NT - 22.06.1985, Blaðsíða 11

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 11
lít Laugardagur 22. júní 1985 11 Vettvangur Guðfinna Arnadóttir húsfreyja Fædd 18. október 1933 Dáin 15. júní 1985 í dag verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðakirkju, Guð- finna Árnadóttir, húsfreyja í Brúnahlíð í Reykjahverfi. Guðfinna fæddist 18. október 1933, dóttir hjónanna Árna Friðfinnssonar bónda í Rauðu- skriðu og Guðnýjar Kristjáns- dóttur. Árni (f. 31. júlí 1893, d. 21. apríl 1961) var sonur Friðfinns bónda í Rauðuskriðu Sigurðs- sonar Þorsteinssonar og konu hans Guðnýjar Sigurbjörnsdótt- ur. Guðný móðir Guðfinnu er dóttir Kristjáns bónda á Bergs- stöðum Davíðssonar bónda á Hólkoti ísleifssonar. 28. júní 1952 giftist Guðfinna eftirlifandi maka sínum Þor- bergi bónda í Brúnahlíð Krist- jánssyni bónda á Klambraseli Jóhannessonar, móðir Þorbergs var Þuríður Þorbergsdóttir bónda á Litlu Laugum Davíðs- sonar. Þuríður lést 18. ágúst 1977. Árið 1956 reistu Guðfinna og Þorbergur sér nýbýlið Brúna- hlíð í landi Klambrasels og hafa búið þar síðan. Um líkt leyti fluttu tengdaforeldrar Guð- finnu til þeirra í nýja húsið. Þorbergi og Guðfinnu varð fjögurra barna auðið; Kristín gift Ægi Eiríkssyni starfsmanni Fiskiðjuvers Húsavfkur, Guðný gift Sverri Haraldssyni kennara að Laugum í Reykjadal, Þuríð- ur gift Gísla Gunnarssyni presti í Glaumbæ í Skagafirði og Árni sem nú býr með unnustu sinni Sigrúnu Öladóttur í foreldra- húsum. Barnabörnin eru sjö talsins. Sem utansveitarfólki brestur okkur þekking á öllum þeim málum sem Guðfinna lét sig skipta innan sveitar, en víst er að góðar gáfur hennar og atorka var mikils metin af sveitungum hennar. Guðfinna var vel hag- mælt en lítið hélt hún því á lofti svo að okkur sé kunnugt, en minnisstæð er hún okkur „Kveðja til ömmu“, sem hún orti í munn barnabarna tengda- móður sinnar er hún var til moldar borin. Guðfinna varð félagi í kirkjukórnum á ung- lingsárum sínum og virkur þátt- takandi í starfi hans um áratuga skeið. Einnig átti hún sæti í sóknarnefnd í mörg ár. Hún tók líka þátt í öðrum félagsstörfum og var t.d. tvívegis kjörin for- maður kvenfélagsins í sveitinni sinni. Síðustu árin var henni fengið það ábyrgðarstarf að vera kjötmatsmaður í sláturhús- inu á Húsavík. Við hættum okkur ekki frekar út í að rifja upp störf Guðfinnu utan heimilisins enda líklegt að aðrir kunnugri verði til þess, en einkum viljum við þakka henni samfylgdina sem vin. Það var árið 1958 að fundum okkar Guðfinnu bar fyrst saman. Við komum í heimsókn í Brúnahlíð og er okkur sérlega minnisstætt hve vel var á móti okkur tekið, bæði af hálfu eldri hjónanna Þuríðar og Kristjáns en ekki síður Þorbergs og ungu hús- móðurinnar sem gestagangur- inn mæddi þó mest á. Oft síðan höfum við heimsótt Þorberg og Guðfinnu og viljum við nú færa þeim þakkir fyrir hlýhug, gest- risni og vináttu sem við höfum . alla tíð verið aðnjótandi. Við höfum átt margar ánægjulegar stundir í Brúnahlíð og liðið þar vel. Við höfum líka veitt því athygli að heimilisfólk- inu leið vel. Hjónaband þeirra Þorbergs hefur verið farsælt og þau báru djúpa virðingu fyrir hvort öðru. Saman skópu þau fjölskyldu sinni indælt og fallegt heimili og þar ríkti sú einlægni og samhugur sem verður börn- um þeirra gott vegarnesti á framtíðarleiðum. Þetta ber að þakka en ekki síst skal Guð- finnu þakkað hve vel hún hugs- aði um gömlu hjónin, tengda- foreldra sína. Þau undu hag sínum vel í Brúnahlíð og þar leið þeim vel. í