NT - 07.06.1985, Blaðsíða 10
Jensína Sæunn Jens-
dóttir - frá Hnífsdal
Fædd 3/júní 1890
Dáin 26. desember 1984
Föstudaginn 4. janúar síðast-
liðinn fór fram frá Fossvogs-
kirkju útför móðursystur minn-
ar Jensínu Sæunnar Jensdóttur.
Þó nokkuð sé umliðið langar
mig til að minnast frænku minn-
ar hér nokkrum orðum. Jensína
var dóttir Jens Guðmundar
Jónssonar og seinni konu hans
Sæunnar Sigurðardóttur frá
Dýrafirði. - Sjá Arnardalsætt. -
Foreldrar hennar áttu fyrst
heima í Arnardal en fluttust
síðar til Hnífsdals. Jensína átti
tvær alsystur þær voru: Guðrún
Sólborg, móðir mín, hún dó úr
spönsku veikinni 1918. - Hin
alsystirin er Ásgerður. Hún var
gift Guðjóni Ólafssyni. Þau áttu
heima í Hnífsdal, þar sem Ólaf-
ur var lengi kaupfélagsstjóri og
síðar á Akranesi. Ásgerður er
nú á Dvalarheimili aldraðra á
Akranesi 93 ára gömul. -
Jensína átti líka hálfsystkini.
Jens faðir hennar var tvígiftur
og átti 6 börn með fyrri konu
sinni Sólborgu Sigurðardóttur.
Tvö börn þeirra dóu í æsku
(Jóhanna og Sigurjón.) Hin
voru: Jónína, Finnbogi og tví-
burasysturnar Sigríður og
Sólborg. Dóttursonur afa af
fyrra hjónabandi Adolf Jakobs-
son (sonur Jónínu og Jakobs
Jakobssonar Thorarensen) var
alinn upp hjá afa og ömmu.
Mikill efnis maður. Hann
drukknaði á vélbátnum Nirði
12. desember 1924.
Bernsku- og æskuár sín á
Jensína í Arnardal og átti hún
þaðan góðar minningar. Það er
fallegt í Arnardal. Hin kyrru
kvöld og morgnar þegar veðrið
skartaði sínu fegursta lifðu í
minningunni. Hinum megin
fjarðarins blasir ísafjarðarkaup-
staður við og Hnífsdalur aðeins
utar. Til ísafjarðar og frá voru
tíðar skipaferðir.
„Hve blátt og hreint í Vestur-
vegi
er vorsins armur blessar haf og
jörð
- Og sólgyllt íley á dýrum degi
inn Djúpið stefnir beint á ísa-
fjörð. “
Svo kvað skáldið Jóhannes úr
Kötlum. - 15 ára gömul fer
Jensína til ísafjarðar. Var hún í
mörg ár í vist hjá þeim indælu
hjónum Jóhanni Þorsteinssyni
kaupmanni og konu hans Sigríði
Guðmundsdóttur. Þarna á ísa-
firði kynntist hún Guðmundi
Guðmundssyni skólaskáldi og
fjölskyldu hans. (Ólína Þor-
steinsdóttir kona Guðmundar
var systir Jóhanns). Jensína
minntist með mikilli virðingu
hins vinsæla skálds og dáði ljóð
hans. Jensína hafði alla tíð mik-
ið yndi af söng og Ijóðum. Oft
minntist hún á veru sína á Isa-
firði og var gaman að heyra
hana segja frá félags og
menningar lífi þar á þeim tíma.
Isafjörður er þá í örum vexti
sem útgerðarbær. Við manntal-
ið 1901 er tala bæjarbúa 1240 og
bærinn þá þriðji stærsti kaup-
staður á Islandi. Jensína dró oft
upp hugljúfar minningar frá
gamla tímanum. Hún mundi
t.d. vel konungskomuna 11.
ágúst 1907 er Friðrik konungur
8. heimsækir ísafjörð ásamt
fylgdarliði og ríkisþingmönn-
um.
Jensína er þá 17 ára og var
henni sá atburður minnisstæð-
ur. - Þann dag var bærinn í
hátíðarbúningi. Allur vélbáta-
floti ísafjarðarkaupstaðar og
nágrennis, meira en 80 bátar
fóru talsvert út fyrir Skutuls-
fjörð á móti konungsskipunum,
auk þess höfðu 6 hvalveiðigufu-
skip slegist með í förina. Allur
þessi floti fylgdi svo konungs-
skipunum inn fjörðinn. Á
bryggjunni beið svo mikill
mannfjöldi. Voru þar mættir
vel flestir íbúar ísafjarðarkaup-
staðar og nærsveitanna og sumir
komnir að langan veg yfir fjöll.
