NT - 22.06.1985, Blaðsíða 8

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 8
Dreifbýlið lánar land undir radar- stöðvarnar en skipa- félögin í Reykja- vík hirða gróðann ■ Nú heyrist að standi yfir miklir samningar um það að Bandaríkjamenn reisi hér radarstöðvar á Vestfjörðum og á Norð- austurlandi en þar á móti komi að flutningar til og frá herstöðinni í Keflavík verði í höndum íslensku skipafélaganna. Heyrst hefur að hér sé um mikla peninga að ræða og það geti skipt hundruðum milljóna. En nú spyr ég. Eru það skipafélög í Reykjavík sem eiga að græða á uppsetningu rad- arstöðvanna en ekki Vest- firðingar og Langnesing- ar? Hvað stendur til að greiða fyrir landið undir stöðvarnar og aðra að-' stöðu og um hvaða upp- hæðir er svo verið að semja til handa skipafé- lögunum fyrir flutningana til hersins? Er fullt sam- ræmi þarna á milli? Austfírðingur ■ Látum lúðrasveitir spila á landsleikjum. Það er tillaga bréfritara. Hefjumst strax handa gegn ónæmistæringu! ■ Það verður ekki betur séð en sjúkdómurinn Aids, eða ónæmistæring, eins og hann var kallaður í sjónvarpinu ein- hverntíma nýlega, hljóti að fara að berast til Islands og það sennilega heldur fyrr en síðar. Úr þessu er það aílavega varla neitt annað en tímaspursmál hvenær að þessu kemur ef ekki verður þegar í stað gripið til kröftugra aðgerða til að koma í veg fyrir það. Mcð tilliti til þess hversu ört þessi hræðilegi sjúkdömur hef- ur breiðst út um heiminn á undanförnum árum og hve hægt virðist ganga að finna lækningu við honurn, held ég að við verðum að bregðast við í tíma og reyna að beita öllunt tiltækum ráðum til að koma i veg fyrir að hann breiðist hing- að til lands og hcfta útbreiðslu lians hér ef ekki tekst að koma í veg fyrir að hann komist inn í landiö. Það getur vei verið að það kosti peninga að grípa til svona aðgerða en það er ekkert hjá því sem það kostar okkur ef þessi hryllilegi sjúkdómur nær að breiðast út um landið. Það er auðvitað alveg lág- mark að rannsakað sé blóð úr öllum blóðgjöfum, þannig að ekki sé verið að bjarga lífi fólks með blóði sem dregur það til dauða, hægt en örugg- lega. Ég hygg að flestir séu mér sammála um að þá sé ver farið en heima setið. Ef vel ætti að vera þyrfti líka að taka blóðsýni úr a.m.k. öllu ógiftu fólki sem kenuir til landsins, því að aðalhættan er auðvitað fólgin í því að sjúk- dómurinn flytjist til landsins með slíku fóíki. Þá veitti sjálfsagt ekki af því að taka stórt blóðsýni úr hverj- um einasta sjómanni sem kem- ur úr siglingu, því alltaf get- ur verið að þessir menn hafi átt þannig viðskipti í útlandinu að ónæmi þeirra sé hætta búin. Jafnvel þótt þessir menn séu giftir er ekki öruggt að sjúk- dómurinn haldist í fjölskyld- unni, þegar maðurinn er kom- inn á sjóinn aftur, er aldrei að vita nema frúnni leiðist. Það cru þannig nóg verkefni framundan á þessu sviði og því miður er löngu orðið tímabært að hefjast handa. Ð.X ■ Fáeinar af þeim aragrúa fyrirsagna sem að undanförnu hefur niátt sjá í íslenskum blöðum uni sjúkdóm þann er ýmist er nefndur „Aids“, „al- næmi“, eða ,.