samtölum okkar við Þuríði fór hún ekki leynt með aðdáun sína og þakklæti til tengdadótturinnar. Hjálpsemi Guðfinnu var heldur ekki ein- skorðuð við hennar heimilis- fólk. Sérhver sem átti um sárt að binda átti vísan styrkan stuðning hennar. Flestum er Ijóst hve kaup- staðaunglingar hafa gott af dvöl í sveit. Við vorum svo lánssöm að koma syni okkar í sveit til Guðfinnu og Þorbergs, þar sem hann laut leiðsagnar þeirra um nokkurra mánaða skeið. Fyrir þetta viljum við þakka Guð- finnu og fjölskyldu hennar. í ársloíc 1983 kenndi Guð- finna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hana að velli. í veik- indum sínum lá Guðfinna fram- an af á Landspítalanum og þar gekk hún undir margar erfiðar læknisaðgerðir. Sjúkrahúslega hennar var löng og batinn lét á sér standa. Aldrei lét Guðfinna þó deigan síga og með jafnaðar- geði lét hún hverjum degi nægja sína þjáningu. Fyrir síðustu jól var Guðfinna flutt af Landspítalanum til Sjúkrahússins á Húsavík og var hún þá komin svo til á heima- slóðir. Nærvera aðstandenda og vina höfðu góð áhrif og leið henni riú miklu betur. Félagarn- ir í kirkjukórnum og kvenfélag- inu sýndu henni þakklæti sitt fyrir vel unnin störf og gáfu henni veglega jólagjöf, litsjón- varp, sem hún gat haft á sjúkra- stofunni og stytt henni stundirn- ar. Upp úr áramótunum hresst- ist Guðfinna svo að hún gat dvalið nokkra daga í senn á heimili sínu í Brúnahlíð. Það var henni og fjölskyldu hennar mikil ánægja þegar hún gat verið heima hjá Kristínu dóttur sinni á fermingardegi Björns, dóttursonar síns. En fljótt skipast veður í lofti. Um miðjan apríl elnaði henni sóttin og var hún þá flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri þar sem hún lést aðfara- nótt 15. júní s.l. Á sjúkrahúsunum naut Guð- finna einstakrar umhyggju lækna og starfsfólks sem við viljum þakka og vitum að þar mælum við einnig fyrir munn fjölskyldu hennar. Barátta hennar var erfið, en hana háði hún ekki ein og óstudd. Fjölskylda hennar öll, eiginmaður, börn, öldruð móðir og systkini stóðu með henni og veittu henni andlegan stuðning í veikindum hennar. Að þeim er mikill söknuður og þungur harmur kveðinn. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð. En fagrar minningar um góða konu, móður, systur, dóttur, tengdadóttur og ömmu gleym- ast aldrei. Við þökkum Guðfinnu af hlý- hug samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. ' Sigrún og Sigurður Jörgensson Séra Heimir Steinsson: „Skapari sólar Ávarp flutt á Þingvöllum við upphaf „Sólstöðugöngu“ 21. júní 1985 ít Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. ■ Heiðruðu göngumenn, karlar, konur og börn. Verið velkomin til Þingvalla. Gleði- lega sólstöðuhátíð. Svo segir í Landnámabók, að Þorkell máni Þorsteinsson, Ingólfssonar, þess er fyrstur nam Island, Arnarsonar, væri um margt betur að sér gjör en aðrir menn. Hann hafði „lifað svo hreinlega sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir“, kveður hin forna bók. Þess er og getið, að Þorkell máni „léti sig bera í sólargeisla í banasótt sinni og fal sig á hendi þeim Guði, er sólina hafði skapað". Afi Þorkels mána var að sýnu leyti trúmaður rnikill, en Þormóður, sonur Þorkels; var þá allsherjargoði, er kristni var lögtekin á Islandi. Niðjar þeirra langfeðga skipuðu sér- legan sæmdarsess á Alþingi í kristnum sið eigi síður en heiðnum. Var þeim falið að helga þing, mæla fyrir griðum manna á meðal um þingtím- ann. Þessi virðingarstaða varð- veittist í ætt