NT - 22.06.1985, Blaðsíða 10

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 10
Laugardagur 22. júní 1985 10 Evrópumótið í bridge millHiK | hefst á sunnudaginn Umsjón: Guðmundur Sv. Hermannsson "Hvað heitir hann aftur þessi garðyrkjutæknir? Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. fjármAlaráehjneytið ■ I.andslið íslands í opna flokknum á Evrópumótinu. Fremst sitja Valur Sigurðsson, Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson, en fyrir aftan standa Bjöm Theodórsson fyrirliði Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen NT-mvnd SvcrHr ■ Evrópumótið í bridge hefst í ítalska bænum Salsomaggiore á morgun. I’ar taka 24 þjóðir þátt í opna flokknum og 16 þjóðir í kvenna- flokki og er ísland meðal þátttakenda í báðum flokkum. íslenska liðið í opna flokki er skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Jóni Baldurssyni, Jóni Ásbjörnssyni, Símoni Símonarsyni, Sigurði Sverr- issyni og Val Sigurðssyni, en fyrirliði er Björn Theodórsson. Kvennaliðið er skipað Esther Jak- obsdóttur, Höllu Bergþórsdóttur, Dísu Pétursdóttur, Kristjönu Stein- grímsdóttur, Valgerði Kristjónsdótt- ur og fyrirliði er Agnar Jörgensen. Fararstjóri og þingfulltrúi á mótinu verður Jakob R. Möller. Bæði liðin hafa æft vel fyrir mótið, sérstaklega karlaliðið, og því verða nokkrar vonir að vera bundnar við liðin. fslendingum hefur ekki gengið sérlega vel á Evrópumótum undan- farið en vonandi verður annað uppi á teningnum nú. Hvað kvennaliðið varðar er ómögulegt að spá fyrir um frammi- stöðu þar sem ísland hefur ekki sent kvennaliö á Evrópumót í tvo áratugi. Frakkar eru núverandi Evrópu- meistarar í báðum flokkum en ómögulegt er að spá fyrir um hvaða þjóðir standa uppi sem Evrópumeist- arar eftir hálfan mánuð. Slíkar spár hafa sjaldnast ræst. Pó segir mér svo hugur að gömlu brýnin frá Ítalíu komi til með að hala inn stig, og Svíarnir gætu hugsanlega komið á óvart. Ég hef minni trú á Pólverjum og Frökkum að þessu sinni þó þeir gætu vel unnið mótið. f kvennaflokki spái ég Hollending- um öruggum sigri. NT mun birta fréttir daglega af mótinu í Salsomagg- iore. Frá Bridgesambandi íslands Eftirtöldum leikjum í Bikarkeppni Bridgesambands í I. umferð er lokið: Sveit Jóns Stefánssonar Akureyri sigraði sveit Sigmundar Stefánssonar frá Reykjavík. Sveit Jóns fær því annaðhvort sveit Eiríks Jónssonar frá Akranesi eða Þórarins Sófussonar frá Hafnarfirði í heimsókn í 2. umferð. Sveit Zarioh frá Akureyri sigraði sveit Einars Sigurðssonar frá Hvera- gerði, með einum impa. Zarioh kepp- ir því í 2. umferð við sveit ísaks Sigurðssonar frá Reykjavík, syðra. Sveit Jóns Haukssonar frá Vest- mannaeyjum sigraði sveit Friðriks Sigurðssonar frá Reykjavík. Jón fær sveit Antons R. Gunnarssonar frá Reykjavík í heimsókn í 2. umferð. Sveit Jóns Hjaltasonar Reykjavík sigraði sveit Geirarðs Geirarðssonar frá Rcykjavík naumlega. Sveit Jóns er því komin í 3. untferð mótsins (16 sveita úrslit). Minnt er á að leikjum úr 1. umferð skal vera lokið fyrir 26. júní og leikjum í 2. umferð fyrir 17. júlí. Fyrirliðar eru minntir á að senda þátttökugjaldið (3.000 kr.) hið allra fyrsta til Bridgesambandsins, póst- hólf 156, 210 Garðabæ. Sumarbridge 64 pör mættu til leiks í Sumarbridge sl. fimmtudag. Spilað var í 5 riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Alfreð Kristjánsson - Skúli Ketilsson 250 stig Óskar Karlsson - Guðlaugur Nielsen 238 stig Albert Porsteinsson - Stígur Herlufsen 226 stig Guðmundur Kr. Sigurðsson - Halldór Magnússon 225 stig B) Ingólfur Lillendahl - Jón Björnsson 205 stig Guðni Þorsteinsson - Sigurður B. Þorsteinsson 185 stig Kristín Jónsdóttir - Erla Ellertsdóttir 183 stig Brynjólfur Gestsson - Stefán Garðarsson 172 stig C) .. Isak Orn Sigurðsson - Sturla Geirsson 194 stig Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason 192 stig Ásgeir P. Ásbjörnsson - Friðþjófur Einarsson 176 stig Guðjón Jónsson - Friðrik Jónsson 168 stig D) ' Þorvaldur Pálmason - Þórður Þórðarson 128 stig Dröfn Guðmundsdóttir - Einar Sigurðsson 122 stig Jakob Ragnarsson - Jón Steinar Ingólfsson 122 stig E) Dóra Friðleifsdóttir - Guðjón Ottósson 137 stig Rögnvaldur Möller - Kristján Jónsson 134 stig Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 125 stig. Og eftir 5 kvöld í Sumarbridge, er staða efstu manna orðin þessi: Óskar Karlsson 9 stig Ragnar Ragnarsson 8 stig Stefán Oddsson 8 stig Alfreð Kristjánsson 7 stig Baldur Ásgeirsson, Baldur Bjart- marsson, Magnús Halldórsson 6 stig. Spilað verður að venju næstu fimmtudaga að Borgartúni 18. Allir velkomnir. Frá Skagfirðingum Ekkert lát er á góðri aðsókn í Sumarbridge. Sl. þriðjudag mættu 32 pör til leiks hjá Skagfirðingum og var spilað í 2x16 para riðlum. Úrslit urðu þessi: A) Olafur Valgeirsson - Þórarinn Sófusson 240 stig Guðmundur Kr. Sigurðsson - Eyjólfur Magnússon 229 stig Matthías Þorvaldsson - Rögnvaldur Möller 229 stig Andrés Þórarinsson - Hjálmar Pálsson 224 stig Albert Þorsteinsson - Stígur Herlufsen 220 stig B) . Nanna Ágústsdóttir - Sigurður Ámundason 252 stig Anton R. Gunnarsson - Guðmundur Auðunsson 251 stig Eggert Einarsson - Helgi Jónsson 247 stig Anton Sigurðsson - Jean Jensen 221 stig Sigurleifur Guðjónsson - Sveinn Þorvaldsson 221 stig Og eftir 3 kvöld í Sumarbridge Skagfirðinga, er staða efstu spilara þessi: Anton R. Gunnarsson og Guðmund- ur Auðunsson 5 stig Matthías Þorvaldsson og Rögnvaldur Möller 4,5 stig. Spilað verður að venju næsta þriðjudag í Drangey v/Síðumúla. Spilamennska hefst kl. 19.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.