NT - 07.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 07.06.1985, Blaðsíða 6
Föstudagur 7. júní 1985 6 Guðmundur Jónsson Kópsvatni: . ■Mjólkurbú Flóamanna. Vinnslustöðvarnar eru ýmist eign bænda einna eða sameign bænda og neytenda. Eru bændur f rjálsir menn eða þrælar? Skyldi Jónas eitthvað vita um, hverjir eiga vinnslustöðvarnar? Líklega veit hann það ekki, en flestir vita þó, að þær eru ýmist eign bænda einna eða sameign bænda og neytenda. ■ Fimmtudaginn 2. maí sl. var boðað til fundar í Árnesi á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar mættu Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. og Inga Jóna Þórðardóttir formaður út- varpsráðs. Eyjólfur Konráð Jónsson ræddi um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í landbúnaðarmálum og gat hann þess, að nefnd á vegum stjórnarflokkanna væri nú að ganga frá frumvarpi til laga um framleiðsluráð land- búnaðarins og myndi það fljót- lega verða lagt fram á Alþingi og síðan fá afgreiðslu fyrir þinglok. í nefnd þessari eiga sæti Bjarni Guðmundsson aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra og alþingismennirnir Birgir ísl. Gunnarsson, Egill Jónsson, Þorarinn Sigurjónsson og Dav- íð Aðalsteinsson. Undirritaður gagnrýndi þessa fyrirhuguðu málsmeð- ferð. Það væru óeðlileg vinnu- brögð að leggja slíkt stórmál fram á Alþingi skömmu fyrir þinglok og afgreiða það síðan með forgangshraða, svo að bændur almennt ættu þess eng- an kost að kynna sér málið og ræða það fyrir þann tíma. Þess vegna væri hyggilegra að fresta afgreiðslu þess til hausts. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði þá, að málið skyldi í gegn á Alþingi í vor. Eftir fundinn fór ég að velta þessu máli fyrir mér og ákvað síðan að fara á aðalfund Kaup- félags Árnesinga, sem haldinn var á Selfossi 7. maí, og leggja fyrir fundinn svohljóðandi til- lögu: „Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga 7. maí 1985 varar alvarlega við þeirri breytingu á lögum um framleiðsluráð land- búnaðarins, sem nú virðist fyrirhuguð, að vald ráðsins og samtaka bænda í eigin málum verði skert verulega, en land- búnaðarráðherra fái hins vegar aukin völd andstætt vilja mikils meirihluta bænda. Má í þessu sambandi minna á, að undanfarna áratugi hefur það verið nær undantekningar- laus regla, að breytingar á landbúnaðarlöggjöf hafa verið gerðar í nánu samráði við bændasamtökin og með sam- þykki þeirra. Fundurinn vill minna á, að vinnslu- og dreifingarfyrirtæki landbúnaðarafurða eru yfir- leitt samvinnufélög í eigu bænda sjálfra eða sameign bænda og neytenda og þessum fyrirtækjum hefur tekist að halda vinnslu- og dreifingar- kostnaði niðri svo að hann er oftast mun lægri en gerist í nálægum löndum. Þess vegna vill fundurinn vara við laga- breytingum, sem kunna að þrengja hag þessara fyrirtækja, auka vinnslu- og dreifingar- kostnað og valda þar með bæði bændum og neytendum t jóni. “ Nokkrir fundarmanna ræddu þessa tillögu og einn þeirra var Þórarinn Sigurjóns- son alþm., sem einnig er for- maður stjórnar Kaupfélags Árnesinga. Voru það tilmæli Þórarins, að fundurinn vísaði tillögunni til félagsstjórnar til nánari athugunar og sam- þykktu fundarmenn það. Fari svo, að frumvarpið um framleiðsluráð fari í gegn á Alþingi í vor, þá er eitt atriði, sem nauðsynlega þarf að bæta þar inn í. Það er að lögin taki ekki gildi eða komi til fram- kvæmda fyrr en bændur hafa sjálfir tekið afstöðu til þeirra í almennri atkvæðagreiðslu. Þessi lög munu gilda sem kjarasamningur fyrir bændur, og aðrar stéttir fá að greiða atkvæði um sína kjarasamn- inga í flestum tilfellum. Það er að vísu undantekning, þegar