Fremst á bryggjunni stóðu
bæjarstjóri, bæjarfógeti, bæjar-
stjórn og helstu virðingarmenn
sem fögnuðu konungi er hann
steig á land, en mannfjöldinn
hrópaði húrra fyrir hátigninni af
mikilli hrifningu. Síðan varfarið
í skrúðgöngu með konung,
föruneyti hans og ríkisþing-
menn upp í bæinn, þar sem
hátíðahöldin fóru fram. Hátíða-
höldin byrjuðu á því að samkór
söng kvæði, sem Guðmundur
Guðmundsson, skólaskáld
hafði ort og Jón Laxdal verslun-
arstjóri hafði samið lag við.
Magnús Torfason, bæjarfógeti
stjórnaði hátíðahöldunum
ásamt Davíð Scheving Thor-
steinssyni héraðslækni og Jóni
Laxdal verslunarstjóra.
Þarna var margt fyrirmanna
meðal annars glæsimennið
Hannes Hafstein ráðherra áður
bæjarfógeti og þingmaður ís-
firðinga, sem var í konungs-
fylgdinni að sunnan. Já Jensína
frænka gat sannarlega gefið
manni innsýn í gamla tímann.
Eftir ísafjarðarár sín fer Jensína
til Reykjavíkur. Var hún þá í
vist á Vesturgötunni hjá Þor-
steini Jónssyni járnsmið, svo að
hún þekkti líka Reykjavík
gamla tímans. 3. desember 1918
deyr móðir mín úr spönsku
veikinni sem þá geisaði og faðir
minn deyr líka af afleiðingum
hennar hálfu ári síðar. Þegar
móðir mín deyr er Jensína í
Reykjavík en kemur strax vest-
ur og tekur að sér heimilið sem
samanstendur af 4 ungbörnum,
afa og ömmu, Adolfi uppeldis-
syni þeirra og pabba. Eftir að
faðir minn deyr erum við syst-
kinin tekin í fóstur af vinum og
skyldfólki.
Sigríður systir mín, sem var
tveggja ára er móðir mín dó er
að mestu í umsjón Jensínu til 7
ára aldurs að hún fer til föður-
systur okkar Guðrúnar Guð-
mundsdóttur og manns hennar
Guðmundar Bjarnasonar að
Mosvöllum í Önundarfirði. Ég
fer til Halldórs Pálssonar út-
vegsbónda og formanns í
Hnífsdal og konu hans Guðríð-
ar Mósesdóttur, en bræður mín-
ir fara til systkina pabba í
Önundarfirði. Guðmundur
bróðir minn fer til Guðrúnar og
Guðmundar að Mosvöllum, en |
Jens bróðir minn til Kristjáns;
Guðmundssonar bróður pabba;
og konu hans Bersabe Halldórs-1
dóttur að Kirkjubóli í Bjarnar-
dal. En alltaf áttum við athvarf
hjá frænkum okkar í Hnífsdal
Jensínu og Ásgerði, eða Sínu
og Ásu eins og við kölluðum
þær.
31. október 1920 giftist
Jensína frænka miklum ágætis
manni Páli Þórarinssyni sem þá
er í Hnífsdal. Þau Páll og
Jensína stofna nú heimili. Páll
vinnur við sjóinn, fyrst sem
háseti en síðar sem vélstjóri.
Sigríður systir mín er hjá þeim
Páli og Jensínu og afi og amma
sem verið höfðu á heimili pabba
og mömmu. Afi deyr nú
skömmu síðar eða 1921. Amma
er hjá þeim Páli og Jensínu til
dauðadags 1934.
Þó að húsakynnin væru ekki
alltaf stór blessaðist þetta allt
furðanlega. Á þessum heimilum
hjá Jensínu og Ásu frænku átt-
um við margar góðar stundir
sem maður geymir í minning-
unni. Árið 1946 flytjast þau Páll
og Jensína til Skutulsfjarðar,
Í'ar sem Páll vinnur við Rafveitu
safjarðar, rafstöðina. Hann er
þar fyrst með vini sínum Ólafi
Andréssyni, sem er þá stöðvar-
stjóri. Olafur var giftur Mar-
gréti Þórarinsdóttur systur Páls
og var það mikið vinafólk og
Föstudagur 7. júní 1985 10
Kristján Hannesson
frá Ármúla
lengst af nágrannar í Hnífsdal.
