NT - 22.06.1985, Blaðsíða 4

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 4
 1 } . , BLAÐ SEM A ERINDI U TIL ÞÍN Eigum tit afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og ' dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssöiu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 1 Námslán Hverjir eiga rétt á aðstoð? Nám á háskóiastigi Háskóli íslands. Kennaraháskóli íslands, Tækniskóli íslands, tæknifræöi og meinatækni. Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild. Tónlistarskólinn í Reykjavík, nám á háskólastigi. Annað nám Samkvæmt reglugerö sem menntamálaráðherra setur Fiskvinnsluskólinn 2. og 3. ár Fósturskóli íslands. Hjúkrunarskóli Islands. lönskólar, framhaldsdeildir 2. og 3. ár. íþróttakennaraskóli íslands. Leiklistarskóli íslands. Myndlista- og handíðaskóli íslands. Nýi hjúkrunarskólinn. Stýrimannaskólinn. Tónskólar, kennaradeildir Tónlistarskólans i Reykjavík. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi svk. námsstigakerfi Tónlistarskólans í Reykjavík fengið lán. Tækniskóli íslands, raungreinadeildir og iönbrautir. Vélskólar Þroskaþjálfaskóli íslands. 20 ára reglan Lánasjóði er heimilt aö veita lán til sérnáms þeirra námsmanna sem náð hafa 20 ára aldri á því almanaksári sem lán eru veitt. Um 20 ára regluna gilda ákvæöi laga (gr. 2) oa reglugeröar (gr. 3). Nám viö eftirtalda skóla á íslandi er lánshæft skv. þessari realu: Bændaskóla, bændadeildir. Fiskvinnsluskólann 1. ár. Garöyrkjuskóla ríkisins Hótel- og veitingaskóla Islands Iðnskóla: grunnnám, samningsbundið námog tækniteiknun. Ljósmæöraskóla Islands. Lyfjatækniskóla Islands. Meistaraskóla iðnaðarins. Röntgentæknaskóla íslands. Sjúkraliðaskólann. Tækniskólaíslands. ERLENDIS Lánað er til náms á háskólastigi erlendis. Auk þess er sjóönum heimilt að lána til sérnáms á grundvelli 20 ára reglu. Sjóðnum er heimilt að veita lán til náms sem ekki er hægt að stunda á íslandi enda sé um nægilega veigamikið nám að ræða að því er varðar eðli þess og uppbyggingu, námslengd og starfsréttindi. Þeim námsmönnum er hyggja á nám erlendis við skóla sem ekki eru á háskólastigi er sérstaklega bent á að gera skriflega fyrirspurn til Lánasjóðsins um lánshæfni námsins. Umsóknarfrestir og afgreiðslutími AFGREIÐSLA NÁMSAÐSTOÐAR Sótt er um námslán á sérstökum eyðublöðum sjóðsins. Umsókn um námsaðstoð skal að öðru jöfnu skila tveimur mánuðum áður en nám hefst. Aðstoð er afgreidd 15. dag fyrsta heila mánaðar eftir að nám er hafið. Fyrsti umsóknarfrestur er 1. júlí 1985. UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ Umsókn um námslán og/eða ferðastyrk er gerð á sérstöku eyðublaði sem sjóðurinn lætur í té. Umsóknareyðublöð fást alla jafna i skólum og sendiráðum íslands erlendis. GILDISTÍMI UMSÓKNAR Hver umsókn gildir fyrir eitt námsár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aðstoð til framfæris á tíma sem liðinn er þegar útfylltri umsókn er skilað nema sérstakar aðstæður valdi seinkun umsóknar og sjóðsstjórn taki þær gildar. Laugardagur 22. júní 1985 4 Vildi helst að Vigdís sjálf tæki á móti mér í Reykjavík - segir Reynir Pétur