NT - 22.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 6
Heiðdís Gunnarsdóttir fóstra, Selfossi Um kosningarétt kvenna Inngangur Oft hefur vaknað sú spurn- ing hver ástæðan sé fyrir því að konur láti ekki meira til sín taka í stjórnmálum. Ekki er ætlunin að svara þeirri spurn- ingu. Fyrst skýri ég frá kosninga- rétti kvenna, eins og hann var fyrir aldamót og skýri frá markmiði með stofnun Kven- réttindafélags íslands. Segi frá kvennaframboðum 1908 og þeirri gagnrýni sem þær fengu frá körlum og konum. Get fundar sem konur héldu með þingmönnum og hvað karl- mönnum fannst mæla á móti því að konur fengju jafnan rétt. Að lokum er sagt frá rýmkun kosningaréttar 1915 og framboði kvenna til Alþing- is. Kosningaréttur kvenna um aldamót Þjóðfélagsgerðin hafði tekið örum breytingum um aldamót- in. Nýjar stéttir urðu til, þótt landbúnaðurinn væri enn það starf sem flestir landsmenn stunduðu. Verkalýðsstéttin sem seldi vinnu sína og fékk laun í staðinn, leit dagsins ljós. Nokkuð fjölmenn embættis- manna- og borgarastétt var risin upp, en það var einmitt til þeirra stétta sem kvenréttinda- hrevfingar sóttu sér liðsafla. A þeim tíma er konur tóku að krefjast stjórnmálaréttinda ríkti óvissa í stjórnmálum. Deilur um sambandsmálið höfðu áhrif á stjórnmálaum- ræðu almennt. í maí 1882 gengu lög í gildi um takmark- aðan kosningarétt kvenna þar sem segir: Ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa # kosningarrjett, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslu- nefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum, ef þæreru 25 ára, og að öðru leyti fullnægja öllum þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum rjettindum. Eptir þessu eiga allir hlutaðeigendur sjer að hegða. í nóvember 1902 voru þessi lög rýmkuð þannig að þessar tilteknu konur öðluðust líka kjörgengi en heimiit var þeim þó að skerast undan kosningu. Kvennablaðið frá 20. ágúst 1902 skýrir frá þessum lögum og segir m.a., að öðruvísi sé farið að hér á landi en erlendis vegna fenginna réttinda um kjörgengi kvenna. Þar hafi konurnar árum saman krafist þessa réttar, en ekkert fengið. En íslensku konurnar fengið þetta hérumbil fyrirhafnar- laust. Það eru feður okkar og bræður sem rétta okkur þenn- an rétt upp í hendurnar nærri því án þess vér biðjum um hann. Einnigeru konurnar los- aðar við þær skyldur sem rétt- indunum fylgja. Síðan segir að karlmenn séu búnir að sjá að það sé óhætt að bæta þessum rétti við þar sem þær hafi ekki notfært sér kosningaréttinn semskyldi. Síðarígreininnieru konur hvattar til að nota þenn- an rétt. Stofnun Kvenréttinda- Kvenréttindafélag íslands er stofnað fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, 1907. Markmið með stofnun félags- ins var fyrst og fremst að stuðla að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn, kosn- ingarétt og kjörgengi, einnig rétt til embætta og atvinnu, með sömu skilyrðum og þeir. Einnig hafði hið íslenska kven- félag pólitísk réttindi kvenna á stefnuskrá sinni, áður en ís- lenskar konur fengu kosninga- rétt og kjörgengi til sveita- stjórnaog Alþingis. 1907 fengu konur og karlar 25 ára og eldri kjörgengi til bæjarstjórna- kosninga í Reykjavík og Hafn- arfirði. Kvennaframboð í upphafi þessarar aldar komu víða fram í Evrópu hug- myndir um sérstakan kvenna- lista eða kvennaflokk. Kvenna- listarnir áttu litlu fylgi að fagna nema á íslandi. í bæjarstjórn- arkosningunum í Reykjavík 1908 var fyrst boðinn fram kvennalisti og fékk hann 27,6% greiddra atkvæða. Mörg félög og samtök lögðu á það áherslu að eignast fulltrúa því listarnir sem boðnir voru fram voru 18. Á kvennalistan- um voru 4 konur og komust þær allar inn. { Kvennablaðinu 31. janúar 1908 er konunum þakkað fyrir að hafa nýtt sér kosningarétt- inn því kosningaþátttaka kvenna var góð, þrátt fyrir slæmt veður. Þess var vænst að þetta bæri byrjun en ekki endir á samvinnu kvenna til að koma málum sínum áleiðis. Þetta telja þær einustu aðferðina til sigurs kvenna, fyrst um sinn: Ekki af því að við viljum ekki vinna saman með karl- mönnum. En vér verðum vandlega að gæta þess, að við kosningar er enginn annars bróðir í leik og þar láta karlmennirnir oss ekki eftir bestu sætin viljugir. 1910 voru kosnir fimm fulltrú- ar í bæjarstjórn Reykjavíkur í stað þeirra sem dregnir voru út samkvæmt þeirra tíma fyrir- mælum. Af þessum fimm sem dregnir voru út voru tvær konur. Fram kemur að ýmsar raddir hafi heyrst um það að konurnar í bæjarstjórn væru ekki nógu duglegar að láta til sín heyra. Sú gagnrýni kom jafnt frá konum og körlum. Kvennablaðið 29. des. 1909 talar til kvenna og segir að það sé mjög venjulegt að nýir full- trúar í bæjar- og sveitastjórn- armálum láti ekki mikið á sér bera. Einnig eigi þetta sér stað með nýja þingmenn. Karlmennirnir í bæjar- stjórninni þurfi ekki síður en konurnar að venjast samvinnunni. Þaðeraðöllu leyti undir þeim komið hvort kraftar kvenna verði notaðir þar. Kvennafundur með þingmönnum Ýmis kvenfélög tóku sig saman að forgöngu Kvenrétt- indafélags íslands að halda al- mennan kvennafund fyrir þingbyrjun. Ræða skyldi helstu meðferðarmál kvenna og heyra skoðanir þingmanna á jafnréttismálum kvenna og karla. Fundurinn var mjög vel sóttur. Ekki sáust nú allir þeir þingmenn sem boðaðir voru. