NT - 07.06.1985, Blaðsíða 4

NT - 07.06.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 7. júní 1985 4 Ný graskögglaverksmiðja byggð 1983 þrátt fyrir árlega birgðasöfnun frá 1977: „Stefnt að 24 milljóna láni svo sukkið geti haldið áfram“ - segir Páll Ólafsson í Brautarholti ■ Offramleiðsla á grasköggl- um, til komin vegna óraunhæfr- ar uppbyggingar grasköggla- verksmiðja hér á landi hefur ásamt öðru gert rekstur þeirra mjög erfiðan að undanförnu að sögn Páls Ólafssonar í Brautar- holti. Framleiðslugetu núver- andi verksmiðja sagði hann um 17 þús. tonn á ári, en um 12 þús. tonn hafi verið framleidd á síð- asta ári. NT ræddi við Pál vegna nýrrar skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins þar sem m.a. er talið að hvorki rekstrarleg né þjóðhags- leg rök mæli með rekstri sumra graskögglaverksmiðjanna hér, en Páll hefur ásamt bróður sín- um rekið eina slíka frá 1963. Löginfrá 1971 mikill bölvaldur - Lögin um grænfóðurverk- smiðjur frá 1971 - sem við mótmæltum þá - hafa í fiam kvæmd orðið miklu meiri böl- valdur í uppbyggingu þessarar landbúnaðarframleiðslugreinar en okkur þó óraði fyrir. Bænda- fundir og Búnaðarþing liafa gert hverja samþykktina af annarri urn byggingu grænfóðurverk- smiðja sem víðast, sem þing- menn hafa síðan stutt dyggilega. Nú er svo komið að af rúmlega 12 þús. tonna framleiðslu í fyrra, auk eldri birgða, eru enn óseld milli 8 og 9 þús. tonn af graskögglum. Ríkið byggði í Skagafirði þrátt fyrir offramleiðslu Frá 1977 hafa á hverju vori verið óseldar birgðir hjá ein- hverri verksmiðjanna. Engu að síður veitti ríkið fé til byggingar nýrrar verksmiðju í Skagafirði, sem tók til starfa 1983 með yfir 3.000 tonna framleiðslugetu, þótt alls ekki væri rúm fyrir þá framleiðslu á markaðnum. Óg þótt nú liggi fyrir birgðir sem samsvara hálfs annars árs sölu miðað við 1984 þá ætlar land- búnaðarráðherra samt ekki - samkvæmt svari við fyrirspurn á Alþingi - að takmarka fram- leiðslu verksmiðjanna í ár nema að óverulegu leyti, sagði Páll. Nýtt 24 millj. lán í áframhaldandi sukk - Það er dæmigert um úrræða- leysi þessara manna, að í stað þess að setjast nú niður og kanna tilverurétt og framtíðar- möguleika graskögglafram- leiðslunnar í landinu, þá liggur nú fyrir í frumvarpi til lánsfjár- laga á Alþingi, að veita skuli heimild til 24 milljóna króna lántöku fyrir verksmiðjurnar til þess að þetta sukk geti haldið áfram. Á sama tíma eru svo ríkis- verksmiðjurnar að undirbjóða okkur í verði á markaðinum. Á fundi forsvarsmanna þeirra - sem við vorum ekki boðaðir á - var samþykkt í lok mars, að veita 5% afslátt í viðbót við þau 10% sem fyrir voru, af verðinu eins og það var ákveðið s.l. ■ Þeir sem voru niðri við Reykjavíkurhöfn meðan stóð á hátíðarhöldum sjómannadags- ins hafa eflaust tekið eftir þrem- ur hraðbátum sem þeyttust um á innri höfninni innan um aðra vélbáta og árabáta. Bátar þessir, sem nefnast Skutlur, eru ný íslensk fratn- leiðsla og rnunu vera hrað- haust. Síðan hafa þó birgðirnar verið að hlaða á sig vöxtum af afurðalánum. Vinnubrögð Rannsókna- ráðs gagnrýniverð Um réttmæti skýrslu Rann- sóknaráðs hafði Páíl einnig sín- ar meiningar. „Ég tel