram eyði- mörk og örfoka landi, sem þekur 130 milljón hektara í tólf fylkjum í Norður Kína, hefur einnig verið lögð áhersla á að gróðursetja tré meðfram ökrum bænda. Með þessu móti er dregið úr vindhraða, rakastig loftsins eykst og landbúnaðarsvæði sunnar í Kína sleppa undan sandstormum úr norðri. Chen Hong, sem hefur yfirumsjón með framkvæmd skógræktaráætlunar Græna múrsins, segir að alls njóti rúmlega átta milljón hektar- ar landbúnaðarlands góðs af þessum fyrsta hluta áætlun- arinnar. Annar hluti áætlunarinnar um Græna Kínamúrinn felst í því að gróðursetja tré á 6,51 milljón hekturum lands á árunum 1986-1990. í þriðja og síðasta hluta áætlunarinn- ar sem á að ljúka um alda- mótin, er stefnt að því að þekja 10,66 milljón hektara til viðbótar með skógum þannig að hlutfall skóga auk- ist upp í 10,6% í Norður- Kína. Stjórnvöld ákváðu að hefja þessa gífurlega miklu skógrækt í Norður-Kína árið 1978 eftir að vísindamenn höfðu spáð því að Peking yrði eyðimörkinni að bráð innan tvö hundruð ára ef ekkert yrði að gert. Á sama hátt og Kínamúrinn mikli varði Kína fyrir innrás her- skárra hirðingja úr norðri til forna er Græna Kínamúrn- um ætlað að verja Kína fyrir innrás eyðimerkurinnar sem er enn hættulegri óvinur. Föstudagur 7. júní 1985 28 Belgískur diplómat: Með 10 kg af heróíni í diplómatatöskunni New York-Rcutcr ■ Belgískur diplómat hefur verið kærður fyrir þátttöku í smyglhring sem hafi smyglað tuttugu kílóum af heróíni frá Indlandi til Bandaríkjanna. Sjálfur er diplómatinn sagð- ur hafa smyglað tíu kílóum af heróíni í diplómatatösku. Hollendingurinn, sem er 56 ára, heitir Ludovicus Vastenavondt. Hannstarfaði í belgíska sendiráðinu í Nýju Delhi. Verði hann sekur fundinn á hann yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi og 500.000 dollara sekt. Vastenavondt var hand- tekinn 26. maí síðastliðinn eftir að hafa afhent njósnara lögreglunnar tíu kíló af her- óíni í hóteli nálægt Laguar- dia-flugvellinum í New York. Hann sagðist fá 100.000 dollara fyrir að koma með heróínið til Bandaríkj- anna. Að sögn lögreglunnar tóku fjórir Indverjar og fjórir Sik- ileyingar þátt í starfsemi smyglhringsins. Allir nema einn hafa verið handteknir. Indverjarnir sáu um að út- vega heróínið í Indlandi en Sikileyingarnir dreifðu því í Bandaríkjunum. Holland: Afengispróf fyrir boltaaðdáendur? Haag-Reuler ■ Hollensk yfirvöld hafa nú til athugunar að láta fótboltaáhorf- endur gangast undir áfengispróf áður en þeim verður hleypt inn á áhorfendasvæði fótboltavalla. Talsmaður íþróttaráðuneytis- ins í Hollandi segir að stuðn- ingsmenn liðanna sem litu út fyrir að vera drukknir gætu átt von á því að vera látnir blása í blöðrur eins og lögreglan notar til að kanna hvort ökumenn hafi neytt áfengis. Hann benti á að nú þegar færi fram vopnaleit við íþróttaleikvanga til að koma í veg fyrir að boltaaðdáendurnir geti smyglað vopnum inn á þá. Vand Der Reijden íþrótta- ráðherra segist vilja flýta af- greiðslu laga sem banna alla áfengissölu á íþróttaleikjum í framhaldi af átökunum sem urðu á úrslitaleik breska liðsins Liverpools og Juventus í sein- ustu viku þegar 38 manns létu lífið. Þann 23. maí síðastliðinn lagði hollenska ríkisstjórnin fram tillögu að lögum sem banna áfengissölu við fótbolta- leiki og takmarka áfengissölu í íþróttamiðstöðvum og menn- ingarmiðstöðvum. EBE: Þjóðverjar standa vörð um þýskuna Bru.vscl-Reuter ■ Vestur-þýsk stjórnvöld hafa skipað þýskum embættismönn- um hjá Efnahagsbandalagi Evr- ópu að halda sér fast við þýsk- una og láta ekki undan þrýstingi um að nota ensku eða frönsku. Þjóðverjar hafa áhyggjur af því að stöðugt fleiri skjöl barida- lagsins séu aðeins til í frönskum og enskum útgáfum. Þeir segja að þrátt fyrir mikinn þýðingar- kostnað sé mikilvægt að halda jafnrétti allra tungumála banda- lagsríkjanna. Reglur Efnahagsbandalags- ins kveða á um að franska, enska, ítalska, gríska, danskay hollenska og þýska skuli allar vera jafnréttháar hjá bandalaginu og fljótlega bætist portúgalska ogspænska við. En vegna kostn- aðar og túlkaskorts hafa ftalir og Grikkir oft notað frönsku og Hollendingar og Danir hafa ým- ist talað á ensku eða frönsku. Þjóðverjar leggja metnað sinn í að tala ávallt þýsku á opinberum fundum bandalags- ins. Þeir státa sig af því að sendiherra þeirra hjá EBE hafi aðeins einu sinni á sjö ára tímabili gripið til frönsku til að tryggja að það sem hann segði skildist örugglega. Nú starfa meira en þúsund túlkar og þýðendur hjá Efna- hagsbandalaginu. Stjórn banda- lagsins skýrði nýlega frá því að það hefði í athugun að nota fyrst og fremst nokkur helstu mál Evrópu til að koma í veg fyrir að þýðingarkostnaðurinn hækki enn frekar eftir stækkun bandalagsins. Bretland: 130 eitur- lyfjasalar handteknir London-Reuter ■ Ábendingar frá almenningi á sérstakri fíkniefnalínu sem breska lögreglan setti á fót fyrir hálfu ári, hefur leitt til handtöku rúmlega 130 eiturlyfjasala, að því er Roy Penrose, yfirmaður fíkniefnadeildar Scotland Yard skýrði frá nýlega. Hann sagði að rösklega 1000 manns hefðu notfært sér síma- línuna en fæstir hefðu gefið upp nöfn sín. Upplýsingarnar hefðu reynst ómetanlegar. Símalína þessi er liður í her- ferð gegn eiturlyfjum sem ráðist var í vegna snöggvaxandi her- óínneyslu í Bretlandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.