NT - 22.06.1985, Blaðsíða 2

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 2
Umsjón Eggert Skúlason Langá: Netin burt ■ Engin netaveiði verður í nágrenni óssins við Langá í júlímáuði. Ástæðan er sú að veiðifélagið keypti neta- lagnaréttinn af þeim jörðum sem hafa nýtt netaveiði við ósinn. Allar netalagnir voru keyptar í landi Lambhaga í júlí, og er öruggt mál að veiðimenn sem verða við Langá í júlí líkar vel þessi ráðstöfun. Ekki náðist í Skúla Jónsson bónda í Lambhaga í gær, og því ekki vitað hversu miklu fjármagni var varið til kaupa á lögnun- um. í netin í landi Lambhaga hafa komið allt að hundrað fiskar á hverju ári, og munar um minna. 46 laxar úr Laxá á Ásum Um hádegi í gær voru 46 laxar komnir á land úr Laxá á Ásum. Veiði hefur glæðst upp á síðkastið og nú fyrir nokkrum dögum veiddist 14 punda hrygna, og er það sá stærsti þetta árið, það sem af er, í Laxá. Góð viðbrögð Góð viðbrögð hafa verið við stangaveiðideginum sem verður á morgun. í smáaug- lýsingu í gær í einu dagblað- anna auglýstu landeigendur við Laugarvatn og Apavatn ókeypis veiði við eftirtaldar jarðir: Útey 1 Laugarvatni, Austurey 1 Apavatni, Aust- urey 2 Apavatni og Haga Apavatni. Þessi viðbrögð lofa góðu. Veiðihornið hvet- ur alla sem vettlingi geta valdið til þess að fara og eyða dagstund við eitt af þeim fjölmörgu veiðivötnum sem eru í landinu. ■ Norbert Faustenhammer, Per Kleppe og Kjartan Jóhannsson, sem var forseti fundar þingmanna- nefndar EFTA, sem lauk í Reykjavík í gær. Ni-mynd Ari voru á fundinum. Sagði hann, að íslensku fulltrúarnir hefðu mótmælt þeim harðlega og hefðu norsku fulltrúarnir tekið undir þau mótmæli. Hann sagð- ist sannfærður um, að öll lönd EFTA myndu vinna saman að því að finna lausn á málinu. Eitt helsta viðfangsefni fund- ar þingmannanefdar EFTA að þessú sinni var svonefnd Lúx- J" emborgaryfirlýsing frá 9. apríl 1984 um aukið samstarf EFTA ríkjanna og Efnahagsbanda- lagsins. Þar var m.a. rætt um viðskiptahindranir, sem ekki koma til vegna tolla, heldur skriffinnsku. I yfirlýsingunni er einnig fjallað um almenna sam- vinnu í efnahagsmálum milli bandalaganna tveggja, og á fundinum var rætt um, að frjáls viðskipti næðu ekki einungis til iðnaðarvara, heldur einnig til landbúnaðarafurða og sjávar- afurða. Heitið á Reyni ■ Ferðaskrifstofa ríkisins og Smyril-Line vilja vekja athygli á að Reynir Pétur er nú í þann veginn að ljúka hringnum. Menn eru því hvattir til að nota tækifærið til þess að styrkja byggingu íþróttahúss að Sól- heimum með því að heita á Reyni. Laugardagur 22. júní 1985 Lengsta þingi íslandssögunnar lokið: Ný vinnubrögð með nýjum þingsköpum á næsta þingi ■ Það þing sem slitið var í gær var í ýmsum efnum næsta óvenjulegt. Það stóð lengur en nokkurt annað þing í sögunni, enda hafa ekki verið flutt jafn- mörg þingmál á nokkru fyrra þingi en þessu. Þetta kom fram í ræðu forseta sameinaðs Al- þingis, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar við þingslit í gær. Og meira en það. Margt í starfs- háttum þessa þings mun að líkindum heyra sögunni til. Eitt af verkum þess