NT - 07.06.1985, Blaðsíða 8
■ Flestir ferðamenn, sem
farið hafa til Moskvu, hafarek-
ist á ofurölvað fólk, í fylgd fé-
laga sinna, sem ekki eru eins
illa haldnir, eða í fylgd lög-
reglu, á leið til næstu stöðvar
svo þeir geti látið renna af sér.
Reyndar þarf nú sjálfsagt ekki
að fara svo langt til þess að slíkt
verði fyrir sjónum manns, en
hins vegar er það staðreynd að
drykkjusýki er orðin svo al-
geng í Sovétríkjunum, að Gor-
batchev hefur skorið upp herör
gegn vandanum.
Marga grunaði að Gorbatc-
hev myndi taka þessi mál föst-
um tökum, þegar hann komst
til valda í mars síðastliðinum.
Hann er þekktur fyrir að hafa
andstyggð á vodka og al-
menningur hefur því átt von á
aðgerðum Kommúnistaflokks-
ins gegn þessu þjóðfélags-
vandamáli.
Svört skýrsla
Samkvæmt skýrslu, sem
eignuð er Vísndaakademíunni
í Novosibrisk, en er þó líka
komin frá deild innan KGB,
sem fjallar um þjóðfélagsleg
málefni, er áætlaður fjöldi
drykkjusjúklinga í Sovétríkj-
unum um 40 milljónir eða einn
sjötti þjóðarinnar. Sjötta hvert
Föstudagur 7. júní 1985 8
■ Þetta er orðin of algeng sjón að mati Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Meðlimir kommúnista-
flokksins, sem hneigjast til
drykkju, geta átt von á því að
verða „leystir frá störfum" eða
reknir úr flokknum. Gerð hef-
ur verið áætlun um átak í bygg-
ingu meðferðarstofnana fyrir
drykkjusjúka og einnig hefur
verið gerð áætlun um að stefna
að því að minnka heildar fram-
leiðslu sterkra drykkja frá og
með næsta ári, en ákvarðanir
um það verða teknar á þingi
flokksins á næsta ári.
í gamni hafa menn reynt að
skýra andúð Gorbatchevs á
vodka með því, að hann tók
lögfræðipróf sitt frá Lomon-
ossov háskóla í Moskvu.
Orð fer að háskólanum í
Moskvu og Bolsjoi leikhúsinu
fyrir almennt bindindi. Að
sögn munu leikarar og dansar-
ar leikhússins taka Martini
fram yfir vodka, Sá drykkur er
seldur í búðum forréttinda-
hópa og á svörtum markaði.
Whiskey mun vinsælasti
drykkurinn meðal prófessora
háskólans, en stúdentarnir
sjálfir, sem verða að uppfylla
mjög ströng skilyrði til að
verða teknir inní skólann og
ganga í gegnum erfiðar „síur",
drekka sem allra minnst, til
þess að vekja ekki athygli
Gorbatchev gerir ráðstafanir
til að minnka áfengisneyslu
BLAÐBERA VANTAR
í EFTIRTALIN HVERFI:
Skipholt, Austurberg og
Seltjarnarnes
EINNIG VANTAR BLAÐBERA A
BIÐLISTA I ÖLL HVERFI
:mí,:
fite !!',RsPríssííítlg'spr!::r?TF!Fr:X,
Eí'
Síðumúlii 5. Simi 686300
gripið yrði til skömmtunar á
áfengi, líkt og Nikita Krutsjev
gerði árið 1964, árið sem hann
missti völdin. Talað var um að
verð áfengis myndi fjórfaldast,
en Gorbatchev hefur ekki
gengið svo langt, að minnsta
kosti ekki enn sem komið er.
Hann hefur hinsvegar gripið til
mjög strangra ráðstafana.
Lágmarksaldur hækkaður
Nú fá aðeins þeir, sem náð
hafa 21 árs aldri að kaupa
áfengi. Lágmarksaldurinn var
áður 18 ár. Háar sektir eru við
broti á þessum reglum. Endur-
tekið afbrot getur þýtt tveggja
ára vist í fangabúðunr. Áfeng-
isverslanir opna nú kl. 14, en
opnuðu áður kl. 11 fyrir há-
degi. Þeir sem teknir eru ölv-
aðir við akstur geta átt von á að
vera sektaðir um 100 rúblur,
sem svarar til helmings meðal-
launa, og missis ökuleyfis. Að
hvetja börn undir lögaldri til
neyslu áfengis getur kostað
fangelsi eða vist í „endurhæf-
ingarbúðum". Þettagildir jafnt
um foreldra barnanna sem
aðra.
barn sem fæðist verður fyrir
skaða á fósturskeiði vegna
drykkjusýki foreldra sinna.
Dánartíðni mun hafa aukist á
tímabilinu frá 1960 til 1980 úr
7,1% í 10,4% og árleg fjölgun
þjóðarinnar minnkað á sama
tíma úr 1,26% niður í 1,03%.
Þetta eru niðurstöður athugun-
arinnar, sem ekki hafa verið
birtar opinberlega, en þeim
hefur hvergi verið mótmælt af
yfirvöldum.
Dagblöðin hefja herferð
Undanfarnar vikur hefur
gætt vaxandi áróðurs í sovésk-
um blöðum gegn neyslu áfeng-
is. Slagorð, sem lúta að vernd
barna, hafa birst í Pravda,
málgagni flokksins. Talað er
um stóraukið átak gegn
drykkjusýkinni. Samkvæmt
landbúnaðartímaritinu „Sel-
skaya jizn“ byrja 90% þeirra
sem drekka að staupa sig áður
en þeir ná 15 ára aldri. I öðru
blaði er fullyrt að 90% afbrota
og 60% glæpa eigi sér stað í
framhaldi af áfengisneyslu.
Orðrómur var á kreiki um að
„partkom„-nefndarinnar sem
fylgist náið með stúdentunum
og gerir strangar siðgæðis
kröfur.
Hver verður árangurinn?
Það er auðvitað „að beiðni
verkalýðsins" sem gripið er til
þessara ráðstafana, skv.
Pravda. En hver verður árang-
urinn? Bresnev lét hækka verð
áfengis um 300% strax árið
1966. Lítersflaskan af sterku
víni er nú seld á 13 rúblur, sem
er alltof hátt verð fyrir pyngju
hins almenna borgara, sem
hefur 180 rúblur í meðaltekjur.
Þess vegna óttast menn að
heimabruggun muni stórauk-
ast, en hún er í dag talin mjög
almenn. Uppskriftirnar eru
öllum aðgengilegar. Spurning-
in er hvort ekki þarf að
skammta sykurinn líka, ef ein-
hver árangur á að nást.
Með aðgerðum sínum ræðst
Gorbachev gegn fyrirbæri, sem
aldagömul hefð er fyrir í Sov-
étríkjunum: Vodkadrykkju og
bruggi. Frekar dauflegt hlut-
skipti hins almenna borgara
hefur átt sinn þátt í að styrkja
þessa hefð. Þess vegna gætir
vissra efasemda um árangur
herferðarinnar.
Þýtt og endursagt úr
L’Express
„Marxisminn-leninisminn er vodka fólksins."