NT - 07.06.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júní 1985 3
Efnislegar deilur um þingsköp:
Menntamálaráðherra vildi
ekki ræða dagvistarmálin
- mun svara fyrirspurn um þau í dag
■ Þegar Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra hafði mælt
fyrir stjórnarfrumvarpi um af-
nám einkaréttar ríkisins á sölu
á tóbaki og eldspýtum og Stein-
grímur Sigfússon gert athuga-
semdir sínar við það, tók Kristín
Kvaran til máls um þingsköp.
Kvaðst hún hafa óskað þess, að
menntamálaráðherra svaraði
fyrirspurnum utan dagskrár
vegna þess ástands sem ríkti í
dagvistarstofnunum landsins.
Hefði ráðherra hafnað því á
þeim forsendum að dagvistar-
mál væru að verulegu leyti
sveitarstjórnarmál.
Kristín sagði að þessi svör
ráðherrans væru ófullnægjandi,
bygging og rekstur dagheimila
væru á ábyrgð menntamálaráð-
herra. Kristín vitnaði síðan í
fyrirsögn NT í gær, þar sem
sagði, að foreldrar og fóstrur
vildu ekki fleiri dagvistarstofn-
anir meðan það ástand ríkti að
þær sem fyrir væru byggju við
óviðunandi starfsskilyrði. „Þegar
þessir aðilar vilja ekki fleiri
dagvistarstofnanir, þá hlýtur
það að segja stóra sögu,“ sagði
Kristín og bætti því við, að í
fyrsta sinn í 40 ára sögu Fóstru-
skóla íslands hefðu nú of fáar
umsóknir um skólavist borist.
Hún kvaðst furða sig á þeim
viðbrögðum menntamálaráð-
herra að vilja ekki ræða málið á
Alþingi.
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra tók til
máls um þingsköp og kvaðst
ekki hafa heyrt útvarpsfréttir í
fyrrakvöld vegna anna og ekki
séð NT í gær. Hún vissi því ekki
hvað fjölmiðlar hefðu sagt um
málið og því talið sig þess van-
búna að svara á grundvelli þess,
enda hefði ekki legið fyrir um
hvað Kristín Kvaran hefði ætlað
að spyrja. „Þetta mál snýst um
kjör starfsmanna sem ekki eru
ríkisstarfsmenn,“ sagði ráðherr-
ann. Ragnhildur sagði hins
vegar að í menntamálaráðu-
neytinu væri fullbúin starfsáætl-
un fyrir dagvistarstofnanir, sem
kynnt yrði í sumar, einmitt fyrir
því fólki, sem á þeim stofnunum
störfuðu svo að þær gætu tekið
afstöðu til hennar og bent á það
sem þar mætti betur fara.
„Hvernig á að fjármagna
framkvæmd þeirrar áætlunar?"
spurði Guðrún Helgadóttir, og
sagði að hingað til hefðu karl-
ráðherrar ekki neitað því að
svara fyrirspurnum þingmanna,
en nú brygði svo til að kvenráð-
herra neitaði að svara spurning-
um kvenþingmanns. Starf-
andi forseti deildarinnar, Karv-
el Pálmason, margítrekaði að
hann gæfi orðið aðeins laust um
■ „Menntamálaráðherra ræð-
ur yfir útgjaldalið sem heitir
ýmis framlög, en fé af þeim lið
er aldrei veitt til aðila sem hafa
framlög á fjárlögum fyrir, slíkar
aukafjárveitingar verða að
koma í gegnum fjármálaráð-
herra,“ sagði Runólfur Þórar-
insson fulltrúi í Menntamála-
ráðuneytinu í samtali við NT í
gær vegna athugasemdarinnar
sem birtist hér á eftir. Tilefnið
er augljóst; fyrirsögn NT á frétt
um höfnun á aukafjárveitingu
til Þjóðminjasafns vegna kostn-
aðar við viðgerð á altarisbrík
þingsköp, en ekki til efnislegra
umræðna.
