NT - 22.06.1985, Blaðsíða 7

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 7
 \\ Laugardagur 22. júní 1985 7 LL opinber gjöld, konur og karlar, skyldu hafa pólitískan kosn- ingarétt og kjörgengi. Petta brást og ástæðan var: ... að ekki mætti hætta almennum kosningarétti karlmanna fyrir þá sök. Konurnar gætu beðið. Pessu mætti breyta síðar með einföldum lögum, þeg- ar konurnar væru orðnar nógu þroskaðar. (Kvenna- blaðið 1909 no.6) Mótbárur karla gegn jafnrétti kvénna Helstu rökin sem karlmenn komu með á móti jafnrétti kvenna voru: Að þetta væri ekki rétti tíminn til að konur fengju jafnrétti. Konur væru óþrosk- aðar og óvanar að taka þátt í almennum málum og þær gerðu sér ekki grein fyrir því um hvað þær væru að biðja og vissu ekkert um þær skyldur sem ábyrgðinni fylgdi, vantaði reynslu, æfingu og þjóðmála- þroska, sem karlmenn hefðu aflað sér á liðnum tímum mann fram af manni, og þannig að erfðum fengið. Einnig óttuðust þeir að frið- ur og festa heimilislífsins rask- aðist og hjarta konunnar kóln- aði og hinn eðlilegi verkahring- ur breyttist í illt horf fyrir þjóðlífið ef konur fengju jafn- rétti og hagnýttu sér það eftir eigin geðþótta. Rýmkun kosningaréttar 1915 Konur höfðu fengið kosn- ingarétt og kjörgengi til sveita- stjórna í Reykjavík og Hafnar- firði árið 1907 og 1909 í öðrum kaupstöðum og hreppsfélög- um. Það var ekki fyrr en 1915 sem kosningaréttur var rýmkað- ur og varð þá fyrst nokkurn veginn almennur. Þá voru felld niður skilyrði um kyn, stöðu, lærdómspróf og útsvars- greiðslu. Pá fengu konur og hjú kosningarétt til Alþingis, en þó með nokkrum tak- mörkunum. Kosningaaldur þeirra átti fyrst að vera 40 ára en skyldi svo lækka á hverju ári um eitt ár og átti ekki að komst niður í 25 ár fyrr en eftir 15 ár. Með stjórnarskránni 1920 var hið sérstaka aldursmark kvenna og hjúa fellt niður og varð kosn- ingaréttur þeirra þá sami og annarra. Blómaskeið kvennafram- boða varáárunum 1908-1922. Þá var tími breytinga. Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn voru stofnaðir 1916. íhaldsflokkurinn var stofnaður 1922. Árið 1922 er fyrsta íslenska konan kosin á Álþingi en það var Ingibjörg H. Bjarnason og var hún kosin af sérstökum kvennalista. Kvennalistinn var meðal 5 um lífsins og meðbyr líka. Starfsþjálfunin er að sönnu nauðsynleg, en hún á ekki að koma of snemma. Hún á ekki að koma fyrr en hinn almenni menntunarþorsti hefur verið slökktur. Skólakerfið á að vera sjálfstætt Raunar logar samfélagið í ógreinilegum hugtökum á þessu sviði og það er mikið tískuorð núna að laga skóla- kerfið að þörfum atvinnuveg- anna. En það má aldrei gera nema að takmörkuðu leyti því áð þá byrjum við að miða menntun þegnanna við að þeir geti gegnt ákveðnum störfum, en hugum síður að því að byggja þá upp alhliða. Pannig myndum við eignast fiskverk- unarfólk sem ekki hefði lært ensku, dönsku, sögu eða ís- lensku því að það kæmi að engu gagni við flökunarborðið. Við myndum eignast lækna sem væru svo sérhæfðir og ■ Hver er sú menntun sem aldrei verður tekin frá einstakl- ingnum? Það er sú menntun sem gerir okkur að þroskuðum og upplýstum mannverum. lista sem buðu fram við þessar kosningar og varð hann 3ji í röðinni, fékk 22,4%. Kosn- ingaþátttaka var frekar dræm eða 41,1%. 