ónæmistæring“. ■ Eru það skipafélögin í Reykjavík sem eiga að græða á radarstöðvunum? Hvað um Vestfirðinga og Langnesinga. Laugardagur 22. júní 1985 ndur haf; Lúdrasveitir spili þjóðsöngva landanna ■ Ekki er öll vitleysan eins og égget ekki orða bundist yfir lágkúru þeirri scm fram fór á Laugardalsvellinum fyrir landsleikinn gegn Spánverjum á dögunum. Það virðist vera orðin lenska hér í borg að apa eftir glingur og „big show“ stíl Hollývúdd-liðsins, sem sá um lokaathöfnina á Ólympíu- leikunum í fyrrasumar. Leitin verður víst löng að lélegri fyrir mynd. Mér og fleslum öðrum, sem nálægt mér sátu í stúkunni á Laugardalsvellinum þetta kvöld, bar saman um að hið svokallaða skemmtiatriði fyrir leikinn, sem samanstóö afhópi manna sem kölluðu sig hljóm- sveit, væri ekki einungis leiðin- legt og lélcgt, heldur beinlínis til þess fallið að drcpa niður alla stemmningu. Flestir voru komnir til þess að horfa á knattspyrnuleik, en ekki að láta æra sig með graðhesta- rokki, sem þaraðauki varekki upp á marga fiska. Slíkt er langt frá því aö vera viðeigandi við slík tækifæri og nær aö láta það fé sem í þetta fór, renna til betri málefna. Eins er það með stórmennskuna að láta fall- hlífastökkvara lenda á vellin- um, þó það uppátæki sé livergi eins hvimleitt og „músíkin." Verst af öllu er þó að ekki er liægt að spila þjóðsöngva Iand- anna almennilega. Ég hef ald- rei á æfinni séö þjóðsöngva í landskeppni í íþróttum spilaða á hljómlaust og flatt rafmagns- orgel rokkgrúppu. Trúlega hefði komið betur út að fá Gretti Björnsson til að spila þá á harmonikkuna. Þá hefðum við ekki þurft að standa undir spilcríi þar sem vantaði alla fyllingu og tilfinningu. Það sem viðeigandi er á stundum sem þessari er að fá lúðrasveitir til að spila þjóð- söngvana. Slíkt var alltaf gert hér áður fyrr og slíkt er gert erlendis. Það hefði verið þjóð- þrifaverk að sleppa misheppn- uðum og innantómuni „big show“ skemmtiatriðunum og fá þess heldur lúðrasveitir til þess að spila marsa. Við eigum fjöldan allan af mjög góðum lúðrasveitum, sem hefðu gert hvort tveggja í senn, skapað stemmningu og verið landi og þjóð til virðingar en ekki skammar. Það hlýtur því að vera siðferðileg skylda þeirra sem ákváðu og skipulögðu þennan undirbúning, að snúa sér að einhverju öðru og hlífa okkur vallargestum við mis- skildum hugmyndum þeirra um „mikilfengleik". KnaUspyrnuáhugamaður Stórmerki legt átak - hjá Friðarhreyfingu íslenskra kvenna Friðardúfa skrifar: ■ Vonandi hafa allir landsmenn orðið varir við að í byrjun júní fór af stað mikil undirskriftasöfnun á vegum Friðarhreyfingar íslenskra kvenna. Þær ætla að safna undirskrift- um undir friðarávarp og senda svo listana til Nair- obi. Mér finnst þetta vera stórmerkilegt tillegg nú á lokaári kvennaáratugarog vonandi gengur þetta sem best svo að fulltrúar ís- lands geti verið stoltir af íslenskum konum í Nair- obi. Algcngasta danarorsök ungra, einhleypra manna: AIDSÁ NÆSTU iGRÖSUMl — segirHaraldurBriem smitsjúkdómalæknir r"®masennl úfsögunni? ~ F'akkar °3 Bandankiam. i mnaadra„nsokn, ---- nns°*n a molefn; Tilmæli til {AIDS'Sjúklinga] 8

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.