Hann sagði að utandagskrár-
umræður væru leyfðar ef sam-
komulag væri um það milli fyrir-
spyrjanda og viðkomandi ráð-
herra. Margir tóku til máls „um
þingsköp“ og gagnrýndu það að
Hóladómkirkju. Athugasemdin
er svohljóðandi:
Herra ritstjóri.
í blaði yðar í dag er svohljóð-
andi fyrirsögn forsíðufréttar:
„Altarisbrík Hóladómkirkju
einkamál Þjóðminjasafnsins -
að mati fjármála- og mennta-
málaráðuneytis sem neitað hafa
safninu um 140 þúsund króna
fjárveitingu."
Vegna þessa tekur Mennta-
málaráðuneytið fram eftirfar-
andi: Ráðuneytið ritaði Fjár-
laga- og hagsýslustofnun svo-
hljóðandi bréf, dags. 30. apríl
ráðherra skyldi ekki vera undir-
búinn undir að ræða dagvistar-
málin. Niðurstaðan varð sú að í
dag mun menntmálaráðherra
svara fyrirspurn Kristínar Kvar-
an utan dagskrár og gefst þing-
mönnum þá tækifæri til „efnis-
legra umræðna".
síðastliðinn, varðandi þetta
mál:
„Menntamálaráðuneytið
sendir Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun hér með ljósrit af bréfi
þjóðminjavarðar, dags. 15.
þ.m., varðandi beiðni um auka-
fjárveitingu að fjárhæð kr. 141
þúsund vegna viðgerðar á altar-
isbrík í Hóladómkirkju, sem
Jón biskup Arason lagði til
kirkjunnar um 1540.
Ráðuneytið vísar til þeirra
röksemda, sem er að finna í
bréfi þjóðminjavarðar, fyrir
þessari málaleitan, og leggur
Misstu tvo í Blöndu
■ Fyrsta daginn í Blöndu
kom enginn lax á land.
Veiðimenn urðu þó varir
við fisk, og tveir sluppu af
önglinum eftir að hafa háð
erfiða baráttu. Frést hefur
af sel í ósnum, og er við-
búið að hann geri usla í
væntanlegum laxatorfum.
Pétur Hafsteinsson formað-
ur veiðifélags Blöndu og
Svartár sagði í.samtali við
veiðihornið að þrátt fyrir
það að enginn lax hefði
komið á land þá andaði
hlýju til laxveiðimanna þar
sem vart hefði orðið við
hann. „Hann kemur á næsta
straumi;' sagði Pétur. Fjór-
ar stangir eru í Blöndu sem
er mjög vatnslítil um þessar
ntundir.
Lax í Litluá
Einn lax hefur veiðst í
Litluá í Kelduhverfi. Áin er
svo til troðfull af sjógengn-
um silungi. Gripið hefur
verið til þess ráðs að setja
kvóta á hverja stöng, en
þær eru fimm. Leyfilegt er
að veiða 20 silunga á stöng
og eru ófáir veiðimenn sem
hafa fyllt kvótann frá því
áherslu á að umbeðin aukafjár-
veiting verði veitt, enda yrði
það að flokkast undir meirihátt-
ar slys, ef altarisbríkin eyðilegð-
ist, ekki síst þar sem við íslend-
ingar höfum verið að gera kröfu
um að fá hingað heim ýmsa
dýrmæta íslenska muni og hand-
rit úr erlendum söfnum.
F.h.r.
Knútur Hallsson (sign).
Runólfur Þórarinsson (sign.)“
Menntamálaráðuneytinu
barst síðan svarbréf frá Fjár-
laga- og hagsýslustofnun við
málaleitan þessari, dags. 22.
■ Ekki var fullkomlega Ijóst fyrir þingmönnum og áheyrendum í gær hvort dagvistarmál væru á
dagskrá eða ekki og engum spurningum var svarað. Það verður hins vegar gert í dag og starfsfólk
dagvista verður líklega að gera sér aðra ferð á þingpalla með föruneyti sínu fríðu. NT-mynd: Ámi Bjama.