íslandsgöngumaður í samtali við NT :'. ■■■■ ' ■•■ ■:■ í i ll. ” * o i .... i r' JP , B if i ww m ost Reynir Pétur Ingvarsson á áfangastað á Bifröst, í strigaskónum góðu. þingmanni. T.d. hefur Hafskip boðið honum í einhverja ferð og sagðist hann þá auðvitað ætla sér að velja lengsta túrinn. Einnig hafa forráða- menn Norröna boðið honum fría ferð til Færeyja auk 60.000 kr. í vasapen- ing og þótti Reyni þetta vera höfðing- legt boð. Veðrið sagði Reynir að hefði leikið við sig mest alla ferðina, reyndar rigndi dálítið mikið við Kálfafell, en allt talið um snjókomu í útvarpinu var lygi sagði Reynir, í hæsta lagi slydda, sem bráðnaði, þegar snerti jörð. Nafnið Sólheimaganga sagðist Reynir ekki vera alveg ánægður með, kvaðst hann heldur vilja kalla það „íslandsgönguna", til að sýna fólki NT-mynd: Magnús betur hvaða leið færi farin, en þrátt fyrir það var Reynir Pétur Ingvarsson hæst ánægður með lífið og tilveruna og sagði hann að hann mundi finna fyrir söknuði þegar göngunni lyki, því þetta hafi verið ógleymanlegt, og allar þær minningar sem hann hefði að geyma, nú þegar, rúmuðust varla fyrir í stórri „lexíkóbók“. Nú var komið mál að kveðja þenn- an hressa göngugarp, því hann hafði hugsað sér að nýta úrvalsaðstöðuna á Hótel Bifröst og fara í gufubað fyrir svefninn. Bað hann að lokum fyrir kveðju til NT-blaðsins og lesenda þess. Magnús Magnússon, fréttaritari NT, Borgarfirði ■ Friðrik Halldórsson, eigandi og framkvæmdastjóri Orkutækni hf., hjá einni af Same dráttarvélunum sem hann hefur til sölu. NT-mynd: Ari. Orkutækni hf.: Hagstæð kjör á vinnuvélum - í tilefni af 5 ára afmæli ■ Það er fagur dagur í Borgarfirði eins og svo oft í vor, en þó er hann dálítið öðruvísi að einu leyti. Göngu- garpurinn Reynir Pétur Ingvarsson er kominn í héraðið. Fréttaritari NT gerði sér ferð til að spjalla við Reyni, en hann áði á göngunni, að þessu sinni, á Hótel Bifröst, í Norðurárdal. Er mig bar að garði var kvöldmáltíð að ljúka hjá Reyni, hann var varaður við komu minni, en kemur þó glaðlegur og heilsar komumanni. Við tylltum okk- ur í setustofu hótelsins ásamt Halldóri Júlíussyni, aðstoðarmanni Reynis. Ástæðu göngunnar segir Reynir vera þá að safna áheitum frá almenn- ingi til ágóða fyrir byggingu íþrótta- húss að Sólheimum í Grímsnesi. Sagði hann fjársöfnun ganga hreint með ólíkindum vel, þegar hann t.d. var kominn á Austfirðina var hann sjálfur búinn að fá 40.000 kr. í beinum peningaframlögum frá veg- farendum en þá fól hann Halldóri vörslu þeirra og mikið hefur bæst við síðan. Gjafir kvaðst Reynir hafa fengið fjölmargar á leiðinni. Nefndi hann sem dæmi kaupmann einn á Hornafirði sem gaf honum strigaskó. Skó þá hefur hann notað mestan hluta leiðarinnar þaðan og sá vart á þeim. Því til sönnunar sýndi hann undir sólann, mikið rétt, skórnir voru sem nýir undir, þrátt fyrir alla þá mörg hundruð kílómetra, sem eru frá Höfn í Hornafirði, að Bifröst. Þegar til Akureyrar kom, kvaðst Reynir hafa orðið undrandi á þeim geysigóðu viðtökum, sem hann fékk þar. Þegar hann labbaði niður Drottningarstrætið sagði hann að honum hefói liðið eins og kóngi. Þá kom