Þarna í rafstöðinni vinnur Páll
til ársins 195]. Þau hjón flytja
þá til Reykjavíkur. Páll var þá
farinn að kenna lasleika, þó fáa
grunaði sjálfsagt að hann ætti
svo stutt eftir. Hann lést 19.
janúar 1952.
Börn þeirra Páls og Jensínu
eru: Guðrún Sólborg gift Össuri
Aðalsteinssyni kaupmanni,
Kristín gift Þorsteini Hannes-
syni söngvara og Erla, gift Eiríki
Bjarnasyni augnlækni. Tvö
börn misstu þau Páll og Jensína
ung, Jens, tæplega 4ra ára og
Erlu ekki árs gamla. Frá upp-
vaxtarárum mínum í Hnífsdal
er Ijúft að minnast Jensínu og
Páls, þangað var alltaf gott að
koma. Sína hafði alla tíð mikið
yndi af söng og jafnvel á efri
árum er maður var í góðu tómi
með frænku átti hún það til að
taka lagið. Eftir að Jensína
missir mann sinn 1952 dvelur
hún lengst af hjá Guðrúnu dótt-
ur sinni og tengdasyni Össuri
Aðalsteinssyni, en seinustu árin
er hún á Hrafnistu í Reykjavík.
Þó að heilsunni væri að vísu
farið að hraka á síðari árum var
Jensína andlega hress fram á
það síðasta og var oft gaman að
ræða við hana ekki síst um
gamla tímann. Þó að Sína væri
á Hrafnistu var hún venjulega
komin til Gunnu og Össa er leið
að jólum og þá var stutt að
heimsækja frænku. En um þessi
jól leyfði heilsan það ekki. Það
var líka stutt í það að hún fengi
hvíldina sem hún var farin að
þrá. Þrá að hitta vinina horfnu.
Blessuð sé minning frænku
minnar og hafi hún þökk fyrir
allt sem hún gerði fyrir okkur
systkinin. Að síðustu kveðja frá
okkur systkinum og fjölskyldum
okkar. Skrifað 3. júní á afmælis-
degi frænku.
Jóakim Pálsson
Fæddur 10. nóvember 1927
Dáinn 26. maí 1985
Með örfáum orðum langar
mig til að minnast, gamals
kennara og vinar, Jóns Ólafs
Guðmundssonar kennara á
Hvanneyri.
Ólafur fæddist 10. nóvember
1927, sonur hjónanna Guð-
mundar Jónssonar fyrrv. skóla-
stjóra á Hvanneyri og Ragnhild-
ar Guðmundsd.
Ólafur var giftur Sigurborgu
Jónsdóttur og bjuggu þau hjón
á Báreksstöðum við Hvanneyri.
Þau hjónin eignuðustfimm börn
sem öll eru uppkomin, mesta
sóma og prýðisfólk.
Þau Öli og Bogga eins og þau
jafnan voru kölíuð af vinum og
kunningjum, hafa um árabil
stundað hrossarækt með góðum
árangri og eru frá þeim komin
góð kynbótahross, sem mikils
eru metin.
Alla tíð helgaði Ólafur
bændastéttinni sína starfs-
krafta, sem forstöðumaður bú-
tæknideildar og kennari við
bændaskólann. Hygg ég að það
skarð verði vandfyllt.
Ólafs minnist ég sem góðs
kennara og sérstaklega góðs
vinar, sem aldrei brást með
prúðmennsku sína og hógværð,
Það vill sjálfsagt verða svo
um okkur flest að við hrökkvum
við þegar fólk af okkar kynslóð
kveður. Mínir gömlu félagar
fara eins og aðrir - það er lífsins
saga. Sumir eru kvaddir fyrr,
aðrir síðar. Kristján Hannesson
er einn þeirra sem fóru í fyrra
lagi. Þessar línur eiga að skoðast
sem þakkir frá gömlum ná-
grönnum til hans - og þau eru
um leið þakkir til þeirra bræðra
og þeirra ágætu foreldra.
Á mínum bernsku og æskuár-
um uxu úr grasi í þessari sveit
margir stórir hópar mannvæn-
legra barna. Einn þessara hópa
voru Ármúlabræður. Þeir voru
synir Guðrúnar Sigurðardóttur
úr Dölum og Hannesar Gísla-
sonar sem var ættaður úr Djúpi.