Þjóðminjasafnið og altarisbríkin:
Menntamálaráðuneytið
bað um aukafjárveitingu
Umsjón:
Eggert
Skúlason
veiði hófst 1. júní. Laxinn
sem kom á land var smár,3
pund. Stærsti silungurinn
sem veiddist vó 7,5 pund.
Fiskurinn tekur hvað sem
er og hefur veiðst á spún,
maðk og flugu. Veiðileyfið
í ánni kostar 600 krónur.
Hvað kostar
maðkurinn?
Þeir viðmælendur Veiði-
hornsins sem haft var sam-
band við út af verði á laxa-
maðki sögðu að verðið væri
í kringum fimm krónur á
maðk. Þó er það háð
framboði og eftirspurn, eins
og hefur verið í gegnunt
árin. Viðbúið er að verðið
rokki á bilinu 4,50 og í
mesta lagi nái það 6 krónum
ef þornar um og lítið fram-
boð verður á orminum.
Lax fékkst fyrir
ofan Laxfoss
Það telst til tíðinda þegar
lax veiðist í Norðurá á milli
fossa, snemma í júní. Veiði-
menn hafa þó séð talsvert
af fiski fyrir ofan Laxfoss og
einn veiddist reyndar-í síð-
asta holli sent kláraði í gær.
Vanalega gengur laxinn
ekki upp fyrir fossinn fyrr
en í lok í júní þegar vatnið
í ánni er farið að hitna. Nú
er vatnið komið í 8,5 gráður
og virðist fiskurinn sætta sig
við það. Hollið sem kláraði
í gær hafði 19 laxar frá því
3. júní.
maí síðastliðinn, og hljóðar það
svo:
„Fjárlaga- og hagsýslustofn-
un vísar til bréfs Menntamála-
ráðuneytisins, dags. 30. apríl
1985, þar sem sótt er um auka-
fjárveitingu að fjárhæð 141 þús.
kr. til Þjóðminjasafns íslands
vegna viðgerðar á altarisbrík í
Hóladómkirkju.
Ekki er fallist á ofangreint
erindi.
F.h.r.
Héðinn Eyjólfsson (sign.)“
Samkvæmt framanrituðu er
áðurgreind forsíðufrétt í blaði
yðar með öllu tilhæfulaus að því
er tekur til Menntamálaráðu-
neytisins og óskast leiðrétting
birt á jafnáberandi stað í blaði
yðar hið allra fyrsta.
Eins og af framansögðu er
Ijóst er það rangt sem fram kom
í fyrirsögn umræddrar fréttar að
menntamálaráðuneytið hafi
neitað Þjóðminjasafninu um
aukafjárveitingu, það voru aðrir
aðilar sem það gerðu. NT biðst
afsökunar á þessari ónákvæmni.
RUTUDAGUR *
y
o o
w *
LAUGARDAGINN 8. JUNI
Þaö veröur fjör í Umferöarmiöstööinni á laugan——
Stærsta rútusýning á íslandi meö um 50 rútur af öllum geröum og staeröum: Nýjar
rútur, gamlar rútur, antik rútur, fjallabílar, eldhúsbílar, boddýbílar og snjóbílar.
Yfirgripsmesta ferðakynning sem haldin hefur veriö meö 21 aöila er kynna starfsemi
sína.
Skemmtiatriöi allan daginn: Bjössi bolla mætir á staöinn og heilsar uppá börnin,
lúörasveit leikur, gömlu, góöu rútusöngvarnir kyrjaöir, ókeypis feröagetraunir og síöast
en ekki síst, ókeypis skoöunarferöir um Reykjavík allan daginn.
ítilefni dagsins veita sérleyfishafar 50% afslátt at fargjöldum
OPID KL.10—18.
Félag sérleyfishafa