NT - 22.06.1985, Blaðsíða 21

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 21
Útlönd Laugardagur 22. júní 1985 21 'NEWS IN BRIEF Junc 21, Reuter BEIRUT - Some 1,200 Shi’ite Moslims chanting „death to America, death to Israel“ swarmed into Beirut Airport and burnt a U.S. Flag close to the TWA aeroplane hijacked last Friday. JERUSALEM - Israel said it would continue freeing Lebanese prison- ers in accordance with se- curity conditions in South LebanoH if it could avoid the appearance of a link between their release and the demands of the Beirut Hijackers. Sg UNITED NATIONS - 5 U.N. Secretary General ^ Javier Perez de Cuellar W) said the problem of the S American hostages in 3 Beirut should be dealt with separately from that of the 700 Shi’ite and other prisoners held in Israel. OSLO - A young Nor- wegian who hijacked an airliner on an internal flight surrendered to po- lice three and a half hours after seizing the plane with 120 people on board. S * S ^ SAO PAULO - A U.S. (f) forensic expert said there S was no doubt that exhum- fej ed remains from a grave ^ near here were those of Nazi War Criminal Josef Mengele. CAPE CANAVERAL - An earth-fired laser beam bounced off the space shuttle Discovery in the . first successful space test of President Reagan’s proposed „Star Wars“ Nuclear Shield. KATHMANDU - A group calling itself the ^ United Liberation Tor- J/> chbearers claimed re- sponsibility for bomb blasts which killed eight people in the Nepalese capital and three other towns. Leaflets scattered in the streets suggested the bombers would strike UJ again. UNITED NATIONS - South Africa faced con- demnation by the U.N. Security Conncil for the third time this week as the 15-nation body considered the recent raid on neigh- bouring Botswana. NEWS !N BRIEFÁ Niðurstöður rannsóknamefnda: Bandaríkin: Morð við utan- ríkisráðuneytið Wushington-KeHter ■ Karlmaður skaut í gær móð- ur sína til dauða með riffli fyrir utan utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna en skaut síðan sjálfan sig með skammbyssu, að því er talsmenn ráðuneytisins segja. Lögregla sem stóð vörð um bygginguna lokaði strax sjö- undu hæð byggingarinnar af en þar er skrifstofa George Shultz staðsett. Hún neitaði að tjá sig um málið og starfsmönnum stofnunarinnar var bannað að tala við blaðamenn. Líkamsleifarnar eru af Mengele Sao Paulo-Reuter ■ Bandarískur sérfræðingur sagði í gær að enginn vafi léki á því að líkamsleifarnar sem fundust í gröf í kirkjugarði í námunda við Sao Paulo 6. júní síðastliðinn væru af Josef Meng- ele stríðsglæpamanni nasista. „Þaö er enginn vafi, þetta er hann,“ sagði Lowell Levine, talsmaður bandarísku rann- sóknarnefndarinnar, sem rann- sakað hefur líkamsleifarnar í viku, á fundi með fréttamönn- um. Brasilísk rannsóknarnefnd sem einnig rannsakaði líkams- leifarnar komst að sömu niður- stöðu. Þessar yfirlýsingar binda enda á 40 ára leit að Mengele sem nefndur hefur verið „engill dauðans“, en auk þess að fyrir- skipa morð á 400.000 manns í Auschwitz stjórnaði hann hræðilegum tilraunum á hundr- uðum barna í þessum stríðs- fangabúðum. Mengele var einn af síðustu stríðsglæpamönnum nasista sem ekki hafði enn tekist að góma. Hann hefði orðið 74 ára á þessu ári ef hann hefði lifað. Síðasta lota leitarinnar að Mengele hófst þegar fyrrum meðlimur Mengele fjölskyldu- fyrirtækisins sagðist hafa sent flóttamanninum peninga til Brasilíu. Þessi ábending neyddi brasilísk yfirvöld til að einbeita sér að leit að Mengele við Sao Paulo. Brasilíska lögreglan var Send á heimili austurrískra hjóna sem skotið höfðu skjóls- húsi yfir Mengele og þau voru færð til yfirheyrslu. Hjónin sem viðurkenndu að hafa vingast við Mengele árið 1970 sögðu að hann hefði drukknað við Bertigoströnd nærri Sao Paulo 7. febrúar árið 1979 og leiddu lögregluna að leiði í kirkjugarði nærri borg- inni. Þar var Mengele grafinn undir nafninu Wolfgang Gerhard, nafni Austurríkis- manns sem eitt sinn bjó í Brasi- líu. Lögreglan fann skilríki Ger- hards en á þau hafði verið sett mynd af Mengele. Yfirvöld í Austurríki staðfestu að hinn