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var frummælandi á fundinum og gat þess að þótt konur væru helmingur landsmanna væru þær ekki taldar með þjóðinni og benti á máli sínu til stuðn- ings að þegar öll þjóðin ætti að dæma mál væri aðeins átt við kjósendur. Stjórnarfarslegu réttindin væru jafn sjálfsögð konum og körlum. Sagði hún að konur vildu að ákvæðin um það þær væru ekki skyldaðar að taka við kosningu væru felld niður. Tillaga var borin upp: Fundurinn skorar á Alþingi, a. að samþykkja sem fyrst þá breytingu á stjórnarskrá landsins, að konur geti öðl- ast kosningarrétt og kjör- gengi til alþingis, með sömu skilyrðum og karlmenn. b. að taka upp á þessu þingi almenn lög um kosninga- rétt og kjörgengi kvenna í sveitamálum öllurp og hér- aðsmálum, jafnt karlmönn- um. c. að veita konum jafnrétti við karlmenn við allar æðri menntastofnanir landsins, og til allra embætta og opin- berra sýslana hér á landi. (Kvennablaðið. 1909 no. 2) í umræðunum kom fram hjá séra Ólafi Ólafssyni að: Það væri kominn tími til að breyta þessu, og ekki sæti vel á íslendingum sem heimtuðu réttindi sín með steyttum hnefa af dönum, að kreppa liinn hnefann fyrir aftan bakið utan um réttindi kvenna þegar þær krefðust þeirra. (Kvenna- blaðið. 1909 no. 2) Fundarstjóri óskaði eftir að fá að heyra skoðanir þing- manna um kosningarétt kvenna. Tóku þrír þingmenn til máls þar af voru tveir með- mæltir kosningarétti kvenna. í lok fundarins gat fundarstjóri þess að þessi fundur væri varn- arþing kvenna, þarna hefðu þær tækifæri til að tala við þingmenn og rökstyðja skoðanir sínar. Eftir lok þingsins var athug- að hvort þessi fundur hefði haft áhrif á gjörðir þess. Konur höfðu verið vongóðar um að inn í nýja stjórnarfrumvarpið yrði bætt að allir sem greiddu Hver er sú menntun sem aldrei verður frá einstaklingnum tekin? ■ I máli ágætrar manneskju í mjög athyglisverðum sjón- varpsþætti fyrr í vikunni kom fram öflug hvatning til ung- menna þessa lands, og þá ekki síst stúlkna, að mennta sig, því að menntun væri aldrei hægt að taka frá einstaklingnum, þó hægt væri að sverfa að honum á öðrum sviðum. Þetta er út af fyrir sig alveg rétt. Það sem innan í höfðinu er tekur enginn svo auðveldlega frá okkur nema þá helst skaparinn. Hins gætti að viðkomandi mann- eskja talaði um menntun og starfsþjálfun sem eitt og hið sama og lagði meira að segja áherslu á að ungt fólk leitaði sem mestrar sérhæfingar því sérhæfinguna tæki enginn frá manni. Þarna gætti svolítið lúmskrar hugsunarvillu því að menntun í merkingunni starfs- þjálfun er auðveldlega hægt að taka frá einstaklingnum og það er alltaf verið að gera, bæði í okkar landi og löndunum kringum okkur. Það gerist með þeim hætti að einstaklingurinn fær ekki að nýta sína starfs- þjálfun vegna þess að fullskip- að er í þau störf sem hann er þjálfaður til og það gerist enn- fremur með þeim hætti að tæknin leysir einstaklinginn af hólmi og er það því sárara sem einstaklingurinn er eldri og á erfiðara með að afla sér nýrrar þjálfunar. Þetta er alltaf að gerast og verður algengara í löndum atvinnuleysis og ört vaxandi tækni og er því misk- unnarlausara og erfiðara við- fangs sem sérhæfing einstakl- ingsins er rneiri. Þessi menntun er í sjálfu sér ótengd lifibrauði Það er hins vegar önnur menntun sem aldrei er hægt að taka frá einstaklingnum. Og sú menntun er í fæstum tilfellum um leið starfsþjálfun þó að hluta geti þetta farið saman. Það er sú menntun sem gerir einstaklinginn hæfan til að hugsa sjálfstætt. Það er sú menntun sem opnar fyrir honum nýjar víddir hugsunar. Það er al- menn menntun sem miðar að því að efla þroska og siðgæðis- vitund einstaklingsins, og þar með sjálfstæði hans. Þessi menntun er í sjálfu sér ótengd ITIMA OG ÓTÍMA lifibrauði og sérhæfingin er óvinur hennar. Þessar mennt- un er hægt að fá í skólum, en hún fæst ekki eingöngu þar. Einstaklingurinn vefður að drekka í sig menningu og hugs-. un umhverfis og hann verður sjálfur að þroska sig með því að gefa gaum að bókmenntum og listum og hugsa út í trúar- brögð. Þessa menntun er ekki hægt að taka frá einstaklingnum. Hina almennu þekkingu og þjálfunina til að hugsa sjálfstætt. Og það er þessi menntun sem gerir einstakling- inn hæfari til að mæta erfiðleik-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.