NT - 07.06.1985, Blaðsíða 9

NT - 07.06.1985, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. júní 1985 HEYOO J'-L \ %t *?U*«* *A> * <*'4< Hljómtæki ■ Er krabbameinsvaldandi efni að finna í mjólkinni sem við drekkum daglega? Nýlegar sænskar rannsóknir benda til að svo geti e.t.v. verið. Efni þau sem hér um ræðir, kallast „aflatoxín" og eru a.m.k. sum þeirra mjög virkir krabbameinsvaldar. Hérlendis er hvorki til aðstaða né tækni til að greina þessi efni, hvorki í mjólk, né öðrum matvælum, hvað þá að hægt sé að segja tii um magn þeirra, ef þau á annað borð fyndust. Sænskar rannsóknir sýna ó- tvírætt fram á að aflatoxín er að finna í sænskri mjólk, þótt í litlu magni sé. Svíar íhuga nú að setja nýjar reglur um afl- atoxín í mjólk. Þar í landi eru að vísu til reglur um hámarks- innihald aflatoxína í matvör- um almennt, en þau mörk eru talin allt of há fyrir mjólk. Reglugerðir af þeirri gerð sem Svíar hyggjast nú setja sér, eru þegar til í nokkrum löndum, m.a. í Sviss og þær rannsóknir sem hér hefur verið minnst á sýna að aflatoxín í sænsku mjólkinni eru skammt undir þeim mörkum sem gilda í Sviss. Sérfræðingar hjá sænsku matvælastofnuninni „Livsme- delsverket" segjast ekki telja það magn aflatoxína sem mælst hefur í þarlendri mjólk, vera hættulegt heilsu þeirra er neyta mjólkur, en vilja engu að síður stefna að því marki að útrýma þessum efnum alveg úr mjólkinni. Kemur úr fóðrinu Aflatoxín í mjólkinni er tal- ið eiga rætur sínar að rekja til þess að slík efni sé að finna í fóðri kúnna og mun þá fyrst og fremst átt við kraftfóður. Það er vissulega ekki nema lítið brot af aflatoxíninnihaldi fóðursins sem fer út í mjólkina eða á bilinu 1-1,5%, en þetta getur engu að síður orðið til þess að töluvert magn mælist í mjólk- inni. Á sjöunda áratugnum kom í ljós að mikið magn aflatoxína var að finna í jarðhnetumjöli sem Svíar fluttu inn og notuðu í kýrfóður. Þetta varð til þess að 1972 var endanlega hætt að nota þetta mjöl í Svíþjóð, en eftir sem áður hafa þessi efni fundist í ýmsu kjarnfóðri. Aflatoxín á íslandi Neytendasíðan hafði sam- band við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Hollustu- vernd ríkisins til að afla upplýs- inga um þessi efni og hvort þau væru þekkt hérlendis. „Þetta er krabbavaldur, - og mjög sterkt svoleiðisj' sagði Ólafur Reykdal hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. „En þetta hefur aldrei verið mælt hérna og það er ekki aðstaða til að gera það.“ Ólaf- ur kvaðst heldur ekki vita til að innihald aflatoxína hefði verið Stór-sparifjáreigandi ■ Hinir háu herrar, sem stjórna peningaútgáfu þjóðarinnar eru búnir að gera mér ljóta grikkinn, án þess að þeir eða ég hafi gert mér grein fyrir því fyrr en alveg nýlega. Nú er fjármálum heimilisins hjá mér eins háttað og hjá allflestu venjulegu launafólki með eina fyrirvinnu. Obbinn af laununum fer í ákveðna staði; - Gjaldheimtuna, Veðdeildina, Lífeyrissjóðinn, Rafveituna, Póst og Síma o.s.frv. Eftir er mánaðarlega lúsarögn, sem við eigum að borða fyrir og þar er vissara að halda á spöðunum. Að minnsta kosti þýðir ekki að brjóta í sér tönn í sama mánuðioggert er viðbílinn eða þarf að borga tryggingarnar. Núna í allmarga mánuði er þessi lúsarögn að verða æ lúsarlegri og þessar 200-300 kr. á dag í fæðið er á einhvem óskiljanlegan hátt búið fyrir miðjan mánuð. Nú skuluð þið ekki halda að þetta stafi af óvæntum útgjöldum, nei, í þann lið er lagt til hliðar hér á heimilinu að þeirri reynslu margfenginni, að óvænt útgjöld nema í hverjum mánuði 20% af mánaðarlaunum. Óvæntum útgjöldum er m.a.s. skipt niður í liði; bílaviðgerðir, tannlæknir, gjafir, viðhald húsnæðis og „freistingar" sem em lögleg og sjálfsögð útgjöld. (Einn liðurinn heitir hins vegar „vitleysa“ og er að vísu löglegur en hreint ekki sjálfsagður). Það rann loks upp fy'rir mér ljós, -smámyntin! Síðan tíu króna myntin kom er e.t.v. allt að helmingurinn af þessum 200- 300 krónum í smámynt. Og dóttir mín litla hefur þann samning við mig, að hún megi tæma smámyntina úr buddunni minni í sparibaukinn sinn til að safnasér