Ingólfs Arnarson- ar endilanga þjóðveldisöld. Þekktastir afkomenda land- námsmannsins síðla þess tíma voru þeir Guðmundur prestur á Þingvöllum og Magnús goði, sonur hans. Guðmundur átti Sólveigu, dóttur Jóns Lofts- sonar í Odda, er kallaður var „dýrstur maður á landi hér“ um sína daga. Sonarsonur þeirra hjóna var Árni Þorláks- son, biskup í Skálholti, en hann átti hvað ríkastan þátt í að festa íslensku miðaldakirkj- una endanlega í sessi. Slíkan sögulegan inngang áræði ég að hafa í frammi á þessum sólstöðudagsmorgni og vænti þess, að engum þyki úr hófi lengi talað. Þorkell máni lét sig bera í sólargeisla og tilbað þann Guð, er skapað hafði sólina. Fyrir honum og eftir hann renna tignustu full- trúar tveggja siða um fjögurra alda bil. Sjálfur er hann barn beggja heima, hins heiðna og hins kristna. Betur er hann sagður kristinn í breytni sinni en margur hollvinur meistar- ans frá Nasaret og lýtur þeim Guði, er sett hefur himin og jörð. En hann verður að hafa fyrir því sjálfur og að eingin hætti að gjöra atrúnaði sínum skil í orði. Þið hafið kosið að leggja upp í langa göngu héðan frá Þingvöllum árla þess dags, er sól verður hæst á lofti. Þið nefnið þetta tiltæki „meðmæla- göngu með lífinu". Þið hafið gjört sólina að sérlegu tákni göngunnar. Og þið hefjið ferð ykkar hér. Fleira skal því til sögunnar haft: Siðirnir tveir, er með nokkrum hætti sameinast í lífs- viðhorfi Þorkels mána, geng- ust í gegn á Þingvöllum fyrir 985 árum. Þau átök urðu þó ekki harðari en svo, að fullar sættir tókust. Fylgismenn hins forna siðar fetuðu í fótspor Þorkels mána og sólarinnar, á vit guðssyninum eina, Hvíta- Kristi, er sjálfur nefnist „ljós heimsins" og er raunar iðulega líkt við sólina, bæði fyrr og síðar. Þessi atburður fól í sér sigur lífsins yfir hörðum dauða innanlandsófriðar. Hafi nökkru sinni verið gengið meðmælaganga með lífinu, var ferð Þorgeirs Ljósvetninga- goða upp á Lögberg kristni- tökudaginn þess konar ganga. Enn gangast menn í gegn á jörðu. Veröldin er vanda vafin. Jafnvel náttúran sjálf, sköpunarverk Guðs, á undir högg að sækja. Sjálf hafið þið tekið upp annan þráð, -þráð Þorgeirs og allsherjargoðanna fornu, þráð griða, sátta og lotningar fyrir lífinu og lífsins Guði. Ef til vill líkist atferli ykkar mest hátt- semi þeirra pílagríma, er á miðöldum fóru um langan veg til að heiðra hinn sama hæsta höfuðsmið hnatta og heima. Löng verður gangan í dag, - ærin að minnsta kosti. En þið hyggið á lengri leiðir síðar. Draumur ykkar er sá, að allir þeir, sem undir sólunni búa auðsýni lífinu sömu lotningu að lyktum. Mun þá einu gilda, hvort þeir hinir sömu játa trú Þorkels mána, feðra hans eða niðja, - ellegar bera þeir ein- hver allt önnur efni í munn. Ein er vonin og sörn, meðan sól rís og hnígur yfir grænni jörð. Þetta frumkvæði nykkar er af góðum rótum runnið. Tæp- ast fær nokkuð af því sprottið annað en gott. Ég leyfi mér að óska ykkur góðrar ferðar, - í nafni Guðs föður almáttugs, skapara him- ins og jarðar, - í nafni Guðs sonar, er endurleysir menn til betri siðar, - í nafni Guðs heilaga anda, er til ykkar mun tala í hverju strái við veginn, hverjum regndropa og sólar- geisla, hverjum fossi á fjalli og draumsóley í dalbotni. Farið heil. SKÁLHOLTSSKÓLI vjmsó^y SKámoússkola 801 Se«oss Upptýsingar'. Sr. Gý«i — ..- w&w-. m nmi iii m nr jórrssonreKtor fSLENSKUR LÝÐHASKOU ALMENNT KJARANÁM 91-17189 ' Sím't 99-6872 Myndlistarnam Leiðtoganam

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.