maður einn gangandi á móts við hann og hélt á fána. Fáni þessi var blár með appelsínugulri sól í miðju og gulum stjörnum. Sagðist maðurinn gefa Reyni fánann, ef hann vissi hvað táknin þýddu. Gátuna réð Reynir á augabragði: Sólin táknaði heimili hans Sólheima, stjörnurnar táknuðu gönguna og blái liturinn í bakgrunni táknaði bláa litiinn í íslenska fánan- um, og á fánanum hélt hann stoltur inn í miðbæ Akureyrar. Eitt skemmtilegt atvik sagði Reynir að hefði skeð í Húnavatnssýslu. Fyrir framan hann ca 100 m stoppar rúta og útúr henni „flæðir fólk“. Það tekur lagið með hljóðfærum. Þar sagðist honum hafa liðið vel, í þeim hópi, en fólk þetta var úr Hvítasunnusöfnuð- inum í Vestmannaeyjum, rétt að „teygja fótinn" inn á meginlandið. Einn Vestmannaeyingur í viðbót kvað Reynir Pétur að hafi glatt sig með því að bjóða honum við gott tækifæri í flugferð til Vestmannaeyja, en þetta var sjálfur Árni Johnsen. Einnig sagði Reynir að hann væri hissa á þeim ótrúlega góðu móttök- um, sem allsstaðar biðu hans, í þorp- um jafnt sem á sveitabæjum, víða kæmu krakkar jafnt sem fullorðnir labbandi á móti honum og fylgdu honum áfram smáspöl. Einnig kvað hann bíla stoppa mikið, en sá væri bara hængurinn á að ekki væri alls- staðar hægt að stoppa því þá raskaðist ferðaáætlunin of mikið, en maður verður að taka öllum töfum eins og að bíta í „súrt epli með salti,“ sagði Reynir og hió dátt., Varðandi ferðaáætlun sagðist Reynir gista í Borgarnesi aðfaranótt laugardags, en til Reykjavíkur ætlaði hann að koma seinnipart mánudags. Aðspurður um það hvað hann ætlaði að gera, þegar til Reykjavíkur kæmi, kvaðst hann ætla að ganga sperrtur niður Laugaveginn og enda á Lækjatorgi, en þar myndi væntanlega einhver þjóðhöfðingi taka á móti sér, helst Vigdís sjálf. Til Selfoss ætlaði hann að vera kominn á þriðjudegi, þá hefur ferðin tekið 4 Yi úr viku, reiknaði Reynir Pétur í hvelli. Alls kyns ferðaboð segist Reynir hafa fengið fleiri heldur en frá Árna ■ Fimm ár eru liðin frá því Orku- tækni hf. hóf innflutning á vinnuvél- um fyrir landbúnað. I tilefni þess býður fyrirtækið, en eigandi þess er Friðrik Halldórsson, upp á afslætti og hagstæð greiðslukjör á heyhleðslu- vögnum, mykjudreifurum og rakstrarvélum frá Ítalíu. Auk þess býður fyrirtækið upp á ítölsku Same traktorana, nýtt tæki sem hreinsar grjót úr flögum o.fl. Orkutækni er til húsa að Hyrjarhöfða 3. Álfaævintýri og draugasogur ■ Allir útlendingar sem áhuga hafa á sjávarréttaborði og skyri, tískusýningu og þjóðlagaflutningi, að ógleymdum álfa- og drauga- sögum eru velkomnir í Naustið í sumar. Verði verður stillt í hóf. Veitingahúsið Naust og ullarverksmiðjan Álafoss munu standa þar fyrir íslands- kynningu á hverju fimmtu- dags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldi á tímabil- inu 21. júní til 18. ágúst í sumar. Bergþóra Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson munu flytja tónlist á íslands- kynningunni auk þess sem þau segja draugasögur og gömul íslensk álfaævintýri. Flestir ættu að geta átt góðar stundir í Naustinu í sumar!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.