var nefnilega að breyta þingsköpum á róttækan hátt, nýir starfshættir halda inn- reiðsína með nýju þingi í haust. Þorvaldur Garðar minnti á það í ræðu sinni hvert væri megininntak breytinganna á þingsköpum. Reglum um fyrir- spurnir verður breytt á þann veg, að umræðan verður bundin við fyrirspyrjandann og viö- komandi ráðherra og ræðutím- inn þar háður ströngum tíma- takmörkunum. Hitt kann þó að skipta enn meira máli, að forset- um þingsins verður gert að hafa umsjón meö störfum þing- nefnda, sem hér eftir skulu afgreiða mál í tímaröð með það fyrir augum að verkefnum þingsins verði hægt að dreifa jafnt um þingtímann. Þannig eru vonir bundnar viö þaö að hægt verði að koma í veg fyrir það að afgreiösla meginmála þingsins fari fram í tímahraki á síðustu þingvikunum svo scm oft hefur við brunnið og e.t.v. aldrei scm nú. Þorvaldur Garðar sagði, að ■ Það var létt yfir þingheimi eftir þingslitin og þingmenn kvöddust með gamanyrðum. „Þetta var svo ítarleg ræða hjá þér að ég var farinn að halda að þú ætlaðir að fara að halda uppi málþófi,“ sagði Svavar Gestsson við Þorvald Garðar. „Ég hcfði nú átt það inni hjá þingmönnum svona í lokin,“ svaraði forseti sameinaðs Alþingis. Geir Gunnarsson fylgdist kíminn með orðaskiptunum. NT-mynd: Ari þaö gæfi tilefni til bjartsýni um framkvæmd hinna nýju þing- skapa, að um þau hefði veriö góð samvinna allra þingflokka. „En það er ekki nægilegt," sagði forseti sameinaðs Alþingis. Hér verður ríkisstjórn, hversem hún er einnig að koma til. „Hann sagði það ekki geta gengið að stjórnarfrumvörp hlaðist upp í lok þings eftir að þing hefði setið verkefnalítið lengi fram eftir þingtímanum. Þorvaldur Garðar nefndi sérstaklega að 17 stjórnarfrumvörp hefðu verið lögð fram eftir 10. apríl í vetur, en þá dagsetningu nefndi hann vegna þess að samkvæmt nýjum þingsköpum má ekki taka ný þingmál til afgreiðslu eftir þann tíma nema með afbrigðum. Þingmannanefnd EFTA fundaði í Reykjavík: Portúgal mun beita sér fyr- ir afnámi saltfiskstollsins - eftir inngönguna í Efnahagsbandaiagið ■ „Portúgal mun reyna að sannfæra önnur aðildarlönd Efnahagsbandalagsins um að leysa deiluna um saltfisktollinn, sem við höfum rætt á fundi okkar hér. Máliö er jú okkur skylt, þar sem við erum stærstu kaupendurnir að íslenskum salt- fiski. Við erum lítið land, en samt er ég frekar bjartsýnn á, að okkur takist það.“ Þetta sagði António Rebclo de Sousa, þingmaður portúg- alska Sósíalistatlokksins, á fundi með fréttamönnum í gær, að afloknum fundi þingmanna- nefndar EFTA í Reykjavík. Fundurinn, sem hófst á fimmtu- dag, var sá síðasti, sem fulltrúar Portúgals taka þátt í, þar sem landið mun ganga í Efnahags- bandalag Evrópu um næstu ára- mót. Kjartan Jóhannsson alþingis- maður og forseti fundarins í Reykjavík, sagði á frétta- mannafundinum, að tollar þeir. sem Efnahagsbandalagið ætlar að leggja á saltfisk og skreið frá 1. júlí næstkomandi, hefðu ver- ið meðal þeirra mála, sem rædd Síðasta þingnóttin: Einstaklings framtakið var í aðal- hlutverkinu ■ Það var einstaklings- framtakið sem liafði síðasta orðið á