NT - 22.06.1985, Page 12
Laugardagur 22. júní 1985 12
Sumarplata sjómannsins
■ Gylfi Ægisson í léttri sveiflu.
■ Sumarplata sjómannsins, 12.
plata Gylfa Ægissonar kom út nú í
vikunni. Gylfi gefur plötuna sjálfur
út.
„Lög plötunnar eru samin
með sjómenn og sjómannskonur
í huga,“ sagði Gylfi Ægisson í
samtali við NT.
„Platan er hljóðrituð í stúdíói
sem ég hef sjálfur hannað. Ég spila
á öll hljóðfæri sjálfur, að þvi
undanskildu að dóttir mín Hrönn
leikur á harmonikku í einu laginu.
Ég tók plötuna upp sjálfur og
stjórnaði upptökunni. Með þessari
plötn minni rættist gamall draum-
ur minn um að standa einn að eigin
plötu.“
Én af hverju stendur þú sjálfur í
útgáfunni?
„Fyrri plötur mínar seklust vel
og mér þótti eðlilegast að ég stæði
einn að innkomunni. Plötugerð og
málun málverka er mín eina vinna
og þá verður að gera allt til þess að
geta lifað á þessu.“
Hyggur Gylfi Ægisson á áfram-
haldandi plötuútgáfu?
„Já, núna þegar ég hef komið
mér upp eigin stúdíói er ætlunin að
gefa út tvær plötur á ári, eina
barnaplötu og eina sjómannaplötu.
Tíminn verður svo að leiða það í
Ijós hvort þessi áform mín verði að
veruleika.“
F= ÁRMÚLA11 SlMI 81500
mmFMma
FORD býður nú stórkostlega 50 ha traktora með
öllum þeim besta búnaði, sem hægt er að láta sig
dreyma um:
• Alsamhæfðirgírkassarmeö
H-skiptingu
• Nýtt FORD öryggishús
(ekkert til sparað)
• Óháð aflúrtak - engin
óþarfa kúppling
• Öflugri vökvadæla, diska-
hemlar í olíubaði og margt
margt fleira
Kynntu þér nánar kosti nýju FORD traktoranna
- þeir valda þér ekki vonbrigðum. Komdu og
reynsluaktu, eða hringdu og aflaðu nánari
upplýsinga. Við bjóðum góða greiðsluskilmála.
■ „Little Creatures" heitir nýjasta plata Talking Heads. Aðdáendur þessarar einstæðu
hijómsveitar bíða spenntir eftir gripnum og plötualbúmið þykir einstakt. Albúmið er hannað
af einum helsta alþýðulistamanni vesturálfu þessa tíma, Rev Howard Finster. Finster hefur
og hannað skyrtuboli og öll merki fyrir hljómsveitina.
Af nýjum plöt-
um erlendum
■ TALKING HEAPS er þjóðleg hljóm-
sveit. Þann 17. júní síðast liðinn sendi hún
frá sér nýja plötu sem heitir „Little Creatur-
es“ og inniheldur 9 ný lög. Þetta er stúdíó-
plata og eru liðin tvö ár frá útgáfu síðustu
plötu þeirra félaga.
ORCHESTRAL MANOUERS IN THE
DARK (OMD) er ekki síðurþjóðleg hljóm-
sveit. Hún sendi einnig frá sér plötu á
þjóðhátíðardeginum 17. júní. Platan hefur
að gevma 10 lög og heitir „Crush“.
WHAM, POINTER SISTERS OG
THOMPSON TWINS eru meðal hljóm-
sveíta sem eiga lög í nýrri mynd sem nefnd
er „Perfect“. Væntanleg er plata með
lögunum úr myndinni.
Til gamans má geta þess að Thompson
Twins og Poniter Sisters eru engir ný-
græðingar j kvikmyndamúsikinni. Thomp-
son Twins áttu lag í „Ghost Busters“ og
Pointer Sisters í myndinni um Lögguna í
Beverly Hills.
PHILIP OAKEY söngvari Human
League hefur tekið aftur upp samstarf við
þúsundþjalasmiðinn GEORGIO MOR-
ODER en þeir slógu í gegn með laginu
Together in Electric Dreams á síðasta ári.
Plata þeirra félaga er væntanleg um eða
eftir næstu mánaðamót. Þess skal getið í
leiðinni að einnig er von á nýrri plögu með
HUMAN LEAGUE.
SCRITTI POLITTI er að sögn spámanna
líklegur til stórræða, jafnt hérlendis sem í
útlöndum. Nýja platan hans hefur fengið
lofsamlega dóma í erlendum músikritum og
er væntaleg hingað til lands á næstu vikum,
hún heitir Cupid & Psyche 85.
Hér að framan var talað um kvikmynda-
músik og hér er annað innlegg í þá umræðu.
Kvikmyndin er „THE LAST DRAGON“
og eitt laga myndarinnar „Rhythm of the
Night“ hefur notið töluverðra vinsælda hér
á landi. Myndin verður sýnd hér bráðlega
og platan er komin í versianir.
BOB DYLAN á sér fastan aðdáendahóp
og hér eru fréttir fyrir alla aðdáendur
þessarar gömlu kempu. Dylan er búinn að
senda frá sér enn eina plötuna og nefnist
hún „Empire Burlesque". ÖII lög plötunnar
eru ný og er laginu „Tight Connectin to My
Heart“ spáð mikilli velgengni.
Þungarokks aðdáendur fá sinn plötu-
skammt á næstu dögum, því von er á nýrri
hljómplötu með AC/DC og öldungurinn í
hópnum ROBERT PLANT hefur einnig
sent frá sé nýja skífu.
JEFF BECH hefur sent frá sér nýja plötu
og er hún merkileg fyrir þær sakir að Rod
Steward tekur þar lagið með honum. Þeir
tveir hafa ekki starfað saman síðan 1968.
Auk þeirra sem hér hafa verið nefndir má
nefna væntanlegar plötur með Stevie
Wonder, Beach Boys, Tom Robinson og
fleirum og fleirum.
■ Scritti Politti. Nýja platan hans, Cupid & Psyche 85, er talin lofa góðu.