52,7% karla kusu en 32,2% kvenna. Frá 1922 og fram til dagsins í dag hafa 17 konur setið á Alþingi, lengst af eða fram til 1949 sat ein kona á þingi. Þær voru ýmist ein eða tvær á árunum 194^-1971, frá 1971- 1983 sátu a*jafnaði 3 konur á þingi, en eftir kosningar 23. apríl 1983eru9konuráþingi. Engin kona sat á Alþingi á árununt 1938-1946 og 1953- 1956. Ýmislegt var sambærilegt með Kvenréttindahreyfing- unni á íslandi og hreyfingum annarra landa. Forystukonur voru margar mjög vel menntaðar og úr efri stéttum þjóðfélagsins. Á stefnuskrám var kosninga- réttur og ýmis önnur lagaleg ákvæði efst. Hreyfingar liðu fljótt undir lok þegar lagalegu áhrifin voru tryggð. En lagalegu ákvæðin hafa á engan hátt tryggt konuni heimskir að ekki væri hægt að ræða við þá um annað en læknisfræði. Og við myndum eignast verkfræðinga sem kynnu ekkert í sögu lands eða þjóðar, hefðu aldrei hugsað um umhverfisvernd eða lang- tíma afleiðingar verka sinna. M.ö.o. við myndum eignast vélmenni hvert á sínu sviði. Petta myndi ekkert gagna at- vinnulífinu þegar til lengdar léti því að það myndi staðna. Innan hverrar starfsgreinar myndi fækka þeim einstakling- um sem gætu hugsað fram á veginn. Skólakerfið á þvert á móti að vera sjálfstætt og miða að þvf að efla alhliða þekkingu og þroska nemenda sinna. Aðeins á síðustu stigum þess á hin eiginlega starfsþjálfun að taka við og hún þarf raunar ekkert að vera í höndum skólakerfis- ins. Hún getur alveg eins verið í höndum atvinnuveganna sjálfra. Fólk sem er með eitthvað innaní höfðinu. Því sjálfstæðara sem skóla- kerfið verður því betra fólki skilar það útí lífið. Fólk sem er með eitthvað innaní höfðinu 1 sem ekki er hægt að taka frá aukna hlutdeild í þjóðlífinu. - Síst á stjórnmálasviðinu. Lokaorð Eftir vinnslu þessa verkefnis eru margar spurningar sem enn leita á. Hver var ástæðan fyrir því að konur fengu ekki kosninga- rétt um leið og karlmenn? Hver er ástæðan fyrir því að enn í dag nýta þær sér ekki þann rétt sem skyldi? Eflaust eru ástæðurnar margar. En eitt er víst að þessar aldamótakonur voru hörku konur, og ég leyfi mér að efast um að stjórnmálabar- áttu kvenna hafi farið mikið fram á þessum 80 árunt, hver sem ástæðan er. HEIMILDASKRÁ: Audur Styrkársdóttir. Kvcnnaframboðin 1908-1926. Félagsvísindadcild Háskóla íslands. örn og örlygur. Esther Guðmundsdóttir. 1983. Konur og stjómmál. Reykjavík. Jafnrcttisráð, Lauga- vcgi 116. Gils Guðmundsson. 1950. öldin okkar. Reykjavík, Iðunn. Kvcnnablaðið. 30 ágúst 1902,30. nóv. 1902. 31. jan. 1908 21. dcs 1909. Útgcíandi og ritstjóri, Bríct Bjarnhcðinsd. Lög nr. 10. 12. maí 1882. Lög nr. 35. 6 nóv. 1902. því. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá kemur þetta atvinnu- vegunum betur til góða, því að þetta fólk getur hugsað fram á veginn, hugað að nýjungum og breytingum, fremur en það fólk sem hefur sérþjálfunina eina að vopni. Á varðbergi gegn sérhæfingu Þess vegna er rétt að hvetja ungt fólk til að varast að sér- hæfa sig of snemma, heldur sækja af krafti þá almennu menntun sem gerir fólk hæfara á öllum sviðum lífsins. Þegar fólk hefur gert það er fyrst rétt að gefa sérhæfingunni gaum, en vera þó alltaf á varðbergi gagnvart henni og vanrækja ekki að mennta sig á öðrum sviðum lífsins. Það er bæði nauðsynlegur varnagli ef sér- hæfingin bregst manni og það gerir fólk að öflugri og verð- mætari einstaklingum. Og við skulum gjalda varhug við þeirri þróun í skólakerfinu að færa sérhæfinguna stöðugt niður- ávið. Sú menntun sem verður ekki með nokkrum ráðum tek- in frá einstaklingnum borgar sig best fyrir þjóðfélagið líka, þegar til lengdar lætur. Baldur Kristjánsson. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Núlíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Við þinglokin ■ Pingið sem lauk störfum sínum í gær verður helst minnisstætt fyrir það að það stóð lengur fram á vorið en nokkurt annað þing. Þingfundir einkenndust af löngum umræðum, einkum utan dagskrár. Margir þurftu að láta ljós sitt skína og fjöldi flokka gerði það að verkum að umræður teygðust úr hófi, jafnvel um hin smæstu mál. Samt er það svo að meginstörf þingsins fara ekki fram á þingfundum. Hin raunverulegu þingstörf fara fram á fundum nefnda og þingflokka. Framanaf vetri gengu þingstörf hægt og um það má ekki síst kenna þingmönnum stjórnarflokk- anna. Þeir veltu málum fyrir sér viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og niðurstaða í mörgum málum kom ekki fyrr en á síðustu dögum þingsins. Þá var fundað dag og nótt og oft virtist sem lítil yfirvegun ríkti. Úrslit mála urðu tilviljunum háð og augnabliks stemmningar fleyttu jafnvel inn í lagasöfn illa ígrunduðum hugmyndum. Það er umhugsunarefni að þetta þing stóð lengur en áður hefur þekkst. Þó að þingmenn séu á launum þá hefur verið gert ráð fyrir því hingað til að þeir nýttu sumartímann til þess að ná tengslum við fólkið í landinu og kynna sér atvinnulíf og mannlíf. Langt þinghald einangrar þingmenn frá þjóðinni og þeir verða óeðlilega háðir þeim þrönga hópi manna, fulltrúa hagsmunasamtaka, sem hefur atvinnu sína af því að hafa áhrif á þingmenn. Eitt af því sem var jákvætt við þetta þing var að samþykkt voru ný þingsköp sem takmarka mjög utandagskrárumræðu og fyrirspurnartíma. Það er nauðsynlegt á tímum þegar flokkar og flokksbrot verða mörg og þingmannaskipti ör. Pá vill þingið breytast úr löggjafarsamkomu í kynningarvett- vang fyrir flokka og menn. Helstu mál þingsins voru tvímælalaust laga- frumvörp sem stuðla að nýsköpun í atvinnulífi s.s. lög um þróunarfélag, Byggðastofnun og lög um framleiðslu, sölu og meðferð landbúnaðarafurða. Pá má nefna samræmdar aðgerðir í húsnæðismál- um, en harma verður að húsnæðissamvinnufélög fengu ekki lagalega viðurkenningu. Af öðrum merkum tíðindum má nefna að þingmenn samþykktu í einu hljóði friðarafstöðu í nafni íslendinga þar sem m.a. er kveðið á um að Island skuli ekki geyma kjarnorkuvopn. Pá gleymum við ekki nýjum útvarpslögum sem marka e.t.v. afdrifaríkari tímamót í íslensku þjóðlífi en margan grunar. Að því máli hefði mátt vinna af meiri yfirvegun og rósemi, en í því máli og fleirum kom fram að þingmenn virðast um of háðir þrýstingi utanaðkomandi afla. Nú er spurt. Hvernig verður tíminn notaður fram að næsta þingi? Reynsla vetrarins kennir okkur að undirbúa þurfi mál betur og fyrr til þess að unnt verði að dreifa vinnu þingsins og ákvörð- unum þess yfir allan þingtímann. Því þarf strax að hefja undirbúning að næsta þingi. Það ætti að vera hægt. Friður ríkir nú í kringum ríkisstjórnina. Nýir kjarasamningar hafa drepið á dreif öllum bollaleggingum spekúlanta um nýjar kosningar og allt bendir til þess að ríkisstjórnin geti óhindrað tekist á við verkefni sitt. Það verður hún að gera.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.