Alþingi í fyrrinótt þegar úrslitatilraunir voru gerðar til að koma málum í gegn fyrir þinglausnir. Þann- ig tókst tveim þingmönnum, Ellert B. Schram og Agli Jónssyni, að stöðva tvö stjórnarfrumvörp. Ellert tal- aði hátt á fjórða tíma gegn stjórnarfrumvarpi um get- raunir til fjáröflunar fyrir Öryrkjabandalag íslands og hafði það í gegn að fallið var frá að reyna að afgreiða frumvarpið sern lög. Og þeg- ar fór að líða að morgni ákvað Salome Þorkelsdóttir forseti efri deildar að slíta þingfundi án þess að afgreiða eina dagskrármálið, stjórn- arfrumvarp um selveiðar, þar sem Egill Jónsson hafði lýst því yfir að hann myndi nota sér þinglegan rétt sinn til að ræða málið svo lengi sem hann teldi sig þurfa, ef reynt yrði að knýja málið í gegn. Andstaða Ellerts B. Schram gegn getraunafrum- varpinu byggðist á því að hann taldi að íþróttahreyf- ingin myndi bera skarðan hlut frá borði, ef frumvarpið yrði að lögum, en hún fær mikið fjármagn í gegnum getraunir, þótt í öðru formi sé en gert var ráð fyrir að Öryrkjabandalagið starf- rækti. Hann lagði áherslu á að andstaða hans beindist síður en svo gegn Öryrkja- bandalaginu, en taldi að tryggja yrði fjármagn til þess með öðrum hætti. Ellert hóf ræðu sína um kí. 22, en gerði hlé á máli sínu laust fyrir klukkan 2 um nóttina. Þegar því hléi lauk lá íyrir að forsætisráðherra var reiðubúinn að höggva á linút- inn með yfirlýsingu, sem hann og gerði. Yfirlýsingin fól í sér að hætt var við að afgreiða frumvarpið en tekn- ar yrðu upp viðræður milli Öryrkjabandalagsins og íþróttahreyfingarinnar um rekstur getrauna og skipt- ingu tekna af því. Jafnframt lýsti forsætisráðherra því yfir að ef ekki næðist samkomu- lag milli aðila í sumar myndi verða lagt fram stjórnar- frumvarp um getraunir Ör- yrkjabandalagsins þegar á haustdögum. Þar með lauk málþófi í neðri deild og hófst fundur í þeirri efri. Þar gengu mál hratt fyrir sig og hvert frum- varpið af öðru flaug í gegnum atkvæðagreiðslur og varð að lögum. Það var ekki fyrr en kom að stjórnarfrumvarpi um sel- veiðar að babb kom í bátinn. Þetta mál hafði verið í með- förum neðri deildar í tvö ár, en var ekki vísað til þeirrar efri, fyrr en þessa sömu nótt. Þegar ljóst varð að ætlunin var að afgreiða það gegnum þrjár umræður og nefnd og gera það að lögum í hasti, sagði Egill Jónsson stopp. Hann lýsti yfir andstöðu við frumvarpið sem fól meðal annars í sér að selveiðar og selnytjar skyldu flytjast frá landbúnaðarráðuneyti til sjávarútvegsráðuneytis, og jafnframt að hann myndi tala til morguns ef hann teldi sig þurfa það um þetta mál. Gert var fundarhlé og eftir mikla rekistefnu á göngum og hliðarsölum var fundur settur að nýju og forseti deildarinnar lýsti yfir því að ekki væri hægt að leggja það á þingdeildarmenn að af- greiða mál, þegar svo langt væri liðið á nótt og ágreining- ur ríkti meðal þeirra. Sleit forseti síðan fundi og það bíður næsta þings að fjalla urn örlög þessa „óargadýrs'' eins og einn þingmaður nefndi selinn í hita umræðna í neðri deild, fyrr í vikunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.