fyrirhjóli. Þess vegna sit ég með sveittan skallann að búa til mat úr helst engu. - Dóttir mín hins vegar orðin stór-sparifjáreigandi. ■ Er aflatoxín að finna í íslensku mjólk- inni? Þeirri spurningu getur enginn svarað hérlendis, því mæli- tækin eru ekki til! NT-mynd: Sverrir Krabbameinsvald ur í mjólkinni? - Svíar hafa fundið aflatoxín í mjólkurvörum öpnto her > SNttnti JÖLK 'RMt < wm i’ Gotter að vita - ný ritröð fyrir neytendur ■ „Gott er að vita“ er nafn á nýrri ritröð frá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga gefur út um neytendamál. í fyrsta tölublaðinu sem þessa dagana er verið að dreifa í verslanir um allt land, er fjallað um hljómtæki og koma þar frani ýmsar gagnlegar upplýsingar, einkum fyrir þá sem hafa í hyggju að fjárfesta í slíkum tækjum en þarna er einnig að finna ýmislegt sem getur kom- ið þeim að gagni sem þegar eiga hljómtækjasamstæðu. Rit og bæklingar af þessu tagi eru algengt fyrirbrigði víða erlendis og eru þá gjarna gefin út af neytendasamtökum eða opinberum stofnunum. Hér- lendis hefur hins vegar mjög skort upplýsingar af þessu tagi. í eins konar forystugrein á baksíðu ritlingsins, segir að tilgangur útgáfunnar sé að veita neytendum hagnýtar leiðbeiningar og upplýsingar er hjálpi þeim til að haga vörukaupum sínum og vöru- notkun í sem bestu samræmi við þarfir og fjárhagsgetu. Höfundar þessa fyrsta rits í ritröðinni eru tveir sérfræðing- ar; Steinþór Þóroddsson, raf- eindavirki og Ólafur Á.Guð- mundsson, verkfræðingur. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar, fræðslufulltrúa Sam- bandsins, er ætlunin að vanda mjög val höfunda að upplýs- ingaritum þessum og fá til hina færustu sérfræðinga. Ef framhaldið verður í svip- uðum gæðaflokki og þetta 1. rit af „Gott er að vita", þá er hér á ferðinni hið þarfasta framtak og er gott til þess að vita. mælt hérlendis yfirleitt og sagðist telja litlar líkur til að svo væri. „Við höfum ekki sett nein mörk fyrir aflatoxín,“ sagði Jón Gíslason hjá Hollustu- vernd ríkisins, aðspurður um málið. „Hins vegar eru þetta efni sem ekki eiga að finnast í mjólkinni og ég hef eiginlega enga sérstaka ástæðu til að ætla að þau séu í henni.“ Neytendasamtökin: Hver ákveður matseðilinn? ■ Neytendasamtökin hafa tekið afstöðu gegn ýmsum atriðum í frumvarpi til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Á stjórnarfundi í Neytendasamtökunum 30. maí s.l. var gerð samþykkt um þetta efni og er þar m.a. lýst andstöðu við að fleiri búvörur verði teknar undir framleiðslu- stjórn, en nú er. I bréfi sem Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytenda- samtakana, skrifaði landbún- aðarnefnd neðri deildar Alþing- is, er einnig mótmælt „öllum áformum um nýja lögfestingu á kjamfóðurskatti og framleiðslu- stjómun svína- og fuglaafurða.“ Kjamfóðurskatturinn er talinn bitna fyrst og fremst á þessum afurðum og muni því verða til þess að beina neyslunni fremur að öðrum búvömm. Með að- gerðum sem þessum álíta Neyt- éndasamtökin því að verið sé að „ákveða matseðilinn fýrir fólkið", eins og það er orðað í bréfinu. í samþykkt þeirri er áður var getið er skorað á Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið í nú- verandi ntynd, heldur láta taka það fyrir í sérstakri nefnd fyrir næsta Alþingi og í lok sam- þykktarinnar lýsa Neytenda- samtökin sig reiðubúin til þátt- töku í slíkri nefnd. Jón sagði ennfremur að hvorki hjá Hollustuverndinni né annars staðar hérlendis, væru til tæki til að mæla þetta og því væri ekkert eftirlit með aflatoxínum hérlendis, hvorki í mjólk né öðrum matvælum. „í matvælalöggjöfinni eru ákvæði um það að matvæli megi ekki innihalda skaðleg efni og ef svo færi að aflatoxín fyndust í matvælum hérlendis, yrði sú vörutegund stöðvuð á þeim forsendum að hún inni- héldi efni sem eru skaðleg heilbrigði manna.“ Jón kvað litlar líkur til að aflatoxínmælingar yrðu teknar upp hérlendis fyrr en eftir nokkur ár, en að því væri að sjálfsögðu stefnt. Nýmiólk f JSigg;| Wýmiólk / llíiríf ’f/t! Nýmjólk ,.\A Hýmjólk íW%\ lliíri 4 9

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.