kjaradeila er leyst með lögum vegna hættu á neyðarástandi. Það virðist sanngjarnt, að bændur njóti þarna sömu rétt- inda og aðrar stéttir. Samt eru til menn, sem fagna þessufrumvarpi, ogeinn íslenskir bændur eru ekki þrælar nú, en þeir verða gerðir að þrælum, ef umrætt frumvarp verður lögfest samkvæmt vilja Jónasar og Eykons og bændur almennt fá ekki tækifæri til að láta í Ijós vilja sinn þar að lútandi. Þá verða vinnslustöðvarnar neyddar til þess að taka upp sovéskt hagkerfi. Lífið er „framsóknarmennska“ - hugleiðingar út frá Marx, Lúther og jafnréttisbaráttunni því að hanga alltaf heima. A þessum tíma var þensla í þjóð- lífinu, allsstaðar þörf fyrir vinnandi hendur og vor í lofti. Síðan hafaýmsaráherslur verið ríkjandi í jafnréttisbaráttu. Á einni tíð er karlmaðurinn gjörsamlega óþolandi skepna, á annarri er hann hafinn upp til skýjanna, á einum tíma er heimavinnandi kona kúguð skepna, í nútíð virðist heimilið og ræktun þess aftur vera í sviðsljósinu. Nú getur konan verið frjáls þó hún vinni heima. Þetta endurspeglast í löggjöf- inni. Þegar jafnréttisumræðan vill konur út á vinnumarkaðinn er skattalögum breytt, þeim í hag sem það gera, þeim í óhag sem það ekki gera nú er lögð áhersla á að vísa konum inn á heimilin kröfur um að heimili sem hafa starfsmann (húsmóð- urkven-eða karlkyns) fái íviln- un umfram það sem verið hef- ur fara vaxandi. T.d. að heima- vinnandi fái að greiða í lífeyris- sjóð. Og á hverju ári er fólk endanlega sannfært urn að það hafi endanlega rétt fyrir sér. Hugarstarf „gáfufólks" eða efnahagsleg lögmál En hvað er það sem mótar jafnréttishugmyndirnar á hverjum tíma? Er það hugar- starf „gáfufólks“ af báðum kynjum, bylgjur utan úr heimi eða eru það beinlínis efnahags- leg lögmál sem ráða ferðinni. Sjálfsagt allt þetta og kannski helst hið síðarnefnda. Þegar samfélagið hefur þörf fyrir vinnandi hendur, þegar þensla ríkir, þá verður til hugmynda- fræði sem kallar konur út af heimilunum á jafnréttisfor- sendum. Þegar öðruvísi árar, þegar erfitt verður um atvinnu, þegar draga verður saman seglin, þá verður til hugmynda- fræði sem kallar konur inn á heimilin, og hvortveggja á- standinu er fylgt eftir með lagabreytingum sem herða á þróuninni. Samkvæmt þessu við- ■ Á sjöunda áratugnum var inn. Það væri leiðin til jafnrétt- dagskipunin sú að allar konur is kynjanna. Konur yrðu for- ættu að fara út á vinnumarkað- pokuð og heimsk vinnudýr á horfi eru boðberar nýrra hug- mynda á hverjum tíma, „frontarnir" í jafnréttisumræð- unni, lítið annað en nytsamir sakleysingjar bornir áfram af efnahagslegri þörf samfélags- ins fyrir lítið eða mikið vinnu- afl. Hver skapaði Lúther? Þetta viðhorf er, þegar að er gáð, ekkert annað en efnis- hyggja sú sem oftast er kennd við Karl gamla Marx. Að fram- vinda þjóðfélagsins ráðist af efnahagslegum lögmálum en ekki hugmyndum. Sam- kvæmt sömu hugsun er t.d. hin Lúthersk evangelíska kirkja til orðin vegna þess að efnahags- lögmálin kröfðust meira frelsis til handa mönnum á öllum sviðum og þau kröfðust þess að vald færðist inn í þjóðríkin, þau væru ekki á neinn hátt bundin páfanum í Róm og fjárstraumur þangað yrði stöðvaður. Lúther gamli og hans hugmyndir, gáfur og rit- færni hafi sem sagt ekki breytt veraldarsögunni heldur hafi legið að baki miklu dýpri og veraldlegri rök. Lúther hafi að sönnu verið verkfæri þessara veraldlegu lögmála og ekkert annað. Óþekktur háskólakenn- ari? Nú er kannski þarna full- langt gengið og kynni nú ein- hver að benda á að Lúther hefði öðlast sína trúarreynslu og færni án tillits til þess hvað verðbréfamarkaðurinn segði,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.