það gagnrýnivert að hjá Rannsóknaráði skuli menn taka fullyrðingu frá árinu 1976 - sem þá var byggð á óvísinda- lega unninni og óraunhæfri könnun - og slengja henni nú fram í skýrslu frá stofnuninni, sem dómi um graskögglafram- leiðsluna í landinu,“ sagði Páll. skreiðustu bátar sem samþykkt- ir hafa verið af Siglingamála- stofnun, að sögn Guðjóns Hall- dórssonar, sem hefur ásamt Kristjáni bróður sínum, smíðað og selt þrjá svona báta. Þeir eru eigendur fyrirtækisins Bortækni í Kópavogi. Bátarnir eru fimmtán fet að lengd og mega nota 115 hestafla - Rétt er og að hafa í huga að tveir af nefndarmönnum þeim er unnu að þessari nýju skýrslu eru starfsmenn Rannsóknar- stofnunar sjávarútvegsins. En starfsmenn þessarar sömu stofn- unar unnu árið 1983 að gerð annarrar skýrslu um notkun á innlendu hráefni til kjarnfóður- framleiðslu, þar sem gert er ráð fyrir byggingu enn einnar gras- kögglaverksmiðjunnar norður á Húsavík. Samanburður við niður- greitt fóður ósanngjam Hvað hátt verð á grasköggl- um snertir sagði Páll ósann- gjarnt að taka útsöluverð á gras- kögglum hér til samanburðar vél, sagði Guðjón í samtali við NT. Þeir eru smíðaðir eftir fyrirmynd sem var upphaflega bandarísk en hefur síðan verið endurbætt með tilliti til öryggis- atriða. „Þeir hafa verið samþykktir upp í 45 sjómílna hraða, eða um 80 km/klst.,“ sagði Guðjón. ■ Komur útlendinga til Is- lands hafa stórlega aukist ef bornar eru saman tölur fyrstu fimm mánuði þessa árs og tölur frá sama fima í fyrra. 21.500 útlendingar hafa komið til landsins það sem af er. í fyrra var þessi tala á sama tíma tæp 15.000. Ragna Samúelsson skrifstofu- stjóri hjá Ferðamálaráði sagði að eftir þrjá fyrstu mánuði árs- við verð á innfluttu fóðri sem sé töluvert niðurgreitt á flestum stigum framleiðslunnar í fram- leiðslulöndunum. Hærra verð á graskögglum en t.d. kúafóður- blöndu sé m.a. þekkt frá Nor- egi. Ef á sama hátt væri borið saman verð á ýmsum öðrum innlendum vörum og þjónustu annars vegar og innflutnings- verð hins vegar þá verði gras- kögglarnir örugglega ekki óhag- kvæmari en annað í þeim samanburði. Páll sagði einnig þurfa að hafa í huga að hjá flestum graskögglaverksmiðj- unum hafi tvö undanfarin ár verið einhver allra verslu fram- leiðsluárin frá upphafi vegna rigningartíðar, sprettuleysis og fleiri ástæðna. „En þeir geta farið mun hraðar en það.“ Á sjómannadaginn sigldu eig- endur þessara báta frá Kópa- vogi í kringum Gróttu og inn að höfn á u.þ.b. tuttugu mínútum. „Þeir eru sæmilega sjófærir," sagði Guðjón, „að minnsta kosti miðað við þarfir venjulegra landkrabba." ins hefði verið spáð um 8% aukningu á ferðamannastraum til landsins. „Það verður að taka inn í þessar tölur að nokkur stór þing hafa verið haldin hér á landi og ber þar hæst Norður- landaþingið sem haldið var hér í Reykjavik." Ragna sagði einnig að um svo lágar tölur væri að ræða að vel mætti búast við því að spá sú sem Ferða- málaráð gerði í vetur komi til með að standast. Sex orlofsvik- ur á Hvanneyri ■ Orlnfsnefnd húsmæðra í Reykjavík mun í suinar starl'rækja orlofsheimili í luisnæöi bændaskólans á Hvanneyri í Borgarfiröi fyrir reykvískar húsmæður á öllum aldri. Dvalið verð- ur í eina viku í senn, í sex hópuni og fer sá fyrsti 22. júní n.k. Á Hvanneyri verður boðið upp á leikfimi, skoð- unarferð um Hvanneyr- arstað, eins dags ferð um Borgarfjörð með viðkomu í Borgarnesi og á kvöldin verða kvöldvökur. Á staðnum er ágæt baðað- staða, sólskýli og heitur pottur. Jafnframt er þar bókasafn og guðsþjónusta verður í Hvanneyrarkirkju hvern sunnudag. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu Orlofsnefndar að Traðarkotssundi 6, milli kl. 15 og 18 frá mánudeginum 3. júní n.k. Þar er einnig hægt að fá kynningarbækl- ing um starfsemi Orlofs- nefndar. Tilboð VSÍ er siðleysi - segir í álykt- un frá Alþýðu- bandalaginu ■ „Alþýðubandaiagið hvetur launafólk til að vísa á bug því siðleysi, sem felst í því að ætla fullorðnu fólki að lifa á lág- markslaunum, sem samkvæmt tilboði VSÍ verða tæpar 17 þús- und krónur á mánuði í lok næsta árs.“ Svo segir í ályktun sameigin- legs fundar framkvæmdastjórn- ar og þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn var á þriðjudag. Þarsegirennfremur, að ef gengið yrði að tilboði VSÍ, myndi kjararán undanfarinna tvggja ára aðeins festast í sessi. Fundurinn ítrekaði þá sam- þykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins, að kaupmáttar- trygging væri forsenda kjara- samninga, og vakti jafnframt athygli á því, að tilboð vinnu- veitenda fæli ekki í sér mesta hækkun til þeirra, sem lægst hafa launin. Tölurnar ættu ekki við þá, sem vinna eftir töxtum, sem eru undir dagvinnutekju- tryggingu, og þar á meðal væri margt fiskvinnslufólk. Leiðrétting ■ Missögn var í frétt sem birtist í blaðinu í gær um tilkomu hjartaskurðdeild- arinnar og söfnunarinnar vegna hennar. Rétt mun vera að til séu tvær millj- ónir króna til tækjakaupa og að stofnkostnaður deildarinnar muni verða umfjórarmilljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tillaga Guðmundar J. um lengingu uppsagnarfrestsfiskvinnslufólks: Vísað til ríkisstjórnar ■ Tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar um leng- inu uppsagnarfrests starfs- fólks í fiskiðnaði var vísað til ríkisstjórnarinnar í neðri deild Alþingjs í vikunni að viðhöfðu nafnakalli. Þessa tillögu hafði meirihluti fé- lagsmálanefndar neðri deildar lagt til, við atkvæða- greiðsluna í deildinni greiddu tveir stjórnarþing- menn atkvæði gegn því, þeir Ellert B. Schram og Ólafur Þ. Þórðarson. Allmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. Töldu margirstjórn- arþingmenn, sem atkvæði greiddu með því að vísa tillögunni til ríkisstjórnar- innar, að þetta væri rétt- lætismál, en því bæri að ráða til lykta við samninga- borðið, með atbeina ríkis- stjórnarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar töldu þetta vera mál sem varða jafnrétti þegnanna í landinu og að það væri Alþingi til smánar að taka ekki sjálft af skarið um það að lág- launafólk ætti að sitja við sama borð og aðrir í þessum efnum. ■ Kristján Halldórsson, annar eigenda Bortæknis, sést hér á Skutlu í Nauthólsvíkinni. NT-mynd: Ámi Bjama Nýr íslenskur hraðbátur á markaðinn Komur útlendinga: Þriðjungi fleiri fyrstu 5 mánuðina

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.