Hannes var kunnur dugnaðar-
formaður og síðar bóndi - eins
og löngum var siður á Vestfjörð-
um. Heimili þeirra var eitt þess-
ara traustu heimila - sem byggði
á forsjálni og dugnaði; Þar var
gnægð heyja í hlöðu og matar í
búri - þó peningar söfnuðust
ekki í handraða.
Ármúlabræður voru fjórir.
Gísli, Sigurður, Kristján og Ás-
geir - hver öðrum mannvæn-
legri, - og dugnaður til allra
verka, sem minnti á afreksmenn
fyrri tíma. Nú eru þeir allir
farnir á fáum árum. Enginn
þeirra var bundinn við rúm
lengri tíma - það er vel. Mönn-
um með þeirra skaplyndi mun
fátt þyngra en að vera öðrum til
byrði. Allir unnu þeir hörðum
höndum - þar til þeir létu mátt
sem mann. Enginn þeirra varð
gamall maður. Eins og af þessu
sést áttu þeir svo margt sameig-
inlegt, að minningarorð um einn
er jafnframt lýsing á þeim
öllum. I hugum okkar voru þeir
líka fyrst og fremst „Ármúla-
bræðurnir".
Kristján fæddist 21. janúar
1916 og fór 13. maí s.l. Hann ól
aldur sinn á Ármúla þar til hann
hætti búskap fyrir fáum árum.
Hann stóð við búskapinn meðan
stætt var og þó öllu lengur.
Hann og þeir bræður allir líktust
þeim fornmönnum sem ekki
töldu ástæðu til að ganga haltir
á meðan báðir fætur voru jafn-
langir - þó sár væru orðin það
stór að aðrir sæju ástæðu til að
kveinka sér. Ekki stakk Kristján
höndum í vasa þó hann yrði að
bætta búskap. Iðjuleysi gat þessi
starfsami maður ekki þolað.
jafnt í leik sem starfi. Á þeim
árum er ég stundaði hrossaflutn-
inga milli héraða, kom ég oft til
Ólafsog Boggu og fékk gistingu.
Æfinlega var mér svo vel tekið
að það var sem heim væri
kominn.
Fjölskyldu Ólafs á ég mikið
að þakka og votta eiginkonu
hans börnum og föður, dýpstu
samúð okkar hjóna.
Blessuð sé minning hans.
Gunnar Thorsteinsson
Eins og Vestfirðinga er venja
fylgdist Ármúlabóndinn vel
með aflabrögðum og sjósókn og
varla hefur sá morgunn komið
að hann liti ekki til veðurs - og
þá með hugann bæði við sjósókn
og sveitastörf - þó hann stund-
aði ekki sjó sjálfur var faðir
hans veðurglöggur sjósóknari
sem setti líf sitt og sinna háseta
að veði fyrir réttri spá - og
Kristján átti syni sem fóru á
sjóinn ungir að árum - lengst af
á mesta aflaskipi landsins. Starf
á slíku skipi í fjölda ára úti fyrir
Vestfjörðum segir sína sögu um
atgervi manna - enda aldrei
verið reynt - á þessu prófanna
landi - að gefa tölustafseinkunn
í þeirri grein. Ennþá byggist
tilvera þessarar þjóðar á fisk-
veiðum og landbúnaði - því
fylgir svo að marga óveðursnótt-
ina munu menn eins og Kristján
láta hugann reika til þeirra sem
þeir eiga á sjónum.
Seinustu vinnustundir Ár-
múlabóndans voru við vinnslu á
fiski sem er undirstaða glerhalla
og glæsibíla - hinna þegnanna.
Þannig varð ævistarf Kristjáns
frá vöggu til grafar - einn af
hornsteinum þjóðfélagsins. -
Ekki „plat hornsteinum" sem
potað er í veggjarholu eftir að
byggingu er lokið - lagðir þar af
mönnum með sigglausar hendur
- nei - það eru vinnuhendur
manna eins og Kristjáns vinar
okkar Hannessonar - sem þakk-
irnar eiga - þakkirnar sem aldrei
eru goldnar. Þeir safna ekki
jarðneskum auði þrátt fyrir
langan og strangan starfsdag og
samviskusemi við öll störf - en
minning um hlýja hendi sem
strauk koll á litlu barni geymist
í huga þó árin líði. Kröfurnar
gerði hann til sjálfs sín ekki
annarra.