raunverulegi Wolfgang Ger- hard hefði dáið í Austurríki 6 mánuðum fyrir greftrunina í Brasilíu. Nasistaveiðarar sögðu hins vegar að yfirlýsingar hjónanna væru ósannar og til þess eins ætlaðar að hylma yfir með Mengele sem væri enn á lífi, í felum einhvers staðar í Suður- Ameríku. Fjölskylda Mengeles í Vest- ur-Þýskalandi, hefur löngum neitað að ræða um málið, en Rolf, sonur Mengele, staðfesti í þessum mánuði að líkams- leifarnar í gröfinni væru af föður hans. ■ Hér situr Mengele að snæðingi með brasilískum vinum sínum og er kampakátur. Hann neitaði því að hann hefði gert nokkuö rangt af sér í Auschwitz og var nasisti fram í rauðan dauðann, að því er vinir hans segja. Sérfræðingar hafa nú staðfest að líkamsleifarnar sem fundust í gröf nærri Sao Paulo í Brasilíu séu af stríðsglæpamanninum Mengele og þar með er 40 ára Ieit að honum lokið. Kransædastífla: Verða skurðað- gerðir óþarfar? Houston-Reuter. ■ Framfarir í leisigeisla- tækni á sviði læknisfræði hafa vakið vonir vísinda- manna um að hjartaaðgerð- ir, sem felast í því að flytja heilar æðar að hjartanu í stað annarra sem hætta er á að kransæðastífla myndist í, verði í framtíðinni óþarf- ar eða að minnsta kosti að hægt verði að fækka þeim. Vísindamenn við hjarta- rannsóknarstöðina í Texas í Bandaríkjunum segja að tilraunir með notkun leisi- geisla til að leysa upp stíflur í æðum hafi gefist vel, þó að á frumstigi séu. Greint hef- ur verið frá því að líklega muni aðferð þessari verða beitt við að minnsta kosti tuttugu sjúklinga á næstu tveimur árum. Þegar hafa tilraunir verið gerðar með sex og gefist vel í fimm tilvikum. Enn sem komið er hefur þó þurft uppskurð til að nota tæknina. Læknarnir gera sér vonir um að áður en langt um líður takist að hanna sér- stakt tæki til að komast með geislana inn í æðarnar án skurðaðgerðar. Stríðið í Afganistan: Ræða brottflutning sovéska herliðsins Genf-Reuter. ■ í skugga rúmlega fimm ára stríðs í Afganistan hafa ríkisstjórnir Afganist- an og Pakistan tekið upp á nýjan leik samningaviðræður sem miða að því að binda enda á stríðið og senda úr landinu herlið 115.000 Sovétmanna. Samningaviðræðurnar hófust í fyrra- dag og fara þær fram fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Diego Gordo- ves, talsmaður SÞ sagði í gær, að allir aðilar virtust ákveðnir í að finna lausn við samningaborðið. Hann sagði að stjórnin í Kabúl, höfuðborg Afganist- an, hefði lýst sig reiðubúna til að ræða brottflutning sovéska herliðsins og haft er eftir embættismanni í utanríkisráðu- neytinu í Islamabad að Kreml hefði samþykkt að tímasetning á brottflutn- ingi herliðsins yrði rædd. Sovéskir og bandarískir embættis- menn eru á sama tíma að ræða Afganist- anstríðið í Washington og búist er við að þær viðræður standi til þriðjudags. Eftir tveggja daga viðræður var haft eftir bandarískum embættismanni að útlitið væri ekki eins bjart og vonir stóðu til - viðræðurnar hefðu til þessa skilað litlum árangri. Þetta er í fjórða skiptið síðan 1982 sem Sameinuðu þjóðirnar hlutast til um að samningaviðræður séu haldnar. í ágúst í fyrra slitnaði upp úr viðræðum þegar Sovétmenn neituðu að fara með herlið sitt nema Pakistanar hættu að skipta sér að afgönskum innanríkismál- um. Lumarðu á góðri hugmynd að nýjum útvarpsþætti? Viltu vinna að dagskrárgerð fyrir útvarp? Rikisútvarpið óskar eftir samstarfi við dagskrárgerðarfólk sem vill taka að sér umsjón þátta í næstu vetrardagskrá útvarpsins. rás 1 og 2. Jafnftamt er auglýst eftir hugmyndum og tilboðum um þáttagerð, sem viðkomandi vill annast. Við óskum eftir samvinnu við fólk á öllum aldri með fjölbreytta dagskrárgerð i huga, sem hæfi hinum stóra hlustendahóp Ríkisútvarpsins. Aformað er að halda námskeið fyrir dagskrárgerðarmenn í septembermánuði. Ættast er til, að þeir sem ráðnir verða, laki þátt í því. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun, störf og áhugamál ásamt lýsingu á fyrirhuguðu dagskrárefni er veitt viðtaka hjá framkvæmdastjóra Rikisútvarpsins-hljóðvarps, Skúlagótu 4, til 8 ■ júh n.k. — útvarp allra landsmanna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.