NT - 22.06.1985, Blaðsíða 19

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 19
atvinna í boði Sveitarstjóri Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa frá 1. sept. 1985. Nánari upplýsingar gefa sveitarstjóri í síma 95-3193 og Karl E. Loftsson, oddviti í síma 95-3128. Umsóknir skal senda til skrifstofu Hólmavíkurhrepps, Hafnarbraut 25. Hólma- vík fyrir 10. júlí 1985. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. ■J^r Iðnskólinn í ^ Reykjavík Stundakennara vantar í rafeindavirkjun og faggreinar byggingamanna. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 26240 og 23730. Iðnskólinn í Reykjavík Innkaupastjóri Verslunardeild Sambandsins óskar eftir að ráða innkaupastjóra fyrir Heimilisvörudeild. . Starf hans er fólgið í yfirumsjón með inn- kaupamönnum, stjórn á vöruflæði og birgð- arhaldi deildarinnar. Góð enskukunnátta er áskilin. Kunnátta í þýsku og Norðurlandamáli æskileg. Þekking á raftækjum eins og tölvum og hljómflutningstækjum æskileg. Leitað er að ungum og frískum manni með viðskiptafræði- eða góða verslunarmenntun. Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra Umsóknarfrestur til 1. júlí n.k. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALO Kennarar-Austurland Ein til ein og hálf kennarastaða er laus við grunnskólann á Beruneshreppi í S-Múla- sýslu. Sérkennsla æskileg að hluta. Einnig er 1/2 staða í mötuneyti skólans laus til umsóknar. Skólinn er fámennur í fögru umhverfi. íbúð er til staðar. Upplýsingar veita fræðslustjóri í síma 97- 4211 og skólastjóri í síma 97-8988. Skólanefnd. til leigu Til leigu 2ja herbergja 55 fm íbúð á 1. hæð í Norðurmýrinni. Björt og skemmtileg íbúð í góðu hverfi. íbúðinni geta fylgt húsgögn að hluta svo og sími, þvottavél, ísskápur, lita- sjónvarp og öll gluggatjöld eru til staðar. Ibúðin leigist í 1 ár frá og með 6. júlí. Leiga fyrir mánuðinn verður 14 þúsund. Fyrirfram- greiðsla er 6 mánuðir. Vinsamlegast sendið umsókn á auglýsingadeild NT merkt „Norðurmýri - Góð umgengni" sem fyrst og í síðasta lagi 4. júlí. Laugardagur 22. júní 1985 19 tilkynningar Auglýsing varðandi ríkisborgararétt barna Svo sem áður hefur verið auglýst, rennur út hinn 30. þ.m. frestur fyrir íslenska móður skilgetins barns sem fætt er fyrir 1. júlí 1982 og ekki er orðið 18 ára og ekki hefur íslenskt ríkisfang, til að lýsa yfir ósk sinni um að barnið fái íslenskan ríkisborgararétt. Slíka yfirlýsingu skal senda dómsmálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, Reykjavík sem einnig veitir nánari upplýsingar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. júní 1985. Frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum verða 8.og 9.bekkur grunnskóla, fornám og framhaldsnám á íþróttabraut, fyrsta ár. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112. Forsetakosningar á Kalíu: Þjóðin vill fá Pertini aftur! - þingið kýs og er á annarri skoðun ■ Efforsetiítalíuværikjörinn af þjóð sinni myndi Sandro Pertini, hinn 88 ára núverandi forseti landsins, eiga mikinn meirihluta fylgis þjóðar sinnar vísan og geta sest á forsetastól sitt annað sjö ára kjörtímabil. Skoðanakannanir sýna að hinn aldni þjóðhöfðingi er vinsælast- ur þeirra sjö forseta sem setið hafa frá stríðslokum. En það er þingið, ekki þjóðin, sem kýs forseta landsins. 1 kosn- ingum, sem fram fara á mánu- dag, eru taldar yfirgnæfandi lík- ur á því að nýr forseti verði kjörinn úr hópi kristilegra dem- ókrata, en Pertini er sósíalisti. Þrátt fyrirótvíræðan stuðning þjóðarinnar eru stjórnmála- menn ekki sammála um ágæti forsetans. Ekki erþó langt síðan að líklegt var talið að hann yrði endurkjörinn, en nú gerirflokk- ur kristilegra demókrata, sem hefur flesta þingmenn, tilkall til embættisins. Einnig hefur Pert- ini lýst því yfir nýlega að hann vilji ekki sitja önnur sjö ár. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að sjö ára kjörtímabil sé hæfilegt og að það sé ekki að ástæðulausu að enginn forseti í sögunni hafi verið endurkjör- inn,“ segir Pertini. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu telja margir þingmenn að Pert- ini muni sækjast eftirembættinu en almennt er þó talið að það falli í hlut kristilegra demó- krata. Þó að forsetaembættið teljist æðsta embætti Ítalíu er það tiltölulega valdalaust. tilboð - útboð Útboð Byggingarnefnd Laugaskóla Dalasýslu, óskar eftir tilboðum í að gera fokhelt íþróttahús skólans. Uppsteypu skal lokið 1. nóvember 1985 og þaki í síðasta lagi 1. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent gegn kr. 2.000,- skilatryggingu hjá byggingarnefndinni, Laugaskóla Dalasýslu. Verkfræði- og teiknistofunni, Kirkjubraut 40 Akranesi og hjá undirrituðum og verða opnuð hjá byggingarnefndinni og Arkitektastofunni mánudaginn 8. júlí kl. 14.00. ARKITEKTASTOFAN S.F. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall, Borgartún 17, Reykjavík. Sími 26833. til sölu .1968 tii sölu. Einnig bíl til flutninga fyrír jarðýtu. Selst saman eða sitt í hvoru lagi. Tilboð ósKasL Sími 32101. Innilegustu þökk færi ég Kaupfélagi Hvamms- fjarðar, ættingjum, venslafólki, vinum og sam- starfsfólki, sem glöddu mig á 90 ára afmælinu, með samsæti, gjöfum og heillaskeytum 18. júní 1985. Árni L. Tómasson J t Ingveldur Magnúsdóttir, fyrrum Ijósmó6ir, Vorsabæ, Skeiðum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 21. júní. Fyrir hönd vandamanna Helga Eiríksdóttir Ástkær dóttir okkar, Sólrún Lilja (Sissí) fædd 18. april 1966, andaðist á heimili okkar í Kaupmannahöfn 20. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Hörsholm Kapel 25. júní. F.h. systkina og annarra vandamanna, Stella Gunnlaugsdóttir. Vilhjálmur Guðmundsson. m ■ Hinn næstum níræði Pertini er vinsælasti þjóðarleiðtogi á ftalíu frá stríðslokum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.