Kristján stóð ekki einn að
sínum búskap - hvorki á Ár-
múla né ísafirði. Konan hans
hún Guðbjörg Jónsdóttir skilaði
sínum hlut ekki síður á báðum
stöðunum. Ég held ég hafi ald-
rei séð hana sitja auðum hönd-
um - enda kynni hún því illa.
Börn þeirra eru fjögur
Hannes, Arnar, Guðrún og
Gísli Jón - sem öll eru þekkt að
dugnaði og myndarskap í sínum
störfum.
Norðaustan byljir úr Kalda-
lóni gera miklar kröfur til þeirra
sem þá reyna - en vor og sumar
er hvergi fegurra - Hlíðar vaxn-
ar skógi og öðrum gróðri til
efstu brúna - Eyrarnar grasi
vafðar utan frá sjó og inn að
Hólum. Bjartir lækir falla þar
beint af brúnum og mjallhvítur
Drangajökull í baksýn. - Þetta
var sviðið sem Ármúlabræður
bjuggu við og setti sitt svipmót
á þá - þeir voru Kaldalónsmenn
- fastir - traustir - hjálpsamir og
hlýir. Yfir minningu þeirra er
birta vors og sumars í Kalda-
lóni. Gömlu nágrannar Krist-
jáns kveðja hann og þakka ævi-
langa vináttu og samstarf. Hon-
um - konu hans, börnum og
fjölskyldum allra biðjum við
blessunar þess guðs sem ræður
sól og sumri í Kaldalóni.
Halldór Þórðarson
Laugalandi.
Jón Ólafur Guðmundsson
Vinnuframlag
kvenna frá land*
námitilokkardaga
■ Vinna kvenna á ís-
landi í 1100 ár er heiti á
nýútkominni bók eftir
Önnu Sigurðardóttur.
Bókin er 482 bls. að stærð,
vel myndskreytt.
Eins og nafnið bendir til
fjallar bókin um vinnu-
framlag kvenna allt frá
landnámi fram til okkar
daga. I formála segir höf-
undur m.a.: Ég hef verið
spurð um að hvaða niður-
stöðu ég hafi komist um
vinnu íslenskra kvenna og
hvaða kenningar ég hafi
þar að lútandi. Það hefur
aldrei hvarflað að mér að
huga þyrfti að „vísindaleg-
um rannsóknum" um það
efni, hvorki fyrirfram né
eftir á. Ég vona aðeins að
þessi samtíningur minn um
vinnu kvenna færi mönnum
heim sanninn um að hlutur
kvenna í þjóðarbúskapnum
í 1100 ár er engu minni en
hlutur karla, jafnvel þó
ekki sé tekið með í reikn-
inginn orkan og tíminn
við að endurnýja þjóðina
og vinnuafl hennar, sem
ekki er hægt að skipta á
milli karla og kvenna, nán-
ar tiltekið að ganga með
og fæða börn og næra þau
á móðurmjólk.
Bókin fæst í Kvenna-
sögusafni íslands, Hjarð-
arhaga 26, Reykjavík.
Ronja komin á ný
■ Kvikmyndin um
Ronju ræningjadóttur eft-
ir sögu Astrid Lindgren
var frumsýnd á Kvik-
myndahátíð fyrir
skömmu. Sama dag var
bókin endurútgefin hjá
Máli og menningu, en hún
kom út fyrst árið 1981,
bæði í Svíþjóð og á ís-
landi.
Ronja ræningjadóttir er
ævintýri og gerist í Matthí-
asarskógi einhvern tíma í
fyrndinni. I upphafi sögu
fæðist Matthíasi ræningja-
foringja og Lovísu konu
hans dóttir sem vex upp
við ást og gott atlæti for-
eldra sinna uns hún er
orðin svo stór að hún fær
að kanna skóginn á eigin
spýtur. Skógurinn iðar af
grádvergum, skógarnorn-
um, rassálfum og rökkur-
þursum svo að þar þarf að
fara varlega, en þar er líka
hægt að skemmta sér
prýðilega. Svo kynnist
Ronja ræningjasy.ninum
Birki Borkasyni og þá
verður vandi að vita hverj-
um maður á að sýna
trúnað.
Þorleifur Hauksson
þýddi söguna um Ronju
og Ilon Wikland skreytti
hana ótal myndum.